Tíminn - 16.06.1948, Blaðsíða 6
6
TÍMINN, miSvikudaginn 16. júní 1948.
132. blað
TRIPOLI-BÍÖ
CLA11IIA.
Skemmtileg og vel leikin amerisk
mynd, byggð á samnefndir skáld
Bögu eftir Rose Franken:
Aöalhlutverk:
Dorothy McGuire
Robert Young
NÝJA BIÖ
Sullivsiii-
fjölskyMan
Hin ógleymanlega og
margeftirspurða stór-
mynd með:
Anne Baxter og
Thomas Mitchell
Sýnd í kvöld kl. 5 og 9.
FöMii isiuelguiruar
(Framhald. af 5. síðu)
fyrst og fremst að vera reitt
þeim aðilum, er dregið hafa
raunhæfa rannsókn málanna
von úr viti, og þannig veitt
eigendum földu eignanna ó-
beina hjálp. En Aiþýðublaðið
er ekki reitt þessum aðilum,
heldur beinir það reiöi sinni
að Framsóknarmönnum og
þó einkum Hermanni Jónas-
syni fyrir að hafa hafið um-
ræðurnar um þessi mál og
heimtað rannsókn þeirra.
Einkum virðist það fara í
taugar Alþýðubl., að menn
skuli láta sér detta í hug, að
íslendingar eigi meiri eignir
í öðrum löndum en þær
26 milljónir króna, sem
skýrslur gjaldeyrissjóðsins
gríjina frá, að þefr eigH í
bandarískum bönkum. Það er
að sönnu rausnarleg upphæð
og fyrir hana mætti kaupa
öll þau landbúnaðarverkfæri,
sem bændur þarfnast, eða
8-10 nýja togara. En samt
munu flestir svo hlálegir að
telja þessar innstæður aðeins
brot af eignum íslendinga er-
Iendis, því að yfirleitt sé hér
um séða viðskiptamenn að
ræða, sem ekki eigi fé sitt
vaxtalaust eða vaxtalítið í
bönkunum, heldur hafi kom-
ið þeim í arðbærri eignir t. d.
skuldabréf. Þar að auki hefir
frézt um nokkra, sem eiga
húseignir erlendis og aðrar
fasteignir. ÖII rök benda því
til þess, að innstæðurnar í
amerísku bönkunum séu að-
eins brot af því, sem íslend-
ingar eiga erlendis.
Alþýðublaðinu er eðlilega
illa við það, að menn skuli
álykta svona. Það ber
vissa tryggð til stjórnar
þeirra Ólafs og Áka, enda
átti AlþýÖuflokkurinn sína
hlutdeild í tilveru hennar. Al-
þýðublaðið veit, að upplýsist
verulega um eignir íslend-
inga erlendis, muni synda-
reikningur Ákastjórnarinnar
enn aukast og þá jafnframt
sekt Alþýðuflokksins fyrir að
hafa stutt hana. Það veH
líka, að það kann aö valda
nokkrum erfiðleikum á núv.
stjórnarheimili, ef fast er
gengið eftir rannsókn þessara
mála. En sem málgagn flokks,
sem vill vera umbótaflokkur
og óþénustubundinn við auð-
valdið, má Alþýðublaðið eltki
setja slíkt fyrir sig. Sjálfstæð
isflokkurinn gæti ekki heldur
rofið stjórnarsamstarfið, þótt
vel yrði gengið fram í þessu
máli. Það eru óþarfa grillur,
enda má ekki láta slíkfc ráða
afgreiðslu málsins. Samstarf
við auðvaldsflokk má ekki
kosta það, að umbótaflokk-
arnir verði einskonar fangar
auðvaldsins.
Alþýðublaðið á sem gott
umbótablað ekki að vera að
drepa þessum málum á dreif
með því að krefjast að Pétur
eða Páll afli upplýsinga um
það. Þaö er ekki nema einn
aðili, sem hefir aðstöðu til
þess að láta vinna að þessum
málum, en það er ríkisstjórn
in og þá vitanlega fyrst og
fremst viðskiptamálaráðherr
ann, sem þessi mál heyra
undir. Þess verður að krefj-
ast, að hann haldi hér eftir
með festu og röggsemi á þess-
um málum og virtist eðlilegt,
að hann sendi menn vestur,
er yrðu sendiherranum þar
til aðstoðar við rannsóknina.
Hafa menn vissulega verið
sendir utan, þegar minna
hefir verið í húfi.
X+Y.
CUNNAR WIDEGREN:
U ngf rú
32. dagur
r *
Astrós
| — Það er alls ekki mín sök, snökti vesa-lingurinn um
| leið og hún hneig niður á legubekkinn. Mér finnst
1 það bara andstyggilegt af mömmu, og það er ekki af
| öðru en því, að hún hefir bannað mér að koma hingað
i upp til þín, að ég hefi ekki sagt þér það fyrr. Og það
| er líka andstyggilegt af mömmu að banna mér það.
| Nú er það eitt af einkennum Barböru, að hún byrjar
l ætíð á því, sem flestir aðrir geyma þar til síðast. Mað-
I ur verður bara að bíða, þar til hún kemst að upphaf-
| inu.
| — Auðvitað er það andstyggilegt af henni, sagði ég.
| Þaö skil ég vel, og komdu nú hérna til mín, svo að
I við getum spjallað saman. Hvað var þetta annars,
| sem þú varst að tala um?
| — Mamma ætlar ekki að láta undan, sagöi Barbara
1 og grét enn fáeina lítra. Hún hefir alltaf ráðskast
| með mig, og nú er ég búin að taka stúdentsprófið, og
1 hún ætlar samt að halda áfram að ráðskast með mig
| og segja mér fyrir verkum. Hún heimtar, að ég verði
1 læknir. En ég má ekki blóð sjá, og ekki heldur neitt
! aumt. Og svo finnst mér þetta líka rangt gagnvart
1 þér.
| — Hvað kemur þetta mér við? spurði ég.
1 — Snipp-snapp-snúpp, snökti Barbara og dembdi
| yfir mig nýrri skúr af brennheitum tárum. En ég
| stirðnaði af skelfingu, sem ekki var heldur nein furða,
I svo óttaleg voru tíðindin, þegar Barbara gat loks
| stunið þeim upp. — Mamma hefir ákveðið, aö við
| skulum setjast hér að, og ég eigi að verða læknir við
1 baðstaðinn hérna — reka lækningastofu héma í hús-
| inu þínu ... Hú-hú-hú ...
I — Hérna? hrópaði ég og benti niður í gólfið. Hérna
I á Hamri?
É — Ja-á, stundi Barbara, og það finnst mér and-
| . styggilegast af þessu. öllu. Hún .segir, að ég eigi að
í leggja efstu hæðina undir mig.
Í — Nú er heima, sagði ég, og hafði aftur náð valdi
Í yfir sjálfri mér. Hún ber þetta þó líklega undir mig,
| áður en hún kaupir lækningatækin.
— Ne-ei, sagði Barbara og hú-hú-aði enn góða
| stund. Það var engu líkara en loftvarnarflautu hefði
Í verið komið fyrir innan í henni. Hún ætlar að gifta
= þig, svo að ég fái eignina.
I — Hvað segirðu? veinaði ég og stökk upp. Og þú
| heldur, að henni takist það?
I — Það gerist kraftaverk, ef hún gerir þér ekki lífið
í svo leitt, að þú sjáir þér þann kost vænstan að gifta
í þig þeim fyrsta, sem býðst — bara til þess aö sleppa
I frá henni. Hún sagði það sjálf. Hún lætur ekki sitja
| við orðin tóm, skaltu vita.
Í — Hún ætti bara að reyna það, urraði ég. Það
| verður gaman að sjá, hvor okkar sér þann kost vænst-
i an að hypja sig burt héðan.
— Hvað veröur þá um mig? vældi Barbara. Hvað
Í á ég aö gera?
— Þú, sagði ég og hristi hana dálítið, þú verður
Í fyrst og fremst að spjara þig dálítið, svo að þú sért
Í ekki alltaf upp á aðra komin. Þeir, sem alltaf hanga
Í skælandi heima, komast aldrei áfram í veröldinni..
jj Nú verður þú myndug í sumar, og þá skaltu grípa til
| sama úrræðis og ég í haust. Farðu að heiman, hvað
í ísem hver segir. Þú getur alltaf fengið eitthvert starf,
Í sem er svo vel borgaö, aö þú getur séð þér fyrir fæði
| og húsnæði. Þér þykir gaman að börnúm. Þú gætir
Í að minnsta kosti byrjað sem barnfóstra.
| — Má ég gera hvað sem mér sjálfri sýnist, þegar
i ég er orðin myndug? spurði Barbara forviða. Það,
I sem ég vil sjájf? Jafnvel þótt ég vildi fara burt frá
Í mömmu?
| — Þú mátt gera þaö, sem þér sýnist, sagði ég —
Í svo fremi sem þú fremur ekki nein lögbrot, myrðir
I mann eða gerist ræningi. Þér er líka óhætt aö slá því
I á frest — þú færð tækifæri til þess, þegar þú giftist.
Í — Þú mátt ekki vera spna vond við mig, vældi
Í Barbara og enn fyltust augun tárum.
| — Vertu ekki svona mikill kjáni — hver heldurðu,
| að gráti út af svona smáræði? sagði ég hálf-óþolin-
Í móö og oröin leið á öllum þessum stórflóðum. Grát-
■iiiiiiiiiiiiiiinitr. iiiumiiiiiiiiiuMiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuuMuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiKmiiiiiiiiiiiiiiiu
Ina Claire
Sýnd kl. 5, 7 og 9
Ég mun bíða þín
(I’U Be Seeing You)
Áðalhlutverk:
Ginger Rogers
Joseph Cotton
Shirley Temple
Sýnd kl. 7 og 9.
Gamansömu hcrmennirnir
Sprenghlægileg sænsk
gamanmynd.
Sýnd kl. 5.
TJARNAkBIO
Örl®g ráða
(Jag ár eld och luft)
Sænsk stórmynd eftir
skáldsögu Fritz Thoréns
Viveca Lindfors
Stig Járrel
Sýnd' kl. 5—7—9.
j TILK YNNING j
iTIL SÍLDARSALTENDA !
!
Þeir síldarsaltendur, sem ,3^tla ..að. salta síld á
þessu sumri, þurfa samkvæmt 8. grein laga nr. 74
frá 1934 að sækja um leyfi til Síldarútvegsnefndar.
Saltendur þurfa að upplýsa eftirfarandi:
‘ii. ••
1. Hvaða söltunarstöð þeir hafa til umráða.
2. Af hvaða skipum þeir fái síld til söltunar.
Hvaða eftirlitsmaður vefSúr' a 'slöðlhhi.
4. Hve margt síldverkunarfólk vinnur á stöðinni.
5. Eigi umsækjendur tunnur og salt, þá hve mikið.
Umsóknir þurfa að berast nefndinni fyrir 25.
þ. m. Nauðsynlegt er, að þeir saltendur, sem óska að
fá keyptar tómar tunnur og salt frá Síldarútvegs-
nefnd, sendi pantanir til skrifstofu nefndarinnar á
Siglufirði nú þegar.
SÍLDARÚTVEGSNEFND.
Þorbjörg Stefánsdottir sjötug
(Framhald af 4. síðu)
manns. En Hreiðar sonur
hennar er einnig búsettur á
Raufarhöfn og er smiður.
Þorbjörg er enn vel ern,
sgumar og yrkir og er hvers
manns hugljúfi. Hún er
margfróð og ber enn gott
skyn á skáldskap og fylgist
vel með tímanum. Hvar sem
þún kemur er hún kærkom-
ijin gestur, því hún er um-
Ifelsgóð og kemur þó öllum í
ðbtt skap.
2 Á afmælinu bárust henni
v
t
þessar vísur, sem ég læt
fylgja:
Sjötug ertu sögð í dag,
sæmdarkonan haga.
Enn þér gangi allt í hag,
engan hljótir baga.
Þökkum Jiðnar lífsstundir,
ljóð og meira gaman.
Ætíð fóru ólundir,
er við vórum saman.
Loks óska ég vinkon
minni alls hins bezta o
vona, að hún haldi lífsglec
sinni og myndarskap ser
lengst. ;; vinur.
iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimuiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiii .....................................................................................................................