Tíminn - 15.07.1948, Blaðsíða 3

Tíminn - 15.07.1948, Blaðsíða 3
154. blað TÍ5I1NN, fimmtudaginn 15. júlí 1948. 3 ugur ! dag: r. prófessor Alexander Jóhannesson, prófessor dr. phil., er sextug- ur i dag. Hann er fæddur 15. júlí 1383 á Gili í Borgarsveit í Skagafjarðarsýslu. Foreldrar hans voru þau Jóhannes Ólafsson, sýslumaður Skag- firðinga, og kona hans, frú Margrét Guðmundsdóttir, dóttir Guðmundar Einarsson- ar, prests í Arnar'oæli. Alexander Jóhannesson hóf nám við Menntaskólann (Latínuskólann) í Reykjavík árið 1901 og lauk stúdents- prófi þaðan utanskóla árið 1907 með hárri fyrstu eink- unn. Að því loknu sigldi hann til Kaupmannahafnar og lagði stund á málvísindi við háskólann þar og lauk þar magisterprófi 1913. Síðan hélt hann áfram námsiðkunum við þýzka háskóla og varð doktor frá Halle 1915. Doktors ritgerðin hét Die Wunder in Schillers Jungfrau von Orle- ans. Að námi loknu fluttist Alex ander heim til fslands og gerð ist þá þegar einkakennari við Háskóla íslands í Reykjavík, en árið 1925 var stofnaö dósentsembætti í íslenzkri málfræði og málsögu við skól ann, og hlaut Alexander það embætti. Árið 1930 var hann síðan skipaður prófessor við Háskólann og hefir gengt því starfi síðan. Störf Alexanders Jóhannes- sonar við Háskólann eru þrí- þætt: ritstörf, kennsla og bar átta hans fyrir bættum húsa- kosti stofnunarinnar. Pró- fessor Alexander hefir ekki legið á liði sínu. Hann er mik 311 lærdómsmaður og hefir gengið að fræðistörfum sín- um með dæmafárri elju og dugnaði, enda er hann af- kastamikill rithöfundur um málfræðileg efni. Ritverk hans verða ekki talin hér, en geta má þess, að hann hefir rannsakað fjölmörg atriði ís- lenzkrar málsögu og nú hin síðari ár unnið að geysimiklu yfirlitsriti, orðabók um skyld leika og uppruna íslenzkra orða. Þeir, sem einhverja nasasjón hafa af fræðslu- störfum, vita, að til þess að semja slíkt rit, þarf geysi- mikla vinnu og mér liggur við að segja hugrekki. Orðabókin hefir ekki enn birzt á prenti, en væntanlega verður þess ækki langt að biða. Kennsla próf. Alexanders við Háskólann ber sama svip og ritverk hans, enda er hvort öðru nátengt. Við nemendur hans munum aldrei gleyma henni. Hún ber vitni um mikinn lærdóm, þrótt og elju. Það er engin hætta á, að nokkur maður sofni í kennlustundum próf. Alexanders. Þar ríkir aldrei doði eða deyfð. En saga próf. Alexanders við Háskólann er ekki öll, þótt talin séu ritstörf hans og kennsla. Hann hefir átt Alexander Jóhannesson | mikinn þátt í stjórn stofnun- arinnar og gegnt rektorsstörf um hvað eftir annað. Og það skyldi enginn ætla, ao þar væri kyrrstaða, sem próf. Alexander ræður ríkjum. Plann verður aldrei kallaður kyrrstöðumaður. Að öðrum ólöstuðum efa ég, að nokkur einn maður eigi meiri þátt i því aö bæta ytri skilyrði Há- skólans en hann og gera stofnunina fjárhagslega ó- háða að því leyti, sem það er kleift. Og ef til viil er þetta miklu göfugra en kyrrlát fræðistörf eða að minnsta kosti va,rðar þetta fleiri og á eftir að orka á sögu þjóðar- innar í framtíð. Það er vart ofmælt, að próf. Alexander átti veigamikinn þátt í því, aö liáskójahúsið var reist, og hann hefir frá upphafi verið í stjórn Happdrættis Há.skól- ans. En það er ekki aðeins háskólahúsið, heldur einnig Atvinnudeildin og stúdenta- garðarnir, sem próf. Alexand cr hefir barizt fyrir að koma upp. Og loks má ekki gleyma Tjarnarbíó. Hugsiö ykkur allt það starf, sem unnið er í Há- skólanum, hugsið ykkur allt það hagræði, sem stúdentum er gert með því að búa á stúdentagöröunum, hugsið ykkur allt þaö fé, sem Há- skólinn fær til umráða með rekstri kvikmyndahússins og getur varið tii þjóðnýtra hluta. Stendur ekki- öll þjóðin í þakkarskuld við þá rnenn, sem varið hafa kröft- um sinum til þess að berjast fyrir þessum málum og stuðl- að þannig að því, að hér geti þróazt menning og menntir? En einn helzti hershöfðing- inn í þessu stríði var próf. Alexander Jóhannesson. SVI— r. >-• -> 1 --- Próf. Alexander hefir látið fleiri mál til sín taka. Hann er einn frumherjanna í flug- málum íslendinga. Hann var meðal stofnenda Flugfélags íslands h.f., er kornst á lagg- irnar 1925, og var fram- kvæmdastjóri þess 1928—31. Próf. Alexander hefir verið sæmdur fjölmörgum heiðurs- merkjum. Hann er kvæntur Hebu Geirsdóttur vígslu- biskups Sæmundssonar. Próf. Alexander hefir unn- ið merkilegt starf, og hann á vafalaust enn eftir að koma víða við, og það er hverri þjóð mikill fengur að hafa slíkum elju- og drengskapar- mönnum á að skipa. P.t. Reykjavík í júlí 1948. Halldór Halldórsson. Frá aðalfundi Skóg- ræktarfélags Islands Aðalfundur Skógræktar- mikla hlutverk, endurreisn féla,gs Islands var haldinn á Hallormsstað dagana 28,—30. júní s.l. Á fundinum mættu full- trúar fi'á skógræktarfélögum auk stjórnarinnar og Hákon- ar Bjarnasonar, skógræktar- stjóra. Ennfremur sátu fund- inn Magnús Gíslason skrif- stofustjóri, er var heiöursgest ur fundarins og norskur skóg ræktarmaður, Reidar Bathen, fylkLsskógmeistari í Troms- fylki í Noregi. Hinn norski skógræktar- stjóri kom hingaö til lands að tilhlutan landbúnaðarráð- herra og hefir ferðazt víða um land undanfarnar vikur. Þess má geta að í Tromsfylki, er veðrátta mjög svipuð og á íslandi, en jarövegur hins veg ar mjög ólíkur því sem hér er. Fyrsta fundardaginn, eftir að formaður félagsins, Valtýr Stefánsson, hafði flutt skýrslu um störf félagsins á liönu ári, rakti skógræktar- stjóri hið helzta, er hann taldi, að bæri að stefna aö á næstunni í hinu stórfellda verkefni, er fyrir liggur í starfi skógræktarfélaganna, ef þau eiga að verða þess megnug aö inna af hendi hið skóga og ræktun nýrra nytja viða, en það er hið setta mark þeirra, er nú hafa forystu í skógræktarmálunum. Þarf eigi að orðlengja það, að nú er hrópað: Sáið barrviðum, gróðursetjið hæfilega stórar plöntur af þeim. Friða ber stærri og minni landspildur. Land er nóg á íslandi, það þarf aðeins vilja og sam- heldni til að nema landið og nota frjósemi þess til rækt- unar verðmætra viða. Á- níðsla er leiðin til auðnar einnar, ef eigi er hafizt handa og hún gerð ræk úr atvinnuháttum landsmanna, eftir því sem möguleikar þróast á sviði skógræktar- innar. Því næst voru reikningar félagsins lagöir fyrir fundinn og skýrðir. Seinni hluta dagsins skoð- uðu fundarmenn gróðrar- stöðina og Atlavik og barr- trén þar og sunnan við Atla- vílc við Jökullæk. Virtist al- rnenn hrifning fundarmanna yfir þeim árangri, er náðst hefir á Hallormsstað í rækt- un barrtrjáa. Þar má nú líta 8—11 metra há tré af blá- greni, lerki og skógarfuru, auk rauögrenis, sem er um Rætt við Gunnar á Selalssk, sextugan: Jg fiefi aldrei lært að vaka við rafljós og sofa í sólskini" Tíðindamaður Tímans skrapp í gærmorgun heim tif. Gunnars Sigurðssonar frá Selalæk til þess að spyrja fáeinna spurninga í tilefni af bví, að hann er orðinn sextugur. Kann hlaut góöar undirtcktir og greið svör eins og vænta mátti,, og fara hér á eftir þættir úr samtalinu. — Gunnar er fædd- ur að Helli á Rangárvöllum, en ólst upp að Selalæk. Foreldr- ar hans voru Sigurður Guðmundsson og Ingigerður Gunn- arsdóttir, bæði af Rangárvöllum. — Ég veit ekki til hvers ég hefi veriö að læra lögfræði hér á yngri árum, þótt ég hafi nokkuð fengizt við mála færslu, segir Gunnar, þegar tíöindamaður fer aö spyrja hann um störf hans og hætti — ég, sem er með þeim ósköp um fæddur, að geta ekki hugsað mér annaö en að vera í sveit á meðan ég tóri, að minnsta kosti aö sumarlagi. — Þú heíir alltaf fengizt viö búskap öðrum þræði? — Ég hefi fengizt við ýmis- legt — raunar margt, segir Gunnar. En þrátt fyrir skrif- stofustörf og annað af því tagi, hefi ég jafnframt rekið búskap austur í Rangárvalla- sýslu. Núna á ég bú á Uxa- hrygg á Rangárvöllum. Þar á ég tuttugu hross og þrjú hundruð fjár. Mér leiðist bæjarlífið á sumrin — hefi aldrei lært að vaka við raf- Ijós og sofa í sólskini. Og þeg ar leiðindin detta í mig, rýk ég austur í sveit. Ég verð allt annar maður, þegar ég er kominn á hestbak. — Já — vel á minnzt. Það hafa margir hestar komizt í þína umsjá um dagana? — Ég keypti margan hest- inn um skeið. Markaðshross- in, sem ég keypti skiptu á- reiðanlega mörgum þúsund- um. — Ég fór um allt land í, þeim erindagerð- um og keppti við Sambandið, þótt aldrei bæri, á öðru en samkomulagið milli keppi- nautanna væri gott. — Þú sagðir áðan, að þú hefðir fengizt við sitt af hverju um dagana? — Já — hvort það nú er, svarar Gunnar brosandi. A!l- ir kannast nú til dæmis við það, að ég gef út íslenzka fyndni, og einu sinni átti ég Alþýðuprentsmiðjuna, svo að ég nefni eitthvað. Hana eign- aðist ég af tilviljun í fast- eignabraski. En þú ert lcann- ske að fiska eftir því, hvort ég hafi ekki einhvern tíma 6—7 m. á hæð. Öll eru þessi tré 26—43 ára að áldri. Leið- sögn veittu Hákon Bjarna- son skógræktarstjóri og Guttormur Pálsson, skógar- vörður. Mikla athygli vöktu lerki- teigarnir við Jökullæk og Atlavík. Þar voru gróðursett rösklega 6 þús. tré á árunum 1937—1939. Nú eru þau 4.5— 5.0 m. þau hæstu, og hylja nú alveg svöröinn. Fræið er frá Arkangelsk við Hvíta- hafið í Rús,slandi á 64° n. br. Þarna er vísir að barrskógi, hinn eini á landinu. Þroski og vöxtur trjánna hefir ver- (Frauihald á 6. síðu). verið blaðamaður. Það hefi ég nefnilega veriö líka. Ég var einu sinni ritsjóri Vísis — það mun hafa verið 1914— 1915. Ég tók við af Einari Gunnarssyni. Ég lagði mig i framkróka um það að skrifa eitthvað, sem fólki þætti, skemmtilegt, enda varð ég: þess oft var, að það var bet- ur þegið en hátíðlegar og spekingslegar ritsmíðar, sem. ekki rista kannske alltaf svc ýkja djúpt. Vísi seldi ég síðar. hlutafélaginu, sem nú L hann. — En ekki megum við gleyma þingmennskunni? — Það væri víst synd. Rangæingar kusu mig tvisvar á þing, þótt ég bið.i mig aldrei fram fyrir neinn flokk. í: þriðja skiptið féll ég, þótt ekki munaði miklu, enda í beinni andstöðu við alla stj órnmálaf lokka. Þingmennska mín var ann- ars þannig til komin, að fá- einir menn úr hverjum hreppi í Rangárvallasýslu. komu til mín og buðu mér að- veita mér brautargengi, ef ég. vildi hætta mér í framboð. Það hafði komið til orða að skora á Jón Magnússon afi: bjóða sig fram, en þá konu aðrir, sem vildu að Rangæ- ingar byggu að sínu í þessc. efni. Annars ætti ég ekki að fjöi. yrða um þingmennsku og stjórnmál, því að ég flokkc þingmennina og pölitíkinc. undir landplágur. — Þú ert einn af frum- kvöðlum loðdýraræktar á ís- landi? — Það er rétt. Og ég er. einfaldlega þeirrar skoðunar, að hér séu aö mörgu leyti gó£ skilyrði til loðdýraræktar. k. undanförnum árum hefii kannske ekki blásið byrlegc fyrir þeim atvinnuvegi — hann á alltaf erfitt uppdrátt-- ar í ófriði og næstu árum eft- ir hann. En þetta fer að lag- ast. En svo er eitt mál, sem ég ber nú fyrir brjósti, og um. það ætla ég að skrifa innar.. skamms. Það á að koma upp dýragarði í Reykjavík. Bær- inn er oröinn nógu stór tii. þess að slíkt geti þrifizt. Vié höfum hér líka heitt vatn og gætum með aðstoð þess gert slíkan stað vel úr garði, og hér eru líka góð skilyröi ti; þess að afla hentugs og góðf fóðurs handa dýrunum, ár. þess að um óhæfilegan kostr. að þurfi að vera að ræða. Svc að maður vill þó beita séi fyrir einhverju, þó aö sext- ugur sé. J. H, j

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.