Tíminn - 15.07.1948, Blaðsíða 5

Tíminn - 15.07.1948, Blaðsíða 5
154. blað TÍMINN, fimmtudaginn 15. júli 1948, Fimmtud. 1S. jwlí Marshalísamstarfif tHLENT YFIRLIT: uhur-Afríka eftir stjórnarskipt in Efílr Marsgaret Carsoií HuMsard. Tíminn hefir nú birt Mar.s- hallsamninginn í heild eins og hann er. Lesendum blað’s- ins gefst því kostur á að kynna sér af eigin reynd þann samning, sem svo harð ar deilur hafa staðið um nú um skeið. í sambandi við hin ar almennu umræður um mál ið er rétt að taka fram fáein atriði á þessu stigi. Upphaf þessa samnings var gert eins og í einu lagi fyrir allar þær þjóðir, sem gert var ráð fyrir að tækju þátt í Marshallsamstarfinu. Við endurskoðun og með ferð málsins var þeirri reglu fylgt, að samningurinn yrði eins fyrir þjóðirnar allar. Þetta er ekki óeðlilegt, þeg ar þess er gáð, að samningur- inn er um samtök og sam- hjálp þjóðanna til að reisa atvinnulíf sitt úr rústum eða koma því á nýjan og traust- ari grundvöll. Bandaríkin skuldbinda sig til að leggja fram fé í því skyni, því að þau eru eini aðilinn, sem hefir fjármagn aflögu. Jafnframt setja þau skilyrði um að fá að fylgjast vel með því, hvernig það fé er notað. Samhjálp þessara þjóða byggist að öðrum þræöi á því, að þær styðji hver aöra eftir mætti í hagstæðum verzlunarviðskiptum. Við- skiptalíf og verzlunarárferði er meginatriði í afkomumál- um allra þjóða og því er tíma bært að vinsamlegar þjóðir hafi samtök með sér um að reyna að lagfæra þau mál og finna hina heppilegustu lausn. Það er einmitt á því sviði, sem íslendingar vænta þess, að þeir hafi mest not af samningnum. Hitt er alveg rétt, að það þarf enginn að halda, að samningurinn skapi íslendingum einhverja sérstöðu til að selja vörur toll frjálst en geta lagt háa tolla á allar innflutningsvörur. Hitt eiga rnenn að hafa í huga, að samningurinn er á- kvörðun þessara þjóða, að semja um viðskipti sín. Og þó að hvert land, semji ein- ungis við Bandaríkin, er þó sameiginleg þátttaka tveggja landa í Marshallaðstoðinni grundvöllur að auknu sam- starfi á milli þeirra. Þessi samningur, sem nú hefir verið gerður, kveður ekkert á um lántökur eða söl- ur afurða. Á honum má byggja samninga um það allt. Þeir samningar verða svo til umræðu og athugunar eftir því sem þeir koma til. íslend- ingar munu ekki, þrátt fyrir þennan samning, taka utan- ríkislán á grundvelli hans fremur en önnur utanríkis- lán, án þess að Alþingi sam- þykki það. Og vitanlega munu íslenzkar samninga- nefndir gera viðskiptasamn- inga á grundvelli þessa samn ings, eins og þær hafa unnið að samningagerðum og munu gera utan Marshalllandanna. Það er of snemmt að spá nokkru um það, hver not ís- lendingar hafi af þessum samningi. En vera kynni, að hann opnaöi leiðir til veru- legra bóta á utanríkisverzl- í lok maímánaðar fóru fram þing kosningar í S.-Afríku. Sambands- ílokkurinn, flokkur Smuts hers- höfðingja, beið ósigur fyrir þjóð- ernissinnum undir forustu dr. Mal- ans. Ails voru greidd 1.067.249 at- kvæði. Af þeim fékk Sambands- flokkurinn 524.230, þjóðernissinnar 401.834 og flokkur Afríkana 41.885. Sambandsflokkurinn hlaut þó að- eins 65 þingsæti, en þjóðernissinn- ar og flokkur Afríkana samtals 779 þingsæti af 153, og mynduðu þeir þegar stjórn undir forsæti dr. Malans. Talið er, að þessi stjórnarskipti kunni að draga nokkurn dilk á eftir sér í ýmsu tilliti. Greinin, sem hér birtist, fjallar um viðhorfin um og eftir kosningarnar. Með ósigri Jan Ch. Smuts hers- höfðinga er hafinn nýr kafli í sögu Suður-Afríku. Þetta gæti leitt til einangrunar, fullkominnar aðgrein ingar þeirra. sem ekki eru af evróp eiskum uppruna. eða drottnunar þeirra Afríkubúa, sem eru af holl- enzkum ættum. Hvað úr þessu verður fer eftir því, til hve mikill- ar ábyrgðar hin nýja stjórn þjóð- ernissinna finnur. Foringi þjóernissinna, dr. Dan- iel F. Malan, er orðinn forsætis- ráðherra. Þjóðernissinnar lögðu í kosningabaráttunni mikla áherzlu á hörundslit íbúanna og ætterni, en þeir lögðu einnig mikið upp úr minnkandi sambandi við Bretland. Þetta er í fyrsta sinn sem þjóð- ernissinar fá meirihluta síðan Suð- ur-Afríku-sambandið var stofnað 1910. Þeir hafa aðeins lítinn — en þó greinilegan — meirihluta, svo aö þeir geta framfylgt stefnu sinni. Unnu á kynþáttabaráttunni. Þjóðernissinnar unnu kosningarn ar á kynþáttabaráttunni, hinum geysilega framfærslukostnaði. vöru skorti og ríkiseftirliti. En ijjuiþátta baráttan var aðal málið. Þjóðernissinnar krefjast algers aðskilnaðar á Evrópumönnum og þrem fjölmennustu stéttum lands- ins, sem ekki eru af evrópeiskum ættum. Innfæddir menn eru um 7726 þúsund og þetta myndi þýða missi þeirra á félagslegum réttind- um, scm sérfræðingar telja nú þeg ar ófullnægjandi. Það mundi þjða framhald á langflutningi verka- manna vegna atvinnu, en það fyrir komu’ag hefir verið gagnrýnt harð- lega af nefnd, sem skipuö var til að athuga lög og reglur innan lands. Það mundi svipta innfædda menn öllum tækifærum til að tileinka sér menningu Evrópumanna. Brottvikning þeirra gulu. Þetta myndi sennilega leiða af sér skjótan brottflutning Asíumanna úr landi, en þeir eru nálægt 283 þúsund talsins. Þjóðernissinnar og flestir enskumælandi stuðnings- menn þeirra vilja .láta senda Ind- verja aftur heim til Indlands, en unz það er framkvæmt séu þeir einangarðir, bæði félagslega og stjórnmálalega. Ef til vill nema þeir úr gildi lög frá 1946, sem heimiluðu Indverjum að kjósa í fyrsta sinn, — enda þótt það væri aðeins rétt- ur til að kjósa við sveitastjórna- kosningar og aðeins frambjóðendur Evrópumenn. Þjóðernissinnar beittu sér ákaft gegn þessum lögum og nú hafa þeir vald til að nema þau úr gildi. Ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Ef til vill verður kosningaréttur- inn tekinn af blökkumönnum, en þeir eru kynblendingar hvítra manna og negra, og er þess vand- lega gætt að rugla þeim ekki sam- an við ,,innfædda“. Hafa þcir verið teknir á kjörskrá með Evrópumönn um, þótt þeir hafi aðeins mátt kjósa hvíta frambjóðendur. Nýlega hafa þjóðernissinnar varað við kosningarétti blökkumanna og haldið því fram, að þeir kynnu að bera hvíta kjósendur ofurliði í syðsta hluta landsins. Þeir liallast að takmörkuðum kosningarétti blökkumanna aðeins við sveita- stjórnarkosningar og því mundi það ekki koma á óvart. þótt þing- meirihluti þjóðernissinnar svipti blökkumennina kosningarétti til þings. Átökin um kynþáttaréttinn hafa ekki aöeins áhrif innan Suður- Afríku-ríkjanna. Það eru likur tii j að athafnir Suður-Afríkubúa í þeim málum dragi nokkrun dilk á 1 eftir sér allt frá Bomba>~ til Casa- | blanca. Skert réttindi hinna lituðu kynþátta myndu eðlilega vera þyrnir í augum a'lra slíkra þjóo- flokka í öllum náíægum löndum, þar sem þeir væru í minnih'uta, og cinkum þó í Afríku. Og það væri ekki til neinns bóta. að kynþ'áttá- baráttan væri háð á laun. | • ■ i Aðskiinaður fri Bretaveldi? j Enn er ailt í óvissu um liver áhrif cigur þjóðernissinna kann að hafa á afstöðuna lii Brctaveldis.' ÞJóðernissinar hafa, a’lt frá stofn- 1 un ílokksins haldi'5 frarn stofnun ' i lýðveldis „kristilegra sósíalista" og aðskilnaði við Bretaveldi. Á þetta var að vísu engin áherzla lögð í kosningunum í vor cn málið ; er óútkljáð. ,Dr. Malan hefir lýst því yfir, að þjóöernissinnar myndu láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu um lýðveldisstofnun, ef þeir hyrfu inn á þá braut. En þessi. yfirlýsing var gefin þeim, sem voru þjóðernis sinnum sammála í kynþáttamálun, um, en andstæðir þeim í afstööunni til Bretaveldis og stofnunar lýð- veldis. | Ef lýðveldisstofnun væri borin undir atkvæði alþjóðar eins og sak ir standa. gæti hún vel orðið sam- þykkt, þar sem fjölmargir íbúanna eru miklir einangrunarsinnar í svipinn. En margir íbúanna, bæði af hollenzkum ættum og ensku- mælandi. myndu snúast til ákveð- uninni, ef íslendingar sjálf- ir fylgja því vel fram. Þjóðviljinn ber höfðinu við steininn og kallar samnings- gerðina sí og æ landráð. Það er samboðið blaði, sem á sín- um tíma kallaði það land- ráð, aö íslenzkir menn ynnu fyrir kaupi hjá þeimsembörð ust gegn heimsyfirráðum nazismans. En það munu all- ir sjá, að Þjóðviljinn getur ekki gert síðari hluta samn- ingsins að engu, þó að hann skirrist ekki við skýlausum ó- sannindum til að túlka hann íslendingum í óhag. Lesendur hafa nú séð samninginn, eins ' og hann er gerður á íslenzk- ! unni og sú gerðin er jafn rétt há og hin. Þar er líka tekið ( fram, að skýringargreinar og ; fyrirvarar gildi eins og samn ( ingsgreinarnar sjálfar. Fyr- irvari þessa samnings gerir því- að engu ákvæðin um at- vinnuréttindin framar í samningnum. Hins má svo geta, að komm únistar nágrannalandanna hafa barizt gegn Marshall- samningnum. Auövitað hafa þeir gert það, því að línan er eins fyrir allt sálufélagið og stefnan er sú, að halda sér sem mest frá öllu samstarfi og samneyti við Ameríku- menn. Það eru átök milli þess ara stórvelda og Rússar vilja þvi ekki láta sína menn hafa vinsamleg skipti við Banda- ríkin. Það er allt og sumt. Uandráðatal kommúnista verður að skoðast í því ljósi, að þeirra land er Rússland. Hitt er svo annað, að í aug- um frjálsra manna er vin- átta við Bandaríkin, England og Norðurlönd enginn fjand skapur við Rússa og þeirra vini. Raddir nábúanna Alþýöublaði ræðir í gær í furustugrein um deilu Titos við Kominform og afskipti Rússa af stjórnarfari í Júgó- slavíu. Þar segir svo: „Þannig er ástandið á kær- lcikshcimili kommúnismanns í Austur-Evrópu í dag:. í’uilkomið þjóðfrclsi á að ríkja þar, og hvcrgi nema þar;.cn það er aö vísu skilyrði bundið' að hinar „frjálsu þjóðir" kommúnismans sitji og standi eins og einvald- urinn í Moskvu vill. Láti þær sér detta í hug eitthvað annað, fá þær strax að vita að þær „of meti möguieika sinn tii þess að halda sjálfstæði án hjálpar Sovétríkjanna,“ og nægi það ckki er gripið til hungurssvip- unnar, hætt að selja þeim nauð synjar og þeim bannaðar ailar bjargir! í Þjóðviljanum hefði þetta nú sennilega ckki þótt til fyrir- myndar, ef það hefðu verið Bandaríkin. scm þannig hefðu komið fram við okkur eða ein- hvcrja aðra vestræna smáþjóð; sennilega hcfði þá í því sam- bandi citthvað verið minnzt á kúgun og heimsvaldastefnu. En af því að það cr Rússland og eitt af hinum lofsungnu „frjálsu" Icppríkjum þess í Aust ur-Evrópu, vill Þjóðviljinn sem minnst um þetta skrifa. Það gæti annars vakið ýmsar efa- semdir og hugsanir hjá Iesend- unum, sem ekki þættu líklegar kommúnismanum til framdrátt- ar hér á landi í framtíðinni." Atburðirnir í Júgóslavíu sýna það, að kommúnistar eru blindir í sjálfstæðimálum á þeirri hliðinni, sem að Rúss um veit, en þeir sjá þá líka kannske frá hinni hlið- inni fleira en raunverulegt er. Þeir eru blindir á öðru auga en rangsýnir á hinu. innar andstöðu við lýðveldisstofn- un. i Að cfla „þjóðina'fC. En þjócernissinnar þurfa ekki að láta koma til beinna átaka til þess að fá sitt mál fram. Þeir hafa krafist eflingar „þjóðarinnar," hinna „sönnu Afríkana” (þ. e. íbúa af hollenzkum uppruna"). Þeir stefna að því að gera þann hluta íbúanna alls ráðandi á ýmsum sviðum þjóðiífsins. Á þann hátt myndi Suður-Afríka smátt og smátt gegna þýðingar- minna hluverki innan brezka heimsveldisins. Og hún yrði smátt og smátt vanin af fjárhagslegum tengslum við Bretland. Á þennan hátt gæti náðst sami árangur',-þótt ekki væri framkvæmdur formlegur aöskilnaður. Það er ekki gott að segja um hve fljótt þessu marki yrði' náð. En það þykir fullvíst, að öji_ slík áform myndu njóta . fyllsta stuðnings hinna fámennu en út- vö’du leynilegu samtaka, sem-nefnd eru „bræðrafélagið” (Broader- bond), en sagt er, að dr Malan og aðrir leiðtogar þjóðernissinna og flokks Afríkana séu annað’ hvort meðlimir þess félagsskapar, eða honum að minnsta kosti mjög'hlynt ir. En yfirráð „Afríkana" er eitt af markmiðum „bræðarfélagsins.“ Það er óséð enn hver áhrif Sambandsflokkurinn kann að hafa þrátt fyrir kosningaósigurirm. eða hvort honum tekst að draga til muna úr þessu og þvílíkum Sform- um þjóðernissinna. Það kann að vera að honum takist að skapá öfl- uga andstöðu gegn aðskilnaði frá Bretaveldi. . „ Innfiytjendamálin. Sigur þjóðernissinna verður að telja vott um andstöðu íbúanna gegn stefnu Sambandsflokksins í innflytjendamálunum. Ráðúneyti Smuts hafði gert ráðstafanir til að örva innflutning fólks til landsins. Þjóðernissinnar snérust gegn því að veita viðtöku nokkrum þúsund- um Breta og annarra Evrópu- manna. „Þeir taka vinnu frá Suð- ur-Afríkönum,“ sögðu þjóðernis- sinnar, enda þótt mikil þöff sé fyrir handiðnaðarmenn og' aðra inðlærða menn, sem komið hafa til landsins. Atvinnuleysi getur held- ur ekki talist áberandi. Sambandsflokkurinn liefh’ verið sakaður um að aðhyllast innflutn- ing fólks frá Bretlandi í þeim til- gangi að efla hinn enskumælandi hluta ibúanna í hlutfalli Við hinn hlutann, sem er af hollenzku'bergi brotinn. Sennilegt er, að irtnflutn- ingur fólks veröi takmarkaður, eða horfið verið að því ráði,, að flytja inn meira af Þjóðverjum, en þeir hafa öðlast mikla samúð meðal þjóð ernissinna. Innflutningur Þjóðverja. Síðan stríðinu lauk hefir töluvert verið barizt fyrir innflutningi Þjóð verja. Margir þjóðemissinnar hafa einnig mótmælt brottflutningi þeirra Þjóðverja, sem teknir voru höndum á stríðsárunum, vegna þess, að ríkinu var talin stafa hætta af þeim. Flokkarnir eru að vissu marki sammála um andstöðuna; gegn kommúnistum, og hafa 'báðir var- að þjóðina við kommúnisma. Þjóð- ernissinnar eru þó fylgjandi því, að lögbanna kommúnistaflokkinn. Kommúnistaflokkurinn í landinu er mjög áhrifalítill og á engan full- trúa í þinginu. Þeir höfðu þrjá frambjóðendur í kjöri í kosningun- (Framhald á 6: siðu). j

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.