Tíminn - 15.07.1948, Blaðsíða 6

Tíminn - 15.07.1948, Blaðsíða 6
6 TÍMINN, fimmtudaginn 15. júlí 1948. 154. blað. 7ripcli-híc Lokað íil 26. jálí. Litli og Síóri sem leynifarþcgar Gráthlægileg mynd með hin- um vinsælu og dáðu gaman- leikurum, Litla og Stóra. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Ahalfundur Skóg- ræktarfélagsins (Frambhald af 3. síðu) ið meiri en beztu vonir stóðu til. Þetta er efnilegur ung- skógur af góðum stofni. Eftir 10 ár mætti vænta þroskaös fræs af lerki þessu. Síðari hluta þessa dags flutti R. Bathen, fylkisskóg- meistari, erindi. Skýrði hann frá fyrstu sýn sinni af land- inu, hinum snæviþöktu jök- ulflákum, hrjóstrum háfjall- anna og svo flatneskjum Suð urlands og Borgarfjarðar. Hann minntist hinna fornu skóga, en kvað berangurinn, sem nú er víðast, vera afleið ingu áníðslu mannanna, sem alls staðar hafi átt sér stað í viðskiptum þeirra við gróð- urinn og náttúruna. Hann taldi beitina höfuðorsök ger- eyðingar skóganna. Eldur og öxi gæti eytt skógum í bili, en þau öfl megnuðu eigi að granda fræjum og neðanjarð arsprotum. Þeir rísa upp aft- ur, ef beitin hindrar eigi við- gang nýgræðingsins. En svo varð hér víðast og þvl er ís- land svo bert og blásið og svo lítið eftir af hinum fornu skógum, sem raun er á. — Bather taldi björkina ís- lenzku lakari stofn en þann, er vex í Norður-Noregi. Or- sakar þessa myndi að leita í ránhöggi og víxlfrjóvgun milli fjalldrapa og birkis og koll af kolli milli bastarða þeirra. Innfutningur birki- stofna frá Troms myndi koma að gagni. Innflutningur barrviða væri sjálfsagður og auðvelt myndi að koma hér upp burrskóg- um, því að jarðvegurinn væri svo góður og nóg af landi, er lægi vel til skóg- ræktar. í fyrstu röð taldi Bathen rauðgreni, skógar- furu og síberiskt lerki, svo og fjallfuru. í fundarlok þakkaði for- maður félagsins Norðmann- inum komuna hingað og taldi, að hún myndi marka tímamót í framsókn íslend- inga á sviði skógræktar. í sama streng tók H. J. Hólm- járn, ritari félagsins, er hann árnaði honum góðrar ferðar og heimkomu til Noregs og mælti fyrir minni frændþjóð ar v^>rar. miiiiii iii iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiui ii iiiiiui iii tiiMiiiiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiniiiii iiiiiiinn! n iii mmi 53. dagur ILokalg um óákTeÓiim tíma. Tbjja Síp Gliíros Aðalhlutverk: Peggy Cuumiings Bönnuð börnum yngri en 16 ára Sýnd kl. 9. iíraskararnir og liæmltirnir Pjörug „músik-Cowboy“-mynd með: ROD CAMERON. Músik: RAY WHITLEY and his Bar-6 Cowboys. Sýnd kl. 5 og 7. Bönnuð börnum yngri en 12 ára Þakkaði hr. Bathen ræðuna og lýsti því yfir, að trúin á málefnið væri undirstaðan, því hún ein væri þess megn- ug að flytja jafnvel „fjöllin úr stað“, svo sem máltækið segir. Annan fundardaginn voru ræddar fram komnar tillögur og nefnd kosin til að athuga þær. Að miðdegisverði loknum flutti skógræktarstjóri er- indi um, hvers mætti vænta af vexti barrviða hér á landi á grundvelli þeirra tilrauna, er gerðar hafa verið á Hall- ormsstað og gerði hann grein fyrir, hvað skógræktin hefir á prjónunum varðandi upp- eldi trjá,plantna. Seinni hluta dags var hald ið að Eiöum og skoðaður hinn nýi skógargróður þar og einnig hólminn í Eiðavatni. í gömlu skógargirðingunni á Eiðum vaxa lerkitré, sem nú eru 10 ára og hafa náð 3—4 metra hæð, þótt trén standi áveðurs og jarðvegurinn sé magur lyngmór. í Eiðahólma hefir greni og fjallfura náð 5—6 m. hæð á 35 árum. Skólastj óri Þórarinn Þór- arinsson hafði kaffiboð handa gestunum og bauð þá velkomna og minntist um leið komu Stefáns G. Stefáns sonar skálds árið 1917 og las upp kvæði hans um Eiða- hólma. Þakkaði formaður á- gætar viðtökur og árnaði skóla og skólastjóra heilla. Um kvöldið var aftur haldið heim að Hallormsstað. Síðasta daginn voru tillög- ur nefndarinnar, er kjörin var daginn áður, ræddar og bornar undir atkvæði. Undir kvöld var fundi slit- ið, en seinna um kvöldið skipuðu fundarmenn sér í dagstofu skólans; voru þar ræður fluttar og kvæði og sungið þess á milli. Þessir fluttu ræður: Þorvaldur Árnason, skattstjóri, Björn Guðmundsson, kennari, Núpi, Dýrafirði, Einar Reynis, Ak- ureyri, H. J. Hólmárn, ráðu- nautur, Guðmundur Marteins son, verkfræðingur, Óskar Jónsson og Kristján Jakobs- son. Kvæði fluttu: Ketill Indriðason, bóndi, Ytra- Fjalli og Ármann Dalmanns- son. — Steindór Steindórsson menntaskólakennari las upp kvæði. Síðar um kvöldið sýndi skógræktarstjóri kvikrpyndir. Að morgni þess 1. júlí héldu fundarmenn heimleið- is. Þó höfðu nokkrir farið kvöldið fyrir. Það kom glöggt fram í um- ræðum og ályktunum þessa fundar, að herða beri sókn- ina á hendur fjárveitingar- valdinu og krefjast stórauk- inna framlaga til skógrækt- armálanna. Með því að nú er mjög skammtað úr hnefa af gjaldeyris- og innflutnings- nefnd efni til girðinga, virð- ist ekki síður bera nauðsyn til að herða mjög róðurinn til þes* aö fá framgengt rétt mætum kröfum í því efni, enda virðist sú tregða, sem nú er á innflutningi nauðsyn legra vara sem girðingarefn- is stafa fremur af skilnings- en getuleysi gjaldeyrisyfir- valdanna. Erlent yfirlit (Framliald af 5. síðu). um í sumar, en þeir fóru allir hin- ar mestu hrakfarir. Sambandsflokk urinn hafði staðið gegn því að banna kommúnistaflokkinn, á þeim grundvelli, að það samrœmdist ekki stefnu lýðræðisins. Dr. Malan á móti Israel. Búast má við að aðstaða Gyðinga breytist nú í landinu, eftir að þjóð ernissinnnar eru teknir við völd- um. Dr. Malan lagði eitt sinn fyrir þingið frumvarp til laga, sem banna átti öllum Gyðingum búsetu í landinu, frá hvaða landi sem þeir væru komnir. Þegar mjög var liðið að kosn- ingum lét stjórn Smuts hershöfð- ingja þingiö viðurkenna hið nýja Israelsríki í mjög skjótri svipan. Gyðingar eru fjölmennir í Johann esborg og kosningasigur Sambands- flokksins þar í grenndinni var tal- inn nauðsynlegur. Það mætti því líta á þessa þingsamþykkt sem kosninga mál, til þess ætlað að ná atkvæðum Gyðinga. Og það er ekki að efa að Sam- bandsflokkurinn hlaut atkvæði Gyðinga, en samþykktin kann að hafa haft neikvæð áhrif út um landbúnaðarhéruöin. Margir að- dáendur Smuts hafa átt erfitt með að koma þessari þingsamþykkt heim við hollustu hans við Breta- veldi í öllum öörum málum. Á- kvörðunin um viöurkenningu Isra- elsríkis var að sögn tekin án þess' að tilkynna það brezka utanríkis- ráðuneytinu og í greinilegri and- stöðu við stefnu brezku stjórnar- innar. Enda er Suður-Afríka eina ríkiö í Bretaveldi sem hefir viður- kennt Israel. Stjórn Malans hefir snúist ein- dregið gegn viðurkenningu Israels- ríkis. Flótti fjármagnsins. Margir hafa talið dr. Malan bezta innarikisráðherra, sem Suður- Afríka hefir eignast, en hann gengdi því embætti í stjórn Hertszogs. Það kann að vera, að stjórn hans takist að draga úr dýr tíöinni, lina vöruskortinn og gera ýmsar ráðstafanir til eflingar hag ríkisins. þótt hann eigi við ýmsa erfiðleika að etja, þar sem eru af- leiðingar stríðsins. Iðnaður Suður-Afríku hefir aukist og fjármagnið hefii' flætt inn í landið, þar sem fjárflótti hefir átt sér stað frá Bretlandi’og hinum sósíalistísku ríkjum Evrópu. Ekki er búist við að stjórn dr Malans muni gera neitt til að hindra þá þróun. En fjármálalífið hefir þó þegar (Framliald á 2. síðu) GUNNAR WIDEGREN: U ngf rú Ástrós hjá okkur áratugum saman, sagði fríherrafrúin og laut höfði. Vinnukona hjá okkur fékk meira að segja vinnuhjúaverðlaun í fyrra. Það er mér góður vitnis- burður að hafa svo lengi haft sömu vinnukonuna. — Við ætlum líka að útvega Emerentíu vinnuhjúa- verðlaun, svaraði stjúpa mín, fæcld Andersson, óðar. Við gerum það næsta ár. Ég reyndi að fá Krisper til þess að líta framan í mig. En hann starði sem í leiðslu upp í trjákrónurnar. En nú beindi stjúpmóöir mín til mín spurningu: — Hvað sýndirðu svo baróninum, Birgitta? — Við hittum Gústaf frænda, sagði ég undir eins, því að ég vissi, hve meinlega henni var við, að minnzt væri á málarastörf hans. Baróninn varð stórhrifinn af myndinni, sem hann er að mála. — Þú verður að kaupa af honum eina mynd, mamma, sagði nú Krisper ákafur, en gleymdi þó ekki viðeigandi lotningarhreim. Myndina, sem hann er að mála, og aðra til. Þær eru alveg tilvaldar í gula salinn heima. — Sjálfsagt, sagði móðir hans. Ég treysti smekk þín- um á því sviöi, Krisper. Maðurinn yðar getur gert ráö fyrir, að við kaupum af honum myndir, frú Hamar. En mér til mikillar skelfingar breytti stjupmóðir skyndilega um svip og raddhreim: Hamar höfuðsmaöur máiar ekki myndir í fjárafla- skyni, heldur sér til skemmtunar. Hann ætlar aö vísu að efna til sýningar, en það gerir hann eingöngu til þess að ókunnugt fólk, sem hingaö kemur, sjái, að það eru þó til listamenn á þessum slóðum. Svo vesalings Gústaf seldi ekki neina mynd, og ég fékk ekki einn eyri af þessum þrjátíu og fimm krónum, sem ég hafði lánað honum til efniskaupa. Þegar gestirnir voru farnir, tók stjúpmóðir mig til bæna. —Þú hefir auðvitað farið að væla framan í baróninn og biðja hann að kaupa myndir af Gústaf. En ég skal segja þér, barnið gott, aö það hvila ýmsar skyldur á herðum þeirra, sem eru af göfugum ættum. Við erum ef til vill ekki sérlega vel sett eins og sakir standa, en því aðeins flj ótum við ofan á, að við höldum uppi sæmd okkar eins og aðalsfólki ber aö gera. — Þeir, sem ekki hafa annaö í heilabúinu en kork í skársta lagi, ættu ekki lengi að geta flotið, svaraði ég öskuvond. Svo að þú ættir ekki að þurfa að óttast það, að þú sökkvir til botns í mannfélagssorann. TIUNDI KAFLI. Upp frá þessu var ég sífellt að rekast á Krisper, hvert sem ég fór. Stjúpmóðir mín söng honum lof og prís alla d^a — sérstaklega var hún iöin við að segja mér, hversu ríkur hann væri. Barbara deplaði augunum af meyjarlegri velsæld — henni þótti baróninn hér um bil eins sætur og Morrís Kollmann. Búi var líka hrifnari en orð fá lýst, og það átti rætur sínar að rekja til þess, hve baróninn var góður sundmaður. Jafnvel Gústaf frændi vogaði sér að ympra á því, að hann hefði gott vit á málaralist. En þegar allir aðrir höfðu lokið dýrð- arsöngvum sínum, tók Emerentía upp raust sína. Alla þessa endalausu lofsöngva fékk ég eins og sykur út á grautinn minn á morgnana, sem ábæti með hádegis- matnum og fyrsta og síðasta rétt á kvöldborðið. — Hann er alveg dæmalaus, sagði Emerentía og setti upp sinn mesta spekingssvip. Og móðir hans fín. Svona voi'u piltarnir í Hamarsættinni meðan hún var og hét, enda flykktust stúlkurnar utan um þá, eins og flugur að sírópskrukku. Og þegar hann fór, kyssti hann þig á höndina, Birgitta — og þá roðnaðir þú nú fallega, góða mín. — Ég í’oðnaði ekki — ég roðna aldrei, svaraði ég og varð undir eins sötráuð. En það getur verið, að ykkur hafi sýnzt ég roðna. En þetta var satt — ég hafði stokkroönaö. Það var aðeins af gremju yfir því, hve sældarlega stjúp- móðir mín hafði dæst, þegar hún sá blessaðan barón- inn kyssa hönd mína. — Og þú roðnaðir samt, og ekki minna en núna, sagöi Emerentía sigri hrósandi. Og eigi það fyrir þér að liggja að tengjast honum tryggðaböndum, þá bið ég guð að blessa ykkur bæði tvö. jiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiMmm<iiiiuiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiuiiiiu?iiiiiiiiiiiiiiiiiu« iiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiii iMMiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiMiiiíiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiliiiiiiMiiiiiiiiiltiiiiiiiiiiiiiMiiiiitiiiiiiiiiiiii«iiiiiihiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiMiiiiiiiiiimiiiimimiiimmiiiimii..

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.