Tíminn - 15.07.1948, Blaðsíða 4

Tíminn - 15.07.1948, Blaðsíða 4
TÍMINN, fimmtudaginn la. julí 1948. ■. I • 154. blað. Kenna Norðmenn Rússum síid- veihar við Island? Efftlr liáSvík M.HsíiáMSSöiB ritstjóra. ÞaS þóttu tíðindi til næsta bæjar, þá er ríkisútvarpið flutti þá fregn eftir Kaup- mannahafnarútvarpinu, að rússneskur síldveiðifloti væri á leið til íslands. Fyrst í stað töldu ýmsir þessa frétt með ólíkindum, hér hlyti eitthvað að vera málum blandað. En útvarpið hélt áfram að flytja fregnir af þessum síldarleið- angri og þótti það taka af allan vafa um að mishermi hefði verið að ræða í upphafi. Síðar fréttist það með sanni, að Rússar væru komnir á ís- landsmið. Heyrði ég ýmsa ræða þann atburð með nokkr um ugg, en aðra heyrði ég segja, að ekki væri hundrað í hættu, Rússar kynnu ekkert til síldveiða hér við land og myndi þessi för þeirra hingað norður ekki reynast svo á- bátasöm, að þeir kæmu öðru sinni. Síðar sá ég því flíkað í blöð um, að Rússar hefðu ráðið íslendinga til aðstoðar við síldveiðarnar. Hvað hæft kann að vera í þeirri fregn veit ég ekki, að minnsta kpsti hefi ég ekki haft spurn- ir af því, að hún hafi verið sannreynd. Yfirleitt virðast mér þau blaðaskrif, sem átt hafa sér stað um síldveiðar Rússa hér við land, bera ærinn keim þeirra pólitisku spjótalaga, er nú tíðkast mest í stjórnmála- erjum hérlendis. Ætla ég, að þarflegra væri að reyna að gera sér grein fyrir því, hvað er að gerast á síldveiðislóð- unum fyrir Norðurlandi, en nota Rússaleiðangurinn ein- ungis til þess að þyrla upp pólitísku moldviðri. Mjög var undan því kvart- að síðastliðið sumar, hve fjöl mennar erl. þjóðir voru á síldarmiðunum. En fjölmenn ari eru þær þó að þessu sinni og hafa aldrei áður verið jafn mörg erlend síldveiðiskip við ísland og í sumar. Norðmenn eru nú með um 30 skipum fleira en í fyrra, eða alls um 230 skip. Og að sögn þeirra sjálfra, hefir floti þeirra aldrei áður verið jafnvel út- búinn að veiðarfærum, nóta- bátum o. fl., sem nú. Um fjölda sænsku skipanna veit ég ekki gerla, en heyrzt hefir, að þau séu 10 fleiri en í fyrra, en þá voru þau 65. Auk þess eru svo síldveiðileiðangrar hér frá þremur öðrum þjóð- um, að Rússum frátöldum. Það mun því ekki fjarri lægi, að erlendu síldveiðiskipin séu nú um hálft fjórða hundrað. Þessi stóri floti er dreifður um allar síldarslóðirnar utan landhelgislínu. Hvaða áhrif slíkt kann að hafa fyrir síld- veiðar íslendinga sjálfa get ég ekki dæmt um, en þó má láta sér renna grun í, að þau verði ekki ósmá. Minna má á það, að Norðmenn töldu sig hafa fengið meiri veiði hér við land síðastliðið sumar en oftast áður, en öll vitum við, hversu fór um veiðar íslend- inga í það skiptið. En víkjum nú aftur að síld veiðum Rússa hér við land. Er vert að gera of mikið úr því, að þeim notist ekki að leiðangri sínum. ef síld gefst, vegna þess að þeir hafi ekki á að skipa kunnáttumönnum við veiðarnar? Ég ætla, að allt tal um það sé út í blá- inn. Við höfum ekki hug- mynd um hverrar þjóðar þeir menn eru, sem eru á rúss- neska síHveiðiflotanum, hvað þá meira. Ýmsir muna, að Estlendingar stunduðu síldveiði með herpinót hér við land nokkur ár fyrir styrj- öldina og gafst sæmilega, að því sagt var. Er loku fyrir það skotið, að með Rússum séu einhverjir af hinurn est- lenzku síldveiðimönnum, sem hér voru fyrr? Og er loku fyr ir það skotið, að með þeim séu menn frá öðrum þjóðum, sem kunna jafnvel skil á því að veiða síld í herpinót og ís- lendingar? Og nú leiði ég fram Knut Vartdal. Sá maður er íslend- ingum lítt eða ekki kunnur, en hver einasti Norðmaður á norska síldveiðiflotanum við ísland veit deili á honum, því að hann er formaður í „ís- landssildfiskernes Forening.“ Kurt Vartdal ritaði mjög eft- irtektarverða grein í blaðið „Fiskaren“ 23. júní síðastl. Grein sína nefnir hann „Norð menn leggja fram sinn skerf til að kenna erlendum þjóð- um síldveiðar við ísland.“ Og innrammað sem undirfyrir- sögn er þetta: „Síðustu fregn ir herma, að kenna eigi út- lendingum einnig herpinóta- veiði og það með norskum veiðarfærum“. í fyrri hluta greinarinnar getur Vartdal þess, að ýmsir Norðmenn hafi stuðlað að því að ú.tlendingar stunduðu síld veiðar við ísland. Hafi sá stuðningur verið með ýmsu móti. Þeim hafi verið útveguð norsk veiðarfæri til síldveiða. Norðmenn hafi verið með þeim í samlagsútgerð og loks hafi ýmsir Norðmenn gerzt lærimeistarar þeirra á veiði- slóðunum við ísland. Sumar þessara þjóða segir hann hafa verið beztu kaupendur að norskveiddri Íslandssíld. Og nú sé svo komið, að ein þjóð hafi fullkomlega lært veiðarnar af Norðmönnum og hvorki þurfi hún né vilji lengur á aðstoð þeirra að halda, en þessi þjóð gexi æ fleiri skip út til veiða við ís- land með hverju ári sem líð- ur. Hér mun Vartdal eiga við Svía. Athæfi þetta fordæmir hann mjög harðlega og telur leitt til þess að vita, að nokkr ir menn skuli ljá sig til þess að spilla svo fyrir sinni eigin þjóð eins og hér hafi raun á orðið. Enn getur Vartdal þess, að nú ætli 'einn bezti nótabassi Norðmanna að taka að sér nýja nemendur og vera með þeim á íslandsmiðum. Segir hann, að einungis nótabassa- hlutar þessa manns hafi á vetrarsíldveiðinni síðastl. numið fimmtíu og tveim þúsundum íslenzkra króna. Til þess að ekki fari á milli mála, það sem Vartdal segir um þetta atriði, þýði ég orð- rétt niðurlag greinarinnar: lilWfcW 'F 'I'P' 1 'ii '”■*->Mwi „Það síðasta sem frétzt hef • 7 ‘eð ir, er, að emn duglegasti nótabassinn okkar, ætli sér nú í ár, eftir því sem mér er sagt, einnig að kenna útlend- ingum herpinótaveiðar. Hlutaðeigandi nótabassi, &em með vissu fékk ca. kr. 40.000 í bassahlut á síðast- liðnum vetri og getur því naumast verið i fjárþröng, ætlar að nota norsk veiðar- færi og ráða að nokkru Norð- menn og að nokkru leyti út- lendinga til þess að vera á hinu útlenda skipi, sem þjóð sú, er áhuga hefir fyrir veið- unum, leggur til fullbúið á veiðar. Það þarf enga spámenn til að sjá það fyrir, að fiski- menn hlutaðeigandi þjóðar munu hafa lært síldveiðar til hlítar áður mörg ár líða. og þurfa þá ekki lengur á að- stoð Norðmanna að halda. Undrun sætir það, hve sum ir Norðmenn hugsa lítið um þjóð sína og stéttarbræður. Því fer miður, að í frjálsu landi eins og Noregi er ekkert hægt við slíku að gera, en í frjálsu landi hefir maður þó rétt til að tala óhindrað um hvað sem er. Vel má vera, að áður langt líði gerist nauðsynlegt að gera opinskátt um nafn, úr því að landráðalögin ná ekki til svo þjóðarskaðlegs at- hæfis.“ Grein Vartdals er rituð 17. júní og ritar hann undir hana sem formaður „íslands sildfiskernes Forening“. Knut Vartdal víkur hvergi að því í greininni, hver sú þjóð sé, sem nótabassinn ætli að kenna herpinótaveiðar, en það ætla ég, að meðan hann hefir ekkert gert opinskátt um það, þá muni marga gruna, að það séu Rússar. Reynist það vera rétt, þá kæmi mér ekkert á óvart, að erindi Rússa hingað til lands verði annað en að rassskella allan sjó, ef síld gefst á ann- að borð. Og ef svo færi, þá geta menn hugleitt það með sjálfum sér, hvort ferð þeirra hingað í sumar til síldveiða með herpinót yrði sú fyrsta og síðasta. Úr skyiídiheimsókn í Eárðardal. (Framhald af 1. síðu) — Og já. Ég byrjaði víst árið 1894 og fyrsta búskapar- árið mitt fékk ég nú ekki nema fimmtíu og sjö bagga af töðu. Og auövitað byrjaði ég eins og flestir í þá daga — með ekki neitt. Það voru vist ein eða tvær kýr og svo fáeinar ær. En við byrjuðum strax að slétta túnið, og þá var hægt að auka bústofn- inn, og ég komst svo langt, að ég hafði áttatíu sauði og um hundrað og tuttugu ær í kvíum. En töðufallið jókst fyrst að mun, þegar við hætt um að brenna sauðataðinu. Þegar Bjarni frá Hólmi kom. — Já, hér mun vera erfitt um eldivið. En hvað olli því, að taðbrennslu var hætt? — Það var þegar við feng- um rafstöðina, segir gamli maðurinn og bendir niður að ánni, þar sem virkjunin er. — Bjarni frá Hólmi kom hing Nú er þao iiann Viíhjálmur í Þinghól, sem ávarpar okkur. Minn- ist hann á ýms mál á við og dreif, sem grípa þó hver inn á annarra svið eins og víðast verður. — Svona er bréf hans: ,.1944 fór fram kosning um lýð- vclcli hér á landi, og var til fyrir- myndar hvað hún var vel sótt. Síðasliðinn vetur tók flokkur manna sig saman um að safna gjöíum handa bágstöddum börnum i útlöndum og þóttist hver bezt-ur. sem hæsta upphæð gat lagt fram á borðið eða auglýst að mætti búast við frá sér. Ný ríkisstjórn kom til skjalanna og vildi spyrna fótum við dýrtíð og verðbólgu. og lætur kaupgjalds- visitölu í 300 stig. Flokkur manna ætlar af göflunum að ganga og heimtar grunnlaunahækkanir. Þetta kalla ég ekkert lýðræði eða þegnskap við þjóð sína. Síðastliðinn vetur komu fram raddir um að reisa minnismerki um stofnun lýðveldis á íslandi. Fyrst hefðu þeir, sem um það töl- uðu átt að ganga fram og binda alla flokka samtökum um ao íá dýrtiðina niðurfærða, t. d. í 200 stig og enga grunnkaupshækkun i tvö ár. Vinnuþiggjendur, vinnuveit endur og framleiðendur settu sér allir það takmark að lækka dýr- tíðina. Þá þyrfti engum að líða ver, en það myndi létta á ríkis- sjóði. Þegar þjóðin hefði sigrast á verð- bólgunni væri ekkert á móti því að gera lýðveldismerki, en fyrr ekki, þvi að cii; er erfitt að sjá að þjóðin sé fær um að lifa við lýð- ræði. Hún virðist lítið hafa lært og hver og einn vill helzt mega lifa og láta óhindrað eftir sínu höfði. Það er heldur ekki við góöu að búast, þegar formaður stærsta stjórnmálaflokksins veður fram og segir, að aldrei hafi verið jafn bjart framundan og nú, þegar ríkissjóð- ur er miklu meira en uppétinn. Það er margur sljór í hugsunarhætti og þykir gott að trúa gasprinu. Fyrir nokkru liélt dr. Matthías Jónasson útvarpsræðu um skóla- mál, siðferoi nemanda og vinnu, sem allt byggist á. Það eru orð í tíma tö’uö, því að nú er helzt svo að sjá, sem fjöldi af fólki þykist vera of fínn til aö gefa sig að framleiðslustörfum. Þetta þarf að breytast með nýja lýðveldinu. Þeir menn, sern prédika ungu kynslóö- inni hv-ð allur leikaraskapur sé nauðsynlegur ættu að þagna. Skyltíi ekki vera eins affarasælt. að einhverjir kenndu vinnu og vinnusiðferði, og verðlaun væru veitt fyrir góð og mikil verk? SW^: '• 1 Ákveöið hefir verið að leita til- boða um 10 togara í viðbót. Væri nú ekki rétt að felia niður yfir- lætisnafnið „nýsköpun“ og láta sér nægja eitthvað r&unhæíara, svo sem nýbygging? Aliir vita aö eng- inn þessara manna. sem að skipa- kaupunum stóðu og standa. getá skapað svo mikið, sem spýtu eða nagla. Undarlegt 'er það hvað Mbl., sem þykist vera fulltrúi allra stétta og e^ska alla jafnt, berst hart á móti því, að verzlanir fái vörur eftir því, hvað inn kemur til þeirra af skömmtun ..ý<iiðum. Það ætti þó að vera tækifæri til að sýna ást sína til allra barnanna með því að leyfa mönnum að velja sér verzlanir til að skipta við. AlHaf er verið að minna á að borga útvarpinu aínotagjaldiö. Ekki eru nú allir áfjáðir í að borga. enda var:a von þegar hálf dag- skráin er tónleikar og djass, sem eldri kynslóðin vill ekki heyra. Það mun margur af eldri kynslóðinni vera sammála þvi, sem Helgi Hjör- var sagði í útvarpinu fyrir nokkru um djass og tónlist.“ Það er ekki tími til að ræða þetta neitt i dag, en ég vildi gjarn- an &ð sumt í þessu bréfi yrði rætt hér nánara og mun ég gera það ef aðrir verða ekki til þess. Pétur landshornasirkill. að norður til þess að virkja fyrir okkur. Hann var ekki lengi að sjá, hvar stöðin átti að standa. Við tókum hluta af Svartá og þó að leiðslan heim væri í lengsta lagi, en hún er um kílómetra, þá tókst framkvæmdin vel, svo að nú erum við búin að hafa hér rafmagn til ljósa, upphitun- ar og suðu um tuttugu ára skeið. Taðið hefir verið bor- ið á túnið, og síðustu árin höfum við keypt útlendan á- burð. Töðufallið hefir aukizt, svo að nú fáum við um fjög- ur hundruð hesta af túninu. En bústofninn er nú átta nautgripir, átta hross og yfir tvö hundruð fjár, eða svipað og fyrir niðurskurðinn. Rýnt fram í tímann. Á meðan við drekkum kaff ið, spjöllum við um daginn og veginn. Jón og synir hans þrír segja frá, hvernig unn- ið hafi verið að framkvæmd- um á jörðinni. Byggingar all- ar hafa þeir sjálfir reist og á Bjarnastöðum er vel hýst. — Það eru miklar breyt- ingar, sem oröið hafa í at- vinnuháttum og aðbúð fólks- ins á minna en einum manns aldri. En hvernig haldið þið, að verði orðið umhorfs hér í Bárðardalnum eftir önnur fimmtíu ár? spyr Jón og bros ir glettnislega. — Um það er ómögulegt að segja. Sjálfsagt verður þá kominn hér bær við bæ í dalnum og atvinnuhættir ef til vill ennþá meira breyttir in í minni tíð, og man ég þó tímana tvenna, bæði tréreku og skurðgröfu. Skilaboðin .suður. Þegar við höfðum kvaðzt, og við gestirnir vorum að fara af stað, kom Jón aftur hlaupandi fram á tröppurn- ar, berhöföaður og snögg- klæddur. — Ég gleymdi einu, sagði hann, og það var að þakka ykkur fyrir komuna. Það eru ekki svo margir, sem leggja það á sig að koma til okkar dalafólksins, og ekki nóg með það, heldur er eins og leið- beinendur okkar í Reykja- vík megi ekki einu sinni tala við okkur á öldum ljósvak- ans í gegnum útvarpið, nema stúku sinnum eftir hátt-a- tíma. Það er dálítið napurt fyrir okkur bændurna, að leiðbeinendur okkar skuli vera illa séðir og amast við þeim 'í dagskrá útvarpsins. Blessaður, skilaðu því til þeirra þarna fyrir sunnan, að þannig lítum við á málið úti í strjálbýlinu og að við viljum fá þessu breytt. Við viljurn fleiri fróðleg erjndi um áhugamál okkar og ég fyrir mitt leyti vil helzt af öllu, áð Gísli Kristjánsson flytji þau, því að á hann þykir mér alltaf gaman að hlusta. Þessu er hér með skilað.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.