Tíminn - 24.08.1948, Blaðsíða 3

Tíminn - 24.08.1948, Blaðsíða 3
1 185. blað TÍMINN, þriðjudag'inn 24. ágúst 1948. -3 Efíir Pimíe! Kristiáiisson Vigfús rekur upp óp mikið í Tímanum 24. júlí s.l., yfir slæmri meðferö á sér og tek- ur jafnvel vítavert athæfi að fletta ofan af ósóma þeim, er hann hefir haft í frammi um vissa menn hér s.l. 3 ár, bæði í blaðaviðtölum og rótarlegum tilkynningum, er virðast til þess eins ætlaðar að drótta illu að forráðamönnum og starfsfólki í Hreðavatnsskál- anum, sem Vigfús eitt sinn starfrækti. Vigfús færir engin rök gegn grein þeirri, er ég reit um þessi mál fyrir skömmu, tekur ekki eitt einasta atriði, en segir þetta alkunna slag- orð rökþrota manna, að and- stæðingurinn segi ósatt. Vigfús veit meira en hann þykist vita í þessum málum ■og honurn væri þögnin holl- ust. Það eina, sem Vigfús bar fyrir sig í sambandi við 10 ára leigu, var að leigan væri of há. Hann minntist ekki á slæma aðstöðu, enda „fleip- ur“ eitt, að viðhöfð séu orð hins „alkunna“ blaðamanns Vigfúsar. Það væru takmarkalausir möguleikar fyrir bílstæði á hraunjaðrinum með því að laga þar til, og það er einmitt það, sgpi Vigfús hefir gert í sínu nýja og „rúmgóða" heim kynni „undir Brók.“ Vigfús minnist á 200.00 kr. leigu, sem alltof háa fram til 1940 og leigulaust fyrsta ár- ið, og metur það til 20 dilka verðs. Sannleiksást og vélvilji í garð Hreðavatnsbóndans er á háu stigi þarna. Það lætur nærri, að þetta hafi verið frá 10 og niður í 3 dilksverð á ári, tíúlegt að meðaltalið væri 5 til 7 dilkar. Hver var svo átroðningur- inn á Hreðavatnsheimilinu öll þessi ár af starfsemi Vig- fúsar. Hvað vill Vigfús meta það til margra dilksverða? Á þetta mátti Vigfús sízt minnast og sannast hér gam- all málsháttur að sjaldan „launi kálfar ofeldi.“ Það var vel, að Vigfúsi bú- ið að hálfu Hreðavatnsbónd- ans öll árin og ég trúi ekki öðru en Vigfús kannist við það. Vigfús talar um sig sem „mikinn“ gjaldanda til hreppsins. Hann var það nú ekki fram að þessu, margir bændur voru honum jafnfæt- is þar, og sumir framri. Illi væri nú Ncrðdælingum aftur farið, ef þeir „litu með lotningu" til auranna, sem Vigfús lætur af hendi rakna í almannaþarfir í hreppnum. Ég hygg sönnu nær, að hver bóndi í Noröurárdalshreppi gleddist hálfu meira yfir hverjum ungum bónda, sem í hreppinn kæmi til viðbótar þeim, sem fyrir eru, enda þótt útsvar hans væri lægra. Það er sjaldan uppbygging fyrir hreppsfélögin að „hlaupa- kindum“, eins og Vigffei.Þeir taka aldrei þátt í félagsskap sveitarinnar, trufla miklu fremur heilbrigt- félagslíf, og það er mín skoðun að bezt sé fyrir hvert hreppsfélag að vera laust við slíka „hlaupa- gosa“. Rúsínan í grein Vigfúsar, er að hann kannast ekki við samtalið í Tímanum á dög- unum, þar sem hann stóð „slagferdig“ með „uppbrett- ar ermar“ og „flibbalaus" og rekur óíarir sínar við blaða- manninn um , milj ónafyrir- tækin“ tvö, . sitt til hvorrar handar. Er tilfellið,að Vigfús sé ekki hugmeiri en það, að hann kannist ekki við af- kvæmi sín? Annars virðist það fara mjög í taugar Vigfúsar (sem eru víst óstyrkar), ef nokkur rekur veitingastarfsemi í ná- munda við hann. Meðan hraðferðirnar voru hjá Vig- fúsi minntist hann ekki á ,.ófrelsi“ ferðamanna, enda var hann sjálfur í skipulags- nefnd fólksflutninga eitt sinn Þegar í Fornahvammi var reist hið myndarlega -gistihús, sem rekið er af kunnum sæmdarmanni, Páli Sigurðs- syni, þá verður Vigfús ó- kvæða við, enda hafa hrað- ferðirnar að setur sitt í Fornahvammi. í ritsmíð Vigfúsar koma fram atriði, er munu útkljáð hj á dómurum og er þar um að ræða rangfærslur, meiðyrði og atvinnuróg. Vigfús gefur út margar til- kynningar og talar um vissa ,,hætti“ á dansleikjum í Hreðavatnsskálanum okkar. Þar er danssalur mjög rúm góður, bjartur og loftgóður, enda á allan hátt hinn vand- aðasti, og getur fólk komizt þar um óhindrað ferða sinna, enda enginn dróttað illu þar að, nema Vigfús og virðist, sem hann sé slíkri starfsemi frábitinn, en svo er nú ekki. Meðan Vigfús starfrækti Hreðavatnsskálann var þar danssalur úr bárujárni, gluggalaus, rétt manngengur og loftræsting engin. Auðvit- að var þarna svartamyrkur, en til að bæta úr þeim ágalla kom Vigfús stundum með kertaljós til að lýsa dansfólk- inu. Að dansleik loknum var . vertinn slettóttur mjög og ekki ólíkur tólgarskildi til að sjá. •Aðgangseyrir var innheimt | ur í hatt „vertsins" að sið ölmusumanna. Með „þessum hætti“ fóru dansleikir Vigfúsar fram. Vigfús er með vangaveltur yfir Hreðavatnsskálanafninu og kemst að þeirri niður- stöðu, þótt hann sjálfur ekki skilji það, að hann á engan rétt fram yfir aðra á Hreða- vatnsskálanafninu, frekar en ég á mínu nafni, eins og hann bendir á. Það liggja skjallegar sann- anir fyrir því, að Vigfús fékk kr. 30 þús. fyrir skála sinn, en segist hafa fengið 18.500.00 kr. Eitt sýnishorn af sann- leiksást hans. Vigfús telur illa vf.rið rúmi Tímans að skrifa í hann raunarollur sínar og persónu- legan skæting um vissa menn. Ég er honum samdóma. Hann hefir í 3 ár birt slíkan þvætting í ýmsum myndum. (Framhald á 6. síðu). uMér hefur þótt vænt ura starf mitt hér” Kveðjasíisrð Sla*Eiems seÉ&elIIiei’ra. C. A. C. Bruun sendi- herra fór héðan alfarinn með „Dr. AIexandrine“ á laugardagskvöidið. Kvöld ið áöur flutti hann í út- varpið kveðjuorð þau, sem hér fara á eftir. Sendiherr ann flutti ávarp sitt á ís- lenzku og fórst það vel: — Árið 1936 lcom ég til ís- lands með fjölskyldu minni, sem sendisveitarráð við dansa sendiráðið. Á striðsár- unum þurfti utanríkisþjón- ustan á mér aö halda í Wash- ington, svo ég fór þangaö. í stríðslok rættist sú innilega ósk mín að koma til íslands sem-sendiherra þjóöar minn- ar. Ég vonaði að lifa mörg ár í hamingjusömu annríki hér á landi. En það átti nú að fara öðruvisi. Nú hefi ég þegar ver ið skipaður til annarra starfa í þjónustu lands míns. Mér hefir þótt mjög vænt um þetta land. Ekki vegna þess að ég hafi ferðazt svo mikið um landið, enda er það ekki nauðsynlegt. í átta ár hefir sú ánægja fallið mér í skaut að ferðast um nágrenni Reykjavíkur og austur yfir fjall og um Suðurlandsundir- lendið. Hve margir af ykkur, sem alla sunnudaga þjót.ið um veg ina í bil án þess nokkurn tíma að fara út úr honum nema til þess að fá hressingu, njótið til fullnustu þeirrar fegúrðar, sem ísland hefir að bjóða þeim, sem ferðast fót- gangandi? Aðeins hálftíma akstur héðan er nógur til þess að finna staði, þar sem hægt er að finna sig sameinast náttúrunni, í Heiðmörk fyrir innan Elliðavatn, í Varmadal við Esju, við Helgafell og Lönguhlíð. Eða haldið dálítið lengra, að skóginum í Hval- fjarðarbotni eða á leiðinni milli Laugarvatns og Geysis. Ég mun aldrei gleyma ilmin- um af íslenzka birkikjarrinu. Alla sunnudaga — vetur og sumar — hefi ég 'ævinlega komið aftur styrkari og hfess ari. Og mér hefir þótt vænt um starf mitt hér. Ég trúi á vin- áttu milli íslendinga og Dana, vináttu byggða á traustum grundvelli. Ég trúi því, að bönd blóðs og skyldleika, sem í öllu róti tímanna hafa tengt ísland og Danmörku sarnan, muni reynast sterkari en póli tísku böndin, sem slitnuðu með tímanum. Ég trúi því, að skyld lífsviðhorf og sameigin legir lífsafkomuhagsmunir, munu viðhalda sambandi til gagns fyrir báðar þjóðir. Það hefir verið mér gleði þessi ár, að vinna að því að auka vináttu og samstarf ís- lendinga og Dana. Það' eru ekki öll vandamál leyst enn, og vandamál munu alltaf skjóta upp kollinum, en það er sannfæring mín,‘ að það er ekkert ágreiningsefni milli þjóða vorra, sem ekki er hægt að finna lausn á í anda gagn- kvæms skilnings og á þann hátt, að báðir aðilar megi vel við una. Að leita lausnar á vandamálunum í þeim anda hefir alltaf verið ríkjandi hug sjón í starfi mínu. Það er með sorgblöndnum Fimiutugnr: Ottó Guðjjónss klæðskeri s Steykjavík. Ottó Guðjónsson klæðskeri, núverandi söngstjói'i Söngfél ags I. O. G. T. í Reykjavík, var 50 ára 1. þ. m. þessa af- mælist hans minntist Söng- félagið og stúkan, sem hamr er íélagi í, í gærkvöldi. En það að afmælisins var ekki minnst hér í blaðinu á af- mælisdaginn eða rétt á und- an, er að kenna slæmri póst- afgreiðslu. Því að þessi af- mælisorð, ásamt bréfi til rit- stjórans, sem lagt var í póst austur í Biskupstungum þ. 26. f. m. og sent þaðan að morgni 27., kom fyrst -til skila í Reykjavíli að morgni 9. þ. m.; eftir 12 daga. Ottó ér Sunnmýlingur að uppruna, fæddur á Eskifiröi, en lærði hér ungur klæðskera iðn og héfir það verið aðal- atvinna hans siðan. Snemma lærði hann aö leika á orgelharmðnium og hefir alltaf gert töluvert að því, verið sí-fús til „að taka lagið“. Að hann hefir haft áhuga á þeirri listgrein, ber það vitni, að hann réðist í aö læra píanóleik og söngstjórn hjá Róbert Abraham söng- stjóra, þeim mikla fræði- manni á þeim sviðum. Hefir hann nú stundað það, nám í nokkur ár og gerir enn. Þegar atvinnubresturinn varð hér upp úr Evrópustyrj- tilfinningum, að ég hverf héð an mitt í starfi mínu. En ég verð að fylgja boði skyldunn- ar. Ég ætti enga betri ósk til handa eftirmanni mínum, en að hann yrði aðnjótandi eins mikillar velvildar og vináttu og mér hefir verið sýnd. Ég veit, að ég get sagt með sanni, að ríkisstjórnin danska á nú, eins og .á sambandsár- unurn frá 1918, aðeins eina ósk í samstarfinu við ísland: að reyna að efla vináttuna milli þjóða vorra. Heimsókn forsætisráðherra vors til ís- lands og vinátta hans við for- sætisráðherra íslands ér tákn þess. Ég þakka íslendingum fyr- ir átta góð áiyef til vill beztu ár ævi minnar. Hugur minn mun stöðugt leita hingað til Fróns — ekk sízt á þeim óróa tímum, sem vér nú lifum á. Ég bið guð aö blessa ísland og íslenzku þjóðina. öldinni 1914--18, fór Ottó úr Reykjavik og gerðist sveita- klæðskeri, auk þess sem hann vann að ýmsum öðrum sveita störfum, sem til féllu. Var hann þá víða um Árness- og’ Rangárvaliasýslur á þessurn árum. Og þá fann hann konu sína, Guðbrandínu Tómas- dóttur, sem hefir verið hon- urn samhent i störfum og stutt hann til að vinna fyrir áhugamál sín. Söngfélag I. O. G. T. í Reykjavík, sem varð )j» áró snemma á siðastliðnum vetri, varð' söngstjóralaust fyrir rúmlega 5 árum, svo að söng starfsemi þess lagðist nióui um nálægt tveggja ára skeið. En þá gekkst-Ottó fyrir þvi að félagið hóf starfssemi aft- ur og tók það að sér. Oft hafa söngfélog orðið áð' leggjast nið>v vegna þess að enginn.hefir fengist til þess að stjórna þeim. Þannig mun. nú, sem oft áður, vera ástatt um félög bæði hér i Reykja- vík og úti um land. En með starfi sínu fyrir Söngfélag 1. O. G. T. hefir Ottó sýnt hve ótrúlega miklu má til vegai koma með góðum vdja og á- huga, þótt ýms önnur skilyrði vanti. Sannast þar, sem oftar. hið fornkveðna, að „viljinn dregur hálft hlas.s“. Fyrir þennan ódræpa á- huga og vilja til að verða góðu máli að liði þakka vinir og kunningjar Ottó og gera þa'ð nú sérstaklega í tilefni af 50 ára afmæli hans. Am. mus. Sláturfélag Suðurlands Rcykhús - Frystlhús Nlðursuðnverksmiðja — Bjúgnagerffi Reykjavík. Sími 1249. Símnefni: Sláturfélag. Framleiðir og selur í heildsölu og smásölu: Niðursoðið kjöt og fiskmeti, fjölbreytt úrval. Bjúgu og alls konar áskurð á brauð, mest og bezt úrval á landinu. Hangikjöt, ávallt nýrqykt, viðurkennt fyrir gæðl. Frosið kjöt alls konar, fryst og geymt í vél- frystihúsi eftir fyllstu nútímakröfum. Verðskrár sendar eftir óskum, og pantanir afgreidd- ar um allt land. 1

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.