Tíminn - 24.08.1948, Blaðsíða 6
6
TÍMINN, þriðjudaginn 24. ágúst 1948.
1S5. blað
Ifripcli-ltíc
Hjartaþjófui’ism
(Heartbeat)
Afar spennandi amerísk saka-
málakvikmynd eítir Morrie
Ryskind.
ASalhlutverk:
Ginger Rogens
Jean Pierre Aumont
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Bönnuð börnum yngri en 16 ára
Erlent yfirlit
(Framhald af 5. síOu).
að leiða deilur Trumans og þings-
ins um verölagsmálin sem mest hjá
sér. Það er ekki í fyrsta sinn, er
hann hefir sýnt þati klókindi að
foröast umræður um mál, þar sem
republikanar höfðu óþægilega af-
stöðu. f kosningabaráttunni mun
Dewey vafalaust leitast við að verða
ekki bendlaður við syndir þingflokks
ins, og reyna að koma kosnin'gun-
um á þann grundvöll, að þær verði
fyrst og fremst persónulegt val milli
hans og Trumans. Til þess að
syndir republikana verði honum
ekki fjötur um fót, mun hann vafa
laust láta í það skína, að hann sé
óháður flokknum og muni ekki
fara eftir neinum fyrirskipunum.
Hann tók það strax fram, er hann
játaði þeim tilmælum flokksþings
republikana að verða frambjóðandi
flokksins, að hann væri öllum ó-
háður. í ræðum sínum mun hann
ekki ræða svo mjög um muninn á
stjórnmálastefnu sinni og Trumans,;
lieldur leggja áherzlu á, að'hann j
muni gera stjórn landsins traust- I
ari og heiðarlegri og benda á því
til sönnunar, hvernig hann og j
Warren hafi reynzt sem landstjór- j
ar. Perill beggja þykir hinn
glæsilegasti á því sviði.
Truman mun telja sig hinn
rétta alþýðufulltrúa.
1 kosningabaráttu sinn mun Tru-
man taka fullt ti’lit til þess, að
Dewey er almennt talinn mikil-
hæfari stjórnandi en hann. Tru-
man mun því leggja áherzlu á, að.
hann sé alþýðumaður, hafi lifað og
starfað meðal alþýðunnar, skilji
hana. og þekki og vilji vinna fyrir
hana og sé því hinn rétti fulltrúi
hennar í Hvíta húsinu. Pundi þá,
sem hann heldur fyrirkosningarnar,
ætlar hann að láta vera að nokkru
leyti í samtalsformi eða ganga með
al fundarmanna, ræða við þá og
svara fyrirspurnum þeirra.. Telja
ýmsir, að þetta geti gefist honum
vel, því að hann er ekki mikill
ræðumaður, en glaðlegur og hressi-
legur í samræðum og fljótur í svör-
um. Dewey mun hinsvegar láta slíkt
verr, því að hann er einstrengings-
Jegri í framkomu, en vel má vera
að hann neyðist til að fylgja þessu
fordæmi Trumans.
Jíeztu úrslitin?
Margt getur enn gerst þá tvo
mánuði, sem eru eftir til kosninga,
er áhrif getur haft á úrslitin. Sæmi
leg lausn Berlínardeilunnar eða
mikil verðhækkun í Bandaríkjun-
um geta orðið Truman til styrktar,
en hinsvegar myndi það sennilega
hjálpa Dewey, ef horfur í alþjóða-
málum versnuðu. Ýmsir þeirra, sem
framsýnir þykja, telja að það gæti
orðið bezta lausnin fyrir Banda-
ríkin, að Dewey yrði kosinn, en
republikanar fengju nauinan þing
meirihluta eða yrðu jafnvel í minni
hluta í öldungadeildinni. Dewey
myndi þá geta stutt sig við hina
frjálslyndari menn beggja flokk-
ana. Pæri hinsvegar svo að repu-
flýa Síó
Dragesiwyclt
Amerísk stórmynd byggð á sam
nefndri sögu eftir Anya Selon,
er komið hefir út í ísl. þýðingu.
Sýnd kl. 9
Græna iyftan
(Der Mustergatte)
BráðskemmtiJeg þý zk gaman-
mynd byggð á samnefndu leik-
riti eftir Avery Hopwoods, sem
Fjalakötturinn sýndi hér nýlega.
Sýnd kl. 5 og 7.
í myndinni eru skýringar-
textar á dönsku.
Sala hefst kl. 11.
Ástleiíni
Sýnd kl. 9.
Síðasta sinn
Kvciiliatariim
Sprenghlægileg sænsk gaman-
mynd með hinum afar vinsæla
gamanleikara
Nils'Poppe.
Sýnd kl. 5 og 7
Síðasta sinn
blikanar fengu yfirgnæfandi meiri-
hluta í þinginu, myndu íhaldsmenn
irnir í flokknum ráða stefnunni
þar.
Svar til Vigfúsar
Ciuðmiuidssonar.
(Framhald af 3. síðu)
Einu sinni voru þau orð lát-
in falla í garð Vigfúsar við há
tíðlegt tækifæri að hann
hefði farið á „hundasundi“ í
gegnum lífið og fleytzt vel.
Ef til vill treystir Vigfús svo
vel á „hundasund" sitt, að sér
fleytist að hafa í frammi víta
veröan verknað gagnvart
þeim, sem ekki eru honum
samþykkir, einkum ef hagn-
aðarvon hans er annar vegar.
Ég held að Vigfúsi væri
sæmra að koma veitingastarf
semi sinni í fullkomnara horf
og á þann.hátt sína í verki,
að annað og meira liggi á bak
við starfsemi hans en hagn-
aðurinn einn, með sem
mimistri fyrirhöfn.
GrænlaiuIsmúlIS.
(Framhald af 3. síðu)
andæfði utanríkismálaráð-
herra aðeins skoðun Vil-
hjálms Finsens á því, að orð-
in „í várum lögum“ í Grgs. Ia,
226, II, 70 vísi til Grænlands,
sagði, að ýmsir merkir lög-
fræðingar neituðu því. Þetta
mun aðeins hafa verið mælt
af vangá, því mér vitanlega
hefir enginn lögfræðingur
neitað þessari skoðun Vil-
hjálms. Knud Berlin, sem
sumir muna enn, telur t. d„
að það sé efalaust, að þessi
orð vísi til Grænlands; og
Ólafur Lárusson, sem ekki er
það síður kappsmál en K. Ber
lin, að afsanna rétt íslands
til Grænlands, telur, að til
þesS að skoðun Vilhjálms sé
ekki rétt, þurfi hugsunarleysi
eða alveg óþarfa nákvæmni
hjá þeim, sem ákveðið rituðu,
og að „líkurnar hljóti að vera
á móti þessu hvoru um sig.“
Um þenna stað í Grágás er
rætt í Réttarstöðu Græn-
lands bls. 367—374, og vísast
til þess. Hér skal þessu einu
við bætt: Nýmæli þetta bann
ar í rauninni íslenzkum mönn
um tvíkvæmi utanlands og
innan, nema í þeim löndum,
þar sem tvíkvæmi var enn
leyft í landslögum, þ. e. í Nor-
land iiefði haft sérstakt lög-
gjafarvald, eru engar líkur
egskonungs veldi. Ef Græn-
til, að það hefði orðði á und-
an íslandi að nema tvíkvæmi
úr lögum. Tvíkvæmi,hefði því
átt að vera ísl. mönnum leyfi-
legt á Grænlandi, hefði ný-
mælið í Grgs. Ia, 226 ekki
numið það úr gildi þar. En
lögin gera aðeins ráð fyrir, að
menn, sem fara utan (vest-
an) taki sér konur erlendis
eða fyrir austan ísland, og
þau gera aðeins ráð fyrir, að
löglegir arfar síðara (tvíkvæn
is)hjónabandsins geti komið
að austan. Þetta verður í sam
bandi við aðra skilgreiningu
þessara laga og aðra stað ií
Grágás ekki skýrt öðruvísi en
svo, að nýmælið í Grgs. Ia,
226 nemi tvíkvæmi úr lögum
á Grænlandi, og að Grænland
sé innanlands.
Svo mælti ráðh. nokkur ó-
skýr orð um „lög“, er bentu
til, að það væri í sömu þoku
fyrir honum og Ólafi Lárus-
syni (sbr. Andvaragreinina)
og Knud Berlin, hvað „lög“
eða þetta forna germ. þjóö-
félag væri.
Önnur bein gagnrýni á rit-
um J. D. komu ekki fram. En
til þess að sýna, hversu hald-
laus þau væru, og sennilega
einnig málstaður alls lands-
ins í Grænlandsmálinu, las
hann upp niðurlagið á ritgerð
Ólafs Lárussonar í Andvara
1924, enda þótt grein Ólafs
væri svar við skrifum Einars
Benediktssonar, og J. D. væri
búinn að hrekja hana í 9. kap.
í réttarstöðu Grænlands.
Þá kom utanríkismálaráðh.
fram með þessa furðulegu
staðhæfingu: Því mun verða
haldið fram gegn okkur, að
það sé ótrúlegt, að ekki skuli
hafa verið settar skýrar regl-
ur af Alþingi hinu forna um,
að Grænland væri hluti af ís-
lenzka þjóðfélaginu, ef svo
hefði verið, en slík lög séu
ekki til í Grágás.
Framhald.
Mikilvægi land-
IiEgieaðarfi’ain-
leiðslimnar.
(Framhald af 5. síðu).
atvinnurekstur sinn á ýmsum
sviðum, þótt landbúnaðurinn
fengi minni hlutdeild í stríðs
gjaldeyrinum en aðrar at-
vinnugreinar.
A komandi árum munu all-
ir verða að viðurkenna, að
landbúnaðurinn sé þjóðinni
mikilvægur og ómissandi at-
vinnuvegur, engu síður en
sjávarútvegurinn og iðnaður-
inn. Bændurnir ættu því að
eiga von á velvild og aðstoö
annarra stétta í þeirri við-
leitni að koma atvinnuvegi
sínum í sem mest nýtízku-
horf, enda er það hagur allr-
ar þjóðarinnar. Ekkert mun
bændum kærkomnara en eiga
um það góða samvinnu við
aðrar stéttir. En öruggaát er
það samt fyrir bændur að
tryggja vel samtök sín og
gera þau þess megnug að
halda fram rétti þeirra. Að-
staða þeirra er öruggari og
sterkari nú en meðan víma
stríðsgróðans drottnaði í land
inu og margir héldu, að land-
búnaðurinn væri óþarfur og
bjóða mætti bændunum allt.
X+Y.
•MinijiiiiuiiiMiiiiMiitimtiimuiiimiiumiiiiiniiiiinimiiimMíiMiiímmrMriMiimpnmiiiiMnmmiMmmiiiiiiiil
ÍGUNNÁR WIDEGREN: 83. dagur
? / >r
| U ng f r ú Ast rós
| mér með útbreidda armaiia. Varir hans höfnuðu ein-
| hvers staöar i námunda við vinstra muanvikiö. Þetta
| var í sannleika sagt klaufalegur koss, og má það kann-
| 'Ske kenna því; hvernig til hans var stoínað. Vegna Gretu
í vonaði ég, að hann myndi taka góðum framförum, þeg-
i ar hann fengi nauösynlega æfingu.
— Svona, börnin góð, sagði Signhildur og þrýsti mér
\ upp að hinum miklu brjóstum sínum. Láttu það sjást,
i að þú verðir Utterclou-ættinni ekki til minnfcunar.
I Hiakkarou ekki til ao komast í tsngdir við okkur?
— Þ>að niyndi sjálfsagt sérhver ung stúlka teija sér
i mikla sæmd áð giftast manni af Utterclou-ættinni,
I sagöi ég, auornjúk og niðurlút — ég vildi+kki eiga það
| á hættu á þessari stundu að mæta augnaráði Krispers.
— Það er einmitt mín skoðun, sagði Signhiidur og
| gerðist nú léttbrýn. Þetta vildi ég einmitt segja. Hváð
i finnst þér, Krisper?
Ég er þér alveg sammála, sagði Krisper. En þaö var
I samt engu líkara en hann væri með munninn fullan
| af kartöflum.
— Jæja — það er gott, að þetta mál er útkljáð, sagði
i Signhildur. Nú fhinst mér, að við ættum aö fá okkur
| eitthvað gott að borða til minningar um þessa stund.
Hún arkaði af stað á undan okkur, en við Krisper
| töltum á eftir. Við litum hvort á annað og grettum
I okkur. Samræðurnar yfir matnum voru mjög fjörug-
1 ar, þótt Signhildur talaði raunar ein. Ég fékk að vita,
| hvernig brúðarkjólinn minn átti að vera og hvernig ég
| átti að vera klædd í brúðkaupsferðinni. Hun tiikynnti
\ okkur líka, hvert við ættum að fara, í hvaða g'stihús-
e um við æ'ttum að búa og hvað mikið við skyldum gefa
1 í drykkjupeninga. En hún rnátti gjarnan masa og bolla
| leggja mín vegna. Mér bregzt aldrei matarlyst, og ég var
| þakklát fyrir það, aö ég fékk að borða í friöi. Kilsper
I var áreiðanlega með allan hugann við Gretu.
— En mér finnst þið ekkert glaðleg á svipinn, hróp-
I aði Signhildur allt í einu. Hvernig stendur á þessu?
— Ég held, að það geti ekki verið rétt, svaraöi ég.
— Það held ég, að sé misskilningur, svaraði Krisper
| um leið og hann strauk sér um munninn með þurrk-
| unni.
— í dag er föstudagur, hélt Signhildur áfram. Á
| sunnudaginn tilkynnum við trúlofunina, því að ég
| ætla til útlanda í lok næstu viku. Hjónavígslan fer
| fram á afmælisdaginn mlnn, 17. nóvember, og þá fari.ð
| þið undir eins í brúökaupsferðina, svo að þið getið
1 vejið komin'heim fyrir jólin. Svona verður það —
1 þetta er líka ágætt.
Í — Já, móöir mín, sagöi Krisper.
— En ef eitthvað skyidi nú að verða því til fyrir-
| stöðu, að þetta geti gerzt svona fljótt? leyfði ég mér
| að segja.
| — Hvað ætti þaö að geta verið? spurði Signhildur
| og lagði frá sér hnifinn og gaffalinn. Ég vildi sjá fram
I an í þann, sem breytti mínum fyrirætlunum.
| — Líttu þá á mig, hugsaði ég.
1 En upphátt sagði ég:
i — Ég ávið, ef viö kynnum nú aö veikjast eoa eitt-
| hvað þess háttar. Maður vei.t aldrei, hvað fyrir kann að
1 koma.
i Signhildur skálaði nú fyrir trúlofun okkar, og við
I áhrif vínsins varð mér léttara um mál. Það .var eitt-
I hvað, sem ólgaði í huga mínum — eitthvað, sem ég
| vildi segja. Hóf glasið mitt á loft og byrjaði:
— Fyrirgefðu, S'gnhildur. En mig langaði til þess
| að skála við Kri&per — Krisper einan. Mig langar til
§ þess að drekka honum til ng óska honum hamingju
| og farsældar í lífinu. Mér finnst ekki neinum standa
| það nær en mér, -fyrst heill hans hefir að svo miklu
| leyti verið lögð í m’ínar hendur. Ég vona, að aliar góð-
1 ir' vættir hjálpi mér til þess að leiða til lykta þann
| vanda, sem ég" hefi tekizt á hendur, á farsællegan
| hátt. Skál, Krisper.
1 — Æ, æ, sagði Signhildur. Þessa skál/verð ég að
I drekka líka. Ég vona, aö allar þær fögru óskir, sem
i Birgetta hefir bórið fram megi rætast sem bezt.
| Við Krisper þ.orðum ekki, að líta hvert á annað. Ef
•MiiuimiMiMiiiimiu***uuuiumnmm»iniii»niiiiniiiiiinmiiiiui!mmmmminmímiiniHiiJMMi»«m«nnmii*»*j
................................................................................IIIIIIII.IIIIIIIIIIIIIIIIIIII......................................minmini...............................................................................................................................................................itmnnnnnii...........iiiiiii................................innmr