Tíminn - 24.08.1948, Blaðsíða 4

Tíminn - 24.08.1948, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, þriðjudaginn 24. ágúst 1948. 185. bláð Nokkrar athugasemdir viö greinargerö utanríkismálaráðherra m Grænlandsmáiið Grænlandsmálið var til einnar umræðu á Alþingi þ. 27. og 28. janúar s.l. Flutn- ingsmaður málsins, Pétur Ottesen, flutti það af hinurn mesta skörungsskap og dreng skap. Var öll framkoma hans hin virðulegasta og þjóð vorri til sóma. Einar Olgeirsson flutti snjalla og glæsilega ræðu, og lagði m. a. réttilega áherzlu á skyldur vorar við Grænland. Þar tók og utanríkismála- ráðherra til máls. Sagði hann í fyrstu, að hann vildi ekkert um málið segja frá eigin brjósti. Fannst þó sumum, ’að hann brigði út af því. Þessu til stuðnings mætti benda á yfirskriftóir Morgunblaðsins og Alþýðublaðsins á þingfrétt unum daginn eftir. Ráðherra taldi það til hags bóta fyrir íslendinga og eftir- sóknarvert, að fá atvinnu- og ' fiákiréttindi á Grænlandi. — En menn munu sanna það er á reynir, að slík fríðindi munu verða að litlu eða engji gagni án ísl. yfirráða yfir landinu. Ráðherra sagði 3 leiðir vera í Grænlandsmálinu: a) Biðja Dáni um atvinnuréttindi á Grænlandi án endurgjalds, b) kaupa þau fyrir atvinnu- réttindi handa Færeyingum hér, c) standa á sögulegum rétti íslands. Öll íslenzka þjóðin verður að gera sér það mjög vel ljóst, að með því, að fara inn á tvær fyrstnefndu leiðirnar, afneitar hún og afsalar sér liinum sögulega rétti sínúm til Grænlands og viðurkennir aff alveg ástæffulausu yfir- ráðarétt Danmerkur yfir Grænlandi. Þessar tvær braut ir eru því alls^kki leiðir, held ur tvær ginningar og gildrur í Grænlandsmálinu, sem ís- lenzka þjóðin verður vel að varast að láta leiða- sig í. í Grænlandsmálinu er aðeins til ein leiff, sú, aff standa fast á hinum sögulega rétti í«- lands til Grænlands án nokk- urrar viðurkenningar á nokkr um rétti Dana þar. Ef íslend- ingar láta hafa sig til þess að svíkja land sit't og afneita rétti þess til Grænlands, beint eða óbeint, og viðkvæma yf- irráðarétt Dana þar munu þeir, að svo komnu máli fá álíka svör hjá Dönum og Jú- das fékk hjá æðstu prestun- ,um forðum. Svo virtist, sem ráðh. teldi þá Einar Arnórsson og Ólaf Lárusson, er hann kallaði ein hverja mestu og lærðústu þjóðarréttar- og réttarsögu- fræðinga, er land vort hefði átt fyrr og síðar, gnæfandi hátt yfir aðra núlifandi lög- fræðinga, eina bæra um að skynja og skilja rétt eða rétt- leysi íslands til Grænlands. Mundi þó í áliti umheimsins vissulega verða þyngri á met- unum sannanir og álit heims kunnra lærdómsmanna eins og Sveinbjarnar Johnsons, Vilhjálms Finsens, Otto Opets, .Valtýs Guðmundsson- ar og Ragnars Lundborgs o. fl. þess efnis, að Grænland hafi verið nýlenda íslands, undirgefið íslenzku þjóð- félagsvaldi í tíð Grágásar, eða jafnvel allt til vorra daga eins og dr. Lundborg, Magnús Sig- urð&son og Magnús Torfason Efátr da*. JTén SSiaasoii o. fl. hafa staðhæft, en kem- ur raunar allt út á eitt, því Fastl alþjóöadómstóllinn er búinn að úrskurða, að sá yfir ráðaréttur, sem var yfir Grænlandi á 13. öld, hafi haldizt óslitinn allt til vorra daga. svo ísland hlýtur að eiga hann enn. Vissu lega er þjóð vor illa á vegi stödd, ef þeir Einar og Ólafur eru ein- ustu dómbærir menn á það, hvern rétt ísland eigi til Grænlands, því það er vitað mál. að hvorugur þeirra veit neitt svo heitið geti í þjóða- rétti. Annar þeirra hefir géf- ið út réttarsögu, sem er köll- uð hneyksli. Hinn er jafnvel svo skyni skorpinn á það, hvað aðgreini félag 'og þjóð- félag að fornu sem nýju, að hann hyggur að goðorðin fornu hafi verið þjóðfélög. Eft ir þá báða liggja fyrir skrif um réttarstöðu Grænlands er frá sjónarmiði sögu og al- mennustu kunnáttu í réttar- sögu og opinberum rétti eru hneyksli: ritgerð í Andvara 1924 eftir Ólaf, en ca. 90 bls. fjölrituð grein eftir Einar í Landsbókasafninu. í báðum þessum ritgerðum er svo stór lega rangt farið með söguleg- ar staðreyndir og meginregl- ur laga, að tæpast nokkur seinnihlutastúdent í lögfræði deild myndi telja sér til sóma. Með þeim hætti fá þeir þá út- komu, að ísland eigi ekkert tilkall til Grænlands. Það er ekki hægt að bera á móti þessu af því, að greinarnar liggja fyrir og þetta er svart á hvítu. Þar á móti má vel vera, að þessir menn báðir séu mjög vel lærðir á borgara leg lög, ég rengi ekki, að svo sé, en slíkt gagnar lítið í þessu máli. — Svo hefir einn- ig virzt, sem báðum þessum mönnum sé það kappsmál, að afsanna rétt íslands til Græn lands, og skilja fáir, hver háski þjóð vorri gæti stafað af því, að vera ekki réttlaust þar. Mjög virtist utanrikisráð- herra vera í nöp við rit Jóns Dúasonar, en gagnrýndi þau þó eiginlega ekki. En ótrú- lega mikinn hvalreka hafði borið upp á fjörur ráðherr- ans. í Tímanum þ. 5. jan. 1948 hafði birtzt grein eftir Jón Dúason, sem átti að vera byrjun á greinarflokki um réttarstöðu Grænlands. ÞaA kom aðeins út þessi eina grein, en því miður ekki und- ir fyrirsögn hennar sjálfrar, heldur undir fyrirsögn alls greinaflokksins (máske þó eitthvað löguðuro), er sagði miklu meira en í greininni stóð. Þarna var því efni til hinnar hvössustu gagnrýni, en ráðh. notaði sér ekki það, heldur hneykslaðist aðeins á því, að sjón gæti helgað rétt. Við Grænlandsvinirnir mætt um vissulega harma það, að Bjarni Benediktsson var ekki uppi á dögum Eggerts lög- manns Hennessonar á 16. öld, er taldi sig eiga Krosseyjar, þ. e. tinda Grænlands, „af því að sæist til þeirra af Látrabjargi," og fyrirmunaði ísl. mönnum að fara þangað og setjast þar að. En E. H. átti þá Rauðasandseignir. Þá furð aði utanríkisráðh. sig á því, að J. D. hefði sett fund, þ. e. fund þeirra Snæbjarnar galta : á Grænlandi ca. 980, í gæsar- 1 lappir. En hvað innifelur fyrsti fundur lands. Hann! innifelur það, að sjá landið í sænum, og þá helgar sjónin rétt. Þar sem tindar Græn- j lands sáust af íslandi, og hljóta jafnvel að hafa verið i séðir af íslandi þegar á land- ' námsöld, getur ekki verið um | fullkominn fund Grænlands að ræða úr þvi. Sú var tíðin, að fyrsti fundur yfirráða- lauss lands helgaði rétt til yf- irráða á því. Nú helgar fyrsta sjón slíks lands því landi, er fundinn á, aðeins forgangs- rétt til að nema landið um nokkurt skeið eftir fundinn, en sé sá réttur ekki notaður, er litið svo á, að þessi réttur hafi verið gefinn upp. Það, sem máli skiptir í þessu máli, er þetta: Það orkar ekki tví- mælis, að eyjar og sker innan sævaralmennings íslands voru almenningur. Þótt Græn land lægi, máske, ekki inn- an sins ísl. sævaralmennings í fyrstu (fyrir 980), orkar ekki tvímælis, að tindar þess sýndust liggja í sævaralmenn ingunum, og að íslendingar hafi talið sig eiga þá með sama rétti og væru þeir inn- an sævaralmenninganna í raun og veri, og áttu þá því með þessum rétti, því enginn gat komið með betri rétt, og enginn gerði mótkröfu (og þeir voru einkis eign áður). Upphaf Úlfljótslaga sannar það, að strax við stofnun hins ísl. þjóðfélags náði ísl. þjóð- félagsvald minnst til yztu sjónarvíddar til íslands. En á svæðinu fyrri vestan ísland náði sjónarvídd í austur til íslands miklu lengra en frá íslndi i vestur, því á austux- strönd Grænlands hyllir ís- land þráfaldlega upp. Hafi tindar Grænlands verið séðir fyrir 927—’30, sem enginn efi j getur verið á hlutu þeir að | verða hluti hins íslenzka þjóð j arlands strax þegar þjóðfélag | ið var stofngð. En það er al- menn regla, að það, sem bæt- j ist við land, sem komið er und ir yfirráðarétt, fær sömu rétt ' arstöðu. Og það hefði á þeim I tímum ekki átt síður við, ef ! viðbótijj stafaði af aukinni ! þekkingu (könnun), en ef um | eiginlegan landvöx var að ræða. Það, að J. D. og Ragnar Lundborg byggðu tilkall ís- lands til Grænlands á þessu tvennu, hélt utanríkismála- ráðherrann fram, sýndi hve réttlaust tilkall íslands til Grænlands væri. Hvort um sig gaf þetta þó íslandi lög- legt og andmælalaust tilkall. En utanríkismálaráðherra gat ekki um það, að Ragnar Lundborg og J. D. byggðu til- kall íslands á fleiru: fyrsta „fundi“ 980, ítarlegri land- könnun- 982-—’85, á námi Grænlands 986 af skipulags- bundnum landnámsflota frjálsra þegna, er fóru með ísl. þjóðfélagsvald, svo að hið einkamálalega og opinberrétt arlega nám fór fram í sömu námsathöfn, og að allar lög- bækur íslands líta á Græn- land sem ísl. nýlendu undir ísl. þjóðfélagsvaldi o. s. frv. Úr ritum Jóns Dúasonar (Framhald á 6. siðu). Séð í anda blómleg: byggð. Ég hitti aldraöan kunningja minn í fyrrakvöld. Hann var ný- kominn austan af Skeiöum og hafði veriö þar hjá vinfólki sínu í viku. Honum hafði verið boðiö í skemmti : för upp i Þjórsárdal og varð tíð- rætt um þá för, gamla manninum. Hann sagði við mig eitthvað á þessa leið: — Mér þótti ekki sérlega mikið til þéss koma fyrst, þegar mér var boðið í ferð upp í Þjórsárdal. Ég hélt að þar væri ekkert nema sand- ar og hraun og fátt markvert að sjá. En eftir förina er ég á annarri skoðun og ég er ákaflega þakklát- ur fyrir að hafa íengið að koma í Þjórsárdal. Ég finn, að ég hefði fariö mikils á mis, ef ekkert hefði orðið úr þeirri för fyrir mér. Það er að visu satt að gróður- sældinni er ekki fyrir að fara í Þjórsárdal, því mestmegnis er þar sandur og brunniö hraun. Og þó má gerla sjá þess merki, að gróður- inn er að færast í aukana í daln- um síðan hann var girtur. Það slær víða grænni slykju á sand- hjallana, og grastoddar eru að færa út ríki sitt. Maöur getur séð í anda hve þarna helir verið blóm- iegur og byggilegur dalur til forna. Grænar engjar hið neðra en skógi vaxnar hlíðar ofar. Að Stöng. Þegar komið er að Stöng, má gerla sjá, að stórmannlega hefir verið búið þar. Búið er nú að grafa upp bæjarstæðið og byggja yfir tótt ina. Þegar haldið er heim að Stöng blasa við augum rauðmálaðir skál- ar, reisulegir og snotrir. Þarna hefir verið vel búið að fornum minjum. Bæjarstæðið hefir verið glæsilegt — allhár hjalli með gott útsýni — enn eitt dæmið um höfðingslund- ina, sem lýsir sér í vali bæjarstæða á íslandi til forna. Þegar inn er komið, blasa við tættur ýmissa bæjarhúsa. Veggirn- jr hlaönir úr torfi og grjóti af ís- ienzkum meistarahöndum í þeirri greín. Þarna hefir m. a. verið 18 kúa fjós — níu básar hvorum meg- in viö breiöan flór og byrzlurnar, sem raunar eru stórar og lögulegar hellur, standa enn. Nei, það hefir ekki verið smáhokur á Stöng. Vantar leiðarvísi. En eins saknar ókunnur og fróð- leiksfús ferðamaöur, sem kemur að Stöng ti’. þess að skoða hina fornu minjar. Það er greinagóður leiðar- vísir til skoðunar þessara merku fornminja. Þar þyrfti að koma fyr- ir spjöldum með áletrunum, er segðu ;leili á húsium og öð'rum minjum. Og helzt þyrfti að vera skráð saga staðarins í örstuttu máli á spjöld. eða lítill bæklingur lægi þar frammi. þar sem þessar upplýsingar væru skráðar. Þetta er veigamikil’. þáttur í því starfi sem þarna hefir verið hafið af myndar- skap í því efni að varðvetia þessar gullaldarminjar cg gefa almeningi í landinu sýn í þennan horfna heim. Ég er viss um, að ferðafólk mundi leggja aura í baukinn, sem þarna hefir verið settur upp til söfnunar viðhaldsf jár, af miklu meiri gleði, ef það ætti kost þess- ara kærkomnu og nauðsynlegu leiö- beininga um skoðun staðarins. En ég er samt ákaflega þakk'átur fyrir að hafa fengið að koma að Stöng. Ég hef lesið fornsögurnar mér til ánægju en mér hefir ekki fyrr gefist svo lifandi sýn í heim þeirra. Förin hefir orðið mér um- hugsunarefni alla daga síðan, og ég veit. að ég mun búa lengi að henni enn. Þetta sagði hinn aldraði kunningi minn, og mér finnst ég skilja hann til fulls. Það fer cnginn ærindis- leysu í Þjórsárdal. En þegar líður að hausti verður ská'unum þar lok- að, svo að fólk, sem hefir í hyggju að leggja. þangað leið, má ekki ðraga það of !engi. Fjölsvinnur Þökkum vináttu og samúff í tilefni af andláti og út- för fyrrum sýslumanns Magssasísísr T«ss*fasoEiar Jóhanna Magnúsdóttir, Óskar Einarsson, Brynjólfur Magnússon. •niiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii«iinimnmiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiinim»MiniiiiiiiiiiiiiimiiiiniiiniHHiimniiM' Þakka hjartanlega vinum og vandamönnum kveðjur | og gjafir á .sjötugsaf'mæli mínu. Guð blessi ykkur öll. | Þambárvöllum, 9. ágúst 1948. Ásta M. Ólafsdótíir. = imuuiiMiiiiimiimiiiiiimDiiitrTU' llllllllllllltllllllllllllMII'>"IIIIIUIIIIIIIIIIIIIIIIII|l|l||llll|ll|lll||ll|ll|||l|IIIIIIIMIIIII|llllllllllllllllllllll|lll,ll»lli|l|»'B. Beztu þakkir til allra, sem með heimsóknum, skeyt- í um, blómum eða gjöfum glöddu mig á 70 ára afmæli i i mínu. Sérstaklega þakka ég hr. bakarameistara Magn- | | úsi Einarssyni og starfsfólki hans alla vináttu í minn i I garð. _ 1 | Sigurður Ólafsson | I Hofteigi 18. i AUGLÝSIÐ í TÍMANUM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.