Tíminn - 07.11.1948, Side 4

Tíminn - 07.11.1948, Side 4
4 TÍMINN, sunnudaginn 7. nóv. 1948. 247. blað Fjárlagafrumvarpiö fyrir 194! Alþingi er nú búið að hafa setu í tæpan mánuð og nú fyrst fer 1. umræða fjárl. fram. Einhvern tíma hefði þáð þótt óeölilega langur dráttur á því, að fjárlaga- frumvarpið kæmi fyrir augu hv. þingmanna, en um það .s'kal ekki sakazt, ég býst við að h.v. ráðh. hafi sínar af- sakanir í því efni. Ég þyk- ist' vita, að það hafi ekki ver- ið létt verk að undirbúa frv. svo vel færi, ástandið í fjár- málum og atvinnumálum þjóðarinnar er þannig, enda ber frv. það með sér á ýms- an hátt. Enn þá hækka fjár- lögin allverulega frá því í ár. í frv. er gert ráð fyrir 20 miíj. króna hækkun frá fjár- lögum yfirstandandi árs, og éf að venju lætur, munu þau ekki lækka í meðförum Al- þingis. Ennþá er þjóðinni í- þyngt með nýjum sköttum. í írv. er áætluð 15 milj. kr. hækkun á söluskatti. Til þess verður að fá eina lagaheim- iíd ennþá. Auk þess er gert iáð fyrir auknum tollum í trausti þess að meira verði flutt inn á næsta ári af tolla- vörum, eins og vefnaðarvöru, en verður á þessu ári. Afleiðingarnar af stefnu fyrrv stjórnar. Það má að sönnu segja, að þetta komi engum á óvart, sem fylgzt hefir með og gert sér grein fyrir hvert stefndi í fjármála- og atvinnulífi þjóð arinnar undanfarin ár. Það var vitað mál að afleiðing af þeirri stefnu hlaut að verða síhækkandi fjárlög, hraðvax- andi hækkun á rekstrarút- gjöldum ríkisins, ásamt vax- andj álögum á þegna þjóð- íélagsins, samfara minnkandi getu ríkisins til nauðsynlegra verklegra umbóta og aðstoðar í þágu atvinnuveganna. Allt þetta kemur berlega í ljós, við athugun á fjárlagafrmv., sem hér er til umræðu. Fjárlögin hækka, eins og ég hefi áður, sagt, um 20 milj. krónur, og rekstrarútgjöld ríkisins hækka um margar miljónir. Nýjir skatta eru áætlaðir 15 rnilj. kr., og framlög til verk- Iegra framkvæmda og önnur aðstoð við atvinnuveginn á- ætluð mörgum milj., jafnvel milj. tugum lægrl en í yfir- standandi fjárlögum. Við vit- um þá að atvinnuvegirnir standa að ýmsu leytj höllum fæti, minnsta kosti mikill hluti bátaútvegsins á í mikl- um þrengingum og hefir far- ið fram stóraukin aðst. rík- isins, ef ekki á allt að stöðv- ast á komandi vertíð, Ég áfellist ekki hv. ráðh. þó svona hafi farið með undir- feúning fjárlagafrmv. Ég veit að hann hefir gert það eins vel úr garð} og honum var unht, enda þótt ég sé honum rhjög ósammála um ýms á- kvæði frv. og mun ég víkja áð því síðar. Nei, sökin ligg- ur í' stjórnarstefnu undanfar ínna ára og hvernig Alþingi og ríkisstjórn hefir haldið á þe&sum málum hin síðari ár, og þar á náttúrulega hæstv. ráðh. sinn þátt í, ásamt mörg um öðrum. Fjárlagafrumvarpið og dýrtíðarmálin. Við fyrstu sýn lítur fjár- I6æí§íe Ifefg'a Jánassosiar við fyrstu usn-. ræðBs ffáriagafrumv. í saBneÍBmðu þingi 5. |s. m. lagafrumvarpið sæmilega út, þar er gert ráð fyrir 27 milj. króna rekstrarafgangi og greiðsluhalli á sjóðsyfirliti mjög. óverulegur, en við nán- ari athugun kemur brátt í ljós, að þar virðist vanta stóra útgjaldaliði, sem eins og sakir standa virðist óhjá- kvæmilegt að taka tillit til, og að öilu óbreyttu inna af hendi háar fjárhæðir á næsta fjárlagaári. í þessa árs fjárlögum eru 55 milj. króna varið í þessu skyni til dýr- tíðar ráðstafana til niður- greiðslu á vörum innanlands og útflutningsuppbætur á bátafiski. í frmv. er í þessu skyni gert ráð fyrir 33 milj. króna til niðurgreiðslu á vörum innan- lands og 6 milj. króna til styrktar bátaútveginum frá síðustu síldarvertíð. Ekkert bendir til þess, að unnt verði að hafa þessa upp hæð lægri en á yfirstandandi ári. Það er vitað, að bátaút- vegurinn telur sig þurfa að fá mun hærra ábyrgðarverð en áður og auk þess þarf hann eins og áður segir á allverulegri hjálp að halda, ef útgerðin á ekki að stöðv- ast. Það er því sýnt að þessi á- ætlaða upphæð er allt of lág, nema að ríkisstjórn og Al- þingi ætli annaðhvort að draga úr niðurgreiðslum að miklum mun og hætta að á- byrgjast bátafiskinn - það er vissulega leið fyrir sig en all mikilli röskun myndi hún valda> að minnsta kosti fyrst um sinn í atvinnulífi þjóðar- innar — eða að öðrum kosti niðurfærslu dýrtíðárinnar, um aðrar Ieiðir virðist ekki vera að ræða. Tekjuáætlumn. Ég mun nú lítillega minn- ast á hinar einstöku greinar frumv. Um tekjuáætlunina er það að segja frá mínum bæj- ardyrum séð, að hún mun vera áætluð til hins ýtrasta og ekki má mikið út af bregða til þess, að þær tekjur, sem þar er gert ráð fyrir komi til skila á næsta ári, enda þótt Alþingi samþykki hækkun söluskattsins. Það er því sýnt, að Alþingi geti ekki nú, eins og svo oft áður, gripið-til þess úrræðis, þegar í harðbakkann slær, að hækka tekjuáætlun- ina. Nú virðist boginn vera spenntur svo hátt, að ekki er með neinu móti hægt að gera sér vonir um meira fé, nema nýjir tekjustofnar komi til og má búast við að þeir verði vandfundnir. Gjaldahækkanirnar. Við athugun á gjaldabálki frumv. kemur í ljós eins og ég gat um áður stórkostleg hækkun á rekstrar útgjöld- um ríkisins. Nægir í því sam- bandi að nefna framlög til stjórnarráðsins og utanríkis- þjórrustunnar. Til þessara að- ila er gert ráð fyrir tæpri miíj króna hækkun á næsta ári. Til dómgæzlu og lögreglu- stjórnar nemur hækkunin rúmi’i miljón og til inn- heimtu skatta og tekna er gert ráð fyrir tæpri miljón króna hækkun frá því sem er á þessa árs f j árl. Svona mætti lengi telja en ekki er tímj til að tína meira fram að þessu sinni. Vextir af lánum ríkissjóðs eru áætlaðar rúrnar 7 milj. króna og er það rúmlega 2 milj. króna hækkun frá því sem nú er. Auk þess eru á- ætlaðar 4 milj. króna til greiöslu vaxta og afborgana af lánum, sem ríkissjóður er í ábyrgð fyrir, en eru nú í van skiluir:. Þessar tölur þurfa engra skýringar við, þær tala sínu máli. Sparnaðarnefndzn. Á s.l. vetrj skipaði ríkis- stjórnin svokallaða sparnað- arnefnd. í henni eiga sæti nokkrir skrifstofustjórar í stjórnarráðinu og ríkisbókari. Auk þeirra tóku á s.l. vori tveir alþingismenn sæti í nefndinni þeim til aðstoðar. Nefnd þessi á að athuga all- an rekstur ríki.sins og stofn- ana þess og gera rökstuddar- tillögur til ríkisstjórnar um sparnað í ríkisrekstrinum eins og nafnið bendir til. Það skal fúslega játað að þetta er erfitt verk, seinunnið og vandasamt. Enda hefir verið furðu hljótt um nefnd þessa og víst er um það að ekki ber fjárlagafrmv. það með sér að nefnd þessi hafi orðið mikið ágengt í starfi sínu fram að þessu. Nefnd sú mun starfa ennþá og vonandi getur hún, þegar fafið verður að vinna að afgreiðslu fjárl. gefið fjárv.nefnd ýmsar upplýsing ar og bent á úrræði til sparn- aðar á rekstri þjóðarbúsins, og er þess að vænta að góð samvinna takist á með nefnd inni og háttv. fjárveitinga- nefnd. Starfsmannaskrá vantar. Það er kunnugt eins og rík isbáknið er orðið umfangsmik ið og útþenslan gífurleg á öll- um sviðum, að það er ókleift fyrir fjárv.n. og Alþing} að fylgjast með þeirri þróun, og dæma um, hvort í þessari eða hinni starfsgreininni er um ó eðlilega útþenslu að ræða. 1938 var sá háttur upptekinn af þáverandi fjármálaráðh. að láta prenta með fjárl.frmv skrá yfir alla starfsmenn hinna einstöku stjórnar- deilda og ríkisstofnana, þar sem tilgreint var starf og launaupphæð hvers starfs- manns fyrir sig. Þetta var á- gæt og nauðsynleg regla, sem hjálpaði til aö skapa víst að- hald um fjölgun starfsmanna, þá gat fjv.nefnd og Alþingi fylggt með þróun þessara mála og borið saman starfs- mannaskrá frá ári til árs. En þetta fyrirkomulag var að- eins viðhaft í 3 ár og fellt niður, er Eysteinn Jónsson lét af störfum fjármálaráðherra. Síðan hefir reynzt mjög erf- itt og oftast ókleift að fá fullt yfirlit yfir starfsmannahald ríkisins og launakjör þess, þrátt fyrir ítrekaðar tilraun- (Framhald á 7. siöu) Borgarstjórinn í Reykjavík lét þau orð falla í þingræðu, þegar frumvarpið um skattfrelsi auka- vinnu við íbúðabyggingar var til fyrstu umræðu, að í blaði einu hefði komið fram sá skilningur, að frumvarpið ætti bara við Reykvík inga en ekki sveitamenn. Ekki veit . ég um allt, sem í blöðunum stend- I ur, en .hitt veit ég, að hafi borgar- stjóri hér átt við Tímann eins og mig grunar, er þetta misskilningur j hjá honum. Kann ég því illa, að | menn, sem geta ekki farið rétt með ; það sem þeir lesa, séu að hlaupa ! með það, en það er þó ekk; annað en við veröum allir að þola. Það er rangt, að hér í blaðinu hafi verið lagt á móti þeirri hugs- un, sem liggur til grundvallar þessu frumvarpi. Hitt hefir verið bent á, ao það vantar alveg með þessu frumvarpi og í það, allar upplýs- ingar um það, hvenær eigi að telja að bændur byrji aukavinnu við byggingar. Oft vinna þeir algjör- lega við slík störf í nokkrar vik- ur. Og við hvað á þá að miða, þeg j ar hin skattfrjálsa yfirvinna er dregin írá? í öðru lagi hef ég bent á það, að ég sjái ekki, að sá, sem vinnur yfirvinnu sína á sjó og notar tekj- urnar af henni til aö kaupa sér íbúð fullbyggða, sé á neinn hátt ómaklegri að njóta skattfríðinda. í þriðja lagi tel ég, að ekki sé hægt að finna neina sérstaka teg- und sjálfsbjargarhvatar og mann- dóms í því að byggja íbúð, um fram það, að byggja t. d. fjós eða gera jarðabætur, auka bústofn sinn, eignast bát eða jafnvej^ifna sparifé. Og mér skal vera ljúft að ræða hvert einstakt atriði þessa máls, ef þess er óskað. Ef sveitamaður leggur á sig yfir- vinnu til að auka bústofninn eru það ska.ttskyldar tekjur. Kvígurn- ar eru virtar og taldar til tekna og eigna. Ekki hafa þær myndað neinn arð, nema áburðarefni þau, sem þær gefa frá sér. Þær eru því ekki peningatekjur. Það getur meira að segja staðið svo á, að einhver þurfi að slátra kvígu til að borga útsvar og skatt, og aldrei bætir hún þá úr mjólkurþörfinni. --- ■——. ■ ■ ■ -» Nauðsyn þjóðfélagsins er brýn þegar íbúðir eru annarsvegar. En eru nú allir búnir að gleyma því, sem þeir haía sagt um það, sem ógert væri í sveitunum? Og hvern ig er það með lánsþörfina? Skyldi það ekki geta komið sér vel, að menn vildu eiga fé á vöxtum, svo að peningastofnanirnar gætu að nokkru bætt úr henni? Að minnsta kosti ætti að þyrma því sparifé, sem myndað er af aukavinnu og ætlað er til að byggja íbúðir fyrir, þegar leyfi fæst. Ég árétta það, sem ég hef áður sagt, að ég hef enga löngun til að leggja illt til þeirra sæmdarmanna, sem nota tómstundir sínar til að koma upp íbúöum fyrir sig. Vilji menn viðurkenna, að skattalöggjöf in þurfi hér breytingá, þá hef ég ekki á móti því. En þá vil ég þó frábiðja allt vesaldarlegt og van- hugsað kák, sem einungis nær til nokkurra af ótal mörgum, sem eins er ástatt um. Og enn verð ég að árétta. Ég sé ekki betur í fljótu bragði, en þetta mál verði helzt lagað og leyst með því, að hverskonar þjóðholl eigna- aukning, sem stafar af yfirvinnu, sé skattfrjáls. En þá finnst mér að þurfi að gera sér grein fyrir, hvað eðlilegt og hóflegt má kallast, að menn hafi margar skattskyldar vinnustundir árlega. Yfirvinnutekj ur, sem hvergi sér stað og verða jafnóðum að eyöslueyri, ættu vitan. lega ekki að njóta neinna friðinda. Ég liygg að Iesendur Tímans, — vel að merkja þeir, sem geta tekið rétt eftir, — kannist við það, að hér í blaðinu hefir verið mælt með hugmyndinni um skattfrjálsa sparl fjársöfnun aS einhverju leyti. Það er því rógur og rangfærsla að við sem hér vinnum, séum sljóir fyrir því, að hér þurfi eitthvað að gera. En hitt stend ég við„ að þetta frum i varp er „vanskapað óskepi", þó að það sé gott svo langt sem það nær. Ég bið ykkur nú að fyrirgefa, að ég hef oröið svona langorður og endurtekningasamur um þetta mál, en ef ég eitthvað segi vil ég láta , skilja mig. En ég ætla samt að , bæta fvrir allar þessar áréttingar I með gamansamara lesmáli, sem K ! færði mér í gær. Kvæðið nefnir , hann viðhorf og segir, að tilefni þess séu „þingfréttir 2. nov. 1948. Frv. um breytingu á tryggingarlög l um „þess efnis, að íþróttamenn falli undir þau.“ . Gjafar laga glíma enn við gamla héimskudrauginn, finnst nú rétt, að fínir menn „falli undir lögin.“ Enn eru til aðrir menn yfir settir lögin. Svo eru líka sumir menn að setja sig inn í lögin. Einatt fara ýmsir menn utanvert við lögin; einnig nokkrir afreksmenn allt í kringum lögin. Kannske við heyrum meira frá honum seinna. Starkaður gamli. Móðir okkar, t#**#*' — " ■ Sigurbjörg Þorsteinsdótíir Þórsgötu 3. andaðist 4. ]). m. Jarðarförzn auglýst síðar. F. h. okkar systkinanna Sigríður Erlendsdóttir. I Starfsstúlku 1 n vantar að Hótel Borg. — Uppl. á skrifstofunni. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦t ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦Moi

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.