Tíminn - 18.11.1948, Page 4

Tíminn - 18.11.1948, Page 4
4 TÍMINN, fimmtudaginn 18. nóv. 1948. 256. blað Um skáldsögnrnar í Niðurlag. V. Bílasala mín hefir ver- ið eitt af aSaldagskrármálum „stjórnmálatímaritsins" Ó- feigur. Ég ætla að rekja þessa sögu, og kann svo a'ð fara, að ýmsum þyki staðreyndirnar með nokkuð öðru móti en hinn margendurtekni sögu- burður. Þegar ég var ráðherra, keypti ég bifreið, í stað þess að ríkið legði mér hana til. Sú bifreið, sem ég keypti mér fyrst, reyndist óhentug til langferða, og seldi ég hana og keypti aðra hentugri í hennar stað. Verðhækkun á bifreiðum var þá naumast komin til, enda seldi ég bif- reiðina fyrir það, sem hún hafði kostað og greiddi toll af henni til Bílaeinkasölunnar um leið. Nokkru áður en ég fór úr ríkisstjórninni, var bif- reið mín allmikið úr sér geng- in, óg pantaði ég því nýja bifreið. En er hún kom til landsins, vantaði Sigurð Sig- urðsson berklayfirlækni bíltil ferðalaga. Ég hafði áhuga á, að hann hefði sem bezta að- stöðu til þess að sinna hinu mikla nauðsynjaverki sínu, berklaskoðuninni. Fékk hann því þessa bifreið og gerði upp við bifreiðasalann, auðvitað án þess að til mála kæmi, að ég hagnaðist á því um einn eina^a eyri. Ég bað bifreiða- salann, að panta fyrir mig aðra bifreið. Er hún kom til landsins, var ég farinn úr rík isstjórninni. Björn Rögnvalds son byggingaeftirlitsmann ríkisins vantaði þá, vegna starfa sinna, bifreið til ferða- laga út um land. Ég skýrði þá fjármálaráöherra frá því, að stjórnin mætti ráðstafa þess- ari bifreið minni handa Birni Rögnvaldssyni. Ég leyfi mér að líta svo á, að hér hafi frekar verið um greiðasemi að ræða af minni hálfu og ég hafi a. m. k. ekki verið ámæl- isverður fyrir. En höfundur Ófeigs virðist þarna hafa fengið kærkominn efnivið til iðju sinnar. Tvær bifreiðar höfðu verið flut-tar inn á nafn Hermanns Jónassonar og fjöldi manna hafðj séð „pappírana“ — og auðvitað seldi hann þær á svörtum markaði! Ég hefi ekki hingað til hirt um að elta ólar við þetta, en hér er nú sannleikurinn og fyrir hon um eru þær óvéfengjanlegu sannanir, að ég nafngreindi hér tvo kunna menn, er báðir vita og geta vottað það sem hér er sagt. Eftir að ég fór úr ríkis- stjórninni, sótti ég um inn- flutning bifreiðar í stað hinn ar gömlu, sem ég seldi. Ég fékk neitun um það hvað eft ir annað. Hafði þá' um skeið að láni mjög notaða bifreið, er ég lét setja í nýja vél og gera upp hvað eftir annað með ærnurn kostnaði. En að lokum fékk ég þó leyfi við- skiptaráðs til að kaupa Jitla bifreið. Hún reyndist, eins og ýmsar smábifreiðar ónothæf til ferðalaga úti um land, og komst ég að raun um það eftir eina ferð. Ég skrif- aði því Viðskiptaráði > sem hafðj úthlutað bifreiðinni, að úthluta henni til einhvers, sem hefði hennar not í bæn- um eða nágrenni bæjarins. Efíli* Ifermaim dénassoia Bréf mitt er dagsett 22. ágúst 1946 og endar þannig: „Ég liefi því ákveö'iö aS selja bif- reiSina. Éh með því aS ViSskipta- ráð leyfði mér að kaupa hana, gef- ég þvi hér með heimild til að ráð- stafa henni til einhvers annars. Bifreiðin er hentug fyrir þann, sem þarf á Hfinni að halda til notkun- ar í bænum og nágrenni. Frá upp- hafl. verði bifreiðarinnar má draga, samkvæmt mati, það sem bifreið- in kann að hafa lækkað í verði vegna notkunar, sem er íremur lít- il. Svar ’óskast við þóknaniegt tæki- færi.“ Svar Viðskiptaráðs er dag- sett 8. nóv. 1948 og endar þannig: „Eíns og yður mun hafa ver ið tjáð munnlega, óskar Við- skiptáráð ekki að hafa af- skipti af því, hverjum þér seljið bifreiðina.“ Fékk þá starfsmaður í Bún aðarbankanum bifreiðina fyr ir það sama og hún hafði kost að mig. Féllst þá Nýbyggingar ráð ú að láta rnig hafa einn af hinum yfirbyggðu jeppum, er um þessar mundir fluttust til landsins. En rétt á eftir f-rT,st Viðskiptaráð á að láta mig fá innflutningsleyfi sem ég h&fði margóskað eftir fyrir bandarískri fólksbifreið. Til- kynnti ég þá Nýbyggingaráði, að ég teldi rétt, að það úthlut aði til annars hinn yfir- byggða jeppa, er ég hafði ný- keypt s.amkvæmt leyfi þess. — Um þetta móttók ég bréf frá Nýbyggingarráði, er þann ig hljóðar: „Reykjavík, 7. maí 1947. Nýbyggingarráð samþykkir, að þér ráðstafið yfirbyggðum jeppa- bíi, er þér fenguð innfluttan með tilhjálp vorri, til herra húsgagna- smiðs Sigurðar Ólafssonar, Reykja- vík, er hefir sótt um innflutnings- leyfi til vor. Verður hann þvi strik- að.ur út af umsóknarskrá hjá oss. Virðingarfyllst, Nýbyggingarráð Sigurður Þórðarson. Bragi Kristjánsson. 'ffSg? 3:ípZEp.'j,|S' Samkvæmt þessu var leyf- ishafa að sjálfsögöu afhent bifreiðin fyrir þáverandi inn- kauíviverð. Ég ætla svo að láta þá, sem þetta lesa, dæma um það, hvort þessi sönnunargögn sýni, að ég ha-fi sérstaklega lagt mig fram um að græða á bílaverzlun. Ég hefi orðið þess var, að ýmsir hafa orð á því, hvernig á því standi, að ég hafi nú jeppa til afnota. Ég átti hér fyrstur Farmall-dráttarvél vegna ræktunar minnar í Fossvogi. Bóndi, sem fékk keyptan jeppabíl og var áreið anlega eins vel að honum kominn og hver annar, bað mig að skipta við sig á jepp- anum og Farmal-vélinni, og þaS gerði ég. Að sumu leyti er jeppinn mér hentugri en dráttarvélin, og nota ég hann aðallega til flutninga að og frá ræktunarstöð minni í Fossvogi. Hefj ég sannast að segja álitið bæði mér og öðr- um frjást að skipta þeim eignum, sem ég er löglega að kominn, fyrir aðrar eignir, sem í boði eru. Bílabraskið hófst eins og annaö svindl eftir 1942, þeg- ar dýrtíðinni var sleppt lausri og allt flóði í verðlitlum und- anstolnum peningum. Á þeim tíma munu flestir hafa verið meiri vinir ráðandi ríkis- stjórna og átt greiðari aðgang að innflutningsyfirvöldum en ég. Enda varð sú raunin að á meðan hinar „stóru stjórn- arfjölskyldur“ fluttu inn hverja bandarísku fólksbif- reiðina eftir aðra og seldu með tugþúsundagróða án þess að hafa fyrir að taka þær úr umbúðunum, þótti ekkj fært að veita mér inn- flutningsleyfi íyrir slíkri bif- reið í 5 ár, eða ekki fyrr en 1947. En Ófeigur minnist ekk ert á innflutning og bílabrask | „stóru fjölskyldnanna." Hvernig skyldi standa á því? : Sums staðar erlendis er gef- j ið út ógrynnj sorpblaða, sem j kostuð eru af fjárglæfra-: mönnum. Þau deila aldrei á svindlarana, heldur hina, sem braskararnir telja sér og atvinnu sinni hættulega. Þeir eru rægðir fyrir þá iðju, sem fjárglæframennirnir og blaðaeigendurnir sjálfir iðka. Uppskera glæfranna er með- al annars fjármagnið, sem varið er til að gefa þessi blöð út, sorpblöð, sem þykjast gefa almenningi réttar upplýsing- ar og prédika siöfræði. — VI. J. J. leggur mikla rækt við að telja mönnum trú um að raunverulega hafi ég ekki viljað skilnað við Dani. Væri honum þó hollast, að sem minnst væri rætt um fram- komu hans sjálfs í því máli. En nú þegar málið er til lykta leitt, er ekki vegna þjóðar- hagsmuna, ástæða til að draga fjöður yfir hana, eða þær afleiðingar, sem hún hefði getað haft fyrir lausn málsins. — Það er kunnugt, og sjálfsagt muna það marg- ir, að á árinu 1941—1942 gerði J. J. þær kröfur til ríkisstjórn arinnar, að sambandinu við Dani yrði slitið þá þegar. Eft- j ir að hann hafði ritað nokkuí ! um þetta mál og hafið áróð- j ur íyrir því á mannfundum, skrifaði ég tvær allýtarlegar greinar um málið, þar sem ég lagði til, að sambandsslit- in við Dani yrðu látin fara fram árið 1944, eða á þeim tíma, sem sambandssáttmál- inn rann út. Þetta voru tvær ólíkar stefnur, og var stefna Jónasar Jónssonar kölluð „hraðskilnaðarstefna," en hin leiðin „lögskilnaðar- j stefna.“ Það er nú öllum landsmönnum kunnugt, að hin síðari leiðin var farin, og átti ég ásamt fleirum þátt í því, veturinn og vorið 1944, að allir flokkar sameinuðust um þá stefnu. Sjálfstæði landsins var og þá þegar við- urkennt af öðrum þjóðum. Þegar til tals kom að slíta sambandssáttmálanum fyrir 1944, tilkynnti sendiherra Breta og síðar sendiherra Bandaríkjanna, að þeir mundu ekki viðurkenna sjálf stæði landsins, ef sú aðferð yrði viðhöfð. Það er því eng- um blööuin um það að fletta, að ef leið Jónasar Jónssonar hefði verið farin, hefði hún (Framhald á 5. síðu) Það cr ckki fallegt að eyða rómantískri hrifningu úr hugum fólks og sízt af öllu óska ég að kveða niður alla sveitarómantík. Þó vildi ég helzt. að fólk gæti bú- ið að þeirri rómantík. sem á sér stað í raunveruleikanum. Ég held nefnilega, að rómantík og raun- sæi geti að ýmsu leyti farið sam- an, því að raunveruleikinn er rómantískur. Ég var aö lesa þingskjal, þar sem talað var fjálglega um hina nýju amerísku votheysgerð. sem kallaöi á rafmagn í sveitirnar. Það hefir víðar verið talað í svipuðum stíl og þess er ekki að dyljast, að ýmsir mætir menn hafa látið blöð- in hafa eftir sér orð. sem mjög eru í líkingu við þetta. Ég hefi verið svo íhaldssamur, að ég hefi dreg- ið í efa, að turnarnir ættu betur við en aðrar votheyshlöður hér á landi. Það er ef til vill af því, að ég tók ungur trú á votheyið, hefi góða reynslu og þekki róm- antík þess. Ef til vill er það lika af því. að ég hefi farið með freð- ið vothey við einfaldan stein- vegg á votheyshlöou. Liklega á þetta hvort tveggja þátt í því, sem ég hefi sagt. Ég hitti nýlega ungan bónda. Hann sagði mér. að maöur, sem verið hefði í Svíþjóð, hefði sagt sér að talsverður klaki myndaðist innan í turnunum ef frost gengju. Nú var frostakafli um daginn, svo að væntanlega er komin reynsla á þá hluti hér á landi, þó aö lítil sé. Sumarið 1927 mun það hafa verið, sem Andvari birti grein eftir Magga Magnús lækni. Hann rak búskap og notaði votheysgerð þá, sem Erasmus Gislason var þá talsmaður fyrir, en sérkenni henn- ar var það, að vatni var stöðugt ausið yfir heyið fyrstu dægrin í votheyshlöðunni. Læknirinn skrifaði grein sína í rómantískri hrifningu og ég man enn hitann og gleðina, sem stafaði af henni. Hann sá inn í framtíðarlandið, þar sem bónd- inn ók heyskap sínum í hlöðu að kveldi, öruggur um æskilegustu verkun, á hverju sem gengi með veðurfar. Þá er ekkert4il, sem heitir að hey hrekist, fjúki eða brenni. Árið eftir birti Andvari aðra grein eftir sama lækni. Þá hafði hann meðal annars látið efna- greina þetta baðhey sitt og það tók á engan hátt fram votheyi, sem Ólafur bóndi Ólafsson í Skálavík við ísafjarðardjúp hafði sent sýnishorn af til efnagrein- ingar. Heyið hjá lækninum var raunar engu verra en hann hafði áður sagt. En hér var ekki um neina nýja aðferð að ræða, sem tæki öllum eldri aðferðum fram. Og mér virtist sem ýmsum find- ist minna til um bjargráðið, þegar þeir vissu, að þetta var þá bara votheysgeröin, sem Torfi í Ólafsdal var með nærri 50 árum áður. Það munu vera full 70 ár á næsta sumri frá því að byrjað var á votheysverkun hér á landi. Nú búa almennt barnabörn þeirra, sem þá sátu að búum á jörðunum. Tvær kynslóðir eru gengnar til hvíldar. IVfargur góður bóndi hefir fengið ágæta reynslu um þetta bjargráð á því tímabili. Og þó er enn fjöldi manns. sem leyfir sér að halda því fram, að eiginlega sé votheysgerðin óreynd hér á landi, þrátt fyrir allt, og vafamái hvort hún sé nokkurt bargráð. Það er eins og sumir séu alltaf að bíða eftir því, að eitthvað undur gerist. kraftaverk verði og þeim berist einhvers konar pilla, sem leysi allan vanda. Sjálfsagt verður það stundum, en ég held samt, að það sé ekki rétt að ein- blína á slíka lausn og bíða að- gerðalaus eftir henni. Venjulega fer þróunin eftir öörum leiðum. Ef svo kynni að fara, að þið heyrðuð síðar meir eitthvað um það, sem dregur úr ljómanum af votheysturnunum og sýnir, að þeir hafa sínar takmarkanir og „ame- ríska votheysgerðin" er aðeins eitý afbrigði af hinni gömlu vothey.s, verkun, skuluð þið þó ekki halda, að hún sé neitt verri fyrir því, Lofið um turnana er réttmætt, en það á við votheysgerðina al- mennt, en því fer fjarri, að minna sé um það vert fyrir því. Ég lasta turnana ekki og vonandi get ég sagt ykkur seinna af reynslunni af þeim. En vio skulum alls ekki missa trúna á votheyið hvernig sem með turnana fer. Starkaður gamli. HJARTANS ÞAKKIR tzl allra, er sýndu samúð og vináttu við fráfall og jarðarför Ágiists Helgasou.ai*, Bzrtingaholti. Sérstaklega þökkum við Sláturfélagz Suðurlands og K.f. Árnesinga, sem heiðruðu minningu hans með því að kosta útförina. Svo og þezm og sveitungum hans fyrir fagrar minningargjafir. Móeiður Skúladóttir, börn og tengdabörn. H úsmæhur Ekkert mjólkurleysi, ef þér eigið pakka af mjólkurdufti Fæst í flestum matvöruverzlunum. Heildsölubirgðir hjá Sambandi ísl. samviiuinféla^a. Sími 2678. ▼ \

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.