Tíminn - 18.11.1948, Blaðsíða 5
256. blað
TÍMIXN, fimmturtaginn 18. nóv. 1948.
5
Fhnmtud. 18. ttóv.
Um skáldsögurnar í Ófe’r
Skipting innflutn-
ingsins milli kaup-
félaga og kaup-
manna
Það hefir verio mikið deilu-
mál hvernig vörur og inn-
flutningur ætti að skiptast
milli kaupmanna og kaupfé-
laga. Um það hefir verið háð
stríð og að vonum hefir hvor
aðilinn viljað gera hlut sinn
sem mestan. Hinum opinberu
aöilum, sem ráða slíkum mál-
um til lykta, er því ærinn
vandi á höndum. Þeim er örð-
ugt að finna réttlátar reglur
til að fara eftir við að leysa
þau viðkvæmu og vandasömu
mál.
Sennilega yrðu engir fegn-
ari en þeir embættismenn,
sem settir hafa verið til að sjá
um þessi skipti milli verzlan
anna, ef fundin yrði önnur
einfaldari leið. Og nú vill svo
vel til, að á hana hefir verið
bent og hún blasir við. Það
er einungis eftir að taka þá á-
kvörðun, að leiöin skuli farin.
Frumvarp Framsóknar-
manna um verzlunarmálin
leysir þennan vanda, ef að
lögum verður. Þá kemur það
af sjálfu sér, að innflutnings-
leyfin skiptast á milli verzl-
ananna eins og fólkið vill.
Þessi lausn er einföld og
sjálfsögð. Neytandinn hefir
innflutningsleyfið og hann
afhendir það þeirri verzlun,
Sem hann óskar að skipta við.
Þar með eru niðurfallnar
allar getsakir og þrætur um
það, hvar menn vilji helzt
kaupa vöruna. Þá hafa menn
frjálst val og reynslan sker
úr.
Með þessu fyirrkomulagi
hljóta allar ófrjóar og leið-
inlegar deilur um þessi efni
að hverfa. Og þá þarf heldur
ekki að vera að brjóta heil-
ann um og reikna út hvernig
verzlunin skiptist fyrir stríð
og hvernig hún ætti nú aö
skiptast á þeim grundvelli.
Það er heldur ekki hægt að
trúa öðru en að allir hljóti
aö sætta sig við þessa lausn.
Annað væri blátt áfram of-
beldishneigð og kúguhartil-
raunir. Svo framarlega, sem
viðurkennd er sú grundvall-
arregla hins vestræna lýð-
ræðis, að rikisvaldiö sé hjá
þjóðinni, er ekki annað rök-
í'étt en að viðurkenna frelsi
og sjálfsákvörðunarrétt neyt-
andans til að velja á milli
verzlana.
Það var sú tíðin, að stjórn-
arvöld þjóðarinnar sögðu til
um það, hvar hver og einn
ætti að verzla. Það var á
þeirri tíð, að Hólmfastur var
hýddur við staur. Þjóðin á
sína sögu og sínar minningar
frá þeim tímum. Og hún bið-
ur ekki um meira af slíku.
Reynslan hefir staðfest, að
það fer bezt á því að lofa
fólkinu sjálfu að velja á milli
verzlana og ráða því í hvaða
kaupstað og hvaöa búð það
sækir verzlun sína.
Á þeirri reynslu er frum-
varp Framsóknarmanna
byggt.
Þaö er að vísu hægt að í-
mynda sér verzlun, sem telur
sig hafa hag af því, að vilji
almennings komi ekki í ljós
(Framliáld aí 4. síðuJ.
leitt til miklla óheilla fyrir
þjóðina, og stofnað sjálfstæð-
ismálinu i óþarfa hættu.
En það er rétt að geta um
það hér, af hvaða toga þessi
áhugi Jónasar Jónssonar var
spunninn 1941—1942. Hann
vissi það vel, áður en hann
hóf áróður sinn að ég sem
stjórnarformaður, meiri hluti
stjórnarinnar og ef til vill
stjórnin öll var þeirrar skoð-
unar, að sambandsslitin við
Dani ættu að fara fram sam-
kvæmt samningum. En ef
flokksþing Framsóknar-
manna, sem kallað var saman
árið 1942 og mikill hluti þjóð-
arinnar hefði fallizt á leið J.
J., að slíta sambandinu þá
þegar, hlaut afleiðingin m. a.
að verða sú, að sú stjórn, sem
var þessu mótfallin, fór frá
völdum og við tók maðurinn,
sem beitti hér fyrir hinni
stefnunni. J. J: ætlaði að nota
sér það, að aörir töldu sér
skylt að fara varlega m. a. til
þess að skaða ekki málstað
íslendinga út á við. En til-
raun hans mistókst. „Hrað-
skilnaðarstefna“ J. J. varð
undir á flokksþinginu og einn
ig meðal þjóðarinnar. Þetta
var þjóðargæfa. Af hendi J.
J. var málið aldrei sjálfstæð-
ismál, enda hafði hann lengst
af áður verið tómlátur í þeim
efnum. Deilur um þetta mál
eru nú yfirleitt löngu þagnað
ar og yfirleitt telur þjóðin að
giftusamlega hafi til tekizt.
En övild J. J. í garð þeirra
manna, er hann telur sér trú
um, að lagt hafi stein á
framaveg hans, virðist ekki
eiga sér nein endi. —
VII.
Ég ætla ekki að elta ólar
við fleiri skáldsögur Ófeigs.
Sé einhver þeirri ástríðu hald
inn og gerir það að lífsstarfi
sínu, að búa til og dreifa út
sögum um aðra, er ekki unnt
að eltast við slíkt. Ýmsir á-
líta að hin meinlega óvild J.
J. til flestra fyrri starfs-
manna sinna valdi því,
að hann geri sér ekki grein
fyrir, hverjum hann þjónar
nú í raun og veru. En hvað
| sem því líður, er fyrri and-
jstæðingum hans það vel Ijóst.
Eitt af blöðum Akureyrar
skýrði írá því, að formaður
j Sjálfstæðisflokksins hefði
jlagt að Júliusi Hafstein, að
hætta við framboð sitt í Suð-
h
ur-Þingeyjarsýslu og þá far-
izt orð eitthvað á þessa leið:
„Skilurðu það ekki, maður,
að við verður að hjálpa Jón-
asi til að vinna kosningu, svo
að hann geti skammað Her-
mann og Eystein?" Vegna
þessarar nauðsynjar lét sýslu
maður sér segjast og tók aft-
ur framboð sitt, en sneri sér
í þess stað að stjórnarstörf-
um hjá síldarverksmiöjum
ríkisiris. — Hitt er svo annað
mál, að þau not, er ráðamenn
Sjálfstæðisflokksins hafa
haft af starfsemi J. J., hafa
valdið þeim miklum vonbrigð
um. En ekki er þar J. J. urn
að saka. Hann hefir gert það,
sem hann gat. En maðurinn,
sem áður skrifaði um „Jens-
enssyni" á ekki hægt um vik
að verða þeim að liði. En
vissulega er það íhugavert,
hvernig svona getur farið fyr
ir manni, sem annars er að
ýmsu leyti vel gefinn og lengi
hefir verið áhrifamaöur í
stjórnmálum. Menn virðast
vera róttækir umbótamenn
af ýmsum ástæðum. Sumir
vegna hugsjóna meira eða
minna rökstuddra. Sumir
vegna nákvæmrar íhugunar,
reynslu og raka, sem lífið fær
ir þeim srnátt og smátt. Sum-
ir, ef til vill vegna þess, að
þeim sárnar, aö aðrir búa við
betri lífskjör en þeir. Er þá
hætt við að óvild knýi þá til
athafna. Slíkum mönnurn hef
ir rithöfundurinn Emil Lúð-
vig lýst vel og viturlega í ævi-
sögu eins af ráðamönnúm
vorra tíma, — þegar þessir
síðasttöldu menn fá lífsþæg-
indi og telja sig ekki lengur
afskipta við matborð líísins,
hverfur áhuginn. Maðurinn
gjörbreytist — verður annar
maður.
Ekki skal ég neinum getum
að því leiða, hvað veldur
þeim umskiptum, sem orðiö
hafa á Jónasi Jónssyni. Hann
skrifaði fyrr á árum mikið
um „lúxusbíla“ og eigendur
þeirra. Ekki getur hann gert
það með góðu móti nú, eig-
andi eins mesta „lúxusbíls“ á
íslandi, maður sem skipt hef
ir um bíla oftar en flestir aðr
ir. Einu sinni skrifaði hann
mikið um „lúxusvillur.“ En
skyldi nú vera nokkur mað-
ur á íslandi, sem býr ríkuleg-
ar en Jónas Jónsson. Fyrrum
átalaði hann menn fyrir
„lúxusflakk.“ En hver halda
menn að einna fyrstur hafi,
að stríðinu loknu, lagt upp í
„lúxusflakk“ til. útlanda með
lúxusbíl — án nokkurs er-
indis? Oft gerði hann sér tíö-
rætt urn rnenn, sem tækju
mikil laun fyrir litla v'nnu.
Hann vinnur nú klukkutím.a
á dag rúmlega hálft árið fyr-
ir há laun, en hsfir auk þess
ókeypi.s heiit hús til íbúðar á-
samt Ijósi og hita. Auk þess
á hann sjálíur ríkmannlegan
sumarbústað í .sveit. Gcri aðr
ir betur.
Hugarfar J. J. virðist fyrr
á tímum hafa borið keim af
hinum tveim mismunandi
hafstraumum, er að landi
voru liggja. Þótt hinnar köldu
kvíslar gætti oft til leiðinda,
varð hinn hlýi straumur hug-
sjónanna því valdandi, að
samstarfsmenn hans þoldu
nepjuna, enda má jafnan eitt
hvað að öllum finna. — En
árin hafa fariö þannig með
þennan fyrrverandi forystu-
mann, að hinn kaldi straum-
ur hefir orðið alls ráðandi.
og fólkið fái ekki að velja
sjálft milli verzlana. Það er
hægt að hugsa sér fyrirtæki,
sem ekki treysta sér til bar-
áttu og samkeppni, þar sem
fólkið hefir frjálst val. Hér er
þó engu af því tagi dróttað
að neinum. En þó að ein-
hverjir slíkir finndust, eru
' það ekki þeir, sem eiga að
ráða. Fyrir því er ekki hægt
að bera fram nein rök. Það
hefir ekki verið gert og það
mun ekki heldur verða gert.
Það kemur ekki til greina
nein hlutdrægni, þegar allir
fá jöfn innflutningsleyfi og
verzlanirnar fá svo sinn hlut
eftir því, 'sem þeim er trúað
fyrir leyfunum. Verzlunin
þarf þá að vinna tiltrú fólks-
ins og traust. Þar kemur ým-
islegt til greina, en um þaö
eiga viðskiptamennirnir sjálf
ir að dæma, því að það er
þeirra mál. En enginn réttur,
ráð eða nefnd getur þá sagt:
Þú skalt verzla þarna, því að
þessari verzlun höfurn við út-
hlutað réttinum til að flytja
inn og selja, það sem þú þarft.
Þess vegna geymir frum-
varp Framsóknarmanna þá
lausnina, sem er einföldust,
f rj álslegust, réttlátust og
friövænlegust. Því er þess
líka vænzt, að sú lausn verði
lögfest strax á þessu þingi,
eða þá einhver önnur, sem
nær sama tilgangi og full-
nægir sömu réttlætiskröf-
um. Af hálfu hinna flokk-
anna hefir verið ótrúlega
hljótt um þetta mál og þeir
forðast að minnast einu orði
á frv. Framsóknarmanna.
En þeir munu reyna, aö
þögnin kemur þeim ekki að
haldi, heldur verða þeir að
sýna í verki, hvort þeir unna
mönnum verzlunarfrelsis eða
ekki.
Raddir nábáarma
í forustugrein Alþýðublaðs-
ins í gær, er rakin viðleitni
kommúnista á Alþýðusam- j
bandsþinginu til þess að
halda þar völdum með of-
beldi. Fyrst ætluöu þeir aö
ógilda kosningu um 50 full-
trúa. Lýðræðissinnar ve-
fengdu þá kosningu um 70
kommúnista, en buðu jafn-
framt upp á að láta allar deil
ur um kjörbréf falla niður.
Alþ.bl. heldur áfram:
„Þar mcð var fyrsta varnar-
lína kommúnista á AlþýSu-
sambanlsþinginu rofin; en þá
bjuggust þeir fyrir í þeirri
næstu til að gera að engu sig-
ur lýðræðissiiina í kosningun-
um. Þeir buðust til þess að
samþykkja málamiðlunartil-
löguna og taka alla fulltrúana
gilda, — ef því næst yrði kos-
in bráðabirgðastjórn (!) fyrir
sambandið með þátttöku kom-
múnista og sambandsþinginu
eftir það frestað (!) til næsta
hausts, en löglegar (!) kosn-
ingar þá Iátnar fara fram til
sambandsþings!!!
Vitanlega datt .engum lýð-
ræðissinna í hug að ljá máls
á slíkum aðförum til þess að
ónýta úrslit nýafstaoinna, lög-
legra kosninga til. Alþýðu-
sambandsþings og þvi uröu
kommúnistar nú að hörfa
til þriðju og síðustu varnarlín-
unnar. Þaðan átti að hindra
það á síðustu stundu, með ger-
ræði og ofbeldi hinnar kom-
múnistisku fundarstjórnar á
sambandsþingi. að miðlunar-
tillaga Iýðræðissinna yrði yfir-
leitt borin undir atkvæði full-
trúanna; en einnig það mis-
tókst. Forseti .sambandsins
treystist ekki til að leggja út í
slíkt ævintýri, og miðlunartil-
lagan var samþykkt í fyrra-
kvöld með þeim mikla meira-
hluta, sem áður er frá skýrt.“
Þjóðviljinn skýrir ósigur
kommúnista helzt með því,
að þeir hafi látið undan hót-
unum um lögregluárás! Varla
verður þó Stalin sögð svo ó-
karlmannleg afsökun. Sann-
leikurinn er líka sá, að sein-
asti leikur kommúnista mis-
tókst vegna þess, að Hermann
Guðmundsson neitaði að
framkvæma íyrirskipun Bryn
jólfs Bjarnasonar um að beita
ofbeldi í fundarstjórninni.
Atliygf isverður
samanburðnr
Málsháttur einn segir, að
stundum ratist málóðum
mannj satt á munn. Innan
um allar blekkingarnar, sem
Ólafur Thors flutti í Varðar-
ræðu sinni fyrra mánudag,
flaut líka eitt sannleikskorn.
Ólafur ságði, að á undanförn
um árum hefðu fjármálaráð-
herrarnir misst í vaxandí
mæli tökin á fjárstjórn rík-
isins. Fjármálaráðherrarnir
þyrftu því að starfa öðru vísi
í framtíðinni en á undanförn
um árum, ef ekki ætti illa að
fara.
Mbl. hefir réttilega fundið,
að þetta er harður dómur
fyrir Sjálfstæðisflokkinn,
því að fjármálaráðherrarnir
hafa verið úr hans hópi sein-
ustu 10 árin. Til þess að draga
athyglina frá þessum rétt-
mæta dómi flokksformanns-
ins, ræðst Valtýr Stefánsson
með miklu offorsi á Eystein
Jónsson í seinustu sunnudags
pistlum sínum og segir, að
fjármálastjórn hans á árun-
j um 1935—’38 hafi verið fyr-
! ir neðan allt. Þó reynir
Mbl. ekkert til að sýna fram
á, að hún hafi batnað síðan
Sjálfstæðismenn tóku við
henni.
Mbl. skal nú gerður sá
greiði, að gerður sé nokkur
samanburður á fjárstjórn
Eysteins Jónssonar og fjár-
málaráðherra Sjálfstæðis-
flokksins, en jafnframt skal
því lofaður enn rækilegri
samanburður síðar:
ÚTGJÖLD RÍKISINS: Árið
1938, sem var seinasta fjár-
stjórnarár Eysteins Jónsson-
ar, urðu rekstrarútgjöld rík-
isins 17.6 milj. kr. Síðastl. ár
urðu þau 255.2 milj. kr. Þau
hafa með öðrum orðum 15-
faldazt I fjárstjórnartíð Sjálf
stæðisflokksins.
SKATTAR OG TOLLAR:
Árin 1935—38, sem E. J. var
f jármálaráðherra, námu
skattar og tollar 113 kr. á
hvern landsmann til jafnað-
ar á ári. Síðastl. ár námu
skattar og tollar, sem runnu
í ríkissjóð, 168 millj. kr. eða
um 1250 kr. á hvern íbúa.
Skattar og tollar hafa þannig
ellefufaldazt í f jármála-
stjórnartíð Sjálfstæðisflokks
ins, enda hafa allir skattstig-
ar og tollstigar stórhækkað
síðan og nýjum tollum og
sköttum verið bætt við.
UMFRAMGREIÐSLUR: Árið
1938, sem var seinasta f jár-
stjórnarár Eysteins Jónsson-
ar, urðu umframgrciðslur rík
isins 7.7% af öllum útgjöld-
um fjárlaganna. Á síðastl.
ári urðu þessar greiðslur 58.7
milj. kr. eða um 30%. Svipuð
mun niðurstaðan á öðrum
fjárstjórnarárum Sjálfstæð-
flokksins.
SKULDIR RÍKISSJÓÐS:
í árslok 1938 voru skuldir rík
issjóSs 46,3 milj. kr. og höfðu
þær ekkj hækkað í ráðherra-
tíð E. J., þegar frá voru tald-
ar skuldir, sem var stofnað
til vegna ríkisfyrirtækja og
þau stóðu sjálf straum af. í
seinustu árslok voru skuldir
ríkissjóðs 130,1 milj. kr. og
hækka enn verulega á þessu
ári að sögn fjármálaráðherra.
Óhætt mun því aö fullyrða,
að skuldir rikissjóðs hafi fjór
faldazt í fjárstjórnartíð Sjálf
stæðisflokksins. Hér sést
kannske gleggsta dæmið um
(Framhald á 6. síöu).