Tíminn - 04.01.1949, Page 4
4
TÍMINN, þriðjudaginn 4. janúar 1949.
1. blað
„Notadrýgsta gleðin í lífinu
er vinnugleðin”
„Megi lijóðin jfinua, sem sseesf af þeim verliifflceímn, seaia lífið Itef-
ir seí§ lajéðss tiasifram gulBið, sem glóir stm of í augum ssimra.44
Á árinu, sem nú er að byrj a,
rennur út kjörtímabil mitt
sem forseta íslands. Þá eru
liðin 8 ár síðan ég var fyrst
kosinn ríkisstjóri og 5 ár síð-
in ég var fyrst kosinn for-
seti.
Það gæti verið freistandi að
minnast nú eitthvað á störf
nín þessi 8 ár undanfarin.
:Ég vil ekki þreyta hlustendur
u því. En þó vil ég minnast
lítilsháttar á sumt, sem kem-
.ir í huga minn, er ég lít yfir
pessi ár.
Er ésg tók við ríkisstjóra-
starfinu 17. júní 1941 lýsti ég
m. a. þeirri ósk minni, að ein-
huguí mætti ríkja með þjóð-
inhi um lausn þeirra vanda-
mála, sem þá voru framund-
an. Ennfremur, að menn á
peim alvörutímum, sem þá
voru og steðjuöu að, létu eigi
nugsunina um eigin hags-
muni eða fallvaltan stumdar-
hagnað sitja 1 fyrirrúmi fyr-
:ir því, sem taliö væri þurfa
cil lífsbjargar þjóðarheild-
:mni.
Þau ár, sem síðan eru lið-
n, hafa verið óvenjulega við-
ourðarík fyrir islenzku þjóð-
:ma. Heimsstyrjöld geisaði,
styrjöld, sem vér íslendingar
drógumst inn í þrátt.fyrir ein
íægan vilja vorn til að vera
nlutlausir. Svo að segja fyr-
irvaralaust urðum vér að
velja Um varnarleysi eða her-
/ernd stórveldis. Vér kusum
nerverndina. Hér sat í mörg
ár erlent setulið. í því sam-
oandi komu upp ýms áður ó-
þekkt vandamál. Á tímabil-
:mu þurfti að ráða fram úr
framtíðarstjórnskipulagi ís-
iands, sem gert var með stofn
un lýðveldisins 17. júní 1944,
með svo að segja einróma já-
kvæði allra kosningabærra
manna hér á landi. Þar kom
xram á ánægjulegan hátt ein
hugurinn, er á reiö. ©ss ber
aldrei að gleyma því, hve ó-
metanlegt það var íslenzku
þjöðlnni bæði inn á við og
ekki síður út á við, að hún
stóð þá sem einn maður.
Ihugun þess mætti verða oss
lærdómsrík á öðrum sviðum.
Ef litið er á það, hvernig oss
cókst að ráða fram úr þessum
vandamálum, verður myndin
tremur björt.
Hinsvegar hafa vonir brugð
ist á ýmsum öðrum sviðum.
CJm innantandsmál hefir yf-
xrleitt tekizt miður að skapa
þann einhug, sem ég í bjart-
sýni minni setti á óskaseðil-
inn^er ég tók við ríkisstjóra-
starfinu fyrir 8 árum. Sum-
part vegna þess, hve miður
þetta tókst, höfum vér átt, og
eigum enn, við mikla verð-
bólgu og dýrtíð að glíma, sem
mikið veltur á um framtíð
vora, hvernig rætist úr. Og nú,
hálfu fimmta ári eftir stofn-
un lýðveldisins’rofar ekki enn
íyrir þeirri nýju stjórnarskrá,
sem vér þurftum að fá sem
fyrst og almennur áhugi var
um hjá þjóðinni og stjórn-
málaleiðtogunum, að sett yrði
sem fyrst. í því efni búum
vér því ennþá við bætta flík,
ÍJtvm'psrte&a iorseta íslantls
á nýávsdag
. sem sniðin var upprunalega J
í fyrir annað land, með öðrum :
j viðhorfum, fyrir heilli öld. Er j
! lýðveldið var stofnað, var!
þess gætt að breyta engu ‘
öðru í stjórnarskránni en því,
sem óumflýjanlegt þótti!
vegna breytingarinnar úr kon ]
ungsríki í lýðveldi. Mikil
þróun hefir orðið á síðustu
öldinni með mjög breyttum I
viðhorfum um margt. Von- j
andi dregst eigi lengi úr
þessu að setja nýja stjörnar-
skrá.
Því veröur tæpast neitað,
að hugur flestra hefir beinzt
talsvert að gróða og auknum
tekjum hér á landi undanfar-
in 8 ár, og ýmsar framkvæmd
ir fengið svip af því. Þess var
full þörf að bæta og jafna
kjör manna hér á landi. Ó-
væntar tekjur einstaklinga
og þess opinbera sköpuöu
góða aðstöðu til þessa, ef vel
var á haldið. Tilraunir hafa
verið gerðar í þessa átt og
sumt hefir borið árangur. En
því fer fjarri, að þetta hafi
tekizt að öllu leyti eins vel
og efni áttu að geta staöíð1
til. Fjármál og efnahagsmál'
eru vandasöm meðferðar,!
ekki sízt fyrir þjóð, sem hefir!
svo litla æfingu í meðferð
slíkra mála, sem vér höfum. I
Það er erlent máltæki, sem
lýsir því, að mönnum hætti
við því að einblína svo á trén,
að þeir taki ekki eftir skóg-
inum sjálfum. Hefir ekki hent
oss eitthvað þessu líkt? Höf-
um vér ekki heillast svo af
auknum gróöa, að vér höf-
um einblínt um of á peninga
og það, sem kaupa má fyrir
peninga? Hefir einstakling-
I um og stéttum ekki hætt við
j því að leggja meiri áherzlu
( en skyldi á aukna fjáröflun?
, Höfum vér ekki stundum
j gleymt því, að maðurinn lif-
(ir ekki á einu saman brauði,
. að til eru önnur 'verðmæti,
j sem einnig eru lífsnauðsyn?
Mér finnst, að svo hafi verið.
Vér erum ekki einir um
‘ þessháttar mistök. Þau hafa
j líka komið fyrir hjá öðrum
þjóðum. En vér megum ekki
! gleyma því, að margar þess-
j ara þjóða misstu mikil verð-
mæti á ófriðarárunum, ann-
aðhvort fyrir beinar eyðilegg
ingar hernaðarins, fyrir þaö,
að vinnuaflið dróst frá arð-
bærum framleiðslustörfum að
eyðandi hernaði — eða af öðr 1
um ástæðum. Þessar þjóðir
þurfa því að leggja mikið á
sig til þess að byggja upp að
nýju. Vér uröum aðeins að
litlu leyti fyrir slíkum missi
verðmæta, samanborið við ó-
tal margar aðrar þjóðir. Sum-
ir hér á landi virðast af þess-
um ástæðum hafa tamið sér
þá trú, að vér þyrftum lítið
að oss að leggja, að minnsta
kosti minna en margar aðr- j
ar þjóðir. Að vér hefðum sér- I
stöðu, sem væri betri en að- I
staða annarra þjóða. Og að
ósanngjarnt væri, að vér héld
um -gkki öllu því, sem meira
fjármagn en vér höfðum
þekkt áður hafði fært oss af
umbótum um alla aðbúö
manna og lífsvenjur.
Reynslan er óvægin og hún
mun sýna oss, að engin þjóð
getur haft slíka sérstöðu til
frambúðar. Með bættum sam
göngum og margskonar auk-
inni tækni hefir samlíf þjóð-
anna orðið allt annað og
miklu nánara en áður. Þjóð-
irnar eru nú háðari hver ann
arri en áður. Einni þjóö í
sambýlinu getur ekki vegnað
vel til frambúðar, ef hinum
vegnar ekki sæmilega. . ~
Af eðlilegum ástæðum, sem
ég drap á, hefir viðleitni
þjóðanna til endurreisnar
snúizt mjög um endurreisn á
fjárhagssviðinu. Af því leiðir
m. a., að peningamælikvarð-
inn vill verða nokkuð áber-
andi hjá þjóðum, stéttum og
einstaklingum, fleiri en oss
íslendingum.
En þess, eru merki, að á
þessu sé að verða nokkur
breyting. Að menn séu að
komast að þeirri niðurstöðu,
að ef menn halda áfram að
einblína á trén, sjái þeir
aldrei sjálfan skóginn.
Er menn lesa erlend blöð,
verður ekki komizt hjá því að
taka eftir því, að fleiri og
fleiri af þeim, sem um þau
mál skrifa, vikja að því, að
það sé ekki og verði aldrei
einhlítt að beina öllum huga
og allri orku að því einu að
auka framleiðslu verðmæta
með sem mestan hagnað fyr-
ir augum, og að hugsa of mik
ið um að afla sér þeirra lífs-
þæginda, sem kaupa má fyrir
peninga. Menn verði einnig
að hugsa um tvennt annað:
1. Að skapa skilyrði til þess
að varðveita frelsi þjóðanna
fyrir ásókn utan að og varð-
veita þau verðmæti, sem þeg-
ar eru fyrir hendi. í því skyni
hugsa þjóðirnar mikið um
margskonar vígbúnað og ann
að öryggi hernaðarlegs eðlis.
2. Að reyna að vinna einn-
ig að því, sem gefur lífinu
verðmæti, þótt ekki verði bein
línis mælt á peningamæli-
kvarða. Og að vinna að
breyttum hugsunarhætti í
þessu efni.
Kuldalega heilsar áriS 1949. Um
mikinn hluta landsins hefir verið
bylur, hörkufrost og stormur. í
Reykjavík hefir frostiö orðið yfir
10 stig og þykir okkur napurt, ef
vindur fylgir því loftslagi, sem hér
er og vindurinn hefir stundum
fylgt meö, enda annaö algengara
á Suðurnesjum en logn og kyrrö.
Stundum er svo að heyra, sem
blööin og útvarpið jafnvel líka hafi
heldur lítil sambönd út fyrir
Reykjavík. Það er að minnsta kosti
ekki gott, þegar ríkisútvarpið vel-
1 ur sér dagskrárefni handa fslend-
ingum erlendis, að þá sé lýst veöur
]fari í Reykjavík eins og það væri
I hið einkennandi veöurfar fyrir
handið allt siðustu dagana. Ég veit
’ þess dæmi. aö fólk úti um land, lét
'sér fátt um íinnast, þegar talsmaö
! ur útvarpsins hérna var í síðasta
: mánuði að fræöa landa okkar er-
! lendis á því, aö hér á landi hefði
nú verið sú einmunablíða, að elztu
menn myndu naumast slíkt. Vel
'má vera, að sumum Reykvíkingum
hafi þótt þetta skrítið, en hinum
enn frekar, sem bjuggu þá viö snjó
og frost og veöuroísa.
Annars er ofríki Reykjavíkur í
blöðunum varhugavert. Ég las í
danska blaðinu Information kveðju
ritstjórnarinnar til lesenda, sem
vildu :|nda bréf til birtingar. Þeim
var meðal annars sagt, að þar sem
blaðið hefði lesendur um allt land
væri ómögulegt að birta í því bréf
um að færa til eitthvert götuljós
í Kaupmannahöfn. Þetta er at-
hyglisvei't fyrir okkur. Þetta sýnir,
að þó að hin danska höfuðborg
hafi fulla milljón íbúa, vill ekki
blað, sem þar kemur út, gera les-
endum sínum annars staðar þá ó-
virðingu og leiðindi. að ræða mikið
um sérmál höfuðstaðarbúa. Svo
ekki meira urn það.
I-að var fleh'a merkilegt í þessari
dönsku grein. Lesendunum var
sagt, að þegar þeir skrifuðu blað-
inu, ættu þeir að vera stuttorðir
og gagnorðir. Það væri ekki til
fyrirmyndar hvernig fastir starfs-
menn blaðsins skrifuðu stundum,
en þeir hefðu þá afsökun, að þeir
yrðu að vera búnir á tiltekinni
stundu. Eftir hinum væri venju-
lega ckki kallað. Hafi þér ekki
tekizt að vera nógu gagnorður í
dag, þá er sjaldnast nokkru spillt
þó þú bíðir til morguns og afritir
þá bréfið.
Þó að blaðið beri þarna fram
málsbætur fyrir starfsmenn sína,
sem ekki vinna svo að til fyrir-
myndar sé, vildi ég benda á liitt,
sem er mergurinn málsins, að þar
þykir það til fyrirmyndar, að vera
stuttorður og gagnorður.
Fáein orð ura fyrsta prentverk
á íslandi, í tilefni af því, sem um
þau efni var birt hér um daginn
í skætingstón. Eins og flestir munu
vita, var það Jón biskup Arason,
sem fyrstur varð til að flytja prent
smiðju hingaö til lands og fékk
hingað jafnframt mann, sem kunni
iðnina, séra Jón Matthíasson hinn
sænska. Nú er ekki víst hvar prent
verkiö var hinn fyrsta vetur hér
á landi. Hitt er vist, að Jón sænski
varð prestur á Breiðabólstað í Vest
urhópi og þangaö var prentverkið
flutt, og þar var það notað, þó
að það hafi ef til vill verið hinn
fyrsta vetur hér á landi að Hólum
í Hjaltadal eða Núpufelli í Eyja-
firöi. Sr. Jón sænski fékk presta-
kall til að lifa af, þó að prentiðnin
yrði aukastarf hans. Þá var ekki
útgáfustarfsemin á landi hér um-
fangsmeiri en það, en öll störf
prentarastéttarinnar voru unnin,
sem hjáverk eins manns.
Annars vita menn lítið um þetta
allt. Þær bækur, sem prentaðar
voru um daga Jóns Arasonar eru
týndar. Ef til vill er til úti i lönd-
um eitt blað úr einni þeirra, en
annað munu menn alls ekki vita
um nú orðið. Talið hefir verið, að
síðasta eintakið af guðspjallabók
Jóns Arasonar hafi farið í gröflna
með Brynjólfi biskupi Sveinssyni
og svo mikið er víst, að engar
sögur fara af þeirri bók síöan, þó
að vel megi vera að hún hafi legiö
á hillu einhvers sveitabæjar lengi
síðan. En hvað sem um það má
segja, þá er þetta brautryöjenda-
starf týnt og að mestu gleymt.
Meira að segja virðist þjóðin hafa
verið komin nálægt því að gleyma
því með öllu. En það var prent-
verk Jóns Arasonar, sem Guð-
brandur Þorláksson hafði á Hól-
um, þó aö hann endurbætti það
mjög.
Svo eru örlitlar upplýsingar um
Krýsuvíkurveginn og snjóinn á hon
um um daginn. Ég held að öllum
sé óhætt að trúa því, að þar hafi
aldrei verið mikill snjór. Ýtan, sem
skóf veginn meðfram Kleifarvatni,
mun aldrei hafa verið lengur en
hálftíma til klukkustund í yfirferð
þar, og þar mun aldrei hafa verið
nema ein ýta. Af skiljanlegum á-
Istæðum þótti henta, að önnur ýta
sópaði af Selvogsheiði, en af þeirrí
! þriðju hef ég aldrei frétt nema í
. Morgunblaðinu. Hvað skyldi annars
þurfa margar jarðýtur til að
hreinsa allar missagnir og öfug-
mæli þaðan? Ekki fara þau sjálf-
] krafa.
] Að endingu fáein orö til þeirra,
sem eiga hjá mér bréf. Ég vænti
að nú, þegar lífið er aftur fallið
í sínar föstu og venjulegu skorður
eftir hátíðarnar muni þau birtast
jsmámsaman, þó að mér hafi þótt
1 sum þeirra ofviða jólaföstunni. Ég
bið menn því að bíða rólega litla
hríð enn þá.
Starkaöur gamli
Ég vil fara fáum orðum um
þá starfsemi í þessa síðar-
nefndu átt, sem þegar hefir
verið skipulögð og er verið að
skipuleggja á vegum Samein-
uðu þjóðanna. Svo aö segja
um leið og ófriðnum lauk,
eða jafnvel fyrr, hófst þessi
starfsemi. Ég hyygg, að blöö,
útvarp og almenningur Ijái
þessari starfsemi minni at-
hygli en æskilegt væri.
Þriggja mánaða ársþingi
Sameinuðu þjóðanna er ný-
lokið. Hverjar fréttir fékk all
(Framhald á 5. siðuj
Jarðarför mannsins míns,
Guðna GufSjjóiissonar,
náttúrufræðings,
t
sem andaðist 31. des. s.l., fer fram miðvikudaginn 5.
þ. m. kl. 1.30 e. h. frá dómkirkjunni'.
Athöfninni verður útvarpað.
F. h. aðstandenda
Álfheiður Kjartansdóttir.
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hjálp við
veikindi og andlát ásíkærrar dóttur okkar og systur,
Jeusmu Laufeyjar Þorsíeiusdóttur
Klafastöðum.
Ragnheiður Þorsteinsdóttir, Þorsteinn Narfason
og börn.