Tíminn - 04.01.1949, Blaðsíða 8
StientafunÉr gerir #i-
un um öryggismál íslands
Lýsis* slg' fySgjandi samvinim við vestræmi
þjóMrnar, en amlvígan erlendri hersetaa
Stúdentafélag Reykjavíkur hélt félagsfund í Listamanna-
skálanum á sunnudaginn var. Uinræöuefni var hlutleysi og
hernaðssrbandalag og var Pálmi Hannesson rektor frum-
mælandi. HúsiÖ var fullskipað áheyrendum allan tímann og
r oru umræður hinar f jörugustu. Kristján Eldjárn þjóðminja
vörður, sem er formaður félagsins, stjórnaði fundinum.
Pálmi Hannesson rakti í
framsöguræðu sinni mjög ít-
arlega þá hættu, sem fylgdi
dvöl erlends herliðs í landinu
og taldi þjóðina því ekki get-
að gengið í neitt bandalag,
sem legði henni slíka kvöð á
herðar. Hann taldi þjóðina
eiga að leggja áherzlu á sam-
vinnu við vestrænu þjóðirnar.
Þjóðin ætti jafnframt að
reyna að halda sér utan hern
aðarátaka. Ef aðstæður
neyddu hana til að hörfa frá
þeirri stefnu um stund, ætti
hún aö hverfa til fylgis við
hana aftur, þegar henni væri
það sjálfrátt.
Gylfi Þ. Gíslason prófessor
lýsti sig andvígan þátttöku í
sérhverju bandalagi, ef því
fylgdu þær kvaðir, að hér yrði
erlendur her og herstöðvar.
Hann taldi öryggi þjóðarinnar
heldur ekki aukið, þótt hér
væri erlendur her, nema
hann væri þá svo fjölmenn-
ur, að það stofnaði menningu
og þjóðerni landsmanna í
fyllstu tvísýnu. Hann lýsta yf
ir fylgi sínu við málstað vest-
rænu þjóðanna.
Sigurður Ólason hæstarétt
arlögmaður taldi hlutleysið
orðið svo misnotað hugtak, að
ekki væri hægt að byggja
neina stefnu á því. Nefndi
hann ýms dæmi þvi til sönn-
unar, hvernig hlutleysið hefði
verið túlkað á ólíka vegu af
sömu aðilum allt eftir því,
hvað bezt þótti henta 1 það
og það skiptið. T. d. hefðu
Bretar heitið Rússum að sigla
um Suezskurðinn í rússneska-
japanskastríðinu 1904—1905,
því að þeir hefðu talið slíkt
leyfi hlutleysisbrot. Árið 1935
leyfðu þeir hins vegar ítölum
að sigla um skurðinn í Abes-
síníustyrjöldinni, því að þá
hafa þeir talið hlutleysisbrot
að banna þeim það. Hlutleys-
isstefnan væri þannig svo ó-
ljós, að ekki væri hægt að
fóta sig á henni. Heppilegast
myndi sennilega vera að hafa
samvinnu við vestrænu þjóð-
irnar um öryggismálin, án
þess að leyfa erlenda hersetu
í landinu.
Jónas Haralz deildi á stefnu
Rússa og Bandaríkjanna I ut-
anríkismálum og hvað gæta
ýfirgangs hjá báðum.
Guðmundur Thoroddsen
prófessor taldi að einhliða á-
róður hefði falizt í áramóta-
ræðu forsætisráðherra og
gerði hann því að tillögu
sinni, að skorað yrði á út-
varpsráð að leyfa umræður
um þetta mál frá báðum hlið-
um. | <• í
Þá töluðu ennfremur séra
Sigurbjörn Einarsson dósent,
dr. Matthías Jónasson og
nokkrir fleiri. Nokkru áður en
fundi lauk voru eftirfarandi
tillögur bornar undir at-
kvæði:
I.
„Fundur haldinn í Stúd-
entafélagi Reykjavíkur 2. jan
1949, telur, að ísland eigi í
utanríkismálum að hafa nán
asta samvinnu við hin Norð-
urlöndin og önnur vestræn
lýðræðisríki sökum sameigin
legs menningararfs, sameig-
inlegra viðskiptahagsmuna,
skyldra stjórnarhátta og sam
úðar með málstað lýðræðis og
pólitísks frelsis. Hins vegar
telur fundurinn ekki koma til
mála a.ð víkja frá þeirri
stefnu, sem mörkuð hefir ver
ið af íslenzkum stjórnarvöld-
um og fylgt hefir verið til
þessa, að íslendingar geti af
augljósum ástæðum aldrei
orðið hernaðaraðili, og þess
vegna álítur fundurinn, að fs
land geti ekki á friðartímum
tekið og eigi ekki að taka þátt
í neinu hernaðarsamstarfi,
þar sem það hefði það í för
með sér, að hér yrðu erlendar
herstöðvar og erlendur her.“
Flutningsmenn voru: Pálmi
Hannesson, Gylfi Þ. Gíslason,
Kristján Eldjárn. Þessi til-
laga var samþykkt með 164
atkv. gegn engu.
II.
„Að gefnu tilefni í útvarps-
ræðu forsætisráðherra nú um
áramótin skorar Stúdentafél.
Reykjavíkur á Ríkisútvarp-
ið að taka upp umræður í
útvarpinu með og móti þátt-
töku íslands í Norður-Atlants
hafsbanda!agi.“
Flutningsmaður var Guð-
mundur Thoroddsen. Sam-
þykkt samhljóða.
Bretar oq Banda
ríkjamennsenda
Rússum orð-
sendingu
Bretar og Bandaríkja-
menn hafa nú sent rúss-
nesku ráðstjórninni sam-
eiginlega orðsendingu. Seg
ir þar, að vesturveldin hafi
algerlega staðið við gerða
samninga um heimsend-
ingu þýzkra stríðsfanga,
og séu engir slíkir fangar í
þessum löndum. Spyrja
þau jafnframt, hvernig á-
statt sé i þessum efnum
hjá Rússum.
Niðurstöður ráöstefnunnar
m Atlanzhafsbandalag I
sjöveldanna
Forsætisráðherra
Hollands á förum
til Indónesíu
Hollendingar hafa nú lýst
yfir, að vopnaviðskiptum á
Jövu hafi lokið á gamlársdag
eins og heitið hafi verið. Þó
segja þeir, að Indónesíumenn
hafi gert nokkrar gagnárásir
síðustu daga í miðhluta lands
ins. Frengir hafa borizt um
það, að forsætisráðherra Hol-
lands hafi í hyggju að fljúga
til Indónesíu bráðlega.
Bandaríkjaþing kom
saman í gær
Bandaríkjaþing kom saman
í gær í fyrsta skipti eftir kosn
ingarnar. Er þetta 81- þing
Bandaríkjanna. í gær var kos
ið í fastanefndir þingsins, en
i dag mun Truman forseti á-
varpa þinghejm.
Mörg þýðingarmikil mál
bíða nú afgreiðslu þingsins
og má meðal þeirra nefna að
ild Bandaríkjanna í Atlanz-
hafsááttmálanum, hernaðar-
iega hjálp til Kína og fjár-
framlag til Marshaláætlunar
innar á næsta ári.
Breytingar á brezkn
stjórninni í vændnm
Uppkast að sanmingnsuii Inefir ekki verið
gertenu
Ráðstefnan, sem setið hefir á rökstólum undanfarið í Wash
ington og fjallað um væntanlegan Norður-Atlanzhafssátt-
mála, hefir nú skilað áliti og lagt það fyrir ríkisstjórnir
þeirra sjö Ianda, sem hér eiga hlut að máli. Ekkert uppkast
hefir enn verið gert að sáttmálanum ná heldur ákveðið,
hvaða ríkjum öðrum verður boðin þátttaka, en gert er ráð
fyrir, að það verði ákveðið í lok þessa mánaðar.
Attlee forsætisráðherra
Breta varð 66 ára í gær. Kom
hann þá til London úr jóla-
leyfi sínu, en í því hafði hann
dvalið á búgarði sínum. í gær
átti hann viðræður við Staff
ord Cripps og boöað var til
ráðuneytisfundar siður í vik-
unni. Brezk blöð telja, bráð-
lega megi vænta nokkurra
breytinga innan brezku stjórn
arinnar.
Niðurstöður ráðstefnunnar,
sem ríkisstjórnir sjöveld-
anna, Bretlands, Bandaríkj-
anna, Frakklands, Kanada,
Hollands, Belgíu og Luxem-
burg, hafa nú fengið til at-
hugunar hafa ekki enn verið
birtar né heldur neitt um önn
ur störf ráðstefnunnar, en til
kynnt hefir þó verið, að ekk-
ert uppkast hafi enn verið
gert af hinum væntanlega
sáttmála. Ráðstefnan hefir
aðallega unnið að því að
kynna sér helztu gögn þessa
máls og afstöðu þeirra ríkja,
sem hér koma til greina.
Ekki hefir heldur enn ver-
ið ákveðið, hvaða ríkjum skuii
Enn er barizt í
Negeb-eyðimörkinni
Arabar halda því fram að
vopnaviðskipti eigi sér enn
stað í Nebeb eyðimörkinni og
að Gyðingar hafi sótt fram
inn yfir landamæri Egypta-
lands, þrátt fyrir andmæli
þeirra. Segja þeir, að hersveit
ir Gyðinga hafi farið rúma 30
km. inn i Egyptaland.
boðin aðild að þessum sátt-
mála, en gert er ráð fyrir, að
fundur utanríkisráðherra sjö
yeldanna, sem haldinn verð-
ur í London síðla þessa mán-
aðar, muni taka ákvörðun
um það.
Rafmagnslaust á
Akureyri
Krapastííla í Uaxá
Akureyri var rafmagnslaus
í gærkveldi. þegar blaðið átti
tal við fréttaritara sinn þar.
Stafaði rafmagnsleysið af
krapastíflu í Laxá, og var áin
nær þur neðan við Brúar-
fossa. Slíkar krapastiflur eru
alltíðar í Laxá, þegar stórhríð
ar gerir. Mikið^frost var norð-
anlands í gær, og þar sem veik
in eru enn allmikil á Akur-
eyri af völdum nænusóttarinn
ar, en mörg hús þar eingöngu
hituð með rafmagni, var á-
standið allt annað en gott, og
sagöi fréttamaðurinn, að
þetta ylli hinum mestu örðug
leikum í kaupstaðnum.
Brezk rakettuflug-
vél fer hraðar en
hljóðið
Brezk rakettuflugvél, sem
nýlega var sett á loft í Bret
landi flaug hraðar en hljóðið
og með svipuðum hraða og
amerísk flugvél, er hraðamet
setti fyrir alllöngu- í flugvél-
inni var komið fyrir mæli-
tækjum er sýndu loftþrýsting
mótstöðu og hraða og gera vís
indamenn á þessu sviði sér
vonir um, að mikil vitneskja
hafi fengizt af þessu flugi.
Queen Mary
skemmist
Brezka stórskipin, Queen
Mary hefir seinkað í Bret-
landi vegna viðgerðar og legg
ur ekki af stað vestur um haf
aftur fyrr en í kvöld, en átti
að fara í gærkveldi. Lenti
skipið í stórsjó á leið sinni aö
vestan fyrir nokkrum dögum
og tók niðri.