Tíminn - 14.01.1949, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.01.1949, Blaðsíða 2
2 TÍMINN, föstudaginn 14. janúar 1949. 10. blað 'Jrá kali til keiía í dag: Sólin kom upp kl. 9.58. Sólarlag kl. 15.19. Árdegisflóð kl. 11.20. Síð- degisflóð kl. 23.45. í nótt: Næturlæknir er í læknavarðstof- unni í Austurbæjarskólanum, sími 5030. Næturvörður er í Iðunnar apó teki. Næturakstur annast Litla bíla stöðin, sími 1380. Útvarpið 1 kvöld. Kl. 18.30 íslenzkukennsla. — 19.00 Þýzkukennsla. 19.25 Harmonikulög (plötur). 20.00 Fréttir. 20.30 Útvarps sagan: „Jakob“ eftir Alexander Kielland. X. (Bárður Jakobsson). 21.00 Strokkvartett útvarpsins: Kvartett í C-dúr eftir Ólaf Þor- grímsson. 21.15 frá útlöndum (Þór- afinn Þórarinsson ritstjóri). 21.30 ' Jólasöngskrá útvarpskórsins endur- tekin. 21.45 Fjárhagsþáttur (Magnús Jónsson formaður fjárhagsráðs). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.05 Út’varp frá Hótel Borg: Létt tónlist. 23.00 Dagskrárlok. Hvar eru skipih? Eimskip. Brúarfoss er í Hull. Fjailfoss er í Rgykjavík. Goðafoss er í Hafnarfirði léstar frosinn fisk. Lagarfoss er í Reykjavík. Reykjafoss fór frá Kaup_ mannahöfn 12. þ. m. til Gauta- borgar. Selfoss fór frá Siglufirði 7. þ;,m. til Rotterdam. Tröllafoss fór framhjá Cape Race 12. þ. m. á leið ffá Reykjavík til New York. Horsa er í Ólafsvík, lestar frositm fisk. Vatnajökull er í Antwerpen. Katla fór frá Reykjavík 9. þ. m. til New Yprk. Ríkisskip. Esja var á Seyðisfirði í gær- morgun á norðurleið. Hekla er á íeiðinni frá Reykjavík til Dan- mérkur. Herðubreið er á A>?tfjörð um á norðurleið. Skjaldbreið er í Sftiéykjavík. Súðin var við Hrísey í gærmorgun á vesturleið. Þyrill er í Reykjavík. Hermóður fer frá Reykjavík í kvöld til Stykkishólms bg Vestfjarðahafna. Sverrir fór frá Reykjavík síðdegis í gær til Snæ- feílsness- og Breiðafjaröarhafna. Einarsson & Zoega Foldin er á Þórshöfn, lestar fros inn fisk;. Lingestiroom fermir í Hull. Reykjanes er á Vestfjörðum. lestar saltfisk til Grikklands. Flugferðir Flugfélag Islands. : • Gullfaxi er væntanlega kominn til New York í dag frá Caracaz. Ekkert flogið innanlands í gær, vegna óveðurs. Loftleiðir. Geysir kom í gærkvöldi frá Prest yík' og Kaupmannahöfn. Hekla er i .Reykjavík. Ekkert flogið innanlands í gær. ij Árnað heilla Trúlofanir. Nýlega hafa birt hjúskaparheit sitt ungfrú ,V;gdís Ágústsdóttir (Jónssonar á Hofi í Vatnsdal) og Gísli Pálsson bóndi á Sauðanesi. Einnig hafa birt hjúskaparheit sitt nýlega ungfrú Karla Stefáns- dóttir og Friðrik Jónsson stýrimað ur á Foldinni. Úr ýmsum áttum Gestir í bæíium. Ölver Karlsson bóndi í Þjórsár- túni, Guðbrandur Magnússon bóndi Tröð. Teitur Eyjólfsson bóndi í Eyvindartungu, Jón Hannesson bóndi í Deildartungu. A Keflavíkurflugvelli. íslendingur einn. sem vinnur á Keflavíkurflugvelli átti tal við fréttamann frá Timanum í gær. Kvað hann sízt of mikið sagt um það sem aflaga færi þar syðra í hinu athyglisverða bréfi bílstjórans í Tímanum s.l. sunnudag. Þeim ís- lendingum væri sérstök ömun að sjá hvernig þjóðsystur þeirra ýmsar kæmu fram. Þarna kæmu þær oft allmargar suður eftir og dveldu þar nokkra daga dauða- drukknar til stórrar raunar lönd- um sínum. Og þegar „böllin" væru hjá kvenfélaginu í „Krossinum“, þá færu Ameríkanar sjaldnast með minna en 2—3 flöskur hver með sér af sterku áfengi. Svo kæmu ýmsir aftur með aðra persónu vel „vota“. Og þætti meðal hinna er- lendu manna heldur skömm að verða ekki var, þó að „veiðin", væri oft lítið aðlaðandi í því á- standi, sem hún væri í þegar á flugvöllinn kæmi. En þaö mættu Ameríkumenn eiga, að allmargir þeirra sæktu aldrei „Krossböllin". Skemmtisamkoma. Framfarafélag Kópavogs efnir til skemmtisa mkomn annað kvöld kl. 8 í hinu nýja skólahúsi í Kópa- vogi. Þar sýnir Hákon Bjarnason skógræktarstjóri ýmsar skógar- myndir m. a. frá Alaska. Síðan verður spiluð Framsóknarvist og loks dansað. Dýraverndarinn. Nóvember og desemberblað Dýra verndarans frá liðna árinu hafa ný lega borist Tímanum. Eru í þeim að vanda ýmsar athyglisverðar frá sagnir af kindum, hrossum, hund um og fuglum. Ýmsar fallegar myndir o. s. frv. Dýraverndarinn er gefinn út af Dýraverndunarfélagi íslands, en ritstjóri hans er Sigurður Helgasoti skáld og kennari. Afgreiðslumaður hans er Hjörtur Hansson, Banka- stræti 11 og til hans ber að snúa sér fyrir þá sem vilja verða á- skrifendur að blaðinu. Dýraverndarinn er vel fallinn til þess að vekja skilning og vinarhug til dýranna og væri góð hugulsemi hjá foreldrum að láta börnin sín vera áskrifendur að þessu eina mál gagni málleysingjanna. Hraðskákmótið. Því móti lauk í fyrrakvöld og hlaut Guðjón M. Sigurðsson flesta vinninga eða tólf alls og þar með hraðskákmeistaratitilinn. Þrír menn voru næstir honum og hlaut hver þeirra 11 vinninga. Það voru Guðm. Ágústsson, Guðm. S. Guð- mundsson og Jón Þorsteinsson. Háskólahappdrættið. Á morgun kl. 1 verður dregið í 1. flokki happdrættisins á þessu ári. Viðskiptamenn, sem ætla að halda númerum sínum, en hafa ekki vitjað þeirra. þurfa að gera það sem f.yrst. Eftir því sem það dregst lengur er meiri hætta á, að þeir verði seldir öðrum. Um- boðsmenn í Reykjavík og Hafnar- firði hafa opið til kl. 10 í kvöld. Kvikmyndasýning. í kvöld verður kvikmyndasýning í húsi K. U. F. M. til minningar um 50 ára afmæli þess félagsskap- ar. — Sýningin byrjar kl. 8.30 s.d. Myndir Lofts. Undanfarið hafa vakið talsverða athygli, vegfarenda um Banka- stræti, fjöldi mynda, sem þar hafa verið til sýnis í glugga Jóns Björns sonar. Þessar myndir eru úr nýrri kvík- mynd eftir Loft Guðmundsson, sem sýnd verður í Gamla Bíó í kvöld kl. 5. 7 og 9. Mun marga fýsa að sjá þessar nýustu myndir Lofts. . Iþróttafélag Reyltjavíkur Skíðaferðir að Kolviðarhóli um helgina. Lagt verður af stað kl. 2 og kl. 6 á laugardag og kl. 9 f. h. á sunnudag. Farmiöar og gisting verður selt í í. R.-húsinu á föstu dag kl.8—9 og í Verzluninni Pfaff á laugardag. — Farið verður frá Varðarhúsinu. Jóhannes Elíasson — lögfræðingur — Skrifstofa Austurstrætl'5, m. hæ5. (Nýja Búnaðarbankahúsinu) Viðtalstiml 5—7, — Síml 7738. Köld borH og hciínr vcixlumatnr sendur út um allan bæ. SÍLD & FISKUR (juðtnun^ur JchMch, baritch SöncjóLemwih un í Gamla Bíó sunnudaginn 16. þ. m. kl. 3 e. h. stundvís- lega. Við hljóðfærið: Fritz Weisshappel. Aðgöngumiðasala í Bókabúð Lárusar Blöndals og hljóðfæraverzlun Sigurðar Helgadóttur. tftíreilii Timahh H tt Hraðfrystur og hamflettur LUNDI fæst daglega. Kjötbúöin Borg ’Laugaveg 78. ÍBÖÐIR TIL SÖLU 3ja herbergja íbúð í góðum kjallara við Sörlaskjól og tveggja herbergja íbúð í risi við Hjallaveg. — ALMENNA FASTEIG NASALAN, Bankastræti 7, sími 7324. Kíkt inn í kýrhaus Margt er skrítið í kýrhausnum, er stundum sagt. En ég held. að það sé fleira skrítið í okkar ís- lenzka mannfélagi en leyndardóms fyllsta nautshaus. Má ég bregða upp örfáum myndum úr höfuö- stáðnum? Á fiskiflotanum reykvíska munu vera eitthvað nálægt fimm hundr- uð menn. Sjávarútvegurinn er hins vegar sú atvinnugrein, sem skapar meginhlutann af útflutningsverð- mætunum og gerir okkur kleift að lifa menningarlífi. í veitingahús- um,' matsölustöðum og svokölluð- um sjoppum í Reykjavík vinnur þó fleira fólk en starfar að þessum fremsta og þjðingarmesta bjárg- ræðisvegi höfuðstaðarins. Bifreiðaverkstæðin r Reykjavík eru um sjötíu talsins. Um eða yfir fimm hundruð menn vinna að bif- reiðaviðgerðum, og líklega fast að níu af hverjum tíu fúskarar, sem svo eru kallaðir. Mikill meiri hluti þessara verkstæða eru í hraki með flesta liluti: húsnæði, verkfæri. varahluti og efni til viðgerða. fag- menn og sem sagt flest, er til rekst- ursins þarf. Þetta ástand hefir skap að nýja stétt manna, svokallaða „reddara", sem hvert bifreiðaverk- stæði verður að hafa í sinni þjón- ustu. Ekkert viðgerðaverkstæði er svo smátt í smíðum, að það þurfi ekki „reddara“ til þess að ganga á milli manna og stofnana til að snapa saman varahluti, skipta og 1 víxla og fá lánað. Annar þáttur; í svona atvinnurekstri nú á dögum ; er svo baráttan við innflutnings- | | yfirvöldin, og krefst það ekki minni þolinmæði og kænsku en að liggja á greni í gamla daga, en enn vafa- ' samara, hvort nokkurn tíma tekst að komast í tæri við refinn. | Eins og gefur að skilja eru flest þessara verkstæða einkaeign, en eigi að siður er þó að minnsta kosti sjöunda hvert þeirra eign opinberra stofnana, ríkisins eða bæjarfélagsins. Það kann að hljóma einkennilega, en staðreynd eigi að síður, að ríkið og stofnanir þess eiga hér fimm bifreiðaviðgerða- verkstæði og Reykjavíkurbær og fyrirtæki þess önnur* fimm. Þessi verkstæði eru auövitað hvert með sinn verkstjóra, sérbókhald, „reddara" og „grenjaskyttu". Flest eiga þau líka á hinn bóg- inn viö að stríða lélegt og ónógt húsnæði, efnis- og áhaldaskort, fag mannaskort og hvers konar vand- ræði. V^askuld hlyti það að vera ódýrara, hagkvæmara og eðlilegra á allan h&tt, að þessi fyrirtæki væru sameinuð. En það er eitt af skfítilegheitunum í kýrhausnum, að það hefir ekki verið gert. J. H. Símanúmer vort er 80392 Endurskoðunarskrifstofa N. MANCHER & CO. Bergur Jónsson Málaflutningsskriístoía Laugaveg 65, sími 5833. Heima: Hafnarflrði, sími 9234 Hver fylgist mcð línaamun ef ekki LOFTUR? Kvenfélags Neskirkju fást á eftirtöldum stöðum: Mýrarhúsaskóla. Verzl. Eyþórs Halldórs- sonar, Víðimel. Pöntunarfé- laginu, Fálkagötu. Reynivöll- um í Skerjafirði og Verzl. Ásgeirs G. Gunnlaugssonar, Austurstræti. 'UÚniÍii T'mahh I tfugltjAiÍ í 7mahum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.