Tíminn - 14.01.1949, Blaðsíða 4

Tíminn - 14.01.1949, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, föstudaginn 14. janúar 1949. 10. blað Réttlættir fyrir náðina Bo Giertz: í grýtta jörð. Skáldsaga. Sig- urbjörn Einarsson þýddi. — Bókageröin Lilja. — Stærð: 331 bls., 21X13 sm. Verö: kr. 60.00 innb. Þetta eru raunar þrjár sjálfstæðar sögur, sin af hverjum presti, sem allir byrja prestsskap í sömu sókn i Noröur-Svíþjóð, meö nálega 60 ára milibili. Sá fyrsti kem- ur á tímum Napóleonsstyrj- aldanna, þegar frjálshyggjan og skynsemistrúin franska frá byltingarárunum og tím- anum næsta á eftir hafði breiðzt út um löndin. Annar hóf starf sitt um 1880, þegar sú hreyfing, sem hér á landi er lengstum kennd við Bran- des, var upp á sitt bezta. Hinn þriðji og síðasti er nútíma- maður, sem kemur frá próf- borði skólans rétt fyrir heims styrjöldina síðari. Bókin skýrir frá prestsþjón ustu og andlegri reynslu þess- ara þriggja byrjenda, þar til Efíir ffiallíléi8 Kristjánsson. GIERTZ grjótið úr akri hjartans leið- ir það ekki til annars en þess, að klöppin, sem undir er, veröur ber. Því er það allt annar átrúnaður að trúa á betrunina en að trúa á náð- áhrif tízkustraumanna hafa !ina- Vegur betrunarinnar viðrast af þeim og þeir eru orðnir rétttrúnaðarmenn í gömlum stíl. Bo Giertz er prestur í Suð- ur-Svíþjóð, en auk þess kunn ur rithöfundur og skáld. Það er til marks um álit hans í Svíþjóð að við biskupskjör fyr t ir áramótin hafði hann miklu mest fylgi presta, allra þeirra, ■ sem til greina komu. Þessi bók er líka vel skrifuð og þýdd á gott mál. Hér er rak- | in barátta trúarinnar og oft bæði vel og skemmtilega. Höfundurinn er bersýnilega sterkgáfaður og hefir vald á margskonar líkingum og er sá tilþrifamaður í íþrótt sinni, að oft er unun að lesa bók hans. Hin andlega glíma, sem þar er sýnd, er oft túlk- uð af list. Þó er þar sú tak- mörkun á, að innra lífi and- stæðinga þessara klerka eru gerð helzt til lítil skil, þó að tilsvör þeirra og viðbrögð séu oft vel gerð. Sennilega er ekki til á ís- lenzku handhægari ,bók til skýringar þeirri guðfræði, sem höfundur boðar. Og þeim, sem kynnu að vilja á- iykta sem svo, að þar sé að- eins um að ræða dauð og gengin sjónarmið, skal á það bent, að betur mega þeir rök- styðja frávísunartillögur sín- frelsar engan. Maðurinn frelsast aðeins af náð fyrir trú. Guð hafði á fornum tíðum umborið syndina. En svo vildi hann sýna, að hann er réttlátur, að synd fylgir bölv- un og hegning og að hann falsar ekki málband. heilag- leikans. En svo undursamleg ur er guð, aö hann lét alla bölvun illskunnar og hegn- ingu hennar koma niður á hinum saklausa, sem gekk í dauðann sjlfviljuglega. — Þannig fríkeypti hann oss undan bölvun lögmálsins. Maðurinn, eins og hann er í sjálfum sér, er og verður syndari í eðli sínu. En sektin er friðþægð. Mörgum þykir þessi trú annað en aðgengileg. Því um bar hinn óumbreytanlegi Guð syndina á fornum tíðum en hætti því svo? Og hví geymir Biblían þau fyrir- mæli Krists, að menn skuli keppa að því, að verða full- komnir eins og guð heilag- leikans og réttlætisins, ef það er vonlaust með öllu? Og eiga hinir frelsuöu svo að búa við sitt spilta hjarta óbreytt um alla eilífð? Og hversu sam- rýmist sú kenning, að sjálfs- fórn annars réttlæti þig, þeim hugmyndum, sem menn ar, því að þessa guðfræði og gera sér um réttlæti nú á crú aðhyllast margir prýði- lega gáfaðir og hámenntaðir samtíðarmenn okkar. Það er því ástæða til að benda þeim, sem á annað borð telja ómaksins vert að hugsa um trúmál, á að lesa þessa bck. Ekki skal því neitað, að sennilega sé lýst hinum innra friði prestanna eftir að þeir hafa frelsazt og telja sig komna að öruggri niðurstöðu í trúarefnum. En hitt mætti gjarnan koma fram, að menn geta átt fastmótaða lífsskoð- un og tryggan sálarfrið, þó að trú þeirra sé háttað á annan veg. Sú lífsskoðun, sem þessir prestar eignast, byggir á því, að manneðlið sé slæmt og dögum? Þessu er ekki svarað svo að tæmandi sé í bókinni. Og sums staöar virðist mér vera gloppur í rökvísi prestanna. Séra Torvík hefir lengi þungar áhyggjur um and- lega ^elferð vinar síns, Gunn ars Sjenstedts, af því hann á barn utan hjónabands. Hann metur samvizku sína meira en bókstaf biblíunnar Qg segir, að bæði hann sjálf- ur og barnsmóðir hans séu sátt við guð og hvorugt hafi dregið annað á tálar. Síðan fer Sjenstedt í finnska stríðið, sem sjálfboða liði. Prestur dáist að því, og harmar það,' að hafa ekki farið sjálfur til að mæta hin um rússneska innrásarher geti ekki orðið annað. Hjarta ! meö vopn í hönd. Þó hvarflar mannsins er spillt og spill-, það aldrei að presti, að þessi íngin verður ekki upprætt úr því. Þó að menn taki lausa- sjálfsfórn vinar hans verði reiknuð honum til réttlæt- ingar. Og þegar hann fréttir um dauða hans í stríðinu, harmar hann mjög dauða hans í syndinni, þar til hann fær bréf hans, sem sannar honum, að hann hefir tekið ! rétta trú fyrir andlát sitt. Það var ekki aðalatriðið um velíarnað mannsins hver hann var. Lausaleiksbarn eða fórnardauði fyrir mál- stað réttlætisins gerði þar hvorki til né frá. Hér var það trúin ein sem gilti. Svo ssm vænta má, trúa þessir prestar því allir, að biblían sé innblásin bók og hana megi þeir ekki efa. Ef menn hins vegar fari að rengja eitthvað og efa sumt, þá sé aldrei að vita hvar stað ar verði numið og hvað eftir skilið. Þeir telja sig ekki vitr- ari en Krist og postulana. Nú skal það játað, aö ekki veit ég hvernig lesa skal bib- líuna til að sjá ekki, að hún er af ýmsum rótum runnin og sum rit Nýja testamentis- ins guðfræðilegar' ritgeröir menntaðra trúfræðinga þeirra tíma og þó að þær séu ekki beinlínis skrifaðar hver gegn annari, eigi sumar að leiðrétta það, sem annars staðar kemur fram. Hélt ég og aö erfitt væri að lesa þá ágætu bók með vakandi at- hygli og fella allt jafnt, að skilningi sínum. En hitt get- ur ef til vill verið sjónarmið, að menn eigi að beygja skiln- ing sinn fyrir guðsorði og trúa án skilnings, en hverju trúa þeir þá? Og er þá skyn- semin gefin þeim til hneyksl- unar og falls? En víkjum nú aftur að séra Torvik. Hann vildi ekki kasta frá sér nokkrú orði Drottins síns. Þó taldi hann rétt, að fara í stríð og drepa með eigin hendi sem flesta af 'andstæðingunum og helzt allan Rússaher. Hvar var þá lotning hans fyrir fimmta boðorðinu eða boðskap Jesú? Nú veit ég vel, að í kristn- um löndum hefir það löngum þótt nauðsynlelgt á stríðs- tímum að víkja við friðar- hugsj ón kristindómsins og þeim kröfum, seni hún gerir. Það væru ekki æskilegir her- menn, sem segðu líkt og ÍVlagnús eyjajarl, að þeir ættu hér ekki sakir við nokk- urn mann, svo að þeir þyrftu að bera vopn á þá. Þess vegna þarf að segja fólkinu, aö orö Krists um að elska óvini sína eigi ekki við hinn stríðsaðil- ann. Það er þá gjarnan rök- stutt þannig, að þar séu meira en persónulegir óvinir. Það séu óvinir guðs, eða mannkynsins og menningar- innar, ef guðstrúin þykir ekki nógu almenn og sterk til þess, að íólkið vilji taka upp þykkjuna fyrir Drottinn sinn. Hugsum nú enn um séra Torvík. Segjum að hann hefði getað farið og drepið svo marga Rússa, að það hefði bægt hættunni af ríki þeirra frá Svíþjóð. Hefði það verið kristilegt eða rétt? Mátulegt á þá og mikil blessun fyrir sænsku þjóð- ina, segir einhver. Tölum seinna um hið mátulega. En sízt skal ég mæla bót einræði og ofstjórn kommúnista í (Framhald á 7. síðu). ■ - X; -■ , , - ■, Kirkjugestur á BessastöSum á ' gamlárskvölc! heíir sent eítirfar- ^ andi bréf og sé ég enga ástæðu til 1 að stinga því undir stól, án þess 1 að ég hafi þó nokkuö kynnt mér jþað mál, sem hér er rætt. Hitt sé ég, að menn eru viðkvæmir þegar [kirkjan er annars vegar og þó að stundum blandist saman við óskyld sjónarmið, þá er að vissu leyti gam an að því. Bréfið er svona: ,,Á gamlárskvöld árið 1948 var boöuð messa í Bessastaðakirkju kl. átta að kvöldi, allflest af kirkju- fólki kom um bað leyti. Var þá búið að kveikja ljós í kirkjudyrum, en ekki í kirkjunni sjálfri. Kirkjugestir fóru samt inn í myrkraða kirkjuna. Pólki þótti það undarlegt á hátíðis kvöldi. en einhver kom með þær upplýsingar að ekki ætti að lýsa kirkjuna fyr en forseti íslands kæmi. Biðu svo menn og konur í myrkrinu þar til forseti íslands kom í kirkjudyr, þá var kirkjan upplýst, af einum þénara á Bessa- stöðum, eftir því sem sagt er. Hverjir standa fyrir þessari at- höfn? Er það sóknarnefnd, safnað- arfulltrúi, eða presturinn, eða bisk- upinn yfir íslandi eða einhver ann ar? Kirkjufólkinu var mikil for- vitni á að vita hvað þessi ráðstöfun á að tákna, og eru margar getgát- ur um það, manna á meðal, og sum 1 ar all einkennilegar. Ein er sú, — hvort að Álftnesingar og aðrir sem þarna voru bæði úr Reykjavík, t Kópavogshreppi, Garðahreppi, og Hafnfirðingar, eiga að líta svo á, að forseti íslands, sé ljós heimsins. Áður en Bessastaðir voru gjörðir að aðseturstað æðsta valdsmanns landsins, er sagt að bóndinn á Bessastöðum hafi verið hæsti gjaldandi hreppsins. Nú er þó búið stærra búi þar en nokkurn tíma áð ur, eftir sögn en búið á Bessastöð- um greiðir ekki neitt sveitarútsvar og þykir ýmsum skrítið. Eftir að búið var að lýsa kirkjuna á gamlárskvöld fór kirkjuathöfnin fram eins og venja er til, þar til prestur var kominn úr ræðustól og fyrir altari. Gaf hann þá meðhjálp aranum bendingu um að standa upp, og hann söfnuðinum og allir risu úr sætum, en hvað skeður. Prestur fer þá að þakka forseta íslands fyrir sig og söfnuðinn fyrir velvild og góðvilja, sem hann hefði sýnt, og mátti ráða af oröum prests, að það væri nokkuð mikið. Ég hefi heyrt á tali margra ‘eftir þessa messu, að þeir könnuðust ekki við það að forseti íslands, hefði gert neitt sérstaklega fyrir þá, og prestur hefði getað sparað sér allt þakklæti fyrir sig, og sömu skoðunar munu flestir kirkjugestir vera, sem þar voru þetta kvöld, nema ef vera kynni meShjálpar- inn. — Ennfremur létu margir í ljósi, 3S þeir hefðu ekki áttað sig á þessu tiltæki prests þegar þeir stóðu upp, að fara að láta alla kirkjugesti, hlýða standandi á þessa þakkargjörð, þar á meðal forseta íslands sjálfan enda mun þetta til tæki prests ekki auka á ást hans, sem sálusorgara hjá söfnuðinum. í sambandi við þakkargjörðina má geta þess. að prestur var búinn. að þakka forseta íslands og ríkis- stjórn fyrir viðgerðina á Bessastaða kirkju þ. 7. nóv. s. 1. næsta sunnu- dag eftir heldrimannamessuna á Bessastöðum 31. okt. 1948 þegar stjórnarvöld íslands með biskup fs lands í fararbroddi, gerðu hina eftir minnilegu stéttaskiptingu við guös þjónustu, sem er í því fólgin að til vígslunnar máttu aðeins koma þeir sem kallaðir eru heldri menn, höfuðprestar og skriftlærðir og aðr ir höfðingjar lýðsins. og aðeins 5 menn úr sókninni sem sæmdir voru þá heitinu heldri menn. Öðrum safnaðarmeðlimum var meinað það að vera við vígsluna. Næsta sunnu- dag 7. nóv. var svokölluð hjóna messa því þá höfðu flest hjón í sókninni fengið boðskort þar sem þeim var boðið inn til forseta ís- lands, til að fá sér hressingu að lok inni messu, og mun þessi hluti safn aðarins eiga að teljast til millistétt ar við guðþjónustur, en hinir safn aðarmeðlimir vinumenn og vinnu- konur, og börn hjónanna. sauðsvart ur almúgi. Komið getur fyrir að þessi börn og unglingar verði heldri menn og hjón.“ Svo er bezt að ég þakki ópinber lega fyrir mig, því að' nú hef ég fengið verðlaun fyrir mín skrif. Egill Skallagrímsson, ölgerðin vel að merkja, sendi ritstjórn Tímans tvö dagatöl með mynd af þeirri amerísku, sem ég minntist á um daginn, svo að nú hefir hún lagt undir sig tvær skrifstofuríEdduhúsi auk þess ríkis, sem hún hafði áður. Starkaður gamli Kærar þakkir fyrir sýnda samúð við andlát og útför síra Kinars Tliorlacius, fyrrv. prófasts. F. h. aðstandenda Magnús Thorlacins. Söngfélag I. O. G. T. Söngfélag I. O. G. T. II Nýjársfagnað heldur söngfélag I. O. G. T. i G.T.-húsinu í kvöld, föstudaginn 14. jan. kl. 8.30. TIL SKEMMTUNAR: Tvísöngur (Hreggviður Guðbjörnsson og Magnús Benediktsson). Upplestur (I. K.). Kórsöngur. D ANS. Aðgöngumiðar í G>.T.-húsinu frá kl. 8. Komið og njótið góðrar skemmtunar. NEFNDIN.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.