Tíminn - 12.03.1949, Qupperneq 3
55. blað
TÍMINN, laugardaginn 12. marz 1349
3
mxtniin
íslendingalDætúr
Hundrað ára: Runólfur Runólfsson,
Eystri-Sólheimum
Árið 1849 byrjar með mikl-
um snjógangi en frostlétt.
Frá þvi með þorra og fram í
miðja góu „var stiröasta veðr
átta, oft stórviðri af ýmsum
áttum á einum og sama 'degi
og skiptust á frost og þíða,
oft mörgum sinnum á sólar-
hring.“ Þessi veðurfarslýsing
gæti eins vel átt við árið, sem
er að líða, fram að þessu,
fram í miðja góu.
Árið 1849 eru rúmlega sjö-
tíu býli í Meðallandi og rúm-
lega fjögur hundruð sálir í
Langholtssókn eða sem næst
420 í sveitinni.
Þetta ár búa á Klauf í Með-
allandi, hjónin Sigríður Ólafs
dóttir og Runólfur Sveinsson
og mánudaginn 12. marz,
fæðist þeim sonur, sem er nú
að verða hundrað ára. Vatni
ausinn, var hann nefndur
Runólfur.
Ólzt Runólfur upp með for-
eldrum sínum á Klauf og síð-
ar í Nýjabæ í sömu sveit, er
þau fluttu þangað. Hann hef-
ir víst tekið vexti og náð
þroska og þreki fyrir eða um
tvítugt, því að um það leyti
er hann sjómaður í Mýrdal.
Árið 1871 er hann sjómað-
ur á „Dyrhóling“, skipi, sem
fórst (ásamt öðrum) á góu-
þrælinn í Dyrhólahöfn. Var
Runólfur einn af þremur, á
því skipi, er af komust, þann
mikla manntapadag. Mun
hann þá hafa verið „banda-
maður“, en það starf er eng-
um liðleskjum falið.
Þá er Runólfur var á sex-
tugsaldur kominn var ég á
skipi með honum eina vertíð,
fór hann þá „utan undir“, en
þeir (tveir) eiga að verja
skipi að falla á sjó, undan út-
sogi og er kait verk og karl-
mannlegt. Það starf hafði
hann öll síðustu ár sjó-
mennsku sinnar, eða fram á
áttræðisaldur, þá mörg ár sjó
maður hjá Guðbrandi vita-
verði. Mörg störf fóru Runólfi
vel úr hendi, en sennilega til
engra betur fallinn en sjávar-
verka, enda stundað þau, á
vetrarvertíð, óslitið, meira en
hálfa öld.
Árið 1878 kvæntist Runólf-
ur Guðrúnu Ólafsdóttur frá
Ytri Sólheimum og að ég hygg
afkomanda Eyjólfs Alexand-
erssonar, er flúði hingað frá
Skaftáreldum. Var hún ve]
gefin, gerfileg, tápkona.
Runólfur er prýðilega
greindur maður, orðheppinn
og oröhv£|ss, ef því var þörf
að skipta. Frá því á unga
aldri mun hann hafa verið
betur skrifandi en margur
lærður og skriftfær maður,
fyrri og síðari tíma, skrifaði
upp, meðal annars, almanök,
árum saman, á öldinni sem
leið. Forsöngvari var hann
víst áratugum saman og tal-
ínn góður söngmaður. Hann
var í bezta lagi búhagur, var
um langt skeið orðlagður
íláta- og áhaldasmiður.
Búskap byrjuðu þau hjón ný
gift 1878 á hálflendu eða
broti úr Nýjabæ, móti föður
hans, en fengu alla jörðina
síðar er Runólfur eldri brá
búi. Um þetta leyti er jörðin
metin 4,4 hundruð og er auð-
búa þau svo fram á aldamót.
Varð þeim ssx barna auðið,
en misstu 4 í æsku. Gerðist
barnaveikin þar vargur í
véum.
Árið 1901 flutti Runólfur
frá Nýjabæ, alfarinn úr Með-
allandi, að Dyrhólahjáleigu
hér í sveit. Þar bjuggu þau
hjón með dætrum sínum Guð
rúnu og Sigrúnu í 20 ár og
höfðu þá búið rúmlega Sjö-
tíu ár (42) og farnast vel.
Árið 1921 brá Runólfur búi,
en við jörðinni tók tengda-
sonur hans Sigurjón Runólfs
son. Hjá honum og dóttur
sinni Guðrúnu, konu hans,
dvaldi Guðrún Ólafsdóttir til
dauðadags, en hún dó 1925.
Árið 1924 flyst Runólfur til
Ólafs oddvita á Eystri-Sól-
heimum og hefir dvalið þar
síðan og talið sér mikilsvert
að hafa komizt til þeirra
hjóna, er þyngja tók fyrir fót
og má þá minna á það að
síðustu áratugina hefir hann
verið fótarvana þar sem ann
ar var í illri þörf, tekinn um
áttrætt.
Ég skrifa þessar línur þess
vegna helzt, að ég er fæddur
Meðallendingur og rennur
blóð til skyldu. Skal ég áður
en ég lýk máli, nefna þrjá J
aðra Méðallendinga, til þess
helzt að vekja athygli og
hjálpa til að skilja aldurinn
og meta til þakklætis, líkam-
lega, en einkum andlega
heilsu þessa háaldraða sókn-
ar- og sveitarbróður og sam-
ferðamanns foreldra okkar
allra fjögra.
Fyrir fáum dögum sagði út-
varpið að Eyjólfur Eyjólfsson
frá Botnum, nú hreppstjóri
á Hnausum, væri sextugur.
Þegar hann fæddist er Run-
ólfur Runólfsson bóndi í Nýja
bæ, fertugur að aldri.
Fyrir nokkrum árum vissi
öll þjóðin og ekki sízt Reykja-
vík, hrifin af sextugsafmæli
Jóhannesar Sveinssonar
Kjarval. Þegar hann er í reif-
um, í EfriEy. í Meðallandi, þá
hefir Runólfur búið í Nýjabæ
í 8 ár og er 36 ára.
Og Jón Sveinsson fyrrum
bóndi í Holti í Álftanesi, síðar
yfirmatsmaður í Vestmanna-
eyjum, nú í Reykjavík, kom-
inn að áttræðu, er í vöggu
tveggja mánaða gamall, dag-
inn sem Runólfur Runólfsson
slitnar — sér til lífs — af
„Dyrhóling“ í brimgarðinum
í Dyrhólahöfn, á góuþrælinn
1871. Framh. á 6. síðu
Sitthvað úr Rangárþingi
Það er liðinn aðeins einn
og hálfur mánuður af þessu'
ári og má segja, að þessi tími
hafi verið óslitinn umhleyp-
inga og úrkomutíð og algjör
hagleysa og jarðbann, sem
kallað er en það gjörir ekki
svo mikið til, þetta er besti
tími vetrarins að fá harðindi,
og ég vil segja að það sé nauð
synlegt að stundum komi svo
lítið vetrarlag á tíðárfarið,
því margt af fólki heldur að
alltaf verði snjóa- og frost-
leysi og jafnvel sumt eldra
fólk, sem man þó vel eftir
hörðum vetrum, óg þar af
leiðandi hagleysi og jafnvel
hordauða er á þeirri skoðun,
en sem betur fer hefir það j
þó ekki átt sér stað nú síð- !
ustu árin og við skulum vona'
að hordraugurinn sé að fullu'
niður kveðinn, hann var of
lengi búinn að þj á og þj aka
íslenzku þjóðina.
Oft heyrir maður í útvarpi
og blöðin, að lítið sé til af
gjaldeyri, og verður sjálfsagt
að trúa því að vissu takmarki.
margt bendir þó til hí'ns gagn ’
stæða, svo sem það, meðal
annars að alltaf er fólk að
fara landa á milli, og við
sveitakarlarnir höldum að til ’
þess þurfi einhvern gjaldeyri.
Þá virðist ekki skorta við
neglur sér, það sem þarf fyr- j
ir tóbak og áfengi en það gef- j
ur hvortveggja góðar tekjur í
ríkissjóðinn, en þar er von-
andi rúm fyrir tekjur bæði af
því og öðru, eftir því sem um
er rætt og ritað, en máske að
ekki sé allt að marka, og virð-
ist oft vera svo að frásagnirn
ar gangi götuna fram með
sannleikanum.
Heldur virðist okkur sveita-
fólkinu að betra væri að flytja
inn minna af óþarfa og eitt
urlyfjum heldur en verið hef-
ir, en láta síður vanta margt
sem er nauðsynlegt, svo sem
vefnaðarvöru, tvinna, alla gler
vöru og fl. Á öllu þessu er
skortur og dettur manni í hug
að annaðhvort er, að þeir sem
innflutningi ráða eru meir en
meðal aular, eða þá, að þeir
meta meir eiturlyf og óþarfa.
en það sem nauðsynlegt er.
Varla get ég annað en minnst
á útvarpið og ýmsa dagskrár
liði þess, margt er sjálfsagt
gott og gagnlegt, og sumt
skemmtilegt en aftur á móti
er ýmislegt sem er alveg frá-
leitt. Má þar til nefna sum
leikritin, þó eitt hafi að
margra dómi verið alverst, og
langt frá því að sæmilegt
megi teljast, það var flutt í
síðastliðnum janúar. Það var
um morð og manndrápu. Ef
það er holt fyrir hlustendur,
og sérstaklega fyrir yngri
kynslóðina þá er ekki vand
farið með uppeldi æskunnar,
ef slíkt hefir ekki spillingu í
för með sér. Oft er þó talað
um afbrot unglinga, og það
sjálfsagt ekki að ástæðulausu,
en getur nú. ekki verið, að sitt
hvað af því, sem bæði útvarp,
blöð og bækur flytja eigi að
einhverju leyti þátt í sumu af
því sem miður fer, þetta er
jafnvel vert að athuga. Við
þurfum eitthvað annað frem-
ur til að hlusta á í útvarpinu
en manndráp, morð og alls-
konar níðingsverk.
Gott væyi að fá létt og
skemmtileg leikrit, svo sem:
Seðlaskipti og ást. Með það
held ég að allir hafi verið á-
nægðir og óskuðu eftir að það
yrði leikið oftar en varð, og
mig minnir að það stæði til
í fyrra, en af hverju það varð
ekki læt ég ósagt, máske að
það komi í vetur, það væri
gott og gleddi marga, og það
er einmitt sem við þurfum í
fámenni sveitanna.
En við getum vel sætfokk-
ur við þó minna væri af alls-
konar auglýsingar, bæði um
skemmtanir og fleira, en það
má sjálfsagt til að vera þó
það sé ekki fyrir nema ein-
hvern hluta þjóðarinnar, svo
mun og með flest verða, að
einum líkar vel en öðrum mið
ur.
í Tímanum var grein eftir
Gísla Kristjánsson ritstjóra
Freys. Greinin fjallaði um
fólksleysi sveitanna og nauö-
syn á að reyna og ráða bót á
því, vildi hann láta flytja inn
vrkafólk sérstaklega stúlkur,
ég held það sé orð í tíma tal-
að. Það sem mest þjáir sveita-
irnar er fólksleysi, og þá sér-
staklega skortur á stúlkum,
ég veit um fleira en eitt
heimili hér í sýslu, sem eng-
inn kvenmaður er til dvalar
árlangt, og fjölda heimila,
þar sem ekkert er nema hús-
móðin. Það hljóta allir að
sjá að þetta er heldur slæmt,
og ekki útlit fyrir að breytist
á nálægum tíma. Ég er viss
um áð fólkið heldur áfram að
streyma til kaupstaðanna, og
þaðan hverfa fáir aftur til
sveitanna, sem er mjög eðli-
legt af mörgum ástæðum.
Væri þá ekki rétt að reyna að
flytja inn nokkra tugi eöa
hundruð af stúlkum, sem van
ar eru að vinna landbúnaðar
störf, og sjá hvernig fer, reyn-
ist þær illa, þá er hægt að
losna við þær aftur, emsé um
hið gagnstæða að ræða, og
þær reynist vel, þá er aðeins
gott um það að segja, en ef
ekkert er reynt að gjöra til
þess að framleiðslan dragist
ekki saman þá er bezt að láta
arka að auðnu hvernig fer en
sennilega vantar gjaldeyri
fyrir eitthvað ef flytja verður
inn kjöt og mjólk, og ennþá
meir af kartöflum en verið
hefir allt fram að þessu. Þó
er hægt að framleiða hér
nægilega miklar kartöflur
handa öllu fólki í landinu
flest öll ár, bara ef fólkið vill
leggja hönd á plóginn, nóg er
af landinu og víða ágæt skil-
yrði til kartöfluræktunar en
öll framleiðsla kostar fyrir-
höfn, þol og þrautseigju ef
vel á að fara.
Hálfstirt hefir gengið með
mj ólkurf lutninga síðan um
áramót og hér að austan-
verðu hefir verið alverst yfir
Rangárvellina, þar eru nokk-
uð langir kaflar, sem er ekki
upphleyptur vegur, virðist þó
óvíða hægara að leggja veg
þar sem er mjög auðvelt, að
ýta að veginum eða í hann frá
báðum hliðum, margir eru
þeirra skoðunar að það hefði
verið þarfara verk, en að
verja tugum þúsunda að búa
til gjá í smáholt fyrir utan
ytri-Rangá hjá Hellu. Satt er
það að þar var athugaverð
beygja á veginum, en ólíkt
hefði verið hægara og kostn-
aðarminna að ryðja úr holtinu
við beygjuhornið, þá gat það
orðið mun betra en það nú er,
það væri fróðlegt að fá vissu
um hver eða hverjir ráða
þessu.
Svona fór með sölu
happdrættisbréfa. ríkissjóðs
Þjóðin hafði ekki lyst á þeim
öllum, ekki var það þó af því,
að ekki væri skörulega með
þeim mælt. Lögfræðingur skýr
og skorinorður þuldi af mikilli
mælsku í það minnsta tvisvar
sinnum töluverða romsu í út-
varpið, og var helst að heyra,
að ekki þyrfti annað til full-
kominnar sælu í þessu lífi en
kaupa happdrættisbréfin sem
sumir setja samt ó fyrir fram
an, en hver heilvitamaður
hlýtur að sjá að mjög fá núm
er fá vinning þrátt fyrir allt
gumið. Væri ekki gott fyrir
ríkisjóðinn að kaupa í ein-
hverju happdrætti nokkur
hundruð eða þúsund bréf til
að græða á, sagt er að honum
veiti ekki af, og yrði afgang-
ur af gróðanum væri þá ekki
hægt að búa til eitt eða tvö
ný embætti eða nýja nefnd,
þær eru víst ekki svo margar,
að ekki sé óhætt aö bæta við,
og trúlegt þykir mér að ein-
hverjir fengjust í þær stöð-
ur fremur en að láta rikis-
sjóð verða í vandræðum að
eýða öllum sínum happdrætt-
iságóða.
Dalakarl.
■ ■■■llllllIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIItlllllllIllltllllllllllllllllllllllIIIIIHIIIIIIIIIIHtlHlllllllllllllllllllllHIIIIIIIIIIIIHIIIIIIIIIIIIfl
| Eybi jörh með lax j
og silungsveLbi
I í Húnavatnssýslu til sölu, ef viðunandi tilboð fæst. — |
1 Upplýsingar á skrifstofunni frá 1—3 daglega næstu |
1 daga. — Tilboð óskast í síðasta lagi 18. marz næstk. |
Múlflutitingsskrifstofa
BERGS JÓJVSSOIVAR,
| Laugaveg 65. — Sími 5833. |
111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111
ATVINNA
Nckkrar stúlkur vantar á saumaverkstæði vor.
Upplýsingar hjá klæðskeranum Kirkjustræti 8B.
GEFJUN — IDUNN
:
REYKJAVIK.