Tíminn - 10.04.1949, Blaðsíða 4

Tíminn - 10.04.1949, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, sunnudaginn 10. april 1949. 75. blaff Fólksleysið í sveitunum og kommúnistar Ekki alls fyrir löngu „spand eraði“ Þjóðviljinn heilli síðu næstum því, frá því að skammast yfir fyrirhuguðu Atlanzhafsbandalagi og er það furðulegt, svo nærri garði, sem þeim liggja nú ann irnar, kommúnistunum, — að þeim skuli gefast tími til þess að skjóta geiri sínum til þeirra manna er gengizt hafa fyrir. hinni fyrirhuguðu þarfa framkvæmd, að gera tilraun- ir til ráðningar þýzks verka- fóiks til landbúnaðarstarfa á komandi vori. Þessari sókn Þjóðviljans er á pappírnum stefnt gegn landbúnaðarráðuneyti, Bún- aðarfélagi íslands og nýaf- stöðnu búnaðarþingi, en í raun og veru er hér ráðist með ótrúlegum fólskuhug — hnitmiðaðri kúgunarhneigð gegn athafnafrelsi og sjálfs- forræði íslenzkrar bænda- stéttar. Þeir vilja reyna að hlaða hellum að höfði þeirrar viðléitni, sem bætt gæti úr yfirstandandi og aðsteðjandi voða, sem af stafar vöntun verkafólks, til landbúnaðar- starfa. Það sé fjarri mér að taka undir háklið þeirra Lax- nesku, kommúnistisku radda, er telja landbúskap óþarfan og aumkunarvert pyntingar- starf. En þegar svo er orðið málum skipað vegna vant- andi vinnuafls, að bændur, ásamt konum sínum, á sama tíma er aðrir þjóðfélags þegnar skila 5—8 stunda vinnudögum og gefast þar að auki 100 eða yfir 100 frídag- ar árlega auk firna fríðinda, — verða að vinna 14—18 stundir dag hvern allt árið, án nofckurs frídags né fríðindavona, þá ætti nú hver ærlega hugsandi íslendingur að geta skilið, að hér sé úr- bótaþörf, því vitanlega -er, að þeir er elli kenna eða heilsu- brests verða frá að hverfa bú starfinu, þegar engin fæst að keypt vinnuhönd til hjálpar. Það er svo. sem ekki ný bóla að kommúnistar beini gor- kúlukasti sínu til okkar land bænda, en slíkum hreytingi höfum við litlu skeytt. En nú — þegar skýtur upp oddum þeirra ófriðarvopna frá her- búðum þeirra, sem beint er stefnt til falls og fjörráða ísl. landbúnaði, má ekki láta ó- átalda aðförina, þótt sjaldan gerist árásarlið þeirra vopn- . firmt né skeinuhætt. Áðurnefnd Þjóðviljagrein, eða kommúnistaþvaður er byggt upp á þeim — hitt þó heldur — viturlegum forsend um, að útlends verkafólks til landbúnaðarstarfa sé ekki þörf og í öðru lagi að uppkveð in kauptilboð til þessa þýzka vipnufólks séu of há og í þriðja lagi mætti engra samn ipga leita við hið útlenda fólk án gefins leyfis frá kommún- istupi. Nú ætti þa^að vera IJóst, öllum heilsjáandi lýð, að. í fullkomnar ógöngur er stefnt tveim höfuðatvinnu- vegum þjóðarinnar: sjávar- útgerð og landbúnaði — þó einkum landbúnaði, — með óbóflega háu verkafólks- fc^upi og ýmsum glanna fríð- jpdakröfum. Hitt mætti einn ig4jóst vera, að kauphæð sú, sem ákveðin hefir verið hinu i^tlenda verkafólki er helzt til Eftir Þorbjörn Björnsson, Geitaskarði há, þegar tekið er tillit til þess, að fólkið er óvant hér- lendum landbúnaðar vinnu- brögðum, og hlýtur því að verða lærlingar fyrstu mán- uðina. — Hitt atriðið, sem kommúnistar byggja sókn sína á gegn þessu þarfa máli, er það, að engin þörf sé fólks flutninga frá útlandi til land búhaðarstarfa, því nægilegt fólk muni fást héðan frá Reykjavík og víðar úr kaup- stöðum landsins til landbún- aðarstarfa á komandi sumri. Og síðast gerast þeir þjóstug- ir, yfir þeirri ósvífni! forráða manna íslenzkrar bændastétt ar að þeir skuli ekki með kné- falli og lútandi höfðum hafa spurt þá (kommúnistaleið- togana), hvort þeir í náð vildu leyfa tilraunina með fólksinnflutninginn. Já — það er nú svo, að ennþá mun nokkuð eftir lifa í íslenzku bændablóði af því eðli Hall- dórs Snorrasonar, að vilja ekki skríða fyrir ómerkileg heitunum. Annað hitt, að smjörþefinn höfum við nú af því hlotið íslenzkir bændur að leita til Reykjavíkur verka fólks til virtnuþarfa okkar, því heita má, að til undan- tekninga teljist ef fengist hef ir starfhæf manneskja frá Reykjavík til landbúnaðar- starfa undanfarin ár og um hóflega kaupkröfu hefir tæp- ast verið að ræða. Nú skáka þeir sér fram kommúnistarnir og koma ask vaðandi aftan og framan að þeirri nauðsynjatilraun okk- ar landbænda að reyna inn- flutning útlends verkafólks til úrbóta vandræðunum. Til- raun setn eingöngu byggist á þeirri staðreynd, að illgerlegt hefir reynzt að fá innlent verkafólk til landbúnaðar- starfa. „Við neitum“ í nafni svo og svo margra hrópa fram þeyt- arar kommanna. — Þessir menn, sem sí opnir og blaðr- andi reyna að telja fólki trú um, að þeir séu boðberar og útverðir frelsis, mannréttinda og lýðræðishugsjóna — þess- ir menn, sem þó halda hlekkja festunum að baki sér, viðbún ir að fella fjötur að hönd og fót mannlegs framtaks og frelsis; — þessir menn, sem stærsta eiga sökina á því, hvernig komið er atvinnumál um og friðsamlegu samstarfi íslenzkrar þjóðarheildar. — Þessir menn, sem stöðugt hrópa út til lýðsins þá stór- hættulegu kenningu, að hið vinnandi fólk eigi að gera all- | ar kröfur til annarra en eng- j ar til sjálfs sín. Þessir menn, — sem lagt hafa stærstan skerf til þeirrar vinnulegu ó- menningar er nú siglir kjör- byri gegnum þjóðlíf okkar. ! Þeir ráðast nú með hund- j heiðnu offorsi, gegn athafna- frelsi og aðkallandi nauðsynja ráðstöfunum okkar bænda — Þessi stétt þjóðfélagsins, sem með síauknum hörkukröfum til sinna eigin afkastagetu hefir tekizt sæmilega að standa þjóðinni í heild full skil á hinum heilbrigðislegu lífsnauðsynjum — þeirri I stétt, sem fremur öðrum stétt um þessa þjóðfélags hefir skil j ið og skilur að vinnusemi, hóf- , semd og sjálfsþjálfun er þjóð félagsleg og menningarleg stórnauðsyn. En kommúnist- ar — þessir pólitísku skemdaskrín og skrípamenni, sem tekizt hefir að blása rauð ^ móðu hinna læviblöndnu aust 1 rænukenninga inn í hið sið- ferðilega slævandi mistur borgar- og bæjarlífs, — með nokkrum árangri í bili. Þeir hafa líka sent burðarkarla boðskapar síns út í lands- byggðina — inn til íslenzkra j sveita, — en þar hafa þeir ekki fundið jarðveg hentug- an fyrir fræ illgresisins. Og sú er ein ástæðan til ofsókn- ar þeirrar, sem nú er stefnt gegn áðurgreindri fólksinn- flutningstilraun íslenzkrar bændastéttar. Þeir eru, ekki nú frekar en fyrr, — að velta fyrir sér afleiðingum gerða sinna og samþykkta. Þeir eru svo sem ekki að hika við að leggja stórbjarg í götu þeirra möguleika að íslenzk bænda- stétt geti í áframhaldi veitt lífsstraum þeirrar hollustu- fæðu er landbúnaðurinn skap ar, inn til borgar og bæjar. Það þarf enga skarpskyggni til að sjá þá illgirni þeirra eða óskyggni að áður- greind ofsóknartilraun þeirra, (ef náð hefði fram að ganga) gegn úrbótar viöl. ísl. bænda til að flytja inn útlent verkafólk til hjálpar, hefði hlotið að verða til þess, að varpa fölva skorts, vöntunar yfir vanga borgar- og bæjar- ‘æsku, sakir skorts á hinum heilbrigðislegu lífsnauðsynj - um, sem landbúnaðurinn framleiðir, skapar öllum lýð. Hvenær verður mælir hinna kommúnistisku skemmdar- afla það fullur og troðinn, að , þjóðin segi: „hingað og ekki 1 lengra“? Hugheilar þakkir fyrir auffsýnda samúð og vinar- hug við andlát og útför mannsins míns, föður okkar, tengdaföður og afa Jóns Björnssonar, frá Bæ. Helga Björnsdóttir Margrét Garðarsdóttir Björn Jónsson Halldór H. Jónsson Guðrún Jónsdóttir Garðar og Jón Selma Jónsdóttir. Faðir minn Jón J. Dahlmann ljósmyndari andaðist í Landakotsspítala 8. þ. m. F. h. okkar systkinanna og annara vandamanna Sigurður Dahlmann. , Hjartans þakkir fyrir heimsóknirnar gjafirnar, skeytin og vinsemdina á aldarafmælinu 6. þ. m. Vinsemdunum gleymi ég hvorki þessa heims né annars. 111 )■ 111 ■ 11 ■ 11 ■ 11111111 ■ 1111 ■ 11111111111111 ■ 11M1111111111 ■ 111 ■ 111111 ■ 1111111111111 ■ 111111 ■ 11111111111111 ■ 1111 ■ 11111111111111111111 ■ 11111111 |f Sunnudagsferðir Ferðaskrifstofunnar Skemmtiferðir á Keflavíkurflugvöll í dag. Ennfremur skíðaferð. I Nánari upplýsingar á Ferðaskrifstofunni. ............................ Augíýsingasími Tímans 81300 Þorbjörg Pájsdóttir Jörðin Útey II n o o (► (> < t í Laugardal í Arnessýslu fæst leigð frá næstu fardög- \ j um. Hlunnindi á j örðinni eru j arðhiti og silungs- veiði. Upplýsingar um jörðina og leigukjör gefur Skapti Davíðsson, Leifsgötu 5, Reykjavík, sími 5746. ORÐSENDING Eigendur sendiferffa- og vörubifreiða, sem hafa þær || | til einkaafnota sinna eingöngu, en ekki í sambandi við verziun eða atvinnurekstur, ættu að hafa samband við oss eða umboösmenn vora næstu daga, þar sem ætlun- in er að lækka iðgjöld ábyrgðartrygginga á slíkum bif- reiðum frá því, sem verið hefir. Þeir, sem ekki sinna þessu, eiga á hættu, að verða krafðir um hærra iðgjald en síðastliöið ár. Ungling vantar til þess að bera út blaðið í Túnin. T í M I N N Lindargötu 9 A. — Sími 2323. :::tt$:::tt::::::::::tt:tt::mm:tttttttttttt3 ■lllllllllllllllllllll■lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllmlllllllllllllllll■l■■•ll■••>lllllllllllllllllllllllllllr■I■llll■M Stúlku vantar í þvottahúsið. Uppl. hjá ráðskonunni. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.