Tíminn - 26.04.1949, Page 3
82. blað’
TÍMINN, þriðjudaginn 26. apríl 1949.
3
íslen.d.Lngaþætúr
Dánarminning: Guðmundur Brynjóífsson
Miðdal í Kjós
Hann lézt að heimili sínu1
Miðdal í Kjós 11. apríl síðastl.
eftir stutta legu, 82 ára
gamall.
Guðmundur var af góðu
bergi brotinn í báðar ættir,
þótt ætt hans verði litt rak-
in hér. Hann var fæddur að
Sóleyjarbakka í Hrunamanna
hreppi í Árnessýslu 3. apríl
1867, sonur merkishjónanna
Brynjólfs Einarssonar hrepp-
stjcra og Valgerðar Guð-
mundsdóttur frá Önundar-
holti i Flóa Móðir Valgerðar,
Gróa Gísladóttir, var systir
hins nafnkunna bónda, Gests
(eldri) á Hæli. Þau Brynjólf-
ur og Valgerður eignuðust 7
börn og dó eitt þeirra í æsku.
Guðmundur var þriðji í röð-
inni af þeim systkinum og
ólust þau öll upp heima við
hin beztu þroskaskilyrði, því
bæði voru foreldrar þeirra
íjölhæf og vel gefin, og
heimili þeirra með miklum
myndarbrag.
Síra Magnús Helgason lýs-
ir Brynjólfi meðal annars (í
Óðni XXVI. árg.) þannig:
„Brynjólfur var hár maður
og vel á sig kominn, fölleit-
ur og- skarpleitur, Ijósjarpur
Á hár og hærðist seint og
bognaði lítt fyrir elli. Hann
var styrkur að afli og manna
fræknastur á yngri árum,
glímumaður mikill og syndur
vel. Þá íþrótt nam hann þó
fyrst á fertugsaldri. Hann
var ágætur verkmaður áð
hveriu sem ganga varð, hvort
heldur til sjávar eða sveita.
Hann var hagur á allt, sem
hann tók höndum til, jafnt á
tré og járn, renndi og steypti,
smíðaði rokka og reiðver,
gerði við úr og klukkur. Ekk-
ert af þessu hafði hann num
ið, nema af eigin eftirtekt og
athugun“.
Sést af þessari stuttu lýs-
ingu. sem hér er tilfærð, að
Brynjólfur hefir verið frábær
hagleiksmaður og um margt
vel gefinn, og mikill fengur
hefir það verið fyrir námfúsa
og haga æskumenn, eins og
synir hans voru, að njóta til-
sagnar hans.
Guðmundur var maður
þéttur á velli og þéttur í lund
og bognaði lítt fyrir elli einsog
faðir hans. Hann var fríður
sýnum og skarpleiturogléttur
í hreyfingum. Prýðilegagreind
ur og fjölhæfur vel, víkings-
duglegur til allra verka, bæði
til sjávar og sveita. Söngmað-
ur góður og’spilaði nokkuð á
hljóöfæri. Giímumaður mikill
á yngri árum, svo fáir stóðu
honum snúning. Eitt sinn
hlaut hann verðlaunapening
íyrir glímuafrek, sem heldur
var fátitt að veita á þeim
tíma. Hann mun hafa átt
heima hjá foreldrum sínum
fram undir þrítugt. En um
tvítugt fór hann að fara að
heiman og stundaði þá jöfn-
um höndum sjóróðra og smíö
ar og var oftast lausamáður
á þeim árum.
Ár’ð 1905 kvæntist hann
eftirlifandi konu sinni, Guð-
björgu Jónsdóttur frá Brennu
í Lundareykjadal, hinni
mestu efniskonu, eins og hún
á kyn til, búin hinum beztu
kostum góðrar húsfreyju og
móður, fórnfús og umhyggju
söm fyrir heill og hag ást-1
vina og heimilis. Þau eign-
uðust 9 börn og eru 8 á lífi,
allt efnisfólk. Fjöaur þeirra
eiga heima i Reykjavík. Þau
eru: Sigurjón múrari, giftur,
Brynjólfur smiður, Rósa
saumakona og Bergbóra bú-
stýra. Steinunn, gift, búsett
á Norðurlandi. Valgerður
ljósmóðir í Hvammi, Njáll
kennari. Miðdal og Davíð
•bóndi, Miðdal.
Þr j ú f yrstu búskaparárin
áttu þau hjónin heimili í
Reykjavík og stundaði Guð-
mundur þá trésmíði þar, og
þótt hann hefði öll skilvrði
t-il þess að ryðja sér þar braut
til göðrar afkomu og álits við
það eina starf, þá mun hug-
ur hans og hæfileikar hafa
staðiö til f j ölbreyttari. stárfa
_ og meiri átaka. Hann þráði
sveitalífið og samstarfið við
hina lifandi náttúru. Oghann
vissi líka, að gróðurmoldin er
gjöful þeim, sem hafa vilja
á því að leysa frjómagn henn
ar úr læðingi. Hann flutti sig
| því alfarinn úr Rey.kj avík
með fjölskyldu sína og fór að
búa á Melum á Kjalarnesi og
bjó þar til ársins 1911, að
hann flutti að L-itlasandi á
Hvalfjarðarströnd, þar sem
hann bjó í 10 ár. Sú jörð var
lítil og nytjarýr, en heimili
hans þá orðið stórt, börnin
| mörg og ung. Tók hann sig
þá enn upp og flutti að Miö-
dal og keypti þá jörð ásamt
Miðdalskoti, er hann lagði
undir Miðdalinn, og bjó hann
þar til ársins 1943, að Davíð
sonur hans tók við.
Guðmundur hafði þá búið
hálfan fjórða tug ára í sveit
og gerzt all athafnasamur við
búskapinn, eins og hann
I haföi reynzt við annað áður.
] Auk búskaparins stundaði
hann margskonar smíðar af
miklu kappi, því með margt
var til hans lsitað, þar sem
^ hann stundaði jöfnum hönd
, um tré-, járn- og söðlasmíði,
] og kom hagleikur hans sér
mörgum v-el, bæði nábúum
hans og öðrum. í Miðdal var
rýmra um Guðmund og betri
, skilyröi til umbóta en verið
höfðu áður. Hann hafði held-
ur ekki búið þar mjög lengi,
er hann hóf þar margvíslegar
framkvæmdir, sléttaði og
bætti gamla túnið og hóf
stórfellda nýrækt, S2m hann
var stöðugt áð auka við, og
var töðufallið orðið margfalt,
þegar hann hætti á við það
I Ufan úr heimi
Undraskip.
Finnskur skipasmiður, Vicola
Waaralinna, er nýlega komin til
New York með fjögra feta langt
skipslikan, sem New York Times
kallar „undur 20. aldarinnar“.
Waaralinna telur sig hafa fundið
upp alveg nýja tegund skipa, sem
ekki geta sokkið, — jafnvel þó þau
vciði fyrir tundurskeyti, — eru
miklu sparneytnari en þau skip,
scm nú þekkjast, og þó margfallt
hraðskreiðari. Hægt verður að
knýja þau með atomorku og munu
þau þá fara yfir Atlantshafið á
214 degi.
Amerískir sérfræðingar eru nú að
athuga líkan Waaralinna.
78 ára hjónaband.
T. D Cutsinser og frú hans, sem
eiga heima í Humpreys i Missouri-
fylki, áttu nýlegia 7& ára hjúskapar
aímæli. Cotsinger er 94 ára og kona I
hans 95 ára. Þau eiga á lífi 9 börn, '
sem eru á aldrinum 56—77 ára, 26
barnabörn, 58 barnabörn og 5
barnabarnabörn. I
Sögur fara ekki af því, að önnur
hjón hafi verið lengur í hjónabandi
en Cuntsingerhjónin.
Málið gegn Jesú.
Hæstiréttur Gyðinga í Jerúsalem
hefir nýlega borist sú málaleitun
frá ónafngreindum Hollendingi, að
hann taki upp málið, sem var á
sinum tíma höfðað gegn Jesú, og 1
sýkni hann af þeirri ákæru, sem
hann var krossfestur fyrir. Hollend
ingurinn heldur því fram, að rétt-
urinn, sem dómfelldi Jesú, hafi
ekki haft lagalegt vald til að dæma
hann, auk þess sem dómur hans
hafi veriö rangur.
Blöð í Israel hafa talsvert rætt
um þetta mál og sega umræddan,
Hollending kunnan lögfræðing, en
stjórnarv’ldin í Tel Aviv telja rétt
að halda nafni hans leyndu. Hann
hefir tilkynnt, að hann muni senda
fleiri gögn málaleitun sinni til
st-uðnngs. Endanleg afstaða til henn
ar veröur ekki tekin -fyrr en þau
lig'gja fyrir.
Um eyðingu refa
Eftir S. G. Valdiinarssoii, Teigi.
sem áður var. Byggingar allar
reisti hann að nýju, traustar
og vandaðar, flestar úr stein-
steypu, kom upp rafstöð o.fl.
Þótt hér sé stiklað á stóru um
1 framkvæmdir Guðmunda^,
gefur það bendingu um, að
sá, sem þær gerði, hefir ‘í at-
höfnum sínum haft þá lífs-
stefnu að leiðarljósi, sem
getur í einu kvæði Stephans
G. Stephanssonar:
I
„Reikna ei með árum en
| öldum
og alheimta ei daglaun að
l • kvöldum.
j Því svo lengist mannsæfin
mest“.
Guðmundur þafði mjög
sterka athafnaþrá og féll
Jsjaldan verk úr hendi, og oft
, mun starfsdagur hans hafa
verið langur, meðan börnin
voru að komast upp. Og eftir
að hann hætti búskap, var
hann sívinnandi og gekk að
slætti á hverju sumri allt
fram á síðastliðið sumar.
Guðmundur fylgdist vel
með í almennum málum og
myndaði sér rökstuddar skoð
anir á þeim. Hann var fast-
ur í skoðunum og hélt vel á
sínu máli, af hreinskilni og
djörfung viö hvern sem var.
Hann var maður hagsýnn og
hófsamur í öllu sínu lífi, og
byggði allt sitt starf á fyrir-
byggju og forsjá. Séð af sjón-
arhóli samferðamannsins var
(Framhald á 4. siðu)
Það er mikið búiö aö hugsa,
ræða og rita um fjárpestirn-
ar, þessar skæðu plágur, sem
ógna bændum þeim, er fjár-
búskap stunda. Það hafa líka
verið gerðar margar virðing-
arverðar tilraunir til að losa
bændur við þessa vágesti, og
með fjárskiptum þeim, sem
ráðist hefir verið í, er útlit
fyrir, að takast muni að losna
við allan þennan ófögnuð,
þótt það að sjálfsögðu taki
sinn tíma. En þó að takist
að útrýma þessum aðfengnu
vágestum, verðum við að
standa andspænis þeirri stað
reynd, að gömul, landlæg
plága heldur áfram að auk-
ast og margfaldast. Eftir því,
sem fleiri bæir, kirkjusóknir
og jafnvel heilir hreppar
leggjast 1 eyði, stækkar svæði
það, sem þessi gamli fjandi
— refurinn — hefir til að
leika um lausum hala, og eft-
ir því, sem fólkinu fækkar á
þeim bæjum, sem ennþá eru
byggðir, verða þeir stöðugt
færri og færri, sem tíma hafa
til að fást við eyðingu refa.
Elzta aðferðin, og sú aðferð,
sem ætíð mun gefa beztan
árangur við eyðingu refa, er
grenjavinnslanávorin,en eins
og hún er framkvæmd hér,
er óhætt að segja, að hún sé
illframkvæmanleg. Það, að
liggja sólarhring eftir sólar-
hring á bersvæði uppi í fjöll-
um, hreyfingarlítill, svefn-
laus og gegnkaldur, oft í hríð
og frosti, eða regni og stormi,
hefir svipt margan mann
heilsu og jafnvel lífi.
Gamlar grenj askyttur eru
sem óðast að falla í valinn.
Saga þeirra er hetjusaga og
væri þarft, ef einhver sagn-
fræöingurinn vildi færa sögu
þeirra í letur og með því reisa
þeim verðugan minnisvarða.
En það verða einhverjir að
taka við af þessum gömlu
hetjum, annars fer illa. Ég
er þó viss um, að ef ekki verð
ur söðlaö um, og betri og fljót
virkari aðferðir notaðar við
grejnavinnslu í framtíðinni,
fæst enginn til að taka þau
störf að sér.
Þann tíma, sem ég dvaldi
í einu fjallahéraði Skotlands
á siðastliðnu ári við fjár-
geymslu og önnur landbún-
aðarstörf, kynntist ég nokkr-
um skógarvörðum (Game-
keepers) og starfi þeirra, en
það er meðal annars í því
fólgiö að eyða refum og öðr-
um meindýrum. Til þessara
starfa nota þeir litla hunda
(Terriers), sem hér hafa ver
ið nefndir rottu- eöa völsku-
hundar. Þeir hundar, sem
skógarverðirnir nota, eru
þrautræktaðir, grimmir, blóð
þyrstir og þefvísir, en þeir
verða hlýðnir við húsbændur
sína, og fyrir þá er ekki vand
farið með þessa grimmu
rakka. Sé komið með þessa
hunda á greni, skríða þeir
óðara inn um einhvern munn
ann, sé þar eitthvað kvikt
inni, en þeir líta ekki við
grenjum, ef ekki hefir verið
gengið um þau undanfarið.
Þeir drepa svo umsvifalaust
allt, sem þeir finna í gren-
inu með lífsmarki og draga
það síðan til húsbónda síns.
Oft kemúr það fyrir, ef full-
orðin tófa er í greninu, að
hún flýr út og veröur þá auð-
vitað fyrir byssukúlu. Fyrir
kemur það lika, að hundur-
inn bíður ósigur fyrir tóf-
unni, ef hann heyir einvlgi
við hana í greninu, en vinn-
ur þó mikið oftar sigur f þeim
viðskiptum.
Þgar stríðið skali á haustið
1939, voru allir skógarverðir
kallaðir í striðið. Ég kynnt-
ist einum þessara manna
mjög vel; nafn hans er Mac
Donald, og hann hefir í mörg
ár verið skógarvörður á land-
areign þeirri, sem ég dvaldi
á. Þegar hann var kallaður
í herinn ásamt öllum sonum
sínum, skildi hann eftir tvo
afbragðsgóða hunda, sem
hann átti, í umsjá konu sinn
ar, en skömmu eftir að hanp
fór, náðu hundarnir saman
og börðust, þar til annar
hneig niður dauður, en hinn
hrósaði ekki sigri nema 1
nokkrar klukkustundir. því
hann særðist til ólífis. Ég
segi þetta hér til þess að
benda á, að hundar þessir
þurfa eftirlit og umhirðu, en
ef húsbændur þeirra fara vel
með þá, verða þeir mjög
hlýðnir og auðsveipir.
Þegar skógarverðirnir komu
heim, eftir sex ára fjarveru,
voru hundar þeirra ýmist
dauðir eða úr sér gengnir, og
urðu hin mestu vandræði að
fá hunda til grenjavinnslu
fyrsta vorið, en tófum hafði
fjölgað mjög ört á þessum
árum. Mac Donald náði þó í
tvo hunda og reyndust þeir
vel, en annar þeirra drapst
fljótlega í viðureign við tófu.
Með þessum hundum vann
hann tuttugu greni fyrsta
vorið, og þar með um eitt
hundrað yrðlinga.
Þó að ég hafi talað um
þessa hunda í sambanai við
eyðingu refa, vil ég þó benda
á, að full ástæða væri til að
beita þeim á sama hátt gegn
vllliminkum, sem víða valda
stórtjóni og breiðast órt út
um landið.
Ég læt svo þetta nægja og
vona, að það opni augu
þeirra, sem beita sér fyrir
málefnum bænda, fyrir því,
að vert væri að flytja inn
terriers-hunda í tllrauna-
skyni, og mér finnst, að þeir,
sem hagsmuna eiga að gæta
í sambandi við eyðingu refa,
eigi skýlausan rétt á því, að
eltthvað verði gert í þessu
máli.
Færi svo, að einhverjir
vilji kynna sér þetta mál
nánar, mun ég með ánægjú
gefa þær upplýsingar, sem ég
get, svo og sambönd við'
menn erlendis, sem ég þekki
persónulega og aðeins að öiíú
góðu.
Teigi í Vopnafirði 1. aprlí ’49.
Ailt til þess að auka
ánægjuna
3. Við þig segja vil ég orð,
vísbending þér holla:
Ég á með skúffu eldhús-
borð,
einnig væna kolla.
HtbmÍii Timahh
tfuglýAii í T'mahum