Tíminn - 26.04.1949, Blaðsíða 4

Tíminn - 26.04.1949, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, þriðjudaginn 26. apríl 1949. 8fe. ulað' ,IU11 í Ii ■)f. i Norðlenzkur snjóavetnr fyrir 50 árura Fjárrekstur yfir Holtavörðuheiði um suraarraálin 1899 Niðurlag. TVEIR SLEÐAR voru undir heyi, urðu menn að draga þá því hestar allir voru komnir í hagagöngu, sem fyrr segir, enda þekktist ekki sleða- akstur með hestum hér í þá daga. Heldur fór að ganga bet ur þegar upp á heiðina kom og hægt var að láta féð fara í sporaslóð. Segir ekki meira af ferðinni þennan dag, en komið var upp í svokallaða „Dæld“, sem er norðarlega á heiðinni, tæpa 8 km. frá Grænumýrartungu, klukkan eitt um nóttina. Var þá bú- ið að fara tæpa 12 km. Voru þá liðnir 20 klukkustundir frá því að lagt var af stað um morguninn. Gott veður var þennan dag, hægur norðan með töluverðu frosti, en sól- skin oftast nær, því skýja- slæður voru á lofti. Fór nokk uð af fólkinu heim um kvöld j ið, en aðrir þegar komið var! í áfangastað um nóttina. Eft ir urðu nokkrir menn. Var það kaldsamt, því frostið herti mikið um miðnættið.! Mennirnir voru svitastorknir og hálfuppgefnir eftir þenn- an langa og erfiða dag, og ekki hægt að skipta um fóta búnað, því að allt var í glera- gaddi. Kól þó engan. Var það að þakka hlýjum og góðum klæðnaði. Lagt var upp snemma morguninn eftir áleiðis suð- | ur heiðina. Var þú búið að gefa síðustu heytugguna. —j Komu nú fram af þessu; menn til hjálpar og allmarg- ir, sem ekki voru fyrir dag- inn áður, en fátt var nú um friða kynið. Þó man ég eftir einni, Katrínu Böðvarsdótt- ur, röskleika kvenmanni, og var hún með alla leið að Hæðarsteini. MENN VORU bjartsýnir, því skafheiðríkt var og eng- in veðurbreyting sjáanleg, því allt var undir veðrinu komið og vitað var, að skipti Eftlr Jóm Marteinsson frá Fossl. k\£ .vA Dánarmiimiiig: (Framhald af 3. síðu). Guðmundur í Miðdal gæfu- maður. Hann var vel af guði gefinn og átti gott æsku- heimili. Honum auðnaðist að geta unnið að hugðarefnum sínum langa æfi og koma miklu í framkvæmd, og naut trausts og álits samferða- manna sinna. Hann eignaðist ágæta konu og mörg og myndarleg börn, sem studdu hann af kostgæfni í starfi hans eftir að upp komust. — 'Sveitungar hans og aðrir vin ir fjær og nær kveðja hann með þökk og virðingu og geyma minninguna um góð- an dreng og mikinn mann- dómsmann. Hann var jarðsunginn að Saurbæ á Kjalarnesi 23. þ.m. áð viðstöddu margmenni úr Kjós, Kjalarnesi og Reykja- vik. Gísli Guðmundsson. um færi við Hæðarstein, en þangað er ura 5 km. leið frá Dældinni. Þennan dag var glatt sólskin með miklu frosti, norðan stormur var, en ékki það mikill, að skæfi að mun. Komið var að Hæð- arsteini um kl. 3. Töldu nú allir, að þrautin væri unnin, þótt alllangt væri til Forna- hvamms, því hjarn var víð- ast ofan dalinn. Voru nú fylgdarmenn kvaddir með þakklæti fyrir drengilega hjálp, sem svo giftusamlega hafði tekizt. Ærnar voru ljúfar í rekstri ofan dalinn, var sem blessaðar skepnurn- ar fyndu á sér, að nú yrði þess skammt að bíða, að þær fengju haga til að næra sig á, enda létu þær ekki bíða að krafsa klakaskelina, er lá yfir holtunum, er kom ofan í dalinn, og ná í mosann. Var komið að Fornahvammi eft- ir nær 40 tíma frá því að heiman var farið. Stanzað var þar lítið eitt og þegin hressing fyrir menn og skepn ur. Þaðan var svo haldið á- leiðis að Sveinatungu um kvöldið. Komið var þangað um miðja nótt, þvi stanzað var á leiðinni til að láta féð fylla sig, því nægur hagi var þar. Var prýðilegt að gista hjá Jóhanni bónda og Ingi- björgu konu hans, og var ekki farið þaðan fyrr en und ir hádegi daginn eftir. Var þá farið yfir Grjótháls og staðið við á Kvíum í Þverár- hlíð við ágætar móttökur. Man ég sérstaklega eftir, að Eggert bóndi, sem þar bjó þá, kom með hvern töðumeis inn af öðrum, ég man ekki hvað marga, og gaf fénu eins mikið og það vildi éta. Farið var þaðan að Arnbjargarlæk og gist hjá Þorsteini bónda, föður Davíðs og Þorsteins sýslumanns, og var þar sem annarsstaðar ekkert til spar- að til þess að mönnum og skepnum gæti liðið sem bezt. Var svo farið að Kaðalstöð- um í Stafholtstungum og var þá komið að leiðarenda, því þar var féð haft, meðan það var fyrir sunnan, hjá Ólafi bónda, er þar bjó lengi. Voru 2 menn skildir eftir til þess að gæta fjárins. Voru það menn Fossbænda, Sigurður, er fyrr getur, og sá, er þetta ritar. Geldféð var látið bjarga sér á haganum ein- göngu, en 50 pund var ánum gefið af töðu á hverjum morgni og héldu þær sig vel með það. Veðurlag var hið ágætasta, logn og blíða hvern dag. Féð var hýst í beitar- húsum talsverða leið frá bæn um og beitt á flóana þar í kring. TVÆR VIKUR var ver- ið þarna um kyrt, og var svo rekið norður 12. og 13. maí. Ekki var að tala um mikla borgun. Þó vissi ég til, að Ólafur bóndi tók við tveimur gemlingum hvítum og gráum, og var hann látinn velja þá sjálfur. Það vöru að visu all þrifalegar gimbrar, en alls ekki þær beztu, og eftir þeirra tíma verðlagi hafa þær báðar verið 18 kr. virði. Haldið var áfram að reka suður, af nokkrum bæjum úr firðinum, alla vikuna, en bat inn kom annan sunnudag í sumri. Prýðileg höld voru á því fé, er rekið var suður, og lamba- höld góð um vorið, en ekki voru eins góð lambahöld hjá þeim, er ráku út að sjó, þar sem féð lifði á fjörubeit með sáralítilli gjöf — og ef ‘ til vill einhverjum hagasnöpum. Bóndi sá, er fyrr getur, Ás- björn Jónsson í Geithól, var, byrjaður að lóga af fé sínu,' en hætti við, er farið var með fyrsta hópinn af stað. Ekki er gott að segja, hve mörgu hefir verið bjargað frá nið- urskurði með þessu, en full- víst er, að eitthvað hefir það verið og ef til vill margt á þeim bæjum, er rekið var frá. ILL EFTIRKÖST höfðu heildarferðirnar fyrir marga, sem ekki höfðu snjógleraugu eða aðrar hlífar fyrir aug- unum, einkum sú fyrsta. Menn fengu kvalir í augun og urðu hálfblindir, og tveir urðu aldrei jafngóðir meðan þeir lifðu. Ég ætla að geta eins í sam- bandi við þennan fjárrekst- ur, því það mun okkur öllum mínnisstæðast, sem þarna vorum. Það var þorstinn, sem kvaldi okkur, einkum fyrri daginn, því hvergi var hægt að ná í vatn, en tveimur kon- um, þeim Guðlaugu Jónsdótt ur, konu Jóns Bjarnasonar, og Sesselju Stefánsdóttur ljós móður, Óspaksstöðum, hafði hugkvæmst, að þorstinn mundi þjá fólkið á heiðinni, en af því enginn karlmaður var þar heima, tók fyrrnefnd Sesselja að sér að brjótast í ófærðinni fram í Óspaks- staðasel alllanga leið, til að ; fá mann þar með drykk upp á heiði. Var það Jón Þórðar- son, er nú býr á Broddanesi, er það gerði. Fór hann með eins mikið og hægt var fyr- ir hann að komast með af drykkjarföngum. Urðu menn harla fegnir og var sem okk- 1 ur ykist kraftur um helming við þessa góðu hressingu og átti þetta sinn góða þátt í 1 því, að betur gekk síðasta spölinn um nóttina. j Þorsteinn sonur Jóns Þor- steinssonar á Fossi, sem (lengi bj ó í Hrútatungu á seinni hluta 19. aldar, merk- | ur maður á sinni tíð, var orð- i inn gamall og hættur að búa, er þetta var. Hann var oft orðheppinn í tilsvörurm Því var það, er sendimenn voru í suðurferðinni og fólk fór að lengja eftir þeim, og heima- konur fóru að verða hrædd- ar um þá, sérstaklega kona Þorsteins yngra, þá átti gamli maðurinn að hafa sagt með sinni gömlu ró: „Þið haldið þá svo alltaf, að guð sé hvergi nema hjá ykkur“. Hér kemur, síðari hluti af bréfi Geirmundar heljarskinns: „Maður er hættur að verða undr- andi, þó ýmislegt skrítið heyrist frá löggjafarsamkomu þjóðarinnar, en þó virðist mér taka útyfir frum- varp um þingfararkaup og eftirlaun uppgjafa þingmanna, sem fram er komið frá vini okkar Sigurði Krist- jánssyni o. fl. Nú nægja ekki leng- ur bitlingarnir og nefndastöríin, sem sumir af þessum heiðursmönn- um hafa látið í askinn sinn og étið ófeimnir, þó að vinnubrögðin hafi ekki verið þar eftir. Er hægt að ganga öllu, lengra í óskamm- feilni en þetta Er lítilsvirðing þjóðarinnar almennt, ekki nægi- lega mikil á löggjafarsamkomunni, þó að þetta frumvarp yrði nú ekki líka að lögum? Hann Ólafur á Hellulandi, og einhver annar maður (ég er búinn að gleyma hvað hann heitir, það er vist sá sami sem hefir svo vel vit á rjúpunum) hafa skrifað í Tímann um svartbakinn. Það er illt satt mál að verja, Ólafur minn á Hellulandi. En þú ættir að stinga því að þessum andmælanda þínum, sem virðist hafa svo gaman af að stangast við staðreyndirnár, að hann ætti að dvelja eitt vor vestur í Breiöafjarðareyjum, því að eftir það skil ég varla í öðru, en höfuð- skelin á honum væri orðin nægilega þunn til að það kæmist inn í hana, að hann hefir minna en ekkert vit á því, sem hann er að skrifa um svartbak. Hann myndi ekki fá einn einasta mann með reynslu þekkingu til að fallast á skoðun sína, um skaðleysi eða jafnvel gagn semi svartbaka í æðarvarpi. Að endingu ætla ég svo að minn- ast á skoðun sem nafnkunn kona hélt fram í útvarpinu ekki alls fyrir löngu, nefnilega því, að það væri jafnmikið óréttlæti, að láta minnihlutann beygja sig fyrir meirihlutanum eins og meirihlut- ann fyrir minnihlutanum. Ósköp finnst mér þetta austrænt og líkt „neitunarvaldinu“, sem Rússar komu inn í lög Sameinuðu þjóð- anna. Það vantaði nú bara ekkert annað, en við íslendingar færum að tryggja þeim skemmdaröflum, sem eru hér að verki, með lögum „neitunarvald" í hverju máli. Og nú á að fara að flytja inn erlent verkafólk til landbúnaðar- starfa. Er ekki nema gott eitt við því að segja. En fyrir bændur, sem ekki hafa nema sauðfjárafurðir við að styðjast, er kaupgjald, sem krafizt er og annar kostnaður, þeim langt um ofviða". Ég gæti trúað, að þetta bréf leiddi af sér framhaldsumræður þótt síðar verði. En svo eru hérna þrjár visur eftir K. VerkföII Það mundi alvarlegt áfall aumingja lýðskrumurunum, ef vitleysan gerði verkfall í verkalýðsfélögunum. Færi þó enn ver, ef ágirnd, ofstopi, lævísi, gramúð, öfund, hatur og illgirnd gerðu allsherjarverkfall — af sam- úð. Heilræði Heimtaðu allt af öðrum, engu skalt sjálfur nenna. Því ef þú gerir aldrei neitt, er ekkert þér aö kenna. Þá ræðum við ekki fleira í dag. Starkaður gamli Hjartanlega þökkum við auðsýnda samúð við frá- fall og jarðarför Jóns J. ilafilinaiiii. Börn og tengdabörn. Sólar-kúafóður Höfum fyrirliggjandi okkar ágæta SÓLAR-kúafóður, SÓLAR-hestafóður, SÓLAR-hænsnafóður, ungafóður og blandað korn. — Verðið lækkað. SÓLAR-fóðurblöndur eru framleiddar hjá Síldar- og F'LskimiöísverksmihjunnL h.f. Hafnarstræti 10—12. Auglýsingasími Tímans er nú 81300 o (I O o

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.