Tíminn - 28.04.1949, Blaðsíða 4

Tíminn - 28.04.1949, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, fimmtudaginn 28. april 1949. 84. bíaiif Nokkur orð um áfengismálið Eitthvert mesta áhyggj u- efni allra hugsandi manna á landi hér er hin sívaxandi áfengisneyzla íslenzku þjóð- arinnar, ásamt öllu því, sem fy.lgjr í kjölfar hennar. Þær eruj ægilega háar tölurnar s?m sýna, hve miklu okkar fámenna þjóð eyðir til áfeng iskaupa á ári hverju, og stöð- ugt fer sú upphæð vaxandi. En það er ekki fjárhagshlið- in ein, sem hér er um að ræða. Hin hliðin, og sú, sem er öllu þýðingarmeiri, eru svo afleiðingar þessarar miklu vínneyzlu. Því miður er ekki hægt að sýna hana í tölum. þær verður hver og einn að meta og vega og mynda sér skoðun, eftir þeim fyrirbær- um í þjóðlífinu, sem af áfeng isnautninni leiða. Margt er það, sem hefir verið rætt og ritað um áfeng- ismálið á landi hér, bæði fyrr og síðar, og ýmislegt reynt, eins og t. d. bannlögin. Alltaf hafa það verið margir, menn og konur. sem hafa séð, hví- lík ómenning áfengisnautnin er, og unnið á móti henni á ýmsan hátt. Það, sem lang- mest hefir kveðið að í því efni, eru bindindisstúkurnar. Þær eru fjölmargar um land Eftir Stcfán Kr. Vigfiísson, Arnarlióli. um karlmenn, kvenfólk ætti alls ekki að fá áfengis- skammt.). Sjálfsagt væri að miða skammtinn við það, að um ofdrykkju gæti ekki ver- ið að ræða. Yrði svo að setja um það nánari reglur, hve oft og hve víða þessum skammti yrði úthlutað. Jafnframt yrði svo algerlega að banna að hafa vín um hönd í sam- kvæmum og á samkomum. Þeir, sem aftur á móti væru innan við það tilskilda aldurs takmark, þegar þetta yrði byrjað, fengju aldrei áfengi. Þannig ætti að geta tekist að ala upp bindindisþjóð í land- inu. Er ég ekki í vafa um, að komandi kynslóðir mundu verða þakklátar fyrir þá ráð- stöfun, og það ástand, sem nú ríkir, verða eins og Ijótur draumur í lífi þjóðarinnar, er tímar líða. Ég get nú búist við, að þeim, sem ákafastir eru í bannmálinu, mundi þykja á þessu nokkur seinagangur og vilji skjótari aðgerðir. Vil ég því lítillega gera grein fyrir því, hvað fyrir mér vakir raeð því að leggja til, að þessu yrði hagað þannig, og er það þá að mínu áliti tvennt, sem allt, og hafa án efa unnið rnestu máli skiptir. mikið björgunar- og menn- ingarstarf. En þrátt fyrir það hefir þó reynslan orðið sú, að drykkj uskapur hefír aukizt jafnt og þétt, og virðist því sýnt, að stúkustarfsemi út af fyrir sig sé þess ekki megn ug að ráða niðurlögum drykkjuskaparins, og verði því fleiri ráð að koma til. Hér er vissulega mikið vandamál á ferð, sem krefst I fyrsta lagi það, að með því að koma banninu á smátt og smátt, virðast standa von- ir til, að lögbrot í sambandi við bannið yrðu að mestu leyti útilokuð. Með því að láta þá áfengisneytendur, sem fyrir eru, þegar á þessu er byrjað, hafa áfengis- skammt áfram, virðist mér freistingar til lögbrota ættu að miklu leyti að vera útilok- úrlausnar, því tæplega er aðar Þeir> sem aldrei kæm_ hægt að hugsa sér, að láta usi; d bragðið, ættu ekki að svo ganga framvegis, sem hftfa tilhneigingu til að gengið hefir hingað til, að prjóta þessi lög. Það er tízk- stöðugt sígi á ógæfuhlið. Nú an> og fyrsta staupið, sem hér er vissulega nóg komið. Nú verður að hefjast handa af fullri alvöru að stöðva áfeng- isflóðið og hefja markvissa sókn, sem að lokum leiði til veldur mestu um. í öðru lagi: Eins og þess- um málum er komið nú, h'ef- ir ríkissjóðurinn drjúgar tekj ur af áfengisverzluninni. Þó fullnaðarsigurs. En gera má að sjaidan sé á þetta atriði ráð fyrir, að það taki all- mörg ár, áður en því marki er náð, en það er ekki það, sem mestu máli skiptir, því hvað eru nokkur ár í lífi minnzt í sambandi við áfeng- ismálið, er það þó staðreynd, sem ekki verður fram hjá gengið, að áfengisverzlunin er einn af stærstu tekjustofn heillar þjóðar, heldur hitt, að' um rikisins, og sennilega sá, þannig verði að unnið, að gera mætti sér vonir um, að sigurinn yrði varanlegur, og framkvæmdum yrði hagað þannig, að freistingar til lög- brota yrðu sem minnstar. Vil ég nú leyfa mér, í stuttu máli, að gera grein fyrir þeirri leið, sem mér sýnist líklegust út úr þeim ógöngum, sem við hér erum komin í. Takmarkið sé algert áfeng- isbann með íslenzku þjóð- 'inni. Sé að því unnið eftir settum reglum að koma því á smátt og smátt. Sé byrjun- in það, að banna algerlega aö selja eða veita áfengi ungl ingum innan ákveðins aldurs. Yrði aldurstakmarkið ákveð- ið 16, 18 eða 20 ár, eftir því, hvað heppilegast þætti. Þeir, sem komnir væru yfir þetta tilskilda aldurstakmark, og þess óskuðu, gætu aftur á móti fengið ‘^inhvern tiltek- inn áfengisskammt á ári, og héldist það, meðan þeir lifðu og óskuðu eftir að halda skammtinum. (Ég vil taka fram, að þetta gildir aðeins sem einna tryggastur er. Þyk ir mér ekki ólíklegt, að þar sé að finna ástæðuna fyrir því, hvað forráðamenn ríkis- ins eru tómlátir um þetta mál. Verður ekki séð í fljótu bragði, hvað koma ætti í stað inn, ef þær tekjur hyrfu með öllu, allt í einu, því ekki mundi takast að ná í það fé beint í ríkissjóðinn, sem áður hefir verið varið til áfengis- kaupa, og ekki heldur vera réttlátt, þótt hægt væri, held ur mun það koma fram smátt og smátt, í aukinni velmeg- un þjóðarinnar, og má þá hækka skatta og aðrar tekj- ur ríkisins í samræmi við það. Virðist að einnig hér muni þróunin heppilegust. Á hitt má svo líka líta, að með vínbanninu mundu minnka eða falla niður ýms útgjöld ríkissjóðs, sem beint eða óbeint standa í sambandi við áfengissölu og drykkju- skap. Ég býst við, að ýmsum kunni að þykja ég nokkuð bjartsýnn, að gera mér von- ir um, að með svona einföld- um ráðum megi takast að skapa hér bannland, og í því sambandi t. d. benda á all- an þann fjölda íslendinga, sem fari utan. Þar verði vín- ið fyrir þeim og freisti þeirra, og verði það eitt nóg til þess, að hér geti aldrei haldist vínbann. Það skal ját að, og er mér það fullljóst, að í þessu liggur mikil hætta, ég vil segja aðalhættan. En ég vil bera það mikið traust til þeirra íslendinga, sem utan fara, að þeir meti það mikils sinn eigin heiður og þjóðar sinnar, að þeir verði menn til að neita staupinu. Það á að verða þjóðarmetnaður ís- lendingsins, hvar sem hann fer, að geta sagt: „Við íslend- ingar neitum ekki áfengis". í þessu sambandi get ég ekki stillt mig um að minn- ast eins atviks frá útvarpinu í vetur. Eins og margir sjálf- sagt muna, var seint í vetur útvarpað af stálþræði frá þeim atburði, er fyrsti ís- lenzki togarinn landaði í Þýzkalandi eftir áramótin. f þættinum kom fram ein skyndimynd, sem sérstaklega vakti athygli mína. Tveir drukknir íslendingar eru í orðahnippingum, var orð- bragð og . framkoma þannig, að ég varð lostinn djúpri hryggð og fann til sárrar blygðunar út af ástandinu um, að þetta væru íslenzkir menn í erlendri borg, sem þannig kæmu fram. Hvaða hugmyndir munu menn gera sér um okkur íslendinga út frá svona fyrirbærum? Eru ekki allir einhuga um að vilja vinna að því, að þetta breytist? Við íslendingar urðum fyrstir þjóða til að leggja nið ur vopnaburð og lýsa yfir ævarandi hlutleysi. Verðum nú einnig fyrstir til að reka Bakkus af höndum okkar. Með engu móti getum við bet ur treyst framtíð okkar sem siðferðislega sterkar þj óð ar og aflað okkur virðingar og trausts út á við. Fyrir smá þjóð eins og okkur er það lífsskilyrði að sýna þann manndóm og menningu, að við vinnum okkur ótvíræðan sess í tölu frjálsra þjóða. Við íslendingar erum fá- mennir, en búum í stóru, lítt numdu landi, sem hlýtur að verða, ef svo mætti að orði komast, dýrt í rekstri, ef við viljum lifa hér menningar- lífi, og um það eru víst allir sammála. Það er því mikil nauðsyn, að starfsgeta allra þegna þjóðfélagsins notist sem bezt, og að hver ein- estaklingur nái þeim þroska og manndómi, sem frekast má verða. Við megum ekki við því, að stór hluti æsku- lýðsins verði herfang vín- guðsins. En á hinn bóginn hefir landið okkar margt að bjóða, svo að með hagsýni og atorku ættum við að geta lif- að hér 'góðu lífi, sem frjáls þjóð í frjálsu landi. Og að lokum þetta: Öll rök hníga að því, að vínið sé mannkyninu til böls, þess- vegna ber að vinna að útrým ingu þess. Hver sá einstakl- ingur og hver sú þjóð, sem ekki neytir víns, er betur far- in. — Gamall bóndi sendir okkur liér álit sitt og tillögur í tilefni af vot- heysturnum og minkaplágu. „Það hefir verið minnst á Út- lenda veiðihunda til að eyða minkum hér í baðstofunni fyrri. Það var gert fyrir rúmum tveimur árum og mun hafa verið áréttað síðan, en án þess að nokkur virtist taka eftir því. En nú hefir Tíminn birt grein eftir austfirzkan mann, sem verið hefir úti í Skotlandi. Og hann hefir þá rey.nslu þaðan, að hundar voru notaðir við grenja- vinnslu og eyðingu refa með góð- um árangri. Nú cru alþingismenn að ræða tillögur um refi og villiminka. Sum ir vilja banna að ala refi og minka í búrum og er það sjálfsagt vel meint. Hitt er þó staöreynd, að villtir refir lifa hér og hafa lifað öldum saman áður en refaeldi hófst, og mun engan dreyma um að ref- um verði aleytt með því, aö banna eldi þeirra. Eins ér það staðreynd, að minkaplágan er komin. Þó að mörg rök hefðu mælt með því, að flytja aldrei þann fjanda til lands- ins, þá veröur það ekki aftur tek- ið og villiminkastofninn jafn skæður, þó að allt sé drepið, sem nú er í búrum. Hitt er annað mál, aö honum berst ekki stöðugt nýr og nýr liðsauki frá búgöröunum, ef þar er ekki neitt setuliö og kann þaö að vera nokkuð atriði í málinu. En ekki drepur það þá, sem fyrir eru. Þingmenn tala um að eitra fyrir refi. Það þykir mörgum ljót að- ferð, sem hún er, og verst fyrir það, að hún er hættuleg þeim dýrum ýmsum, sem menn vilja ekki mein gera, svo sem jafnvel hundum. Þá þykir hún líka ómannúöleg og skal því ekki neitað, en liins má gæta, að tófur og hrafnar nota ekki mannúölega aöferð við að afla sér matar, svo að segja mætti að óvandari væri eftirleikurinn. Samt mun flestum finnast að eitr- unin sé leiðinleg neyðarráðstöfun og gildi hennar líka nokkuð vafa- samt, þó að mörg tófan hafi ef- laust drepist af eitrinu. En það nefnir cnginn veiðihunda þegar þetta er rætt á Alþingi, finnst mér þó að margt hafi veriö vitlausara gert en þó að ráðuneyt- ið fengi 2—3 rottuhunda frá Skot- landi og léti mann, sem meö þá kynni að fara reyna þá við eyðingu refa og minka. Þá fengist dálítil reynsla, Og ef sú reynsla yrð'i hag- stæð mætti gera samfelldar, skipu legar ráðstafanir til að fá hingaö hundastofn, sem nægði veiðimönn- um hvarvetna um land, til að halda þessum rándýraplágum niðri, þó að ekki yrði um gjöreyðingu að ræða. En ef þetta þætti illa gefast, þá er ekki meira um það að segja en hverja aðra tilraun, sem gerð er í góðri meiningu en misheppn- ast. Nú vendi ég mínu kvæði í kross og nefni votheysturnana. Mikið er um þá talað og oft eins og þetta væru undratæki, sem fylgdi aiveg ný og óþekkt heyverkunaraðferð. Það er vitanlega hrein og bein aug lýsingastarfsemi, þegar sagt er að ekki séu neinar skemmdir í þess- um turnum, þó að heyið sé ófergt. Jens Hólmgeirsson segir eftir Sví- þjóðarferð sína, að reikna megi með að kasta þurfi 50 sm. lagi ofan af, en í fjögra metra breiðum turni mun það nema hálfu kýrfóðri minnst og er það hey, sem mörg- um góðum búmanni á íslandi mun vaxa í augum að kasta, sem bet- ur fer. Nú veit ég vcl, að það er betra að kasta hálfu kýrfóðri og verka 10 vel, en að hrekja allan hey- skapinn, en það er önnur saga. Ég held, að allsstaðar þar sem hægt er að byggja votheyshlöður inn í brekkur, svo að í þær verði hellt eða mokað, eigi að gera það, og það er víða hér á landi. Þar á svo að fergja heyið með grjóti. En á Víölendi og flatlendi, þar sem þessu verður ekki við komið, eiga turn- arnir sjálfsagt við. En ég held samt, að það ætti að vera regla að fergja í þeim heyið. Það má gera með því, að dæla vatni í hentug íiát, sem látin væru standa uppi í turn- unum ofan á heyinu. Ég birti hér engan reikning um það, enda treysti ég því, að þeir, sem á ann- að borð hefðu framtak og mann- dóm til að nota þá hugmynd, séu ekki í neinum vandræðum með að reikna dæmið sjálfir. Eins má sjálf sagt margt ræða um það, hvernig ílát væru heppilegust, og læt ég allar hugleiðingar um það bíða. En hitt legg ég áherzlu á, að við eig- um að haga okkar votheysverkun svo, að heyin nýtist sem bezt“. Ég þakka nú fyrir þessar bend- ingar, en vitanlega eftirlæt ég ykk- ur að meta þær og dæma. Starkaður gamli Allt til að auka ánægjuna: Eins og aö undanförnu tek ég að mér allskonar málningarvinnu og veiti þeim leiðbeiningar og aðstoð, sem þess óska, til þess að geta málað sjálfir. Séu rétt efni rétt með farin, getur málningin gert gamalt sem nýtt. 1iií>{mu' Signrlijjörnsson, málaram., Selfossi. Sími 27. Frestið ekki lengur, að gerast áskrifendur TÍAAANS

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.