Tíminn - 18.05.1949, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.05.1949, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, miffvikuðaginn 18. maí 1919. 106. blað' RÆÐA (Framhald af 3. siSu). hlut þegar vel árar saman- borið við aðra kosti. Hér hlaht því annað hvort að ger- ast, að betra jafnvægi yrði komið á milli kostnaðarins við sjávarútveginn og verð- lágsins erlendis, eða þá að tryggja yröi fiskverð, sem gæfi von um viðunandi af- komu, án tillits til markaðs- verðs erlendis. Piskábyrgðin. Hið fyrra var útilokað. Pyr- ir því var ekki fylgi, hið síð- ara var gert með fiskábyrgð- arlögunum, því neyðarúr- ræði, og Framsóknarflokkur- inn var með því af sömu á- stæðum og hann fylgdi geng- islækkuninni 1939 og öðrum ráðstöfunum, sem fyrr og síð- ár hafa verið gerðar til bjargar, þegar sjávarútvegin- um hefir legið á. Þegar núverandi ríkisstjórn tók við, var nýbúið að sam- þýkkja fiskábyrgðina, en peninganna hafði ekki verið aflað til þess að standa und- ir greiðslunum. Það hefir orð ið hlutverk þessarar ríkis- stjórnar og þess meirihluta, sem að henni stendur, að framlengja fiskábyrgðina fram á þennan dag, og afla tekna til þess að standa und- ir henni. Þannig eru á fjár- lagafrumvarpinu núna ekki uhdir 40 milljónir, sem eiga að fara í nýjar og gamlar fiskábyrgðargreiðslur. Enn hafa ekki fengizt samtök um nein úrræði, sem gert hafi mögulegt að skipta þar um stefnu. Það hafa því verið lagðir á skattar og tollar m. a. til þess að halda uppi greiðslum vegna fiskábyrgð- arinnar. Þetta ástand er hinsvegar jafn óviðunandi fyrir sjáv- arútvegsmenn og þjóðina í heild. Sjávarútveginum er haldið í sjálfheldu með þeirri háspennu, sem á öllu er innanlands og settur í þá aðstöðu að standa í samning um og „prútti" við ríkisvald- ið um fiskverðið og nú síðast framlög úr ríkissjóði til þess að halda niðri vissum þátt- um framleiðslukostnaðarins. Þessi aðstaða er ósæmileg og óviðunandi, en hinsvegar alveg óhjákvæmilegt að svo hlýtur að standa, þangað til ráðstafanir verða gerðar, sem breyta þannig hlutfalli á milli tilkostnaðar og útflutn- ingsverðs, að afkomuhorfur séu viðunandi fyrir útgerðina og fiskimennina. Með neyðarúrræðum hefir sjávarútveginum verið hald- ið gangandi og útflutningn- um haldið uppi. Ég segi hik- laust neyðarúrræðum, því að ofan á það, sem þegar er hefnt, virðist þetta kerfi, sem notað er, vera að koma inn þeirri skoðun hjá ýmsum, að þátaútvegurinn, sem leggur til 2/3—3/4 alls útflutnings- verðmætisins, sé einskonar ómagi á þjóðarbúinu, svipað því, sem sumir spekingar hafa sagt um landbúnaðinn, sem leggur til mikinn hluta þeirrar fæðu, sem lands- menn neyta. Það fyrirkomu- lag, sem ýtir undir slíkan regin misskilning og firru, er óalandi, og allt ástand í sjáv- arútvegsmálum er þannig, að nýrra úrræða er óhjákvæmi- EYST legt að leita og kem ég að því síðar. Skuldamái útvegsins. Enginn skyldi þó halda, að þær ráðstafanir, sem gerðar hafa verið, hafi reynzt eða séu fullnægjandi til þess að koma í veg fyrir samdrátt út- flutningsframleiðslunnar. Sannleikurinn er sá, að þrátt fyrir þessar ráðstafanir hef- ir sjálfur útvegurinn dregizt saman, eldri togurum verið lagt og mörgum bátum einn- ig víðsvegar um land. Á því tímabili, sem stjórn- in hefir starfað, hefir orðið að gera allstórfelldar ráðstaf anir til stuðnings útveginum í skuldamálum vegna þess, að tvser síldarvertíðir hafa brugð izt og hefir þetta orðið all fjárfrekt rikinu, en ekki orð ið hjá þeim útgjöldum sneitt eins og fjárhag útvegs- manna var komið. Á fjáiiaga frumvarpinu, sem nú er ver- ið að afgreiða, standa nær 9 milljónir vegna þessara skuldamála. Aflatryggingarsjóður. í sambandi við aflabrest- inn hefir nú komið skriður á þýðingarmikið málefni. Setn ing löggjafar um aflatrygg-. ingarsjóð útvegsins, sem verður afgreitt á þessu þingi. Er þar um mjög merkilegt mál að ræða og hefir Fram- sóknarflokkurinn sérstakar ástæður til þess að fagna því nýmæli í löggjöf, þar sem það hefir ætið verið hans á- hugamál, að slíkur trygging- arsjóður fyrir sjávarútveginn gæti komizt á sem bakstuðn- ingur vegna mikillar áhættu. Áður en skilizt er við sjáv- arútvegsmálin vil ég segja nokkur orð um kommúnista og afskipti þeirra af þeim. Hvergi kemur' lævísi þeirra og óhollusta greinilegar fram. Þeir standa gegn öllum ráð- stöfunum, sem gætu orðið til varanlegrar lausnar á vanda málum útvegsins og þeir gera allt, sem þeir geta, til þess. að ýta undir og koma af stað enn stórfelldari aukningu framleiðslukostnaðarins og dýrtíðarinnar. Þeir heimta hærra ábyrgðarverð á fiski, en eru á móti allri tekjuöfl- un, hvernig sem hún er, til þess að standa undir þeirri ábyrgð, sem fyrir er — hvað þá nýrri viðbót. Þeir hrópa: Ábyrgðarverðið er of lágt, og Jafnhliða að stjórnin hafi ekkert að bjóða fólki nema nýjar skattaálögur, sem auki dýrtíðina. Þetta er viðurstyggilegur loddaraleikur, en misheppn- aður — hann er miðaður við of lágt menningarstig og hittir ekki í mark. Fájárfestingarmálin. Þessu næst vil ég minnast nokkuð á fjárfestingarmálin, framkvæmdirnar í landinu. í stjórnarsáttmálanum var ’á- kveðið að setja skyldi á fót fjárhagsráð, er hefði eftirlit með fjárfestingu. Þegar þetta ákvæði var sett, var þannig á statt, að handahóf réði því í hvaða framkvæmdir ráðist var í hvaða framkvsemdir fjármagni, vinnuafli og gjald eyri þjóðarinnar var eytt. Það var ekki farið eftir þvi hvar þörfin var mest fyrir fram- kvæmdirnar, heldur réði það EENS . eitt í raun og veru, hverjir höföu tök á fjármagninu. Framkvæmdir höfðu þá verið miklar um tíma, geysileg sóun verðmæta átt sér stað, og mikl um fjármunum eytt í margs- konar framkvæmdir, sem að réttu lagi áttu að bíða. Um þessar mundir vofði yfir alls- herjar stöðvun vegna þess hve mikið hafði verið tekið fyrir og gj aldeyrir þá á þrot- um. Fjárfestingareftirlitinu er ætlað það vandasama hlut- verk að velja úr og leyfa þær framkvæmdir, sem mesta þýðingu hafa en fresta öðr- um. Áhrifanna frá glundroð- anum, sem í þessum málum ríkti gætti svo mjög á árinu 1947, að litlu tauti varð við komið á því ári. Árið 1948 voru skilyrði skárri til þess að beita hinni nýju stefnu, þar sem minna gætti þá eldri á- hrifa. Er því tímabært nú að spyrja hver árangur hafi orð- ið þessa eftirlits. Arangur fjárfestingar- eftirlitsins. Ég vil minnast á, nokkur höfuðatriði. Bygging lúxus- íbúða hefir verið bönnuð. Notkun byggingarefnis í sum arbústaði, bílskúra og stein- girðingar umhverfis hús hef- ir verið bönriuð. Engar íbúðir má byggja stærri en 130 fer- metra, byggingu verzlunar- húsa hefir að meztu verið hætt um stundarstakir. Allt á þetta að miða að því, að bygg- ingarefnið verði fvrst og fremst notað til nauðsynlegra íbúöarhúsabygginga, fram- leiðsluf yrirtæk j a, útihúsa- bygginga og þýðingarmestu opinberra framkvæmda. Á því leikur enginn vafi, að ýmisskonar mistök hafa átt sér stað. Það má tvímælalaust deila um einstakar leyfisveit- ingar, og á því er t. d. engin vafi, að mikil mistök áttu sér stað á árinu 1948 um ákvörð- un á innflutningi á þakefni svo að stór vandræði hlutust af. Hitt getur ekki leikið á tveim tungum, að með þessu eftirliti hefir bráðnausynlegt starf verið unnið, komið í veg fyrir gífurlega eyðslu bygg- ingaréfnis i margvíslegar framkvæmdir, sem óþarfar eru og dregiö hefðu til sín byggingarefnið, vinnuaflið og fj ármagnið og eftirlitið orðið til þess að miklum mun meira hefir verið hægt að byggja af íbúðarhúsnæði til sjávar og sveita, af útihúsum og öðr- um byggingum vegna fram- leiðslunnar en ella hefði kom- ið til mála. í fyrra var t. d. unnt vegna sparnaðarráðstaf ana á byggingarefni að veita leyfi til þess að byggja öll i- búðarhús utan Reykjavfimr, sem um var sótt í tæka tíð, og öll útihús í sveitum. í ár hefir þetta ekki reynzt mögulegt vegna þess hvað um sóknir hafa verið gífurlega margar, þannig að gjörsam- lega var útilokað að hægt væri að gjöra allar þær fram kvæmdir á einu ári. Þótt ýmsum þyki slæmt að fá synjun frá fjárhagsráði og vafalaust séu mislagðar hend um stundum þegar velja skal og hafna, þá raskar það ekki því, að fjárfestingareftirlitið hefir foröað frá verra öng- þveiti í þessum málum, en IÓNSS menn yfirleitt gera sér grein fyrir. Hvernig halda menn t. d. aö hefði farið nú eftir að gjald- eyrisskorturinn fór að gera vart við sig á.. sama tíma sem byggingaráhuginn jókst, ef það hefði átt að ráða eitt í þessum efnum hverjir gátu vegná aðstöðu sinnar náð í byggingarefnið hjá byggingar efnisinnflytjendum eða höfðu peninga í stórhýsi. Hvernig ætli að farið hefði um bygg- ingarframkv. víðsvegar um landiö. Þaö er nógu slæmt eins og það er vegna ósam- ræmis milli fjárfestingarleyfa og innflutningsleyfa. Um þver bak hefði þó keyrt alveg ger- samlega, ef fjárfestingareftir' litið hefði ekki veriö. Greiðslujöfnuður við útlönd. Þegar stjórnin tók við fyrir rúmlega tveimur árum var gj aldeyrisskorturinn f arinn að gera vart við sig, búið að ráðstafa öllum innstæðum og mjög mikið af gjaldeyris- og innflutningsleyfum í umferö. Innflutningsþarfirnar hins- vegar störfelldar, bæði vegna mikilla framkvæmda og mik- iúar neyzlu. Þrátt fyrir ali- mikinn útflutning hefir það verið mjög miklum erfiðleik- um bundið að forðast eyðslu skuídasöfnun erlendis. M. a. vegna þeirra ráðstafana, sem gerðar hafa verið á vegum fjárhagsráðs, hefir gjaldeyris jöfnuður hinsvegar verið stór um hagstæðari en áður var. Árið 1945 keyptu bankarnir gjaldeyri fyrir 362 millj. og seldu gjaldeyri fyrir 426 millj. Jöfnuðurinn því óhag- stæður um 100 millj. Árið 1946 keyptu bankarnir gjald- eyri fyrir 323 miJlj. en seldu fyrir 580 millj. Jöfnuðurinn var óhagstæöur um 257 millj. Árið 1947 keyptu bankarnir gjaldeyri fyrir 301 en seldu fyrir 468 millj. Óhagstæður jöfnuður 167 millj. Árið 1948 keyptu bankarnir erl. gjald- eyrir fyrir 424 millj., en seldu fyrir 416 millj. jöfnuðurinn var því hagstæður um 8 millj. kr. í innflutningnum er mjög mikið af vörum til nýrra fram kvæmda og hefir það að sjálf sögðu haft mikil áhrif á gj ald eyrisverzlunina. Gj aldeyris- skorturinn er stórfellt vanda mál og þegar allur varasjóður er tæmdur má ekkert út af bera. Marshallsamvinnan. Ómögulegt er að sjá, hvern- ig íslendingar hefðu farið að því að útvega sér nauðsynjar 1 dollurum, ef þeir hefðu ekki orðið þátttakendur í Marshall samstarfinu. Hefir fé fengizt þar með þrennu móth Lán, óafturkræft framlag sem er verið að byrja ráðstafa, og vegna vörusölu á vegum Marshallhjálparinnar, gegn greiðslu í dollurum. Höfuöatriðið er, aö lán þau, sem tekin verða og óaftur- kræfa framlagið, sem fæst, verði ekki að eyðslueyri, held- ur verði varið til þýðingar mikilla framfarafyrirtækja. í rumvarpi því, sem stjórn- in heíir iagt fyrir þingið um þetta efni, er svo ákveðið að óafturkræfa framlagið skuli notað til nýrra framkvæmda samkvæmt fjögurra ára á- ætlun ríkisstjórnarinnar í sambandi við Marshall-að- stoðina, annaðhvort dollararn ir sjálfir eða jafnvirði þeirra í annarri erlendri mynt. í framkvæmdinni veltur auðvit að allt á því, að það takist að láta útflutninginn hrökkva íyrir venjulegum innflutningi og menn neyðist ekki til að nota óafturkræfa framlagið úr Marshallaðstoðinni til þess. Það sýnir auðnuleysi og ó- sjálfstæði kommúnista að þeir eru látnv berjast á móti þátt töku íslands í Marshall-sam- starfinu. Þeir eru ekki öfunds verðir af þessu. Hefði þeirra ráöum verið fylgt, hefð eng- inn Þýzkalandssamningur fengist fyrir ísfisk, engin sala þangað á freðfiski, svo dæmi séu aðeins nefnd. Yfirleitt slitið viðskiptasambondum við lýðræðisríkin í Vestur-Evrópu og orðið að ofurselj a sig Rfiss- um til þess að hafa að borða, en það er líka það sem þeir vilj a. Það er gott að kommún- istar eru svo miskunarlaust neyddir til þess að fletta sig klæðum í sambandi við Mar- shall-samstarfið. Skipting innflutningsins. Gj aldeyrisskorturinn hefir gjört óumflýjanlegan mikinn niðurskurð á neyzluvörum fólks. Af þessu hefir leitt mjög stórfeldd vandkvæði og hafa komið átakanlega í ljós stórfelldir gallar á innflutn- ingsskipulaginu, sem að vísu voru fyrir hendi áður, en minna bar á vegna þess að gnægð var til af vörum. Á þeim árum þegar áhrifa B’ramsóknarflokksins gætti ekki verulega um fram- kvæmd verzlunarmálanna, hafði innflutningurinn með allskonar bolabrögðum verið færður yfir á hendur kaup- mannastéttarinnar frá Sam- vinnufélögunum, sem sjá þó um dreifingu vara til mikils hluta landsmanna. Urðu kaup félögin að kaupa ýmsar neysluvörur í stórum stíl hjá heildsölum, ef viðskiptamenn þeirra áttu ekki aö vera án þeirra. Vörurnar fengust hins vegar á meðan verið var að eyða innstæðunum og heild- salar fengu mikinn innflutn- ing. En þegar gjaldeyrisskortur inn sagði til sin og takmarka varð innflutning töldu heild- salar sig yfirleitt ekki hafa vörur afgangs handa kaupfé- lögunum nema lítið og sátu kaupmenn þá fyrir, en kvóti samvinnufélaganna stórlega niðurskorinn í mörgum þýð- ingarmiklum vörugreinum. Kaupfélögin og þeirra við- skiptamenn urðu því að láta sér nægja það litla, rangláta og með öllu ófullnægjandi vörumagn, sem samvinnu- hreyfingunni var ætlað, og af því hefir leitt hið frekasta misrétti í garð fjölda lands- manna. Framsóknarflokkurinn hef- ir haldið uppi harðri baráttu í Viðskiptanefnd, í Fjárhags- ráði, í ríkisstjórn og á Aíþingi og allstaðar þar sem hann hef ir getað því við komið til leið- réttingar á þessu herfilega ranglæti. Sú barátta hefir borið ár- angur á þann hátt, að þokast hefir nokkuð til leiðréttingar frá því, sem verst hefir orðið í þessum efnum og gilti þegar (Framhald á 5. siSu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.