Tíminn - 18.05.1949, Blaðsíða 2

Tíminn - 18.05.1949, Blaðsíða 2
2 TÍMINN, miðvikudaginn 18. maí 1949. 108. blaff 'Jrá hafi tii keiia Leikfélag' Rcykjavíkur sýnlr HÁMLET í nótt. ! Næturlæknir verður í lækna- varðstofunni í Austurbæjarskólan- í um, sími 5030. Næturvörður verð- ur í Laugavegs apóteki, sími 1616. 1 Næturakstur annast Hreyfill, sími 6633. Útvarpið J kvöld. 19.30 Þingfréttir. — 20.00 Préttir. — 20.30 Erindi: Danskt hervald gegn íslenzkum bónda (Ragnar Jó- hannesson skólastjóri). — 21.00 Tónleikar: Strengjakvartett í B- dúr eftir Mozart,— 21.25 Söngur og upplestur: Draumkvæðið norska, í þýðingu Kristjáns Eldjárns þjóð- minjavarðar. — 22.00 Fréttir og veðurfregnir. — 22.05 Danslög (plöt ur) ti 12.230. Hvar eru skipin? Ríkisskip. Esja fer frá Reykjavík kl. 112 á hádegi í dag vestur um land í hring ferð. Hekla var á Borgarfirði eystr ía gær á norðurleið. Herðu- breið er á leið frá Austfjörðum til Reykjavíkur. Skjaldbreði er í Rvík. Þyrill var á Kollafirði í gær. Laxfoss i fer til Akraness og' Borgarness kl. 8 í fyrramálið. Einarsson & Zoega. Foldin fór frá Færeyjum kl. 6 á mánudag, væntanleg til Reykja- .víkur síðdegis á fimmtudag. Linges troom er í Stykkisliólmi. Eimskip Brúarfoss kom til Antwerpen 16. maí frá Griinsby. Dettifoss er í Hull. Fjallfoss er í Antwerpen. Goðafoss var væntanlegur til Ak- ureyarr í gærkvöldi. Lagarfoss er væntanelgur til Reykjavíkur ár- degis í dag frá Gautaborg og Kaup mannahöfn. Reykjafoss er í Vest- mannaeyjum, fer þaðan í dag til Hamborgar. Selfoss fór frá Rvík í gærkvöidi til Immingham og' Ant- werpen. Tröllafoss er í New York. Vatnajökull kom til Reykjavíkur 16. maí frá Leith. Fíugferbir Flugfúlag íslands. Gullfaxi er væntanlegur í dag ki. 5.30 síöd. frá London og Prestvík. í gær var flogið tii Akureyrar, Vestmannaeyja og Seyðisfjarðar. Loftlciðir. Hekia er væntanleg frá Kaup- mannahöfn og Stokkhólmi í dag. í gær var flogið til Akureyrar, Vestmannaevja (2 ferðir), Flateyr- ar, Patreksfjarðar og ísafjarðar. Árnað heilla Attræður. Hinti kunni öldungur og athafna maður Páll Stefánsson frá Þverá er 80 ára í dag. Páll er óvenjuleg- ur maður, nokkuð harðyrtur stund- um, en höfðingi i lund og drengur hinn bezti, segja þeir, sem bezt þekkja liann. Trúlofanir. Um síðustu lielgi birtu hjúskap- arheit sitt ungfrú Guðiún Guðjóns dóttir frá Djúpavogi og Gunnlaug- ur Sigurðsson, Stafafelli. Um síðustu helgi birtu hjúskap- arheit sitt ungfrú Sigríður Markús dóttir .Drápuhlíð 28 og Sófus Bender bifreiðastjóri, Mjóuhlíð 12. Úr ýmsum áttum Gestir í bænum. Ingimunduv Jónsson bóndi að Brekku í Núpnsveit. Helgi Ólafs- son útibússtjóri á Stokbseyri, Sverr ir Críslaso'n bóndi í Hvamcr.i, Gunn laugur Magnússon bóndi að Mið- felli í Hrunamannahreppi. Vegirnir. Verið er að ryðja Höfðabrekku- heiði, búð aö ryðja Skaftártung- úna. — Gert er ráð fyrir, að ak- fært verði aila leið til Kirkjubæj- arklausturs eftir eins og tvo daga. Mosfellsheiði varð fær í gær og er verið að laga veginn í dag. Kerl- ingarskarð kvað/ vera orðiö slark- fært. Brattabrekka er líka fær. En nokkuð erfitt fyrir bíla að mætast þar í iöngum og ajúpum snjótröð- um. Byrjað er að moka upp í Holta vörðuheiðinni beggja megin frá. Er ætlunin að komast að sunnan a.m.k. upp að Hæðarsteini og að norðan upp að Dældarlæk. En ekki er afráöið enn, hvort háheiðin verðu rmokuð þá strax á eftir. Úr Hrunamannahreppi. Maður frá Tímanum átti ta.l.j gær við Gunnlaug Magnússon, Miðfelli i Hrunamannalrreppi. Kvað Gunnlaugur allt fé vera á gjöf þar eystra. engin nbúinn að sleppa. Ær væru að byrja að bera. Allur fénaður væri í ágætum hold- um, en lítið væri orðið um hey hjá einstaka manni. Félagslíf væri hið bezta i sveit- inni. Unga fólkið færi ekki í burtu, eða þó að það færi um tíma, kæmi þaö aftur. Ungmennafélagið væri prýðilega lifandi og héldi uppi skemmtunum og menningu í sveit- inni. Söngkór, sjónleikir, íþrcttir: sund, leikfimi o. s. frv. gerði lííið tilbreytingaríkára og tilgangsmeira fyrir æskufólkiö. Skárphéðinsmót- ið yrði að Flúðum 29. þ. m. Á Flúðum væri að myndast smá- þorp og væri búið að gera skipu- lagsuppdrátt aó því. Þar væri garð rækt, smáiðr.aöur o. s. frv. Jarð- ir, sem hefðu farið í eyði í sveit- , inni, væru að byggjast aftur og sjáifstæðum búendum væri talsvert ' að fjölga. F.|árskipti. Atkvæðagreiösiu þeirri, sem fara átti fram meðal fjáreigenda á Snæ íellsnesi um fjárskipti er nú lokið. Fór'hún fram í átta hreppum, eða ! i öllum hreppunum, sem eru fyrir ; vestan varnargirðinguna, er liggur úr Skógarnesi i Álftafjörð. Nægur meirihluti greiddi at- kvæði með fjárskiptunum. Er ósk fjáreigenda, að f járskiptin fari j fram á næstkomandi hausti. Flugvallarmenn. Auglýst er nú eítir ýmsum starfs mönnum til þjálfunar á Keflavík- urflugvelli. Er það vel farið og bráðnauðsynlegt að íslendingar þjálfist í sem flestu, er að flug- vallarstörfum lýtur. Þess meiri lík- ur eru til, að íslendingar g'eti al- gerlega tckið starfrækslu flugvall- anna í síriar hendur — og er það einkum Keflavikurflugvöllurinn, sem þá er um að ræða. EHiheimili. ísiendingarnir vestra eru nýbún- ir að koma upp ellihcimili i Blaine vestur undir Kvrrahafi. Tók það til starfa í febrúarb'yrjun i vetur. Sr í því um 20 gamalt fólk, allt íslerizkt, en getur tekið um 30 manns. Heldur er að heyra, nð fjarhag- uririn sé .hrcngur, en þe:r cru scig- ir ís'endingarnir vestra. að kiiúfa ýmsan rekstur meðai h'ns dréifða, j ];t!s þjóðrrbróts — og allt með f: iálsum framlögum fórnfúsra og þióörark'nnn knrla og kvenna, er sln. nldur s'nn larigt frá siri'ri göm’u ættjörð. SVEiTALIFIÐ Þegar vorar, lifnar yfír flestu. ; Þó ber meira á því í sveitunum heldur en kaupstööunum. Þá er. ungviðið að fæðast. Lömbin leika sér um hóla og börð og folöldin hlaupa á liarða sprettum í iiagan- ! um, farfuglarnir, sem nýkomnir j eru sunnan yfir veglaus höf á æsku stöðvar sínar, syngja án afláts í ástaþrá og fögnuði að vera nú al- ; frjálsir hér norður á þessu fjalla- landi. Og þá eru þaö ekki sízt börnin, sem fagna vorinu, þótt þau yndu sér vel við að vaöa snjóinn, fara á skiðum og skautum, við að byggja sér snjóhús og snjókerling- ar að vetrinum, þá er þó meira gaman að „búa" úti í holti eða hól, þegar blessað vorið er komið. Og bóndinn hefir mörgu að , sinna: slóðadraga túnið, hugsa um skepnurnar, laga húsin og máske reisa ný, dreifa útlenda áburðin- um á grcðurlendið, setja í garð- ana, brjóta nýtt land til ræktunar, stækka trjáreitina, laga girðing- arnar og ótal mörg verkefni knýja bóndann til dáða, þegar vorið er komið. Þá er ekki lilutur liúsfreyjunnar minnstur. Húsverkin eru þar drýgst og virðast nær óþrjótandi. En vorið kemur lika í bæinn. Hús- móðirin viðrar allt úti úr bænum, hreinsar, þvær og sópar, skiptir um mold á innib'.ómunum sínum, fegrar og prýðir ailt. ,,B!essað er inni bjart og hlýtt hjá börnunum eiskulegu'', — þeim minnstu. En nú eru ílest barnanna úti. Þatt eru örugg, glöð og kát við ieik og stnrf úti í friðsælli náttúr- unni. Sveitakonan þarf ekki eins og stallsystur hennar í kaupstöð- unum að vera sí og æ hrædd uni, að henni sé fært barnið sitt stór- slasað eða liðið lík, af því að það hafi orðið undir bíl. Nei, öryggi og friðsæld sveitar- innar vegur svo vel upp á móti mörgu því, sem kaupstaöirnir hafa að bjóöa. Og þegar timi gefst, fer sveita- konan út til staría. Hún fer að laga til trén í garðinum sínum, og jafnvel planta nýjum, hún sáir í og lagar blóma- og matjurtabeö- in sín. Hún tekur innilega þátt i — a. m. k. í huganum — störfum bónda síns. sem er að brjóta nýtt land, sá i nýja sléttu, láta græna túnið umhverfis bæinn þeirra verða stærra og fallegra og þar með að tryggja og bæta lífr.afkomu hjón- anna og barnanna þeirra í fram- tíðinni. Hún grípur jafnvel í aö mála húsin úti og inni og gleðst yfir því, að með því verður heim- ilið fegurra og meira aðiaðandi. Allsstaðar eru nóg verkefni, og við að leysa þau eykst ánægjan, öryggistilfinningin, og sköpunar- þráin, sem hverjum manni er i blóð borin, fær meiri útrás og tækifæri úti í sveitunum heldur en í tækifæraskortinum, þar sem máske ekkert svigrúm er nema griót og ryk götunnar. í sveitunum er stundum erfitt, en a.m.k. þegar vorar, er þar marg- háttaður, athygksverður og yndir- legur gróand i— gróandi, sem hver viðkvæm sál hlýtur að verða snortin af — þótt það sé stund- um óafvitandi: V. G. ^ í kvöld kl. 8. — Miðasala í dag frá kl. 2 ♦ Aögöngumiðar að síðustu sýningu, sem féll niður I vegna veikinda Lárusar Pálssonar gilda í kvöld. ♦ Sími 3191 t VDRIÐ ER KE3MIÐ KVDLDSÝNING í Sjálfstæöishúsinu í kvöld kl. 8,30 Aögöngumiðar seldir frá kl. 2. Sími 2339 Dansað til kl. 1 Fiugféiags íslands h.f » V. veröur haldinn í Kaupþingssalnum í Reykjavík, föstu daginn 24. júni 1949 kl. 2 e. h. DAGSKRÁ: Venjuleg aðalfundarstörf. Aðgöngumiðar aö fundinum og atkvæðaseðlar verða afhentir í skrifstofu félagsins, Lsékjargötu 4, dagana 22. og 23. júní STJÓRNIN « 8 1 n •■> H h i ■ ii iiii iin i n i ii iiiiiiiiiiiiiiHiiimiimiiiiu 11111111 in iiMnmniinininiiiiMiininimiiiiiiiiinnnniiinniinuiii Aðstoðarráðskonu vantar í Þvottahús Landspítalans frá 1. júní n.k Um- sóknir ásamt upplýsingum um fyrri störf sendist til skrifstofu ríkisspítalanna fyrir næstkomandi mánaða mót. innnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnniinnnnnnnnnnninnnniiinniniinniiiiM *♦♦•♦♦♦♦♦•♦*♦♦♦•♦•♦^**♦♦♦♦♦••♦♦♦♦•♦♦•••♦♦♦•♦*♦♦♦♦♦♦♦♦♦•*♦•♦♦♦♦♦♦•♦••♦•••♦♦^ AUGLÝSING í í'áði er að fjölga mönnum, er þjálfa skal í flugvall- artækni, til starfa á Keflavíkurflugvelli i eftirtöldum starfsgreinum: Flugumferðarstjórn Flugumsjón Loftskeytaþjónustu Viðgerðum á fjarskiptitækjum Starfsemi biindlendingakerfa Viðhaldi flugvallarins. Þeir, sem hafa hug á einhverri af ofangreindum starfsgreinum, sendi skriflegar umsóknir, með upplýs- ingum um menntun og fyrri störf, til flugvallastjóra ríkisins fyrir 23. þ. m. Flugvallastjóri ríkisins. 8 *» :: ♦♦♦•♦♦♦••♦♦♦♦•♦ ♦•♦♦•♦♦♦••♦♦♦♦•♦♦•♦•••♦♦♦••••♦••••••< i 8 nnnnnnnninnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnnunnlnnnninnnninnnnnnnitnnnMninnMiinni Atvinna 11 Nokkrir bifvélavirkjar og pípulagningamenn, geta fengið atvinnu á Keflavikurflugvelli. Upplýsingar gefn ar á skrifstofu Flugvallarstj óra ríkisins, Keflavíkurflug velli. iiuiiininiuiiiniiuiiniuuniuunnniunnnnniuiuiiuniuinunn luniuuuuUi iinuuuiuuiuiuuiiniiimii

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.