Tíminn - 20.05.1949, Page 6
6
TÍMINN, föstudaginn 20. maí 1949.
108. blað
f...... ttljjíZ &ÍÓ ..........;
HEFÍVD
§ Ein af nýjustu og beztu stór- |
§ myndum Frakka. Spennandi og |
| Eevintýrarík eins og Greifinn =
= írá Monte Christo. I
| Aðalhlutverkin leika frönsku |
| afburðaleikararnir: 1
Lucien Coédel f
Maria Casarés
Paul Bernard
= Danskir skýringartextar. |
Dóttir
myrkursins
(Nattens Datter)
; Áhrifarík frönsk kvikmynd, sem |
É fjallar um unga stúlku, er komst 1
= í hendur glæpamanna. — Dansk =
| ur texti. — Aðalhlutverk:
f Lili Murati f
Laslö Perenyi
IIIIIMIIMII
(jatnta S 'tó
111111111111
Morðið }
í spúluvíliim {
f (Song of the Thin Man) =
f Spennandi amerísk leynilög- =
= reglumynd. i
f Aðalhlutverkin leika:
i William Powell
= Myrna Loy
Keenan Wynn
f Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Sýnd kl. 5 og 9.
•MHataiMiiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiMMMimtMiiiiimiMiniimiua
= Bönnuð börnum innan 116 ára. i
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
lllllimilllllU'lllJIIIIIIIIMMMIIII. III1111 lllllllllll 1111*1111111
f Börn lnnan 16 ára fá ekki
aðgang.
.................................
vi
njóttu
(Livet skal jo jeves)
= Sænsk ágætismynd um sjó- =
f mannsævi og heimkomu hans. I
Oscar Ljung
Elof Ahrle
Elsie Albin 1
f Sýnd kl. 5, 7 og 9.
= Bönnuð börnum innan 16 ára. §
Sími 6444.
Yjarnatbtó
niiiiiiiiii
= Fyrsta erlenda talmyndin með =
| ísl. texta. f
I ENSKA STÓRMYNDIN \
HAMLET
= byggð á leikriti W- Shakesper- f
= es. Leikstjóri: Sir Laurence =
f Olivier.
| Myndln hlaut þrenn Oscar- f
1 verðlaun: I
= =
| „besta mynd ársins 1948" f
f „bezta leikstjórn ársins 1948“ i
f „bezti leikur ársins 1948“
Sýnd kl. 5 og 9.
f Bönnuð börnum innan 12 ára. |
llMIIIIIIMIMIIMIItlltllMIIIIMIIIIIIUMIIIMIIIIMItlltmiTillll
MMMMMIIV
Yripcii-któ
iimmiiii
Leðurblakan
(„DIE FLEDERMAUS")
eftir valsakonunginn
JOHANN STRAUSS
Sýnd kl. 7 og 9.
Flækingar f
(Driffing Hong)
= Skemmtileg amerísk kúreka- f
f mynd með:
Johnny Mack Brown
Lynne Carver
Raymond Hatton |
f Sýnd kl. 5. — Sími 1182. =
Sími 1182. I
•firiUMiniii'iiiiiiiiiiimiiiitiiiinitiiiimimiimjtimiimi
r iiíini * TTcc^at*btc
i i | HAFNARFIRÐi |
Foxættin { ' i
frá Harrow 1 i
| Leikfélag Hafnarfjarðar =
= Tilkomumikil amerísk stór- = 1 I
| mynd, byggð á samnefndri = sýnir revýuna
i sögu, sem komið hefir út í ís- 1 = =
= lenzkri þýðingu. Gullna leiðin
= Aðalhlutverk leika: | 1
Rex Harrison eftir JÓN SNARA.
Naure O’Hara 1 1
Victor NanLaeten § kl. 8.30. — Sími 9184. É
| Sýnd kl. 6.30 og 9. 5 É | 1
a z 1 Sími 9249. 1 Z \
3 = ð = = 5
im"MIII III1111111 Mltmmill m III „IMMMMIMMIMMMMMIIM
Jakkaföt
á drengi 8—15 ára úr ensk-
um efnum.
Dragtir — Stuttkápur.
börnin skilin eftir hjá skepnunum á bakka Hljóðakletts-
lækjarins. Leiðin hafði nú um hríð legið um land, sem
heyrði Marzhlíð til.
Lars og Birgitta héldu áfram síðasta spölinn. Þetta var
í síðasta sinn, sem þau neyddust til þess að skilja börnin
ein eftir. Það lá við, að Birgitta gréta feginstárum. Hún
gat varla trúað því, að þau væru nú að komast á leiðarenda.
Hlíðin var vaxin birkikjarri, svo að þau sáu ekki enn heim
í hvamminn, þar sem bærinn átti að standa. Innan lítillar
stundar bar þau að litlu mýrardragi — og allt í einu nam
Lars staðar. Við honum blasti kolsvört brunahlíð. Honum
varð svo hverft við, að hann kom fyrst engu orði fyrir sig.
— Skógurinn brunninn! stundi hann loks hásum rómi.
Þau özluðu yfir jarölæga birkirunna í mýrarjarðinum, og
nú blasti öll viðurstygð eyðileggingarinnar við þeim. Það var
ekki annað eítir af grózkumiklum skóginum en eitt stórt
grenitré, sem gnæfði ógnandi yfir nakið landið.
Lars og kona hans eigruðu að þessu tré. Hvorugt mælti
orð frá vörum. Við og við rak Lars tána í hálfbrunna
drumba og öskuhrúgur. Það var ekki nema vika siðan —
kannske örfáir dagar. Eldurinn var kulnaður út.
Birgitta hneig niður á byrði sína, þegar hún hafði lagt
hana frá sér við grenitré. Hún skalf eins og hrísla, og tenn-
urnar glömruðu í munni hennar. Svo setti allt í einu að
henni grát.
— Hvernig — hvernig hefir þetta gerzt, Lars? stundi hún.
Brjóst Lars Pálssonar þrútnaöi, og hnefarnir krepptust.
Hann svaraði ekki spurningu konu sinnar.
— Við veröum að sækja börnin! sagði hann hörkulega. Og
svo sneru þau við....
VII.
Það varð fyrsta verk Lars í Marzhlíð að hrófla upp bráöa-
birgðaskýli. Inn á milli ásanna var skógurinn óskemmdur,
og þar hjó hann niður renglur og greinar af grenitrjám.
Renglunum stakk hann niður í jörðina við grenitréð, sem
eftir stóð á brunanum, og batt þær saman með tágum. Síð-
an lagði hann ofan á þetta aðrar renglur, er hann batt við
tréð, og þannig fékk hann þak með hægum halla. Loks flétt-
aði hann í þetta grenigreinum, unz þetta var orðið viðun-
a.ndi sumarskýli. Á gólfið stráði Birgitta birkikvistum. Á
svipaðan hátt var búið til skýli handa skepnunum, þótt það
væri enn óburðugra. Skammt frá þessurn skýlum bjó Lars
til hlóo, og kringum þau hrúgaði liann upp dálitlum skjól-
garði úr torfi og grjóti.
Þetta var ekki nema dagsverk. Raunar var li.tlu hlýrra
Ræða Bjarna
Ásgeirssonar
(Framhald af 5. síðu)
meöan þeir ekki læknast al-
gjörlega .af þessari pólitísku
flogaveiki. Og þetta er út af
fyrir sig stórkostlegt áfall
hverju þjóðfélagi, sem fyrir
því verður. Það verður því
aldrei of vel brýnt fyrir þeim,
sem í einlægni vilja að því
vinna að hér megi lifa og
dafna farsælt þjóðfélag
frjálsra manna, að ganga
fram í því að þurrka úr þjóð-
íélaginu áhrif þessara erl.
ofbeldis og ofstækismanna
hvar í flokki, sem þeir
standa. í því starfi þarf
margs að gæta. Það þarf að
upplýsa menn um eðli komm
únismans, starfsaðferðir og
stjórnarhætti, þar sem hann
er alls ráðandi. En það þarf
jafnframt og það má aldrei
gleymast, að skapa og við-
halda eftir mætti, réttláta
stjórnahætti, alhliða umbæt-
ur og sem jafnasta aðstöðu
landsins barna til þroskavæn
legs uppeldis og til að afla sér
þéirra lífsgæða er landið og
þjóðfélagið eru umkomin að
veita. í þeim efnum eru mörg
og óleyst verkefni fyrir hönd-
um í félagsmála- og stjórn-
málastarfseminni, er bíða eft
ir því m. a. að ungir og rösk-
ir menn komi til samstarfs
við þá frjálshuga umbóta-
menn, sem fyrir eru, og kasti
af sér álaggham hinnar er-
lendu ofstækis- og ofbeldis-
stefnu.
Hitt er svo rétt að gjöra sér
ljóst, að sjálfur kommúnis-
minn eins og hann lýsir sér í
orðum og athöfnum postul-
anna verður aldrei svæfður
með neinni rauðakrossstarf-
semi. Hann hefir þegar sýnt
það eins og hálfbróðir hans
nasisminn, — að það er ann-
að mál sem hann skilur bet-
ur, hvort heldur það er inn-
an þjóðfélagsins eða í við-
skiptum hans við umheiminn.
Honum er því nauðsynlegt að
mæta með fullkominni tor-
tryggni og hlífðarlausri and-
stöðu í hvfvetna.
tftbh'ilii ~T'wam
E.s. Selfoss”
fermir í Antwerpen 26. maí.
H.F. EIMSKIPAFÉLAG
ÍSLANDS.
Tengill h.í.
Sími 80694
Heiði við Kleppsveg
annast hvers konar raflagn-
ir og viðgerðir svo sem: Verk
smiðj ulagnir, húsalagnir,
skipalagnir ásamt viðgerðum
og uppsetningum á mótorum,
röngtentækjum og heimilis-
vélum.
Eldurinn
gerir ekki boð á undan sér!
Þeir, sem eru hyggnir,
tryggja strax hjá
Sam.vin.n.utryggingum.
inni i þessum skýlum en úti á bersvæði, og ekki mátti gera
teijandi skúr, svo að þökin hriplækju ekki. En það var þó
viðkunnanlegra að eiga sér þetta afdrep. Það, var mun
skárra að sofa þarna inni en úti undir berum himni.
Það olli miklum erfiðleikum, að skógurinn skyldi hafa
brunnið. En þó hefði Lars ekki sett það fyrir sig, ef hann
hefði ekki vitaðT að þetta var verk Lappanna. Þeir höfðu
kveikt í honum, til þess að koma í veg fyrir, að hann settist
að í Marzhlíð. Nú var um tvennt að velja — að draga hús-
viðinn langar leiðir eða byggja húsið úti undir ásunum. En
það kom raunar ekki til mála að reisa það annars staðar
en i hvamminum upp frá vatninu. Þar lá það bezt við sól,
þar var skjólbezt og þaðan Stytzt til veiðiferða á vatnið.
Og þar voru auk þess þeir blettir, sem bezt voru til ræktun-
ar fallnir. Lars hafði þegar ákveðið, hvar kartöflugarður-
inn átti að vera. Hann átti ekki annars úrkostar en draga
húsaviðinn alla leið niður í hvamminn, þótt það yrði bæði
tímafrekt og erfitt.
Það var margt handtakið, sem beið frumbýlinganna í ,
Marzhlíð þetta sumar. Auk þess sem byggja þurfti, varð að
heyja og slá, hengja heyð á hesjur og bera að þeim. Þaö
varð líka að veiða silunug og skjóta fugla, og alltaf mátti
gera ráö fyrir ófyrirsjáanlegum töfum. En fyrst af öllu
varð að stinga upp dálitinn blett og setja þar niður kart-
öflurnar.
Lars og Birgitta unnu baki brotnu frá morgni til kvölds.
Það eitt að búa til dálitla garöholu var mikið verk. Jarð-
vegurinn var grýttur og alls staðar var krökt af rótum,
stórum hnyðjum og seigum tágum. Þau áttu engan járn-
karl, svo að þau urðu að vega steinana upp með greni-