Tíminn - 26.05.1949, Blaðsíða 3

Tíminn - 26.05.1949, Blaðsíða 3
113. blað TÍMINN, finmitudaginn 25. maí 1349. 3 Efíir dr. Jén Díiason. Sunnudaginn 22. maí sleppti1 Morgunblaðið sér. Látum þaö nú vera, að fáir menn hér á landi hafi fengið Grænland „á heilann“, tautar blaðið. „En ef menn ætla sér að flytja sig með útgerð sína til Grænlands á þessu ■sumri, þá fer gamanið að grána“, segir svo blaðiö! Já, að hugsa sér aðra eins bíræfni og það, að draga þorsk við Grænland! Sér er nú hver ósvinnan! Það má ekki veiða fisk við Grænland af því, að fiskur, sem sé deyddur þar, veiti „engum neina atvinnu nema þeim, sem draga hann úr sjónum“. Það mun þó þurfa gera aö fiskinum, fletja hann, salta og umsalta o. s. frv., al- veg eins og annars mundi.! Það verður aðeins að flytja menn héðan vestur til að vinna þessi verk. En bæði þeir og einnig aurarnir þeirra koma hingað heim, því ekk- ert er hægt að kaupa fyrir fé á Grænlandi. Svo segir Mbl., að ekki þurfi að óttast síldarleysi í sumar, fyrst hafísinn sé aft- ur kominn, eftir langa fjar- veru! Já, ef ekki þyrfti ann- að en hafís til að fá síld, þá þyrfti ekki að fara alla leið til Grænlands, til að fá þann afla. Það ætti að vera nægi- legt að sigla skipunum vest- ur að ísröndinni og fylla skip in þar. — Við eigum langa sögu af miklum ísárum, og því er nú ver og miður, að hafþökunum hafa aldrei fylgt síldargöngur. Því mið- ur er það ekki reynsla ís- lenzkra sjómanna, að hafís- inn og síldin fari saman, þótt Mbl. segi það. „Hér bíða verksmiðjurnar eftir því, að sú síld megi vinn ast, og úr henni verði gerð- ar verðmætar afurðir“. Sú síld, sem þeir ausa upp á milli ísjakanna, verður varla mat- ur fyrir aðra en Morgunblað- ið. — En fari nú samt svo, að vel aflist á síld i sumar — þótt ísinn brygðist — þá væri vel, og þó enn betur, ef þriðj- ungur bátaflotans væri þá staddur við Ves.tur-Græn- j land og á aröbærum veiðum! þar. Talsmenn Landssam- j bands íslenzkra útvegsmanna hafa fullyrt það, einnig í sjálfu Morgunblaðinu, að ekki væru löndunarmöguleik ar við Norðurland íyrir meira en tvo þriðju hluta síldar- bátaflotans. Þetta var svo síð astliðið sumar, eftir að nýju verksmiðjurnar komu. En enginn skilji það svo, að þetta hafi verið betra áður. Síðan 1937, að ég byrjaði aftur að fylgjast með þessari veiði, hefir sama sagan endurtek- ið sig sumar eftir sumar: Ef aflahrotur komu, urðu skip- in að bíða löndunar dögum og vikum saman og eyðilögðu þannig veiðimöguleikana hvert fyrir öðru, er veiðin var bezt. En er illa gekk eyði- lögðu þau sjálfa veiðina hvert fyrir öðru í kapphlaup- inu um hinar fáu torfur, og síðastliðið sumar fóru nokk- ur mannslíf með í þessum ljóta leik. Verksmiðjurnar munu aldrei vinna „verðmæt ar afurðir“ úr þeirri síld, sem skipin í biðröðunum fyrir- muna hvert öðru að veiða, eða sökkva hvert fyrir öðru í kapphlaupi um torfurnar. (FravilialcL á 7. síðu) UTAN U R HEIMI Atomskip Hð heimsþekkta ameríska fyr- irtæki „Westing House Electric Company“ lætur nú vinna að rannsóknum á því, hvernig hægt sé að knýja skip með at- omorku. Slík skip myndu verða mikiu hraðskreiðari eri þau, sem nú þekkjast. og um 70—80% ó- dýrari í rekstri. Einna mesti vandinn verður að ganga þann- ig frá einangruninni, að skips- höfntn verði ekki fyrir óheppi- legum geislaáhrifum. Kjarnorkumælir Bandaríkjamenn hafa nú orðið mælingatæki, er segja til um það, ef kjarnorkusprengja springur ein- hvers staöar á jörðinni. Þessi tæki hafa enn ekki sýnt aðrar kjarnorku sprengingjar en þær, sem gerðar hafa verið á vegurn Bandaríkja- manna. Á þessu er það m. a. byggt, að Rússar framleiða ekki enn kjarnorkusprengjur, því að vafa- Igust rnyndu þeir hafa reynt þær, ef þeir framleiddu þær á annað borð, Fangabúðir sem minnis- merki. Hinum frægu fangabúðum, sem nazistar höfðu í Monthausen i Au,st urríki, liefir nú verið breytt í eins konar minnismerki um þá, sem urðu fyrir ofsóknum nazista. Fanga búðunum hefir verið breytt aftur í það horf, sem þær voru á stríðs- :t árunum. Þær verða hafðar til sýn- is fyrir almenning og hefir þegar komið margt manna til að skoða þær. Baðföt prinsessunnar Franska vikublaðið France Di- manche varð nýlaga fyrir því ó- happi, að eitt tölublaö þess (450 þús. eintök) var gert upptækt. Blað iö birti myndir frá Ítalíudvöl Marg aret Bretaprinsessu. Ein myndin átti að sýna prinsessuna á baðföt- , um, en þau sáust ekki á myndinni fremur en nýju fötin keisarans. Lög reglan komst á snoðir um þetta og stöðvaði blaðið. Talsvert er dregið í efa, að myndin sé raunverulega af prinsessunni. Blaöiö ætlaði eigi að síður að gera sér mat úr henni, en vegna íhlutunar lögreglunnar, fór það á aðra leiö. Áflog um stúlku valda skipsstrandi Brezkt skip „Genius“ strandaði í seinustu viku við innsiglinguna til Miami vegna þess, að skipshöfnin haföi lent í áflogum út af stúlku og því láðist að stjórna því. Nokkrir skipverjanna höfðu smyglað stúlk- unni urn borð í Southampton, en skipstjórinn lét loka hana inni, er hann vissi um hana. Þegar skipið nálgaðist Miami tókst henni að brjótast út og komast til kunningja sinna. Skipstjórinn vildi þá fang- elsa hana aftur og út af því risu áfiogin. ♦♦ i liefir nú aftur hafið framleiðslu á H RÖKKBRAUÐI Vegna ummæla pi'óf. Skúla Guðjónssonar — í ríkisútvarpinu um hrökkbrauð, höfum við látið rannsaka, bæði hér og í Danmörku, fosfórinnihald hrökkbrauðs þess, er við framleiðum. Niðurstaða rannsóknarinnar, sem fram fór í Danmörku á vegum próf. Skúla, sýnir, að fosfórinnihald hrökkbrauðs okkar er 0.45',;, þar af er 0.18% fytin. (Þ. e. 35% minna en í dönsku hrökkbrauði, en fytin- fosfór meltist ekki og getur auk þess bundið kalk úr fæðunni, en til aö bæta það upp, hefir hæfilegamikið kalk verið sett í hina nýju framleiðslu). Niðurstaða iðnaðardeildar Atvinnudeildar Háskólans er mjög svip- uð, en sýnir þó aðeins minni fosfór, þ. e. 0.416%. Atvinnudeildin rannsakaði einnig kaloriugildi hrökkbrauðsins og fara hér á eftir: Niðurstöður rannsóknar á hrökkbrauði, mótt. 23. 2. 1949 frá Rúgbrauðsgerðinni í Reykja- vík. Upplýsingar: Ca. ársgamalt. Ákvarða phytin í innihald. Kaloriugildi. Kal/kg. Hráprotein 14.57% Fita 1.12% 104 Raki 7.54% Sterkja . 70.4% 2886 Aska (saltlaus) . 2.32% Tréni . 2.68% Salt 1.40% Meltanlegt protein . 11.44% 469 Fosfór (P), alls . 0.416% Sýrustig (pH) . 5.75% sloriugildi alls 3459 kal. Reykjavík, 12. 5. 1949. í Atvinnudeild HúsUálans, Iðnaðardeild. Gísli Þorkelsson (sign.). Til samanburðar viljum við geta þess, að dagleg kaloríuþörf manns, sem vinnur algenga vinnu, er álitin að vera um 3500 kal. Eins og þessi rannsóknarniðurstaða ber með sér, er hrökkbrauð það, sem við framleiðum, mjög næringarríkt og þolir vel geymslu, og er eftir að það nú hefir verið bætt með kalki sérstaklega hollt fyrir börn og unglinga. ♦«•♦«♦♦♦•♦•♦♦♦♦- ♦♦«♦♦♦<-♦♦♦♦♦♦•♦ V. 1 t: þ I Í; Hreinsum góliteppi, einnig bólstruð húsgögn. Gólfteppa- hreinsnnln Barónsstíg—Skúlagötu. Sími 7360. Notuð íslenzk frímerki kaupi eg avalt hæsta verði. Jón Agnars, P.O. Box 356, Reykjavlk. Eldurinrt gerir ekki boð á undan sér;! Þeir, sem eru hyggnir, tryggja strax hjá SamvinnuíryggingLWi<

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.