Tíminn - 26.05.1949, Blaðsíða 4

Tíminn - 26.05.1949, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, fimmtudaginn 25. maí 1949. 113. folað Chamberlain o« drauéiii inii Gleymið — gleymið! í útvarpsumræðunum síð- ast talaði hinn pólitiski draugur — og sagði nú: Gleymið — gleymið fortíð- inni, þá munið þið vinna framtíöina! — Orðrétt var þessi nýja kenning þannig, að ef deilt væri í nútíð um fortíð væri það glötun á framtíð, — eins og Churchill hefði sagt. — Brezki forsæt- isráðherra mun hafa talað eitthvað þessu líkt, er hann1 tók við af flokksbróður sín- um, íhaldsmanninum Cham- berlain og Bretland var alveg á glötunarbarmi í styrjöld- inni. — En það er einkenni manna, sem hafa lipra talgreind eins óg draugar, að þeir eru grunn ir 'og misskilja. „Þeir gutla mest sem grynnst vaða.“ Slagorð Churchills var áugnabliks huggun fyrir þjak aða þjóð og bráðabirgða- smyrsl á holsár lamaðs flokks bróður. En síðar kom í ljós, að hann hikaði ekki við að ýfa — meir að segja höggva í sárin og særa þjóðina til að muna — muna fortiðina. Muna — læra af reynsl- unni. Churchill skýrði þjóðinni frá því, þegar er hann tók við völdum, að vegna mis- taka Chamberlains-stjórnar- innar, væri svo komið, að stjórn sín hefði ekkert að bjóða nema „svita, blóð og tár.“ — Hann sagði, að þjóð- in mætti (vegna andvaraleys is) búast við að verða að berjast við Þjóðverja í flæð- armálinu, á hæðunum, í göt- unum og á bjórstofunum með ölflöskur að vopnin. Aldrei hefir nokkur maður nokkurn tímann beint öðrum eins ásökunum gegn fráfar- andi stjórn og Churchill gegn stjórn Chamberlains. Allar endurminningar hans, sem nú birtast í stærra upplagi en nokkur bók önnur, eru þrungnar af ádeilu á þá stjórn, sem hafði með and- varaleysi komið Bretlandi að grafarbakkanum. — Öll bók- in er hróp til brezku þjóð- arinnar, til að vara hana við mistökum fortíðarinnar og brýna fyrir henni að muna þau — til þess að bjarga framtíðinni. En hér kennir íslenzkur maður þjóð sinni þá speki, að „til þess eru vítin að var- þau“ ekki! ggwpryn jHa'igr gSBBBBgBa— Örlög Chamberlains. Þ'egar Chamberlain kom í járnbrautarlest frá samning- unum við Hitler, veifaði hann út um gluggann á járnbraut- arklefanum til mannfjöld- ans, er beið á járnbrautar- stöðinni í London og sagði: „Það verður friður um okkar daga.“ — Sjálfsagt hefir þessi for- sætisráðherra trúað því, sem hann sagði, því hann var tal- inn heiðarlegur maður. — En hér á íslandi var for- sætisráðherra, sem jók dýr- tíðina til þess að braskararn- ir gætu grætt, eyddi innstæð- um þjóðarinnar til hagsmuna fyrir nokkra heildsala og á meðan veifaði hann til þjóð- arinnar og sagði: „Dýrtíðin dreifir stríðsgróð anum.“ „Dýrtíðin hefir sínar björtu hliðar.“ Ef dýrtíðin verður um of, lækkum við hana með einu „pennastriki.“ Þegar dýrtíðin stóð sem hæst 1947, og þessi ráðherra hrökklaðist frá völdum, þeg- ar allar innstæður voru eydd- ar og sjóðir tæmdir, sagði hann: Aldrei blómlegri horfur en nú, gjaldeyristekjur ársins 1947 verða um 800 milljónir! Þegar Chamberlain lét af völdum sá hann yfirsjón sína og honum datt ekki í hug að reyn’a að blekkja þjóð sína. Þetta vissi Churchill, er hann bar bráðabirgðasmyrsl á sár hans. Yfirsjón Chamberlains fékk svo mikið á hann, að hann veiktist og féll frá eftir nokkurn tíma. Engin iðrun. En hér á íslandi talar sá maður dólgslega í útvarp, sem hefir leikið íslenzku þjóð ina þannig, að koma henni úr tölu bezt stæðu þjóða ver- aldar, niður í það að geta ekki komið saman fjárlögum og vera mesti þurfalingur Marshall-hjálparinnar. — Og hann er hinn sperrtasti í út- varpinu og segir, að Church- ill hafi sagt, að menn ættu bara að gleyma — til þess að bjarga framtíðinni. Ólíkir menn. Naumast er unnt að gera sér í hugarlund tvo menn, sem bregðast ólíkar við yfir- sjónum en hina tvo forsætis- ráðherra, sem nefndir eru hér að framan, — og raunar er ekki hægt að nefna þá samtímis, nema biðja brezku þjóðina afsökunar á því, að þeir skuli á nokkurn hátt bornir saman. Ólík vinnubrögð. Þegar Chamberlain hafði gert mistök sín sagði Church- ill þjóðinni afleiðingarnar: „Sviti, blóð, tár“. Þegar fyrr- verandi óstjórn hér hafði só- að öllu og hrökklaðist frá, var hagfræðingaskýrslan, sönn úttektargjörð um ástandið, þöguð í hel, allt sagt blóm- legt, — væntanlegar 800 milljónir í gjaldeyristekjur o. s. frv. — Þannig var hald- ið áfram að blekkja þjóðina í stað þess að játa: „Stór yf- irsjón hefir verið gerð, dýr- tíðin er orðin uggvænleg hætta, gjaldeyrir er þrotinn, sjóðir tómir. Nú verður þjóð- in að gera stórt átak, til þess að bjargast og ná samkeppn- isaðstöðu við nálægar þjóðir. þjóðin svæfð með fagurgala um „blómann“, „800 milljón- ir í gjaldeyristekjur" o.s.frv. En nú, þegar allt er að fara norður og niður, nú, þegar all ir sjá og ekki verður logið lengur að þjóðinni, — núna segir Alþýðublaðið: „Aldrei hefir nokkur ríkisstjórn tek- ið við öðrum eins erfiðleikum og núverandi stjórn, allir sjóðir voru tæmdir“. — En þetta kemur of seint, eftir að búið er að éta upp þá þrauta- varasjóði, sem nota mátti til viðreisnarátaka fyrir tveimur og hálfu ári. Ólíkar þjóðir? En eru íslenzka þjóðin og Ef þjóðin gerir ekki þetta, kemst hún á vonarvöl". Þannig mundu Bretar hafa breytt, þannig höguðu þeir sér, er þeir losuðu sig við Chamberlain. En hér var sú brezka svo gjörólíkar, að hægt sé að bjóða íslenzku þjóðinni upp á pólitísk vinnu brögð,' sem engum brezkum stjórnmálamanni mundi koma til hugar að bjóða hinni brezku þjóð. Chamberlain tók afleiðing- um verka sinna eins og heið- arlegum manni sómdi. Hér á íslandi leika þær „fígúrur" enn lausum hala í stjórnmál- um, sem með verkum sínum gerðu okkur á stuttum tíma að mesta þurfalingnum með- al þjóðanna, vegna þess, að verk þeirra eru talin hafa unnið íslenzku þjóðinni meira tjón fjárhagslega en bölvun stríðsins sjálfs gat unnið nokkurri þjóð. — Og á ís- landi koma þessir menn fram fyrir þjóðina og segja: Gleym ið — þjóðin þarf sterka for- ystu! Eru brezka og íslenzka þjóð in svo ólíkar, að svona fram- koma sé boðleg á íslandi? Það mun vera almennt á!it, að íslendingar yíirleitt beri ekki á sér jaín fasta mótun siömenning- ar á yfirborðinu og sumar þjóðir aðrar, eða að minnsta kosti sá hluti þeirra, sem skólagenginn er. Um þetta má þó sjálfsagt deila, en vera má, að tvær höfuðástæð- ur kæmi hér til greina. Önnur er sú, að íslendingar hafa aldrei bú- ið við slíkan aga sem herskyldu- þjóð, og því eðlilega lakar tekið tamningu. En hinsvegar mun mörgum íslendingi vera það ijóst, að yfirborðsblær er lítilsvirði hjá því, sem undir býr og dýpra stend- ur. Er það að vísu gott, en ætti þó fremur að koma fram sem aukin rækt við það, sem mestu máli skipt ir, fremur en skeytingarleysi um það, sem fyrst verður fyrir. Má og segja, að ekki sé nú alltaf svo mik- il hirðusemin um hin dýpri rök, að þess vegna þyrfti að vanrækja yf- irborðið. En þrátt fyrir þessar almennu hugleiðingar og almennu reglur eru þó til atriði, sem við íslendingar megum hugsa um með ánægju. Eitt af þeim er það, að á samkomu stöðum okkar þykir sjáifsagt, að ekki sé reykt. Meðan stendur á kvikmyndasýningum eru menn i friði fyrir tóbaksreyk eins og i kirkju, leikhúsi og yfirleitt öllum almennum samkomum. Hins vegar er það tíðast á félagafundum, að menn reyki miskunnarlaust á sam- komustað, nema þá að félagsregl- ur banni, svo sem raunar er títt í mörgum menningarfélögum. Ég var nýlega að tala við stúlku, sem dvalið hafði í Englandi. Hún lét illa af því, hvernig þar væri reykt á samkomustöðum. Sagði hún, að nærri hefði legið, að hún fiýði heim af bíósýningu þar, því að allir í" kringum hana svældu og púðruðu, svo að henni var naum- ast vært í húsinu. Og þetta er ekki annað en það, sem sjálfsagt þykiir með þeirri góðu og göfugu þjóð. Okkur er áfátt um margt í um- gengnismenningu og samkomulífi, en það megum við þó eiga, að það eru takmörk fyrir því, hvað við leyf um okkur að ganga langt í tóbaks- málunum. Vitanlega leyfum við okkur margt í þeim efnum, sem er í fullu ósamræmi og lirópandi mót- sögn við almenna kurteisi, því að það þykir nú einu sinni ókurteisi að kvelja lögunauta sina með slæmri lykt, jafnvel þó að ódaunn- inn sé ekki svo megn, að hann sitji í hári manna, svo og fötum, eins og tóbaksfýlan gerir. Það er stund- um leiðinlegt, þegar menn koma heim af vinnustað eða fundi, gegn sósa af þessari stækju, svo að sak- laus börn fælast þá vegna þefsins, sem félagarnir hafa blásið á þá. Og það er sannarlega lofsvert, að við skulum þó vera í flokki þeirra þjóða, sem gerum einhverjar vel- sæmiskröfur í þessum málum, þó að þær mættu vera strangari. Starkaður gamli. Kveðjuathöfn hjartkæra mannsins míns, i HELGA JÓNSSONAR, Seglbúðum, er andaöist 22. þ.m., verður í Dómkirkj- unnl n.k. föstudag 27. þ.m. og hefst kl. 6 síðdegis. Jarðarförin fer fram frá> Prestbakkakirkju á Síðu, föstudaginn 3. júní og hefst með húskveðju á heimili hins látna, Seglbúðum kl. 1 e.h. Fyrir mína hönd, barna, móður og annarra vanda- raanna. Gyðríður Pálsdóttir •■IlllllIllllllll*llllllltllIllllIllllllllIIIIIIIII(llllllllllllllIllllllllll||I|«Il|I|||||||||||l||||||||Ill||||l|lllllllllllllllllllllllllll|t | ADALFUNDUR | Útvegsbanka íslands h.f. verður haldinn í húsi bank- 1 | ans í Reykjavík, föstudaginn 3. júní 1949, kl. 2 e. h. DAGSKRÁ: I 1. Skýrsla fulltrúaráðsins um starfsemi Útvegs- \ bankans síðastliðið starfsár. 2. Framlögð endurskoðuð reikningsuppgerö fyrir ár- 1 ið 1948. f 3. Tillaga um kvittun til framkvæmdastjórnar fyrir § | reikningsskil. | 4. Kosning tveggja endurskoðunarmanna. 1 5. Önnur mál. | Aðgöngumiðar að fundinum veröa afhentir í skrif- | I stofu bankans frá 30. maí n. k. og veröa að vera sóttir | | í síðasta lagi daginn fyrir fundinn. Aðgöngumiðar verða = \ ekki afhentir nema hlutabréfin séu sýnd. Útibú bank- I 1 ans hafa umboö til að athuga hlutabréf, sem óskað | 1 er atkvæðisréttar fyrir, og. gefa skilríki um það til 1 | skrifstofu bankans. 1 Reykjavík, 29. april 1949. | 1 F.h. fulltrúaráðsins § Stefán Jóh. Stefánsson. Lárus Fjeldsted. | Öllum þeim, sem heiðruðu mig og sýndu mér vinar- maí s.l. votta ég mitt innilegasta þakklæti og bið þeim maí sl. vota ég mitt innilegasta þakklæti og bið þeim alls góðs. Sigurður Sigurðsson Stóra Lambhaga lllllllllllllllllimilllllllllllllllimillimHIHHIIHHIIHHHHHHHHHHHHHnHHHHHnH>HHHHHHIHIHHHIiniiHHHH» LÖGTÖ K Samkvæmt kröfu bæjargjaldkera Reykjavíkur f. h. 1 bæjarsjóðs og að undangengnum úrskurði, verða lög- | tök látin fara fram fyrir ógreiddu fasteigna- og lóða- i leigugjöldum til bæjarsjóös, er féllu í gjalddaga 2. i janúar s.IÍ, ásamt dráttarvöxtum og kostnaði, að átta ■' 1 dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar. Borgarfógetinn í Reykjavík. § Kr. Kristjánsson. iiiiiiiimmmiimiimiimmmmmmmtmimiimiiiiimiiiimimmiHiiiHiiHimimimmmmiiHimmiiHHHHHiii ' iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiimiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiimim

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.