Tíminn - 26.05.1949, Blaðsíða 2

Tíminn - 26.05.1949, Blaðsíða 2
2 TÍMINN, fimmtudaginn 25. maí 1949. 113. blaif I dag. Sólift kom upp kl. 3.40. Sólarlag kl. 23.12. Árdegisflóð kl. 5.15. Síðdegisflóð kl. 17.30. f nótt: Nœturlœknir veröur í læknavarð- stofunni í Austurbæjarskólanum, sími 5030. Næturvörður verður í Reykjavíkur Apóteki, sími 1760. Næturakstur annast Hreyfill, simi 6633. Útvarpið á Húnaflóa á norðurleið. Þyrill er í Reykjavík. Oddur er á Breiðafirði. Sambandið. Hvassafell er væntanlegt til Pá- skrúðsfjarðar í fyrramálið frá Finnlandi. Flugferbir í kvöld: Fastir liðir eins og venjulega. Kl. 20.00 Fréttir og veðurfregnir. — 20.20 Útvarpshjólmsveitin (Þórar- inn Guðmundsson stjórnar) — .20.45 Dagskrá Kvenréttindafélags íslands. — Erindi: Viðhorf sveita- konu til kaupstaðanna (eftir húsfrú Önnu Bjarnadóttur á Botnastöðum i Svartárdal. — Finnborg Örnólfs- dóttir flytur). — 21.10 Tónleikar (piötur). — 21.15 Upplestur: Frum ort kvæði (Kristinn Pétursson). — 21.30 Tónleikar. — 21.45 Á innlend- um vettvangi (Emil Björnsson fréttamaður). — 22.00 Fréttir og veðurfregnir. — 22.05 Symfönískir tónleikar (plötur). — 23.05 Dag- skrárlok. Á morgun Fastir liðir eins og venjulega. Kl. 20.00 Fréttir. — 20.30 Útvarpssagan. — 21.00 Strokkvartett útvarpsins. — 21.15 Frá útlöndum (Þórarinn Þórarinsson ritstjóri). — 21.30 Er- indi: Um jarðvinnslu; síðara erindi (Árni G. Eylands stjórnarráðsfull- trúi). — 22.00 Fréttir og veður- fregnir. — 22.05 Vinsæl lög (plöt- Úr). — 22.30 Dagskrárlok. Messur í dag: Dómkirkjan. Mcssa kl. 11, síra Bjarni Jónsson. Hallgríinskirkja. Messa kl. 11 f. h. Sr. Jakob Jóns- son. Kl. 5 e. h. sr. Sigurjón Árna- son. Elliheimilið. Guðsþjónusta kl. 10.. Sr. Sigur- björn Gíslason. Fríkirkjan. Messa kl. 2. Sr. Árni Sigurðsson. Brautarholtskirkja Messa. sem auglýst hefir verið á Uppstigningardag fellur niður. Sóknarpresturinn. Útskálaprestakall Hvalsneskirkja kl. 13.00 ferming og altarisganga. Sr. Eiríkur Brynj- ólfsson. Árnað heiiia Hjónaband. Nýlega voru gefin saman í hjóna band af séra Hallgrími Hallgríms- syni prófasti að Mosfelli, ungfrú Hrefna Pétursdóttir frá Ásbjarn- arnesi og Jón Ólafsson málari frá Reynisvatni. Heimili ungu hjón- anna er að Sjávarbergi Re.vkjavík. Trúlofun. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Soffía Haraldsdóttir, Leifsgötu 19 og Óli Kristjánsson, húsgagnasmiður, Leifsgötu 28. Hvar eru skipin? Einarsson & Zoega. Foldin fór frá Vestmannaeyjum á þriðjudagskvöld áleiðis til New- cast’.e. Lingestroom fór frá Húsa- vík á mánudagskvöld áleiðis til Hamborgar. Kíkisskip. Esja er á Austfjörðum á suður- leið. Hekla er á Austfjörðum á norð urleið. Herðubreið _er væntanleg til Reykjavíkur í dag. Skjaldbreið er Loftleið'ir. Tvo daga verður flogið til Vest- mannaeyja, Akureyrar og ísafjarð- ar, einnig verður flogiö til Sands og Bíldudals. Hekla kom frá London í gær kl. 6.30 e. h. og fór aftur til London í morgun og kemur í kvöld með knattspyrnuflokk Lincoln City. Flugfélag; íslands. Gullfaxi kom frá London og Prestwick í gær. Tvo daga verður flogið til Reyð- arfjarðar, Fáskrúðsfjarðar, Norð- fjarðar, Seyðisfjarðar, einnig til Akureyrar 'og Vestmannaeyja. Úr ýmsum áttum Gatnagerðin Bæjarráð hefir samþykkt að hefja eftirfarandi fremkvæmdir við gatnagerð í sumar: Miklabraut framlenging að Suð- urlandsbraut. Vegur að Vesturbæj- arspennistöð. Ónefnd bogagata við Hjarðarhaga. Ægissíða, útrás hol- ræsis. Ægissiða, malarvegur, Hofs- vallagata útrás. Hjarðarhagi, vest- urendi, malarvegur. Laugalækur. Lækjargata. Lindargata (Klapp.— Frakk). Baldursgata (Bergst. — Freyjug.). Nönnugata. Sölvhóls- gata. Seljavegur (Vesturg.—Mýrar- gata). Bókhlööustígur. Blómvalla- gata. Brávallagata. Kárastígur. Veg arstræti við Olíuverzlun íslands. Vatnsstígur (Lindarg.—Hverfisg). Hallveigarstígur. Sólvallagata. Brekkustígur. Blaöamannafélag íslands Fundur verður haldinn í Blaða- mannafélagi íslands, að Hótel Borg í dag og hefst hann klukkan tvö. Ýms mál er snerta félagið verða til umræðu. Kjarnar Kjarnar 9. hefti hefir blaðinu bor izt. Heftið er 128 blaðsíður og flyt- j ur ýmsa sögukjarna meðal annars: Þegar flogið er hraðar en hljóðið, Förin heim, Litli presturinn, Menn, sem guðir, Dansfætur, Starfs- mannahátíð, Launin og Sígnora Chiara. Útvarpstíðindi Útvarpstíðindi 8. tbl. 12. árgangs hefir blaðinu borizt. Flytur það með al annars ferðapistla eftir Henndrik Ottóson, Emil Björnsson, Sigurð Sigurðsson, Stefán Jónsson og Högna Torfason. Þá er grein um útvarpsstöðvar í Brazilíu. Leikfélag’ Ecykjavíkur sýnir HÁMLET eftir William Shakespeare i kvöld kl 8. Leikstjóri: Edvin Tiemroth. Miðasala í dag frá kl. 2. — Sími 3191 VDRIÐ ER KDMIÐ KVDLDSYNING í Sjálfstæöishúsinu í kvöld kl. 8.30. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 2. Sími 2339 Dansað til kl. 1 Næsta sýning annað kvöld WJá(verí?aáúnina • • í Listamannaskálanum. — Opin daglega kl. 11—23. Gagnkværn vináttuheimboð milli landa I nýútlcomnu hefti Menntamála, tímarits Sambands ísl. barnakenn- ara er frá því skýrt, að skólastjóri barnaskóla í Charleston í Virginíu- ríki í Bandaríkjunum, Elma Stark að nafni, hafi boðiá einiiverjum kennara íslenzkum, karli eða konu, ókeypis dvöl á heimili sinu í sum- arleyfi á þessu sumri eða því næsta, ef engirm geti notfært sér boðið í sumar. í bréfi, sem frúin hefir ritað með boði þessu varpar hún frarrl þeirri tillögu, að kennarar í enskumæl- andi löndum, þar sem enska er al- geng námsgrein í æðri skólum, bjóði starfsbræörum sínum ókeyp- is sumarleyfisdvalir á víxl. Hún hef ir gert þetta boð til aó styðja þessa tillögu í verki og vonar að það' geti verið upphaf að viötækri starfsemi á þessurn grundvelli og kynningarstarf'semi kennara um heim allan. Scgist frúin ennfrem- ur hafa mjög miknn áhuga fyrir að kynnast íslandi og íslendingum nánar og hafi því ákveðiö að bjóða íslendingi fyrstum til sumarleyfis- dvalar hjá sér. Sem betur fer eru slik heimboð milli stéttarbræðra landa á milli ekkert einsdæmi en aitíð geta þau ekki talizt. Þótt einn og einn mað- ur hafi gert þetta hefir ekki kom- izt á nein skipuleg starfsemi í þessu efni. Hér er þó merkilegt mál á ferðinni, sem síðar á eflaust eftir að verða áhrifaríkur þáttur í kynn ingu þjóða og öflugt ráð til að eyða misskilningi, úlfúð og andúð milli þjóða og vina að hugsjón friöarins í heiminum. Slík heimboð eru miklu sigur- stranglegri til gagnkvæmrar vin- áttu og skilnings milli þjóða en al- menn ferðalög milli landa, þar sém ferðamaðurinn kynnist engum ná- ið. Með gagnkvæmum heimboðum hnýtast vináttubönd, sem orðið geta til margháttaðrar blessunar. Það er vel að kennarar ríði á vað ið í þessum efnum, því aö þeim hlýtur að vera sú hugsjón, sein hér liggur að baki, mjög hugstæð. Mætti svo fara að aðrar stéttir kærnu á eftir, og þetta yrða upp- haf að mikilli kynningarstarfsemi. íslenzkir kennarar ættu því að vinna að því öilum árum, að ein- hver úr stétt þeirra þæði þetta heimboö og gyldi það síðar í sömu mynt. . Þaó er sagt, að heiinurinn sé orð inn svo UndarlitiU og allar fjar- lægöir hafi að verulegu leyti þurrk ast út með hinum bættu samgöngu- tækjum. Þetta er að vísu rétt, en álmenningur í flestum löndum finnur þó íremur iítið enn til þess, hve grannarnir hafa færzt nær hver öðrum. Og þótt mikið sé um feröalög milli landa, vill brenna við, að það séu sömu mennirnir, sem eru- á sífelldu flugi fram og aftur um heiminn, en almenningur á þess sjaldan kost að skreppa þess ar stuttu bæjarleiðir, senr orðnar eru. Heimurinn er því ennþá að- eins lítili fyrir suma og vegalengd- irnar stuttar fyrir tiltölulega fáa menn. Þetta þarf að breytast. Hver einasti maður, sem kemst til vits og ára þarf helzt að eíga þess kost einhvern tíma ævinnar, að skreppa út fyrir pollinn, eins og íslendingar kalla það. Að þvi er ótrúlega mikil upplyfting og menningarauki og lít illi þjóð, sem elur aldur sinn við fábreytt skilyrði á margan hátt er þetta nauðsyn öðrum fremur. Gagnkvæmu heimboðin, sem hér var minnzt á eru hagkvæmt og heppilegt ráð til að örva utanfarir og auðvelda lausn þess gjaldeyris vandamáls, sem er þeim samfara og margar þjóðir eiga erfitt með að leysa. íslendingar þurfa að kynnast heiminum, og sá tími þarf að koma, að bændur og verkamenn geti skroppið suður að Miðjarðarhafi snemma vors, lielzt á eigin far- kosti, til þess að lengja liið stutta sumar og auka á víðsýni og fegurð lífs síns. Slík kynning af framandi löndum og þjóðháttum, þótt lítil sé, gerir mehn að betri borgurum heima fyrir. A. K. Frístiindamálara Laugaveg: 166, opin daglega kl. « 1—11 e.h. nniiiiiiiiMiiiiiii ii iii iii ii lml||||||||Mlll■lllllll|||||lllllllll 11111111111 nimiuiiniiiiiimii UNDU 1 Skógræktarfélags Reykjavíkur | verður haldinn í Félagsheimili Verzlunarmanna, Von- | I arstræti 4, Reykjavík, mið'vikudaginn 8. júní, og hefst I | fundurinn klukkan 20,30. Dagskrá samkvæmt félagslögum. STJÓRNIN. 1 I lllltMIIIIIIIIIIIIMIIIIHIIIMIIIÍIIIMIIIIItMllllltlllMIMIIIIIIIIIIIIIimilllllllimiltlllllllllllMtliMllllllMIIIIIIIIMItlllllllllll MMIMIMMIIIIIIIIMimillllllllllMIIIIIMIIIIMIMMMIIIMMIIIMIMIMIIIIMIIIIIIIIIIIIIMMMIIIIMIIIIIIIMMMilllM.IIIMMIIIIIim Æöardúnshreinsun Dúnhreinsunarstöð Péturs Jónssonar, Sólvöllum, I | Vogum, verður rekin framvegis með fullum krafti. — 1 Kaupi óhreinsaðan og hreinsaðan dún háu verði. Tek dún til hreinsunar hvaðan sem er af landinu. 1 Þeir, sem enn eiga óhreinsaðan dún frá fyrra ári, 1 | ættu nú ekki að láta dragast, að senda mér hann til 1 I hreinsunar. Nýr varptimi er byrjaður. Þið, dúneigend- \ | ur sem þurfið, látið mig létta ykkur starfið með því I I aö hreinsa fyrir ykkur í vél minni. Sendið mér nýju | í framleiðsluna eins fljótt og þið getið. Látið dúninn f 1 ekki hggja óhreinsaðan frá ári til árs. Þið þurfið ekk- | | ert að tína úr dúninum, bara þurrka hann vel, og § | hrista þá úr stæðsta ruslið. Ég staðhæfi, að rýrnun | | verður minni hjá mér, en við handhreinsun, ef dúnn- f | inn er ófúinn. Ég vártyggi dúninn. — Þið fáið verkið 1 | vel unnið og trúverðuglega. — Talið við mig, eða skrif- f | ið'. — Símstöð Hábæ, Yogum. 1 iiiiiiiiiMiMiiiMiiitmmmiiimiimiiimiiimMMmiMMiiiiiiiMiiiiMiiMMiK.i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.