Tíminn - 21.06.1949, Blaðsíða 8

Tíminn - 21.06.1949, Blaðsíða 8
„ERLEJVT YFMRLST“ í DAG: Kirkjjudeilan í Tékkóslóvakíu. 33. árg. Reykjavík 21. júní 1946 129. blað Fjórveldafundinu París lauk í gær Br;tðabir«5asanik«m!j!;íí> isáðist ain Þýzkalamismáiin. Fundi utanríkisráðherra fjórveldanna lauk í Paris í gær og gáfu ráðherrarnir út sameiginlega tilkynningu um fund- ihn og árangur hans í gærkveldi. Bráðabirgðasamkomulag um Þýzkalandsmálin náðist á síðasta fundinum. Gert er ráð fyrir að annar fjórveldafundur um þessi mál verði ákveðinn þegar allsherjarþing S. Þ. kcmur saman í hausl. Bráðabirgðalausn á Berlín ardeiiunni er sú, að Rússar skuli standa fullkomlega við samkomulagið um afnám flutningabannsins en í þess stað skuli vesturveldin leyfa nokkorn vegin frjáls viðskipti milli Austur- og Vestur-Þýzka lands. ' Um friðarsamningana við Austurríki var samþykkt, að fjórveldin skyldu senda full- trúum sínum í þeim málum sameiginlega orðsendingu og skyldi friðarsamningum lokið 1. sept. í haust. Síðdegis í gær héldu ráð- herrarnir stuttan lokaðan fund til að ganga frá hinni sameiginlegu tilkynningu, er þeir birtu um fundinn í gær- kveldí. Acheson og Schuman áttu fund með fréttamönnum í gærkveldi en Bevin hélt þeg ar til London eftir fundinn í gær. Utanríkisráðherrarnir hafa alls haldið 23 fundi og voru 9 af þeim lokaðir. Eftir að þeir fóru að hafa fundina lok aða tók að ganga saman og má nú segja að fundinum loknum að betri árangur hafi náðst en menn bjuggust við í fyrstu. uti þfzka verka- Sakaðir um pjósnir fyrir Bandaríkin Hinn fyrrverandi utanríkis- ráðherra Ungverjalands og meðlimur kommúnistaflokks- ins, Lazzlo Rajk, sem settur var frá embætti fyrir nokkr- um dögum, hefir nú verið tek- inn fastur af ungverskum stjórnarvöldum og sakaður um Trozky-isma og njósnir í þágu Bandaríkjanna. Einnig hefir Tibor Szonyi, meðlimur miðstjórnar kommúnista- flokksins, verið tekinn fastur fyrir sömu sakir auk 20 ann- arra kommúnista. I Krónborgarkastala í Danmörku hcfir að undanförnu staðið yfir Hamletsýning. Myndin sýnir Ieilc- konuna Buth Ford. sem fer með hiutvcrk Ophelíu. Stíflugarður í Flóa- áveiíunni bilar í fyrrinótt bilaði stíflugarð- ur í Flóaáveitunni og flæddi vatn yfir þjóðveginn hjá Skeggjastöðum í Flóa í gær. Umferð tepptist þó ekki og viðgerð á garðinum fór fram í gær. Nokkur vöxtur var í Öl- fusá, en þó ekki svo mikill að hlaup gæti talizt. fólksiRS er flóttafólk frá Austur-Þýzkalandi Rætt við |én Helgason, fréttaritstjjóra, anaan jieírra sendimanna, er fóru til að ..... ráða fólkið. Fyi;ir stuttu hafa fjölmennir hópar framandi fólks beint för sinnirfrá höfuðstað landsins út um byggðirnar og heim á sveitabýlin. Þetta er hið margumtalaða þýzka verka- fólk — sundurleitur hópur sona og dætra ógæfusamrar þjóð- sr, kominn hingað norður á hjara veraldar í von um að geta öðlazt héF nýja von og nýja framtíð. Með margvísleg- um kenndum ei*‘|iað hingað komið, og hafi von og ótti nokk- urn tíma barizt úm yfirráð í mannlegu brjósti, hefir slík barátta átt sér sfeð í huga þessa fólks, er það var á leið til hinna nýju, óþékktu heimkymia í þessu skóglausa, vor- kalda landi. ~ ' Norrænt æskulýðs- raót Ungmennafélagi íslands var boðin þátttaka í norrænu æskulýðsmóti, sem haldið er 18.—25. júní við Aabolands lýðháskólann í Pargas og stánda bæði finnsku ung- mennasamböndin að undir- búningi þess. Mótið verður með svipuðum hætti og Krog erupmótið í fyrra vor: Fyrir- lestrar, umræííur og ferðalög á ýmsa staði. . Fulltrúar Ungmennafélags íslands á mótinu eru: Vil- hjálmur Sigurbjörnsson kenn ari, Eiðum, Ásdís Ríkarðsdótt ir og Grímur Norðdahl Fjórir Finnar keppa hér á fimmtudaginn Flokkur frjjálsíþróttamanna úr Ármanni fer til Finnlands 28. þ. m. Á fimmtudaginn heldur Ármann frjálsíþróttamót í til- efni af 60 ára afmæli félagsins og hefir félagið boðið fjór- um finnsku íþróttamönnum til að keppa á mótinu. Farar- stjóri þeirra er Nóra, sá er kenndi Ármenningum hér fyrir tveim árum. 28. þ. m. munu 13 Ármenningar fara til Finnlands og keppa þar. Verða þeir Finnunum samferða út. Ný sambandsfélög í U.M.F.Í. Ungmennasambandiö Úlf- Ijótur í Austur-Skaftafells- sýslu hefir gengið í Ung- mennafélag íslands. Telur það 5 félög með um 300 fé- lagsmenn. Stjórn þess skipa: Aðalsteinn Aðalsteinsson Höfn, formaður, Torfi Stein- þórsson Hala, ritari og Sig- urður Hjaltason Hólum, fé- hirðir. Finnsku íþrótta- mennirnir. Finnarnir sem hingað korna eru: O. Pitkánen, stangar- stökkvari og hefir hann stokkið rúma 4 m í ár, svo bú- ast má við skemmtilegri keppni milli hans og Torfa Bryngeirssonar. E. Haikkola keppir í 800 m hlaupi, tími um 2 mín., og 1500 m hlaupi, bezti tími í ár 4:04.6 mín. H. Posti keppir í 1500 m hlaupi; hefir hann hlaupið á 4:02.4, og 3000 m á 8.30.8. Báð- ir hafa þessir menn náð betri árangri undanfarin ár. Óskar Jónsson er með svipaða tíma í ár og má búast við mjög skemmtilegri keppni í þessum hlaupum. P. Vesterinen, spjótkastari, og er hann þekktasti íþrótta- maðurinn m. a. í úrslitum á Olympíuleikunum. Hann hefir kastað 63.83 m í sumar, en undanfarin ár hefir hann oft kastað yfir 70 m. Á fimmtu- daginn verður keppt í eftir- töldum greinum, 200 m, 800 m, 1500 og 4x100 m boðhlaupi, spjótkasti, langstökki og stang arstökki. Á laugardag heldur mótið áfram og verður m. a. keppt í tugþraut og er Örn Clausen meðal keppenda. Ármenningar til Finnlands. Þann 28. þ. m. mun 13 manna flokkur frjálsíþrótta- manna úr Ármanni verða Finnunum samferða til Finn- lands og eru þessir menn í flokknum: Guðm. Lárusson, Hörður Haraldsson, Þorbjörn Pétursson, Reynir Gunnars- son, Magnús Ingólfsson, Stef- ! án Gunnarsson, Hörður Haf- J liðason, Ástvaldur Jónsson, ^Halldór Sigurgeirsson, Bjarni (Linnet, Ragnar Björnsson og Halldór Lárusson. Þjálfari fé- lagsins, Guðm. Þórarinsson, verður með í förinni. Fyrsta keppni þeirra verður í Hels- ingfors 1. júlí, og aftur keppa þeir 14. júlí í Heinola. Milli keppnanna munu þeir ferðast um í Finnlandi og njóta handleiðslu beztu þjálf- ara Finna. Einnig mun þeim gefast kostur á að sjá flesta beztu íþróttamenn Finna og ættu þeir að geta lært margt af því. 15. júlí mun flokkurinn fara til Stokkhólms og þaðan með flugvél þann 16. heim til íslands. Það voru alls 184 Þjóðverj- ar, er ráðizt hafa hér til land búnaðarstarfa, sem komu með Esju á dögunum, og um 125 munu enn" vera úti í Þýzkalandi, en koma hingað næstu vikur. Þéir Þorsteinn Jósefsson og Jöh Helgason, sem voru Árna Si'emsen, ræð- ismanni íslendinga í Lúbeck, til aðstoðar við: ráðningu og heimflutning fólksins, komu báðir með Esju. Fer hér á eft- ir frásögn Jóns af þessari för. Marga fýsti til íslands. — Ég gæti að sjálfsögðu sagt ýmislegt frá þessari ferð okkar Þorsteinsx.Jósefssonar til ÞýzkalandsAÍpIarga fýsir sýnilega að freísta íslands- ferðar, þótt nafn landsins okkar hljómi tætýega hlýlega í þýzkum eyrum'né feli í sér mikil fyrirþeit. Þau tilboð, sem bárust, bæði munnleg og skrifleg, skiptu þúsundum, i þótt margt af því fólki, sem I þau sendi, byggi svo f j arri bækistöðvum okkar, að eng- in tiltök væru að sinna þeim. Mörgum virtist það mikið á- hugamál að ráða sig til ís- lands. Einu sírftti kom til dæmis berfætt Stúlka gang- andi fimmtán kílómetra leið, og í annað sinn komu tvær á sama hjólgarminum þrjá- tíu eða fjörutíú kílómetra veg. Ekki var þáð einsdæmi, að fólk, sem við töldum okk- ur ekki fært að ráða, gengi grátandi burt. En'hvað á bak við slík atvik liggur. skilja þeir einir, er eirihverja nasa- sjón hafa af ástandinu í Þýzkalandi, eins og það er. — Brosleg atvik korim líka fyr- ir. — Einu sinri'í kom gömul kona með stórán hund og vildi selja hanri til íslands fyrir sjötíu mörk. Skortur, styrjaldarótti, vonleysi. í Þýzkalandi er nú sem sagt mikill og vaxandi fjöldi fólks atvinnulaus og fær á mánuði hverjum atvinnuleysisstyrki, sem nema andvirði einnar lé- legrar flíkur. Sú upphæð vei’ð ur að nægja til allrar fram- færslu. Ofan á þetta bætist svo algert vonleýsi um fram- tíðina, ótti við riýja styrjöld og gamlir og riýir harmar, sem við getum ekki gert okk- ur í hugarlund, hversu sárir eru. Þrátt fyrir þetta allt get ég ekki annað sagt en að fólk í Þýzkalandi beri sig yf- irleitt vel, og það fannst mér aðdáunarvert, hversu svo að segja allir voru hreinir í landi, þar sem eitt sápustykki eru auðæfi, sem milljónir manna geta ekki veitt sér. Ég vona því, að þeir, sem fá þýzka æskufólkið, fái yfirleitt þrifið fólk. Margar spurningar. Það er eðlilegt, að ýmsar spurningar vakni i huga ís- lendinga, þegar þetta fólk kemur hingað. Hvers konar fólk er þetta? Hvernig mun það reynast? Og festir það hér yndi? Slíkum spurningum getur enginn svarað að óreyndu, og ég vil engu spá. Þó þyk- ist ég þess fullviss, að í þess- um hópi sé til úrvalsfólk, og sennilega er jafn víst, að eitt hvað er meðal þess af fólki, sem reynist miður vel. Allt mun það hafa gert sér ljóst, að fyrstu vikurnar, meðan það er að venjast hér stað- háttum, lífsvenjum og störf- um, hljóta að verða erfiðar, og einmanaleg vistin, meðan það skilur ekkert í íslenzku máli. Hætt er einnig við, að á stöku stað kunni að rísa upp misskilningur, þar sem aðil- ar geta ekki rætt sam.an, en vonandi verða ekki svo mikil brögð að því, að slíkt takist ekki að jafna með góðu móti. Komi hins vegar til alvarlegs ágreinings, til dæmis um framkvæmd og efndir vinnu- samnings, vanrækslu á greiðslu kaups á réttum gjald daga eða annars, er hægt að skjóta slíku til úrskurðar nefndar, sem skipuð er Árna Tryggvasyni hæstréttardóm- ara, Halldóri Pálssyni ráðu- naut af hálfu Búnaðarfélags íslands og Helmuth Rösiger í Gunnarsholti á Rangárvöll- um af hálfu þýzka verkafólks ins. Langar raunasögur. Þetta þýzka verkafólk, sem nú er hingað komið og kem- ur næstu vikur, gæti margt (FramhalcL á 2. síðu)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.