Tíminn - 21.07.1949, Side 3

Tíminn - 21.07.1949, Side 3
152. blað TÍMINN, fimmtudaginn 21. júlí 1949 3 ÍÞRÓTTIR jþróttamót á Sauðárkróki Miirg ný Skag'afjjarSarmet sett Ungmennasamband Skaga- fjarðar minntist 17. júní með héraðsmóti á Sauðárkróki. Skemmtunin hófst kl. 2 e. h. á Eyri, sem er útiskemmti- staður Sauðárkróks. Guðjón Ingimundarson íþróttakenn- ari, formaður sambahdsins, setti skemmtunina. Ræðu flutti Eysteinn Bjarnason. Þá fóru fram alls konar iþrótt- ir með um 40 þátttakend- um frá fjórum félögum. Helztu úrslit: 100 m. hlaup: 1. Árni Guðmundsson, U. Tindastóll, 11,6 sek. 2. Halldór Jónsson U. Æsk- an 11.8 sek. 3. Gísli Blöndal, Tindast. 11,9 sek. — Árni hljóp á 11,4 í undanrás. 80 m. hlaup kvenna. 1. Erla Guðjónsd. T. 11,7 2. Hallfríður Guömundsd. T. 11,7. 3. Greta Þorsteinsd. T. 11,8 400 m. hlaup. 1. Árni Guðmundss. T. 57,0 2. Hörður Pálsson T. 61,5 3. Haukur Pálsson T. 62,5 4000 m. hlaup. 1. Kári Steinss. Hj. 14:46,2 2. Stefán Guðm.s. T. 14:49,0 3. Sævar Guðm.s. Hj. 14:51,2 1500 m. hlaup. 1. Kári Steinss. Hj. 4:57,9 2. Sævar Guðm.s. Hj. 4:59,1 3. Haukur Pálss. T. 5:01,9 4x100 m. boðhlaup. 1. A-sveit Tindastóls 52,8 2. Sveit Hjalta 53,4 3. Sveit Höfðstrendings 54,5 Kúluvarp. 1. Eiríkur Jónss. T. 11,05 m. 2. Gunnar Pálss. Hj. 10,89 — 3. Gísli Sölvas. Hj. 10,70 — Kringlukast. 1. Þórður Stefánss. Hj. 32,37 2. Eiríkur Jónss. T. 31,68 3. Gunnar Pálsson Hj. 31,15 Spjótkast. 1. Óskar Jónsson T. 42,45 2. Eiríkur Jónsson T. 39,50 3. Halldór Jónsson Æ. 37,24 Ilástökk. 1. Árni Guðmundss. T. 1,70 2. Gísli Bjarnason Hj. 1.50 3. Alfreð Björnss. Höfð. 1,50 Langstökk. 1. Árni Guðmundss. T. 6,07 2. Hörður Pálsson T; 5,64 3. Gísli Bjarnason Hj. 5,50 Þristökk. 1. Hörður Pálsson T. 12,34 2. Guðm. Stefánss. Hj. 12,12 3. Sigm. Pálsson T. 11,88 Nýjar olíuverk- smiðjur í Bretlandi Eig'a að framleiða kemisk efni íer olíunni uiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiitiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimuuif ísiendingalpætÍLr ■ llilllMIIIIIIIUUIUUIIIIUIIIIUIIIUIIIUI IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIUIirilf Áttræð: Anna Soffía Arnardóttir á Húsavík Þrenh verðlaun voru veitt í hverri grein, auk þess sér- verðlaun fyrir bezta afrek mótsins, og hlaut það Árni Guðmundsson fyrir 100 m. hlaupið. Félögin keppa um 17. júní stöngina, gefna af fulltrúum á sambandsþingi SUFS 1948, og hlaut Ungmennafélagið Tindastóll hana. Vann það mótið með 77 stigum. UMF Hjalti hlaut 44 stig, UMF Höfðstrendingur 5 stig og UMF Æskan 5 stig. Sex íslendingar fara á sund- meistaramót Norðurlanda Nýlega hefir verið ákveðið að senda sex íslenzka sund- menn á sundmeistaramót Norðurlanda, sem fer fram í Helsingfors 14. ágúst n. k. Þeir sem fara eru Ari Guð- mundsson er keppir í 100 m., 400 m. skriðsundi og 4X100 m. boðsundi. Atli Steinars- son keppir í 200 m. bringu- sundi. Hörður Jóhannesson keppir í 4X100 m. boðsundi. Ólafur Diðriksson keppir í 100 m. skriðsundi. Sigurður Jónsson, Þingeyingur, keppir í 200 m. bringusundi og 4X100 m. boðsundi. Sigurður Jóns- son, K.R. keppir í 4X100 m. boðsundi. Fararstjóri verður Erlingur Pálsson en þjálfari verður Jónas Halldórsson. Héðan verður farið 11. ágúst. Mjög einkennileg ráðstöf- un er að Þórdís Árnadóttir skuli ekki fara á mótið, þar sem hún hefir synt undir þeim lágmarkstíma sem var settur fyrir þátttöku í mót- inu. — Úrtökumótið fyrir Norðurlandakeppnina hélt á fram á þriðjudagskvöld. Sig urður K.R. ingur vann 100 m. flugsund á 1:17,5 mín. 2. varð SÍgurður Þingeyingur á 1:18,8 mín og þriðji Atli Stein arsson á 1:18,9 mín. Gyða Stefánsdóttir synti 200 m. bringusund á 3:17,8 m. og Ólafur Diðriksson synti 400 m. skriðsund á 5:30,7 mín. Fyrirlesírar dr. Richard Beck Dr. Richard Beck, prófessor í Norðurlandamálum og bók- menntum við ríkisháskólann í Norður-Dakota í Grand Forks N. D. hefir undanfarnar vik- ur flutt fjölda af ræðum þar í borg og víðar að því er vestur- íslenzku blöðin, Lögberg og Heimskringla, skýra frá. Á þjóðhátíðardegi Norð- manna, þann 17. maí, flutti hann frá útvarpsstöðinni í Grand Forks, í tilefni dagsins, ræðu um Norðurlönd og heims friðinn; daginn eftir var hann ræðumaður á fundi Kiwanis- klúbbsins þar í borg og talaði þar um Sameinuðu þjóðirnar, —: starfsemi þess félagsskap- ar og hlutverk, en hann sat fundi hans daglangt þann 9. maí, sem gestur Thor Thors, sendiherra íslands og fulltrúa þess hjá Sameinuðu þjóðun- um. Um sama efni flutti dr. (Framhald á 6. síðu). I gær, 20. júlí taka til starfa í Stanlow í Bretlandi verk- smiðjur, sem framleiða munu ýms kemisk efni úr olíum. — Verksmiðjur þessar, sem eru eign The Shell Petroleum Company Ltd., munu hafa kostað um fjórar milljónir punda, og eru hluti af áætlun, sem Shell hefir á prjónunum að byggja í Stanlow olíu- hreinsunarstöð, sem verða mun ein stærsta og fullkomn- asta í sinni röð í Evrópu. Er endanlegt kostnaðarverð áætl að £ 20 milljónir og afkasta- getan 3 (4 milljón tonn á ári. Enda þótt olíur unnar úr jörðu hafi verið og muni í framtíð- inni verða notaðar að lang- mestu leyti til brennslu, sem orkugjafi fyrir hvers konar vélar, hefir framleiðsla á ýms um kemiskum efnum úr olí- um aukizt gífurlega bæði að magni og fjölbreyttni, eink- um hin síðari ár. Á þessu sviði hefir Shellfélagið ávallt verið í fremstu röð og hafa rann- I sóknarstofur félagsins í Bret- ' landi, Hollandi og Bandaríkj- unum lagt drjúgan skerf til þéirra nýjunga, sem fram hafa komið. | Opnun hinna nýju efna- ^verksmiðja Shell í Stanlow er talin mikill viðburður í fram- leiðslumálum Breta. sem liður í því mikla átaki, sem nú [stendur yfir, í verzlunar- og ■ útflutningsmálum landsins. Er talið að efnaverksmiðjur | þessar einar muni spara Bret- 'um fimm milljónir dollara á ári auk þess, sem þær munu létta á dollaraþörf annara ■ Evrópuþjóða. | Að telja upp framleiðslu- tegundir verksmiðjanna væri of langt mál, því þær skipta hundruðum, en geta má þess að þarna verða framleidd ým- is upplausnarefni fyrir máln- ingariðnaðinn og skyldan iðn- að, efni í snyrtivörur og fleira. Einn stærsti liður framleiðsl- unnar verður á efni sem Teepol nefnist, en það er fljót ■ andi sápulögur, sem unninn I er úr olíum. Framleidd verða af efni þessu 50.000 tonn á ári, en ráðgerð aukning er upp í 75 þús. tonn. í sambandi við opnun verk- smiðjanna hefir Shell gefið út bók er nefnist „Britain’s Nev/ Industry, Stanlow 1949,“ sem ! send hefir verið víða um lönd j til fréttastofa og blaða. í nið- ; urlagi að formála fyrir bók þessari, sem ritaður er af Sir ! Stafford . Cripps, kemst ráð- herrann að orði á þessa leið. | „Það hlýtur því að vera hvatn ing fyrir okkur öll að sjá hin- ar nýju framkvæmdir, sem verið hafa á döfinni i Stanlow síðustu mánuðina, og við kunn um að meta að það er ekkert lát á framtaki Shellfélagsins.“ Attræð varð í gær Anna Soffía Árnadóttir á Húsavík. Hún er fædd að Ytra-Álandi í Þistilfirði 19. júlí 1869, dött- ir Árna bónda Björnssonar, Jónssonar frá Laxárdal i Þistilfirði og konu hans Rann veigar Gunnarsdóttur, Sig- urðssonar frá Skógum í Ax- arfiröi Þorgrímssonar. Kona Sigurðar, en móðir Gunnars var Rannveig Gunnarsdóttir (Skíða-Gunnars) Þorsteins- sonar. prests að Skinnastað. Árni Björnsson fluttist frá Álandi að Keldunesi og síðar að Ytri-Bakka í Kelduhverfi og bjó þar lengi. Þar ólst Anna upp í hópi margra mannvænlegra systkina. Hjónin á Bakka, Árni og Rannveig, voru rausnar og myndarfólk eins og þau áttu kyn til. Árni var hagur vel bæði á tré og járn og svo mikill greiðamaður og hjálp- samur við hvern, sem í hlut átti að af bar. Því var það, að bóndi einn, er Árni hafði greitt fyrir að vanda og hjálp að á margan hátt, kvaddi hann með þessum orðum: „Vertu margblessaður og sæll Árni minn og þakka þér nú fyrir alla skapaða hluti“. Anna Árnadóttir kippti í kyn sitt á marga lund. Hún var afburöafín kona og glæsi leg í sjón, glaðlynd og hjálp- söm og átti þá högu hönd, að hvert verk leysti hún af hendi með sérstökum myndarbrag og hagleik. Hún giftist Gunnlaugi Björnssyni frá Skóguin hinn 1. júlí 1895, en missti hánn eftir mjög stutta sambúð. Af þrem börnum þeirra dóu tvö í bernsku, en ein dóttir er á lífi, Arnfríður, gift Einari J. Reynis pípulagningameistara á Húsavík. Síðari maður Önnu var Siguröur Björnsson, bróð- ir Gunnlaugs, glæsilegur gáfu maður, en andaðist á bézta aldri árið 193?. Eftir það hef ir Anna dvalist á heimili dótt ur sinnar. Þrátt fyrir háan aldur og þungbæra reynslu er Ánna Árnadóttir enn glaðvær og ern, ung í anda og ung í sjón, svo ókunnan gæti vart grun- að, að árin væru orðin svo mörg, sem raun ber vitxii. En dóttir hennar, tengdasonur og barnabörn ættingjar, syst- kini og vinir nær og fjær, sem þekkja hana bezt og hafa notið ástúðar hennar, um- hyggju og hlýju á liðinni tíð, (Framhald á 6. síðu). m alli við Grænland s sumar en nokkru sinni fyrr Eldurinn gerir ekki boð á undan sér! Þelr, sem eru hyggnir, tryggja strax hjá SamvinnLLtryggingum 'UÚhtiiii Títnam Siglufirði, 16. júlí. Skipstjóri og skipshöfn á norsku sildveiðiskipi frá Haugasundi, er kom til Siglu- fjarðar í gær, sögðu, að meiri mokafli væri við Grænland í sumar en nokkru sinni fyrr. Þann 2. eða 3. júli kom fyrsti saltfiskfarmurinn frá Græn- landi til Haugasunds á gufu- skipinu Rask, eign Risangers útgerðarmanns í Haugasundi. Sigldi skipið með salt, olíu og útgeröarvörur til Grænlands og beiö á Grænlandi eftir því, að Haugasundsbátarnir fylltu það með saltfiski. Allir Hauga sundsbátarnir höfðu fiskað af burðavel. Einn þeirra var fyr- ir 20. júní búinn að fá 55 tonn af saltfiski. S.s. Rask losar íarminn og fer svo aðra ferð til Grænlands. Færeyskur skipstjóri, sem kom til Siglufjarðar í gær, sagði, að þegar hann fór að heiman, heíðu tvær skútur verið komnar heim frá Græn- landi með 600 skippund af saltfiski hvor þeirra, og hefðu þær fyllt sig á 14 dögum. Þess- ir Grænlandsfarar sögðu meiri fiskgengd við Græn- land í sumar en nokkru sinni áður. Um ábatavonina af Græn- landsveiðinni sagði skipstjóri sá, er ég talaöi við, að þeir Færeyingar, sem sigldu sjálfir heim til Færeyja með véiðina, stórgræddu á Grænlandsveið- unum, en lakari mundi hagur þeirra, er seldu í brezkt móð- urskip á Grænlandi. Bretinn ! gæfi lítið fyrir fiskinn, en allt, ' sem kaupa þyrfti af honum til útgerðarinnar væri of dýrt. jsiglingin milli Færeyja og J Grænlands sagði hann að j tæki minnst 3 vikur, fram og aftur, eða um % hluta af þeim tíma, sem þyrfti í einn Græn- landstúr. Skipstjóri þessi sagðist hafa verið mörg ár við Grænland. . Bezta fiskigrunnið þar sagði , hann vera Litla-lúðugrunn. — En Stóra-lúðugrunn væri j einnig gott á síðari hluta sum ' ars. Á þessum slóðum sagði J hann að fiskurinn væri stór og feitur. Hann sagði, að frá ! miðjum júlí og fram til 1. sept. , væri þorskurinn við Græn- land upp í sj ó aö elta lóðnu og' jsandsíli, en eftir 1. sept. leit- aði hann aftur til botnsins. ' Skipstjóri þessLátti ekki nóg- j samleg orð til að lofa fiski- mergðina við Grænland öll ' þau ár, sem hann hefði verið þar, en veiði þessa væri ekki hægt að sækja heiman frá Færeyjum með hagnaði nema á sæmilega stórum skútum. Jón Dúason.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.