Tíminn - 21.07.1949, Blaðsíða 6

Tíminn - 21.07.1949, Blaðsíða 6
TÍMINN, fimmtudaginn 21. júli 1949 152. bla'ð I I | Hin stórglæsilega litmynd | Mowgli (Dýrheimar). = Myndin er byggð á hinni jj | heimsfrægu sögu Rudyard | | Kipplings Dýrheimar og hefir 1 = hún nýlega komið út á ís- | | lenzku. Aðalhlutverk: Sabu, Joseph Calleia, Patricia O’Rourke. Sýnd kl. kl. 11 f. h. Sala hefst kl. 11 f. h. isiimiiiPiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiitiiiiiiiiiiiiuir -A víðavangi (Framhald af 5. síðuj. þetta er að láta fjárfesting- arleyfin gilda sem innflutn- ingsleyfi: Þá hefðu þeir, sem nú standa í byggingum, ekki aðeins losnað við marga snúninga, heldur fengið þær vörur, sem þeir eiga heimt- ingu á að fá, og það á réttu verði. Þetta hefði hinsvegar dregið spón úr aski ýmsra braskara og því hafa Sjálf- •stæðisflokkurinn og Alþýðu- flokkurinn staðið í vegi þess, að slíkt fyrirkomulag kæm- ist á. xXy. (jatnla Bíó aiiiiiiiini LOKAÐ = 5 TIL 30. JÚLÍ I vegna snmarleyfa [ iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiifiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiimiiii. iiiiiiiimi Sœjatlfíc iiiiiiiiiniii I HAFNARFIRÐI I I = Afbrýði ftíkisskuldirnar (Framhald af 4. síðu). .ur ekki þolað. Viðreisnarráð- ■stafanir, sem eiga að standast, verða ekki gerðar, nema þeir ríku gjaldi fullkomlega sinn ■skerf. Það framlag, sem þeir ríku yrðu látnir leggja af mörkum, yrði ekki til annars betur notað en að greiða niður rík- isskuldirnar og helzt til að greiða þær að fullu. Fyrirkomulag stór- eignaskattsins Áður en slíkur stóreigna- \ skattur yrði lagður á, þyrfti • vitanlega að framkvæmast • eignakönnun og nýtt fast- ; eignamat að leggjast til ; grundvallar, þar sem helzt ■ yrði miðað við söluverð eign- ' anna. Eignir undir vissu lág- marki t. d. 250 þús. kr.. ættu að vera undanþegnar skatti, og sama ætti að gilda um fé- . lagseignir, sem falla til þess opinbera, ef félögin hætta • störfum, t. d. sparisjóðir, sam ' vinnufélög. Til athugunar væri líka, að leggj a ekki þenn an skatt á hlutafélög, en jafna eignum þeirra niður á hlutabréfin og færa eignar- hlutana síðar á eigendur hlutabréfanna. Skattstiginn ’ ætti að vera stighækkandi og mjög hár á eignum, sem eru irðnar umfram hálfa milj. kr. Það skiptir vitanlega meg- inmáli, að löggjöf, sem sett yrði um sérstakan skatt, yrði ueiðarlega framkvæmd. Fram kvæmd eignakönnunarómynd >arinnar, sem núv. stjórn lét gera að nafninu til, er góð vísbending um það. Því að- eins kæmi slík skattlagning að tilætluðu gagni, að fram- kvæmdin yrði ströng og heið- irleg. Ifstaða auðmannanna Vel má vera, að af stór- gróöamönnunum fleiri eða íærri yrði hrópað, að hér /æri um eignarán að ræða j. s. frv. Um slíkt ættu þess :ir menn ekki að ræða, því uð fæst stórfelld eignaaukn- I Spennandi amerísk kvik- i i mynd gerð eftir skáldsögu | i Robert Shamon. — Aöal- | i hlutverk: i John Carroll Vera Falston 1 Robert Paige i Bönnuð börnum innan 12 f [ ára. — Sýnd kl. 7 og 9. | [ Sími 9184. f 111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111111171 ing á síðari árum er fengin með svo heiðarlegum hætti. Hitt ættu þeir að gera sér ljóst, að með svo miklum ó- jöfnuði er hægt að verja slík- an feng, að hann missist all- ur. Lexian frá Kína er til að- vörunar í því sambandi. Hér getur því kannske verið um það að ræða, að missa nokk- uð í stað þess að missa allt. Það skulu líka þessir aðilar gera sér Ijóst, að komi til þess aö skerða þurfi lífskjör al- mennings til þess að tryggja atvinnureksturinn i landinu, veröur það ekki þolað af hin- um vinnandi stéttum, að slík ar ráðstafanir auki eignir, auðmannastéttarinnar á sama tíma og hlutur þeirra er skertur. Því aðeins verða slíkar ráðstafanir þolaðar, að þær séu byggðar á réttlæti og þeir ríku borgi fullkom- |lega sinn skepf til viðreisnar- , innar. j Hinsvegar er eðlilegt og sjálfsagt að tryggja það, að þetta framlag hinna ríku komi að tilætluðu gagni, en i verði ekki strax eyðslueyrir hjá ríkissjóði, eins og á sér stað með skattana nú. Þess- vegna á að nota þetta fram- lag til að lækka skuldir ríkis- ins, jafnhliða og rekstri þess er komið á þann grundvöll að það safni ekki skuldum á nýjan leik. Ella yrðu þessar ráðstafanir til lítils. En yröi þetta gert, myndi ríkið geta dregið verulega úr skatta- og tollaálögum sínum og væri sjálfsagt að láta það koma at vinnuvegunum að einhverju leyti til góða, t. d. með því að lækka skatta á atvinnufyrir- tækjum. Þaö hefur jafnan verið góð íslenzk regla að forðast skulda söfnun og þó sérstaklega, þegar hún er úr hófi fram. Þessi regla þarf að vera ein undirstaðan í viðreisnar- áformum þjóðarinnar nú. Takist að losna við ríkis- skuldirnar að mestu, sem Róstnr í Rósy Ridgc | (The Romance of Rósy | Ridge) | Amerísk Metro Goldwin | 1 Mayer-stórmynd, samin i | samkvæmt skáldsögu Mac í | Kinlay Kantor. Van Johnson Thomas Mitchell i Janes Leigh S = Sýnd kl. 5, 7 og 9. iiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii jCernharcl ijorclh: oCaró í WjarzUíÉ 66. DAGUR VIP 5KÚMC0TD | Sairnar og ástir I i eftir samnefndri sögu eftir i i Vicki Baum, sem komið hefir | i út í íslenzkri þýðingu. Aðal- i i hlutverk leikur hin fræga leik \ í kona SIMONE SIMON. Dansk 1 i ur texti. Bönnuð innan 12 ára i Sýnd kl. 7 og 9. SMÁMYNDASAFNIÐ \ Sýnd kl. 5. iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiÍ ætti að vera vel framkvæman légt, hefur verið stigið eitt stærsta skrefið í þá átt að skapa rikinu og atvinnuveg- unum heilbrigðan starfsgrund völl á komandi tímum. Þ. Þ. Dr. Richard Rcck (Framhald af 3. síðu). Beck síðar í þeirri viku tvær útvarpsræður og einnig ýtar- legt erindi fyrir nemendur háskólans í blaðamennsku. Þann 23. og 25. maí, flutti hann fyrirlestra um Samein- uðu þjóðirnar fyrir nemendur í enskudeild háskólans. Að kvöldi þ. 26. maí var hann að- alræðumaður við skólaupp- sögn gagnfræðaskólans í Brocket, N. Dakota og kvöldið eftir við samskonar hátíða- höld í Reynolds, N. Dakota. Ræðuefni hans viö bæöi þau tækifæri var „Lögeggjan sam- tíðarinnar" — The Challenge of Today. — Loks hélt hann á fundi Rotary-klúbbsins í Grand Forks þ. 7. júní ræðu um Sameinuðu þjóðirnar. ísleiidingajiættir . . (Framhald af 3. síðu). þeir blessa og þakka þessi ár og óska þess að þau megi verða miklu fleiri. Það var gestkvæmt á heim- ili þessarar ungu áttræðu konu í gær. En þó voru hinir ennþá miklu fleiri, sem úr fjarlægð sendu henni ham- ingju- og árnaðaróskir sínar með virðingu og hlýrri þökk fyrir liðna tíð. Köld borð og heitor veizluniatur sendur út um allan bæ. SfLD & FISKUR Morguninn eftir hvarf hún þó frá þessari ákvörðun. Lars fór út í haga að reisa nýjar refagildrur, áður en jörð frysi. Þegar hann kom heim, skömmu eftir miðjan dag, rétti Birgitta honum ofurlítið knýti. Hún sagði ekki neitt, en af svip hennar mátti ráða, aö henni var mikið niðri fyrir. — Hvað er þetta? — Gættu að því! Lars leit í knýtið og þefaöi af því, sem í því var. Þetta var hvítgrátt duft. Hann þuklaði á því og rýndi lengi í það. — Hvaðan kemurðu með þetta? — Jónas kom með þetta til mín, þegar þú varst nýfar- inn. Birgitta átti bágt með aö tala. Það var eins og þetta væri sprengja, sem eins vel mátti búast við að sundraðist á hverri stundu. Lars varð öskugrár í framan, og andlit hans þrútnaði. Æðarnar á enni hans hnykluðust. — Hvar fann drengurinn þetta? spurði hann hásum rómi. , — í vasa Vönnu. Lars spratt á fætur. Andlitið var oröið dumbrautt. Hann vissi, hvað þetta var, og hann sá, að Birgittu grunaði það líka. — í vasa Vönnu? Það er ekki satt! Síðustu orðin voru eins og svipuhögg, og Lars hvessti augun á konu sína, eins og hann ætlaði aö kúga hana til þess að játa á sig lygina. En Birgitta var ósveigjanleg. — Spurðu barniö — og hana, hreytti hún út úr sér. Eg veit ofurvel, til hvers hún hefir ætlað að nota það. Hún hefur ætlað að drepa mig og börnin. — Þig og börnin. — Þá gat hún sjálf fengið þig ... Þá var ég ekki fyrir. Lars horfði fast á konu sína. — Fengið mig — hvað áttu við, kona góð? — Heldurðu að ég sé sjónlaus? Og hvers vegna hefir þú ekki farið til Lappanna og sagt þeim, að hún sé hér? Lars sletti í góminn. Hann vissi ekki, hverju hann átti að svara svona heimskutali. Hvers vegna hafði hann ekki farið til Lappanna? Var það svo undarlegt? Mátti hann ekki láta sér hægt fáeinar vikur? Hann tók ekki eftir því, að Birgitta varð sífellt æfavi og æfari. — Þú vilt, að hún sé hér, hrópaði hún, og það var kom- inn ekkahreimur í röddina. — Vil ég hafa hana hér? Getur verið — en ekki lengur. Meira sagði Lars ekki. Hann stakk knýtinu í vasa sinn og leit um leið til Eiríku litlu. Hin börnin voru úti. Hann var búinn að jafna sig eftir reiðina og undrunina, og litlu síðar tók hann húfu sína og gekk til dyra. — Hvert ætlarðu? — Upp á fjall. Það getur hugsazt, að ég komi ekki snemma heim. Lars fremur hljóp en gekk upp hlíðina. Nú þurfti hann ekki lengur að hafa taumhald á sér, og þá dró hann ekki held ur af sér. Eiginlega hefði hann átt að krefja Lappastelpuna sagna. En auðvitað var mest um vert, aö losna sem fyrst við hana. Birgittu og börnin! Nei — auðvitaö var þeim öllum ætluð sömu örlög.. Hvernig gat Birgittu dottið ann- að í hug? Það lá í augum uppi, að það hafði átt að drepa þau öll á eitri. Lars varð því reiðari sem hann hugsaði leng- ur um þetta. Hún hafði náttúrlega verið á leið að Marz- hlíð í þessum erindagerðum, er hún fótbrotnaði — hafði ætlað aö heimsækja þau undir því yfirskini að friðmælast, boðizt til að hræra í pottinum .... Það var orðið bjart morguninn eftir, er Lars kom heim. Reiðina var tekið að lægja, en þaö var harðlegur og kald- iranalegur svipur á honum, er hann opnaði dyrnar. Hann heyrði snökt inni í herberginu, þar sem Vanna lá. Hann dokaði ofurlítið við, en vatt sér svo inn. Vanna sat við höfðalagið, og andlit hennar var þrútið af gráti. Hún rétti hendurnar á móti Lars, þegar hann kom inn. — Lars ... ó, Lars. Hvað er á seyði? Þú fórst að heim- an, sagði Birgitta . . . . Og Birgitta er orðin svo einkenni- leg . .. . og — og --- Þú vilt fá að vita, hvað er á seyði?:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.