Tíminn - 21.07.1949, Qupperneq 5

Tíminn - 21.07.1949, Qupperneq 5
152. blaS TÍMINN, fimmtudaginn 21. júlí 1943 5 Fimmtud. 21. jwlt Alþýðuflokkurinn ber ábyrgð á nýju dýrtíðarskriðnnni Alþýðublaðið heldur áfram þeim ósannindavaðli í for- ustugrein sinni í gær, að af- urðaverðið, en elcki imdan- látssemin viö braskarana, hafi. átt meginþátt í kauphækkun- arbaráttu verkalýðsfélaganna í vor. Því fara m. a. orð á þessa leið: „Sú staðhæfing Tímans, að Alþýðuflokkurinn og verka- lýðshreyfingin beri ábyrgð á hinni nýj u dýrtíðarskriðu, fær ekki staðizt á nokkurn hátt. Sannleikurinn er sá, að verka- lýðshreyfingin sætti sig við . það, að kaupgjaldsvísitalan væri bundin með lögum við 300 stig. Hún vissi, hvað í húfi var og vildi fúslega leggja fram sinn skerf til að firra vandræðum. En þegar Fram- sóknarmenn svöruðu þessari tilraun til stöðvunar dýrtíðar- innar með enn nýrri hækkun landbúnaðarafurðanna í fyrra haust, var verkalýðurinn til- neyddur að krefjast kjara- bóta.“ Þannig hljóðar þá þessi skáldskapur Alþýðublaðsins og skal hann nú athugaður j nokkuð. Höfuðatriði hans er j þaö, að samkomulagið um j stöövun dýrtíðarinnar, er gert j var í sambandi við bindingu ' • vísitölunnar, hafi yerið svikið af bændum og Framsóknar- flokknum með verðhækkun þeirri, sem varð á landbúnað- arafurðum á síöastl. hausti. Alþýðublaðiö telur, að sú hækkun hafi verið með öllu ranglát og óeðlileg. í fyrsta lagi er þessu því að svara, að strax í sambandi við bindingu vísitölunnar var af- urðaverðið lækkað nokkuð með tilliti til þess, að bændur tækju á sig svipaða launa- skerðingu og launbegar með bindingu vísitölunnar. í öðru lagi var afurðaverðið hvorki ákveðið af bændum né Fram- sóknarflokknum á síðastliðnu hausti, heldur raunverulega af hagstofustjóra sem óháðum og hlutlausum oddamanni í ' verðlagsnefndinni. Úrskurö sinn byggði hann á grundvelli laga, er sett höfðu verið i sam ræmi við stjórnarsáttmálann, og fjalla um bað, að bændum séu tryggðar sömu tekjur með verðlagningunni og aðrar hlið stæðar stéttir hafa þá þegar fengið. Hér var því síður en svo verið að svíkja stjórnar- sáttmálann, heldur blátt á- fram verið að fara eftir á- kvæðum hnns. Alþýðublaðið getur hvorki vænt Framsókn- armenn, bændur né hagstofu- stjóra um svik í þessu sam- bandi. Það var ekki heldur þessi hækkun á afurðaverðinu á síðastl. hausti, er leiddi til þess að verkalýðsfélögin hófu kauphækkunarbaráttuna. Það var ófermdarástandið í verzl- unar- pg húsnæðismálunum, er gerði það fyrst og fremst. Þess vegna setti Alþýðusam- bandsþingiö íram þær kröfur, . að þessi mál yrðu lagfærö og ERLENT YFIRLIT: Dean Achesoi Síðari Mnti g’reistar eftir Sven Tillge-Ras» ititissest tssta Aeltesast ©g BitararíkIsiKiáIa» 'Stefnii Itaus Hér fer á eftir niðurlag á grein Sven Tillge Rasmussen um Dean Acheson, en þar er lýst stjórnmálaferli hans og þeirri utanrikismáíastefnu, sem hann hefir fylgt síðan hann varð ut- anríkismálaráðherra fýrir hálfu ári síðan. Fyrrihluti greinarinn- ar birtist í blaðinu í gær. Hefst svo síðari hlutinn: Acheson var fylgjandi „new deal“ og hafði, eins og Roose- velt, djörfung til þess að líta hræsnislaust- Og fölskvalaust á Rússland sem bandamann 1941. Það var þýðingarmikið, að hann hélt fast við þá. skoðun sína öll styrjaldarárin. Hann byrjaði að starfa í fjármálaráðuneytinu, þegar árið 1933, en það liðu ekki nema nokkrir mánuðir, áður en hann varo ósammála Roosevelt um verðgildi dollarans á þeim örlagaríku tímum. Það var ekki fyrr en í sti-íðsbyrjun, að hann gekk á ný í þjópustu ríkisstjórn- arinnar. í þetta skipti starfaði hann í utanríkisráðuneytinu. Þar hafði hann með höndum öll stærstu efnahagsvandamálin og allan undirbúning að endur- reisninni, sem hafin skyldi er friður hefði náðst. Ef til vill var það lærdómsríkasta embættið. Hann þurfti að kynnast eftir megni ástandinu í löndum, sem enn voru hernumin — þurfti stöðugt að beita hæfileikum sín- um til hins ítrasta, til þess að fá þingið til að samþykkja fjárveit- ingar, án þess aö vissa væri fyrir því, að nokkuð fengist í aðra hönd. Er Truman skipaði Byrnes í utanríkisráðherraembættið. varð Acheson aös.toðarmaöur hans — og Marshall reyndi árangurs- laust að fá hann til þess að gegna því emb’ætti áfram í stjórnartíð sinni. Hann hóf lög- fræðistörf sín aö nýju eftir nokkra mánuði. En áður, þ. e. í maímg,nuði fyrir tveimur árum, hafði hann flutt ræðu, er mikla athygli vakti í Bandaríkjunum, en fékk engan hljómgrunn í Evrópulöndunum. Hann hafði verið upphafsmaðurinn að hinni svonefndu Trumanskenningu, sem og aðstoöinni til Tyrklands og Grikklands. í þessari frægu ræðu sinni lét hann í ljós á- Tiveðnar skoöanir um það, hvern ig Bandaríkin gætu hjálpað allri Evrópu, og um leið afstýrt yfir- vofandi hættu fyrir þau sjálf. Einum mánuði síðar lét Mars- hall utanríkisráðherra í ljós sömu skoðanir í ræðu, sem hann hélt í Harward 5. júní’ 1947 — en Marshalláætlunin er talin vera til orðin á þeim degi. Þannig var starfsferill Ache- son, er hann varð utanríkisráð- herra fyrir hálfu ári. Honum var alis staðar tekið af virðingu — en þrátt fyrir það voru ýmsir vantrúaðir og jafnvel tortryggn- ir. Hann hafði að vísu hreinsað sig af þeirri ámælgi, að vera ó- venju rnikill Rússavinur, með ó- tvíræðum ummælum, eftir að tálvönir Bandaríkjanna um vin- áttu Rússa höfðu brugðist. Hann hafði einnig algjörlega slegið vopnin úr hendi þeirra, sem héldu að það myndi út um hann sem stjórnmálamann, er náinn vinur hans hafði veriö ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa. Það er ennþá hægt að vinna mál sitt með drengilegri baráttu — einn- ig í Ameríku. En var hann ekki of gáfaður og lýtalaus ■— var hægt að treysta honum? Snjall er hann. í-maí s.l. var hann eitt sinn spurður að því á hinum vikulegu blaðamanna- fundum, hvert væri viðhorf hans til Franco-Spánar. Þetta var ein mitt um það leyti, sem Spánar- málið var til umræðu á þingi S. Þ. Acheson hikaði fyrst í stað, og spurði hvort það væri nauð- synlegt að skýra frá því. En þeg- ar blaðamennirnir lögðu fast að honum, lét hann undan og hélt 15 mín. ræðu um Franco-Spán — án nokkurs undirbúnings, án þess að hika nokkurn tíma, án þess að leiðrétta sig nokkurn tíma. Ummæli hans voru birt orðrétt í heimsblöðunum daginn Visliinsky, aðalkeppinautur Achesons. eftir. Það þurfti ekki að breyta einu einasta orði. Meginstyrkur Acheson er þessi ótrúlegi skýrleiki. Öryggi hans er ætíð óskeikult, þegar hann þarf að reifa eitthvert mál — jafnvel þótt hann hafi engan undirbúning haft. En á bak við þennan óskeikulleik liggur auð- vitað geysileg vinna. Áður en Acheson fór á París- arfund utanríkisráðherranna í vor, kvaddi hann ráðgjafa sína á ekki færri en tuttugu fundi og lét hvern og einn skýra frá sínu viðhorfi á þeim málum Þýzkalands, er þeir voru kunn- ugastir. Eftir hvern fund samdi Acheson síðan sjálfur yfirlit um niðurstöðurnar og álit sitt á þeim og óskaði síðan gagnrýni á því. Hann vildi vera viss um að hann hefði komist að réttri niðurstöðu. A sama liátt ræddi hann við utanríkisráðherrana hvern fyrir sig áður en fundur- inn hófst. Sagt er, að hann hafi enga (Framhald á 7. síðuj þá myndi ekki verða farið fram á kauphækkanir. Sjálf- stæðisflokkurinn neitaði hins vegar að láta skerða hags- muni braskaranna og Stefán og Emil fylgdu honum eftir, eins og dyggum þjónum ber. Þess vegna neyddust verka- lýðsfélögin til að fara inn á kauphækkunarleiðina. Það er hreinn tilbúningur Alþýðublaðsins, að Tíminn telji verkalýðshreyfinguna á- byrga fyrir því, að kauphækk- unarleiðin var heldur farin. Hún vildi einmitt hina leiðina. Hinsvegar hikar Tíminn ekki við að halda því fram, að for- ingjar Alþýöuflokksins beri þar aðalábyrgð. Hefðu þeir fylgt fram kröfum verkalýðs- hreyfingarinnar og staðið með Framsóknarflokknum að lag- færingum á verzlunar- og hús næðismálunum, myndi kaup- hækkunarbaráttan aldrei hafa verið hafin samkv. yfir- lýsingu Alþýðusambandsþings ins. Foringjaklíka Alþýðu- flokksins kaus hinsvegar held ur að þjóna Sjálfstæðisflokkn um en að fylgja fram kröfum verkalýðshreyfingarinnar. — Þess vegna fór sem fór. Af skrifum Alþýðublaðsins er það ljóst, að Stefáni og Emil finnst enn ekki nóg kom iö í þjónustunni við braskar- ana. Þeim finnst ekki nóg að eiga aðalsök seinustu dýrtíð- arskriðunnar vegna þessarar þjónustu. Þeir vilja reyna að rægja saman verkamenn og bændur til þess að geta haldið þjónustunni áfram. Það er reynt að æsa verkamenn til að hefja bræðravíg við bænd- ur, en umfram allt að beina ekki sókninni gegn þeim, sem féfletta þá gegnum verzlun- ina og aðra milliliðastarfsemi. Það er verkamanna að svara því, hvort þeir vilj a hlýða þess um fortölum Stefáns og Emils, eða hvort þeir eiga að segja, að nú sé nóg komiö í þjónust- unni við stórgróðavaldið. Ef verkamennirnir svara rétt. munu þeir Stefán og Emil ekki fá aöstöðu til þess í annaö sinn, að nýtt verðbólgukapp- hlaup sé hafið vegna undan- látssemi og þjónustuþægðar við braskaravaldið. Raddir nábúaima Morgunblaðið læst nú vera orðið bændablað og segir m. a. í forustugrein sinni í gær: „Framsóknarflokkurinn hef ir alltaf þótzt vera að berjast fyrir bændur. Hann segist hafa verið að því i 30 ár. Ár- angurinn af þeirri baráttu hefir verið mjög neikvæður. Nú þegar að stórátök standa fyrir dyrum í landbúnaðar- málum, verður sveitafólkið að losa sig við áhrif þessa nei- kvæða „milliflokks," sem í 30 ár hefir verið að misskilja allt, sem hægt er að misskilja. Það verður að taka höndum saman við framleiðslustéttir og neytendur sjávarsíðunnar til þess að fá aukið fjármagn til stórfelldrar ræktunar og sköpunar, aukins samræmis í lífskjör þess og kaupstaða- fólksins. Tímaliðið hefir allt- af reynt að egna tíl haturs, tortryggni og illinda milli sveita og sjávarsíðu.“ Svo mörg eru þau orð. Nú er lofað auknu fjármagni til sveitanna, en hver varð hlut- ur sveitanna, þegar Sjálfstæö ismenn voru að ráðstafa stríðs gróðanum á árunum 1944-46? Ætli að það sé ekki betri mæli kvarði á afstöðu Sjálfstæðis- flokksins, en hin fögru fyrir- heit nú. Afstaða Framsóknar- ilokksins og Sjálfstæðisflokks jns til sveitanna má annars vel marka á því, að á árunum 1930—40, er Framsóknarmenn réðu mestu, f jölgaði byggðum býlum um 200, en síðan 1940, er Sjálfstæöismenn fengu á- hrif á stjórnarfarið, hefir þeim fækkað um 300. Á þessu geta menn séð, hvor flokkur- muni sveitunum hollari. k víðavangi Fyrir skömmu síðan kon kona á ritstjórnarskrifstoí . Tímans og skýrði frá því, a hún væri búin að ganga í 15 vefnaðarvöruverzl. í bænui og reynt að fá þar keyp kjólaefni. Engin af þessu verzlunum kvaöst hafa þa5 á boðstólum. Kinsvegar var víða völ tilbúnum kjólum á upp sprengdu verði. Þetta er eitt dæmi af þúe- unduin um það, hvílíkt frcmdarástand ríkir nú verzluninni. Samt heldur þýðublaðið því fram, vcrzlunarhættirnir eigi ek neinn þátt í dýrtíðinni, he ur sé hún nær eingöngu af - urðaverðinu að kenna. ★ í öörum löndum er þaö ta1, ið eðlilegt, að húsnæðiskosí ’ aðurinn sé ekki nema % el i Ys hluti af launum verku - manna. Hér í bænum mu i það hinsvegar láta nærri, p > húsaleiga eftir tveggja i" þriggja herbergja íbúð, fí um nýja leigu er að ræöV gleypi um helminginn r.: launum Dagsbrúnarmanni’. Samt heldur Alþýðublaú' því fram, að húsnæðismál "i eigi ekki neinn þátt í dýr- tíðinni. Hún sé bara afurða- verðinu að kenna. ★ .. Á síðastl. ári var leyfðs: innflutningur á vefnaðar ■ vöru fyrir um 22 millj. kr Á þessu ári hefir verið áæt'- að að leyfa að flytja in : vefnaðarvörur fyrir 34 millj. kr. Veitt innflutningsleyfi i þeim árshelmingi, sem lið inn er, munu fyllilega svar til þeirrar áætlunaÁ Þegr ■ það er athugað, að vefriað- arvöruinnflutningurinn cr þó þetta mikill, verður hinn mikli skortur á vefnaðarvör um að teljast óeðlilegur. — Annað hvort eru vörurnar seldar á svörtum markaði stórum stíl eða að heildsal- arnir sitja uppi með stórar vörubirgðir, ef til vill í þeirr> von, að gengið verði lækkað. Hvort heldur, sem er, þá sýn ir það glögglega, að það fyr- irkomulag, sem nú er, er ó- hafandi og óhæft með öllu. ★ Það verður að finna nýtt fyrirkomulag á framkvæmd innflutningshatftanna með- an gjaldeyrisástandið leyfir ekki, að þau séu afnumin með öllu. Núverandi fyrir- komulag, sem er tilvalin gróðrarstía fyrir hverskonar svindl og pretti, er óhafandi með öllu. Hingað til hefir ekki verið bent á annað ör- uggara skipulag en að iáta skömmtunarmiðana gilda sem innkaupaheimild. Þá er neytendum tryggt að þeir geta fengið sinn hluta af innflutningnum, og það hjá þeim verzlunum, sem þeir telja sér hagkvæoast og bezt að skipta við. ★ Sennilega er ófermdará- standið í verzlunarmálunum hvergi meira en á sviði bygg ingarvaranna. Þeir, sem nú hafa fengið fjárfestingar- Ieyfi, munu finna það, að þeir hafa þar fengið ávísan- ir, sem ekki er traust inn- stæða fyrir. Þeir munu þurfa að Ieita frá Heródesi til Píla dusar og samt ekki fá marg- ar þær vörur, er ieyfin hljóða upp á. Eina örugga ráðið til þess að koma í veg fyrir (Framhald á 6. síðuj.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.