Tíminn - 20.08.1949, Síða 4

Tíminn - 20.08.1949, Síða 4
TÍMINN, laugardaginn 20. ágúst 1949 175. blað n Unitarískir brautryðjendur íiöurl. Fypirlestnr ofíir séra H. E. Jofimson Margir voru þeir, einkum á riiium fyrri árum, sem iýudu, eins og Jefferson, .Tvað únitarisminn er í fram- cvæmdum og lífi. í fremsta :lokki meðal þeirra mun presturinn frægi, — William Sllery Channing ávallt telj- ísc. Hann byrjaði snemma tö opinbera það líf og stefnu >em hvað mestum ljóma hef varpað yfir nafn únitara .neðal kirkjulýðs þessa lands og álfu. Vil ég nú leitast við að sýna svipmynd af honum sem stúdent, sem er að ljúka :iámi. Leiksviðið er í skrifstofu .orsetans í hinum virðulega iSarvard háskóla. Nefnd frá stúdentaráðinu hefir mál að i'lytja fyrir forsetanum. Sá, sem var málsvari þessarar ^endinefndar, frá stúdentun um' mælti eitthvað á þessa :ieiö: „Við stúdentarnir viljum :neð því mæla að Mr. Chann- :lng sé til þess kjörinn að flytja aðalræðunar við upp- sögn skólans. Hann er eins pg forsetinn veit, vel að þeim heiðri kominn fyrir kosti sína og sökum síns ætternis — en samt erum við næsta hikandi og viljum leggjá það undir yðar Móm, hvert heppi legt sé að hann sé til þess valinn." „Nú hvers vegna ekki?“ sp.urði forsetinn undrandi og nokkuð óþolinmóður. ' „Nú af því,“ var svarið, „að honum er svo gjarnt til að tala um stjórnmál, en eins og hérra forsetinn veit eru þetta ftættu tímar — það eru allt áf hættu tímar fyrir hug- deigar sálir, en fyrir hug- rakka eru það líka úrslita og ábyrgðar tímabil.“ — En svo ég haldi áfram frásögninni varð það úr, að hinn ungi Channing fengi að flytja ræð una með því eina skilyrði þó, að hann minntist alls ekkert á þjóðmálin. Hann var mjög tregur að ganga að þessum skilyrðum, en fyrir tilmæli vina sinna lét hann þó til- leiðast. Svo kom hin mikla upp- sagnarhátið háskólans, þar sem prófessorar og lærdóms- menn koma saman til að hlusta á mestu skörunga flytja ræður um ástand og strauma tímanna, það er að segja þá strauma, sem áður flæddu yfir andans akur mannkynsins, því um það, sem er að gerast hæfir ann- að hvort alls ekki að tala, eða þá með mestu varasemi, af • hálærðum mönnum í hæðstu stöðum. Hinn ungi ræðumaður, Channing, virt- ist ætla að fylgja þeirri reglu og ralaði með miklum skör- ungsskap og af mikilli mælsku um framfara sporin i framrás tímanna meðal andaðra öldunga. Hinn ungi málsnillingur var auðsjáan- iega að komast að brenni- púnktinum eftir því, sem hann nálgaðist nútiðina, og allir biðu með spenntri eft- irvæntingu eftir umsögnum hans um samtíðina, um þá órbirgð, sem þjakaði þúsund- um, þrátt fyrir vaxandi auð- iegð þjóðarinnar, um þræla- nald og þrælaverzlun, þrátt íyrir mikinn skinhelgis krist indóm, um þröngsý'nis of- stæki, þrátt fyrir lög og yfir- lýsingar um skoðana- og málfrelsi fyrir hvern ein- stakling- Þegar þarna var komið braut ræðumaðurinn við blað og endaði mál sitt með svofelldum oroum: „Um ekkert er okkur meiri nauðsyn að ræða, en hið ver- andi ástand til að skoða það og skilgreina í ljósi heil- brigðrar skynsemi, en um það er mér bannað að tala.“ Svo hneigði hann sig djúpt fyrir hinu háa háskólaráði og sté úr stólnum. Þögn hans hafði meiri áhrif en nokkur orð gátu haft og með þessari mælsku þögn stóð hið þrællynda afturhald dæmt fyrir syndir sínar. Þetta var í fyrsta og síðasta sinni, sem Channing lagði haft á tungu sína þegar honum fannst á- stæða til að tala um ágalla síns mannfélags, frá ræðu- stólum kirkjunnar. Frá þeim tíma að Channing tók prests vígslu til andláts var hann hin hrópandi rödd hinnar kristnuðu samvizku í Ameríku Kirkjan á að vera uppfræð- ari samvizkunnar til upp- hvatningar í því góða, til viövörunar frá því vonda. — Það er hlutverk kirkjunnar að glæða og viðhalda sam- vizkuseminni hjá bæði ein- staklingum og þjóðum. Til þess að rækta það starf verð ur kirkjan að hafa frjálsræði til umvöndunar við ekki ein- ungis þá lágu, heldur eink- um þá háu, því þeir sitja við stjórnina og ráða stefnum aldarfarsins. Það einkenndi Channing, frá því fyrsta, að hann brast aldrei djörfung til að segja þeim háttsettu til syndanna, ekki með frekju og stóryrðum, heldur með skynsemi og skýrum rökum. Hann réðist á afturhaldið í kirkjunni, sem skapaði skin- helgi hins afvegaleidda krist indóms. Hann vissi og skildi að frá innræti manna spretta gjörðir þeirra og lífsstefnur en innrætið mótast af trú þeirra. Þetta gerði Channing hinn mikla og áhrifa mikla postula og prédikara um sína daga. Hann réðist á aftur- hald kirkjunnar ekki fyrst og fremst til niðurrifs, held- uf til þess að gróðursetja í andans akri Ameríku fræ- korn þess guðsríkis, sátta og samfélags, til drjúgra dáða er getur því aðeins dafnað að menn leiti sannleikans af einlægni og þrái samfélagið við guð og góða menn, án sjálfsblekkingar. Ef með hug takinu að vera kristinn mað- ur er meint, að fylgja Kristi í kenningum hans og lífsvið- horfi var Channing, eins og Matthías Joehumsson hefir ábent, flestum fremri í kristi legheitum. — Hann trúði eins og Jesús á göfgi, vit og gæði mannanna til lífernis betrunar. Vil ég nú tilfæra hans • eigin orð í þýðingu flutt árið 1941: „Þaö er af því ég hefi komizt að raun um hið sannverulega ágæti mannsins, sem guðs barns og arfþega, að ég get ekki gold- ið atkvæði með nokkurs kon- ar afturhaldi eða kúgun, sem gert er með blekkingum, of- beldi, auði, ætterni eða hjá- trú. Ég veit að hver manns- sál á með sjálfri sér siðferð- isþrek og ber í eigin veru lög mál hins æðra og betra lífs, lögmál, sem henni er gefið til sjálfsstjórnar og þess vegna hlýt ég að berjast á móti hverri tilraun til að svifta hana sjálfræði og gera hana að annara þræli fyrir dutlunga og ásælni annara. Ég krefst sjálfræðis fyrir hverja sál svo henni gefist kostur á að vaxa og þroskast eftir sínu upplagi. Þetta virð ist mér eiga að vera takmark hvers þjóðfélags.“ Allt líf og starf Dr. Chann ings var í órjúfandi samræmi við þessa yfirlýsingu. Hann barðist alla ævi gegn hinu trúarlega þröngsýni af því, það hamlar mannsandanum að þroskast fyrir sjálfsdáðir í leitinni eftir og í starfinu fyrir guðsrikið, og af því það bindur enda á leitina eftir æ fullkomnari sannleika. Hann ávítaði hið andlega afturhald, ekki til þess að angra þá, sem í myrkinu dvelja, heldur til þess að leiða þá frá rökkrinu út í ljósið, svo þeir mættu þrosk- ast og gleðjast með ljóssins börnum. Hann bar slíka kristilega velvild til allra manna, að hann vildi unna hverjum manni þess að gleðj ast og þroskast til hinnar fylstu fullkomnunar. Hann réðist á móti þræla- haldinu, ekki einugnis til þess að leysa sína hörunds- blökku meðbræður úr ánauð, heldur engu síður til þess að forða sínum hvítu kynbræðr um frá þeirri niðurlægingu og mannspillingu að vera þrælahöf ðingj ar. Hann var andstæður því þjóðfélags fyrirkomulagi, sem gerir suma einstaklinga að ósjálfbjarga öreigum, en aðra að drambsömum drottn urum. Af því Channing barðist fyrir réttlæti og bræðralagi, dró hann til sin alla þá er unnu þessum hugtökum. — Þeir, sem vildu bæta böl þeirra fátæku, ofsóttu lítils metnu urðu starfsbræður hans og félagar, hvert sem þeir voru únitarar eða til- heyrðu öðrum söfnuðum. — Hitt gleymdist samt engum, að sá er barðist bezt og fræki lega fyrir mannréttindum, frelsi og réttlæti í Ameríku, (Framhald á 5. síðu) fifPAUTGeHÍ) RIKISINS „Skjaldbreiö" til Vestmannaeyja kl. 9 í kvöld en ekki á mánudaginn eins og áður var auglýst. Vöru móttaka verður því aðeins til hádegis í dag. Frá Vestmanna eyjum fer skipið til Aust- fjarðahafna í þessari röð: Reyðarfjörður, Eskifjörður, Norðfjörður, Djúpivogur, Hornafjörður og það til Reykjavíkur með viðkomu í Vestmannaey j um. !■■■■■■■! ■ i Iðnskólinn í Reykjavík Innritun í Iðnskólann í Reykjavík hefst fimmtu- daginn 25. ágúst kl. 5—7 síðdegis. Skólagjald, kr. 600,00 greiðist við innritun. Próf upp í 3. og 4. bekk hefst fimmtudaginn 1. september kl. 5 síðdegis, og er þá innritun í þá bekki lokið. Kennsla í 3. og 4. bekk hefst mánudaginn 5. september. Námsskeið til undirbúnings inntökuprófum og próf um í 2. bekk hefst 1. september kl. 8 árdegis. Skólagjald fyrir námsskeiðin er kr. 50,00 fyrir hverja námsgrein. Þar sem ekki hefir fengizt innflutningsleyfi fyrir teiknipappír, töfludúk og fleira, sem til skólastarfsins þarf, er óvíst um skólahald í vetur, og þar sem auk þess ekki hefir tekizt að fá viðbótarhúsnæði fyrir skólann í vetur, verða ekki teknir aðrir en þeir, sem innritast hafa fyrir framangreindan tíma, og nem- endur meö námssamninga látnir ganga fyrir, enda komi nemendur með námssamninga sína með sér við innritun. SKÓLASTJÓRINN § !■■■■■■■! !■■■■■• Islenzkt smjor fyrirliggjandi Bögglasmjör (óskammtað) Rjómabússmjör (gegn skömmtunarseðlum) Frystihúsið HERÐUBREIÐ Sími 2678. BYRJENDASKÓLINN Innritar börn, 5—7 ára, næstu daga. Kennsla verð- ur úti og í tjaldbúð. Kennt verður fram eftir hausti, ef veður leyfir. Kenndir verða einstaklingsleikir og hópleikir. Áherzla lögð á að rækta eftirtektargáfur, minnisgreind, félagslyndi, framgirni og siögerð barnanna. Upplýsingar á Ásvallagötu 62 (niðri), eftir kl. 20. Ólafur J. Ólafsson l Bifreiðaeigenður, athugið! i i í Tökum að okkur málningu bifreiða (allar *I stærðir), sömuleiðis réttingar. Vönduð vinna. —Reynið viðskiptin. C I BÍLVIRKINN H.F. Hafnarfirði — Sími 9467. V.V.V.V.V.V.V.V.V.V.V, .v.v.v.v.v.v.v. AlGLtSI\GASÍMI TÍMAXS ER 81300

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.