Tíminn - 25.08.1949, Blaðsíða 8

Tíminn - 25.08.1949, Blaðsíða 8
„ERLEVT YFIRLIT I ÐAG: Olían í tSundfiríUjíunum. 33. árg. Reykjavík „A FÖRIVI/M \ EGI“ í ÐAG: A& veslan oej nor&an. 25. ágúst 1949 177. blað Yfir Atlanzhafið á smábát á 43 dögum Tveir bræður yfir bafið á 6 snetra seglbát, sem þeir sjálfir. Tveir brezkir bræður, Stanley og Colin Smith, komu s.l. föstudag til Dartmouth í Devonshire, og höfðu þeir þá lok- ið við að sigla yfir Atlantshafið á 43 dögum. Þeir lögðu upp frá Dartmouth á Nova Scotia á bát sínum, „Nova Espero“ (Ný von), er þeir byggðu sjálfir, og mun það minnsti bát- urinn, sem nokkurn tíma hefir farið yfir Atlantshafið, og er hann aðeins 6 m. á lengd. Hugsjónamenn. Bræður þessir eru synir skipasmiðs á Wight-eynni. Þeir eyddu öllu sparifé sínu í bátinn og ferðalagið, sam- tals 15,000 dollurum. — Þeir hafa nú í hyggju að reyna að afla fjár til þess að byggja fyrirmyndarbæ á Vancouver eynni og á ekki að tala þar annað mál en esperanto. Tilgangurinn. Tilgangurinn með þessari djarflegu för yfir Atlantshaf- ið segja bræðurnir að hafi verið sá, að sýna, að Bretar geta enn byggt skip og Bret- land á enn menn, sem kunna að sigla. — Mörg hundruð manns tóku á móti bræðrun- um á leiðarenda, og þeim bár ust heillaóskaskeyti hvaðan- æfa að. Þjóðarsorg vegna skdgarbrunanna í Frakklandi Þjóðarsorg var í Frakk- landi í dag, vegna þeirra, er fórust í skógarbrununum þar. Alls fórust 82 menn, þar af 25 hermenn, og voru þeir jarð- settir í dag. — Eldarnir hafa ekkert magnast í dag, en bæði herlið og slökkvilið eru við hendina, ef á þyrfti að halda. — Einn hermanná þeirra, er unnu að því að slökkva eldana, lét svo um- mælt, að þeir hefðu verið ægi legri en nokkuð það, sem hann hefði séð í styrjöldinni. Reykurinn hefði náð 8000 fet 1 loft upp, og sézt úr alltað 50 mílna fjarlægð. Eden flyínr ræðu Antony Eden flutti ræðu í Wales í dag og ræddi m. a. um mikilvægi fjármálaráð- stefnu þeirrar, er hefst í Was hington í næsta mánuði, milli Bretlands, Bandaríkjanna og Kánada. — Hann sagði, að samvinna milli Bretlands og Bandarikjanna yrði aldrei of- metin og friðarvon mannkyns ins væri undir þeirri sam- vinnu komin. Eden sagði, að ef brezka samveldið og Bandaríkin stæðu saman, væri ekkert það heimsvandamál til, er þau gætu ekki leyst. Ef samvinna þessara tveggja landa rofnaði, væri hins vegar ekki til það vandamál, sem þau gætu leyst, „Pressulið” gegn landsliðinu Hér í blaðinu þann 17. ágúst kom fram tillaga um að leik- ur færi fram milli landsliðsins og „pressuliðs" þ. e. a. s. liðs, sem þeir veldu er skrifa um knattspyrnu í blöðin. Knatt- spyrnuráð Reykjavíkur hefur nú í tilefni af 30 ára afmæli sínu ákveðið að slíkur leikur skuli fara fram n. k. laugar dag kl. 5. í „pressuliðinu“ eru þessir menn talið frá mark- manni að vinstri útherja. Ad- am Jóhannsson (Fram), Steinn Steinsson (K.R.), Guð brandur Jakobsson (Val), Gunnar Sigurjónsson (Val), Haukur Bjarnason (Fram), Hermann Guðmunds, (Fram). Óskar Sigurbergsson (Fram), Halldór Halldórsson (Val), Bjarni Guðnason (Viking). Gunnlaugur Lárusson (Vík- ing) og Jóhann Eyjólfsson (Val). Varamenn verða: Gunn ar Símonarson (Víking), Guð mundur Samúelsson (Vík- ing), Daníel Sigurðss. (K.R.) ©g Þórhallur Einarss. (Fram). Skemmtilegur leikur. Ekki þarf að efa að leikur þessi getur orðið mjög skemmtilegur og margir hafa hug á að sjá landsliðið leika, því ekki voru allir ánægðir með niðurröðunina. Það má því búast við að fjölmenni verði á vellinum á laugar- daginn. Góðir þurrkar á Norð-Austurlandi Frá fréttaritara Tímans á Raufarhöfn. Undanfarna daga hefir ver ið góður þurrkur í Norður- Þingeyjarsýslu og hafa bænd ur hirt mikið af heyjum. í gær var þar sólskin og bezta veður. Var mönnum þurrkur- inn orðinn kærkominn því að óþurrkar gengu um nokk- urt skeið áður. Hveitiútflnti&mgiir Tilkynnt hefur verið í Was- hington að síðan alþjóða- hveitisamningurinn gekk í gildi 1. ágúst s. 1., hafi Banda ríkin flutt út 2, 111, 910 hl. af hveiti. — Nítján þjóðir standa að hveitisamningi þessum, er miðar að því, að jafnvægi haldist á verðlagi á hveiti í heiminum. Atlanzhafssáttmálinn genginn í gildi v * i m uASi»fsrái* skipað í liaust. Truman, forseti Bandaríkjanna, lýsti yfir í Washington í dag, að Atlaritshafssáttmálinn væri nú genginn í gildi, þar sem hann hefði nú verið staðfestur af öllum hinum tólf þjóðum, er undirrituðu sáttmálann í apríl s. I. Þetta er þýzki óperusöngvarinn August Griebel frá óperunni í Köln. Hann hélt söngskemmtun i Gamla Sögulegur atburður. í þessu sambandi lét Tru- man forseti svo ummælt, að þetta væri sögulegur atburð- ur, ekki einasta fyrir þátt- tökuþjóðirnar tólf, heldur og fyrir allar þær þjóðir í heim- inum, er vildu vinna fyrir frelsið og friðinn í heiminum. fyrir í Atlantshafssáttmálan- um, að litið muni á árás á eina af þátttökuþjóðunum, sem árás á þær allar, og skuld binda þær sig til þess að veita hver annarri alla nauðsyn- lega aðstoð, þar á meðal hern aðarlega aðstoð, ef á ein- hverja þeirra verður ráðist. Bíó á þriöjudagskvöldiö. Sjá grein um söng hans á blaösíðu 3. 71 mál á dagskrá allsherjarþingsins Bráðabirgðadagskrá hefir nú verið samin fyrir alsherjar þing S. Þ„ en það á að koma saman til fundar í New York 20. september n. k. Dagskrá þessi er í 71 lið, og er búist við, að fleiri mál muni bætast við, áður en þingið hefst. Atlantshafsráð. Fulltrúar Atlantshafsþjóð- anna munu koma ’ saman til fundar í Washington í haust. Verður þá skipað Atlantshafs ráð, en í þvi munu- eiga sæti fulltrúar allra þátttökuþjóð- anna. Ráð þetta mun síðan skipa sérstaka framkvæmda- nefnd. Skuldbindingar. Sem kunnugt ér, mælir svo Júgóslövum neitað um stórlán Jarðarför fólksins frá Skuggahlíð Jarðarför fólksins, sem fórst í brunaslysinu mikla í Skuggahlið við Norðfjörð um daginn, fór fram á Norðfirði í fyrradag. Var fjölmenni svo mikið, að ekki hefir annað eins sést þar við jarðarför öðru sinni. Eugene Black, bankastjóri alþjóðabankans, hefir látið svo ummælt, að ekki komi til greina að veita Júgóslavíu 250 millj. dollara lán, eins og Júgóslavar fóru fram á. En hinsvegar geti komið til greina, að láta . þeim í té minna lán. — Blaek er nú í London, en þaðaii mun hann fara til Washingtpn, og sitja ráðstefnu bankastjóra, er þar hefst 13. septemþer. ----------------1--------- Baráttan hert gegn rin- ingjaflokkum á Sikily Þiisund manna liði boðið út lil fóítar að ræningjjaforingjanum. Umferð um Reykja- víkurflugvöll í júlímánuði s. 1. var um- ferð flugvéla um Reykjavík- urflugvöll, sem hér segir: Millilandaflug 48 lendingar, Farþegaflug, innanlands 437 lendingar. Einkaflug og kennsluflug 376 lendingar. Eða samtals 861 lending, sem er rúmlega 20% aukn- ing frá þvi í fyrra mánuði, er svarar til tæplega 60 flug- taka og lendinga til jafnað- ar á hverjum degi. Með millilandaflugvélum íslenzku flugfélaganna " fóru og komu til Reykjavikur 2216 farþegar, (sem er um 34% aukning frá því í júní mán- uði), 3894 kg. af flutningi og 1244 kg. af pósti. Farþegar sem fóru og komu til Reykjavíkur með innan- landsflugvélum voru samtals 6455, farangur 67 smálestir. Flutningur innanlands að og frá Reykjavíkur var 15980 kg. og póstur 6448 kg. Fjöldi lendinga millilanda- flugvéla og flugvéla í farþega flugi innanlands, hefir stað- ið í stað frá því í fyrra mán- uði, en einka- og kennslu- flug aukist mikið. Jón Þorláksson á Grænlandsmiðum Að undanförnu hafa ræningjaflokkar mjög váðið uppi á Sikiley og valdið ítölskum stjórnarvöldum miklúm áhyggj- um. Hefir ræningjaforinginn, Salvatore Giulianos í raun og veru rekið styrjöld gegn yfirvöldunum og gert þeim marga skráveifu. Hefir nú keyrt svo úr hó.fi, að talið liefir verið nauðsynlegt að gera miklar og óvenjulegar ráðstafanir til þess að hafa hendur í hári hans- Taddei hershöfðingi, yfir- maður ítölsku lögreglunnar hefir nú sjálfur tekizt á hend ur stjórn 1000 manna liðs, er hann hefir boðið út til leitar ræningjanna og þó einkum foringja þeirra. Hefir liðið skipað sér til leitar um Montelepre-hérað- ið, og á nú ekki að láta und- an fyrr en menn hafa hend- ur í hári Giulianos dauðs eða lifandi. Scelbe innanríkisráð herra hefir meira að segja hætt við að fara í sumarleyfi sitt í bili til þess að geta fylgzt með því, hver árangur leitarinnar verður. Lögreglan hafði um síðustu helgi handtekið um 250 manns vegna þessarar leitar, og er þetta fólk grunað um að vera á einn éða annan hátt samsekt ræningjunum, einkum fyrir það að hafa veitt þeim hjálp til undan- komu og leyndar. Á sunnu- dagin var tóku ræningjarnir fastan 39 ára gamlan bónda, Paolo Bono, og skptu hann vegna þess að hánn hafði gefið lögreglunni upplýsingar um ræningjana. Á föstudag- inn var handtóku ræningjarn ir og skutu átta lögreglu- menn. Leitin hafði ekki bor- ið árangur í fyrradag, en henni er haldið .áfram. Botnvörpugkip Reykjavík- urbæjar, „Jón Þorláksson“, sem stundað hefir veiðar við Grænland að undanförnu, lagði af stað af miðunum s. 1. mánudagskv. með fullfermi. Landar i Englandi um miðja næstu viku. Samkv. skeyti til Bæjarút- gerðar Reykjavíkur líður öll- um vel um borð. Heillaskeyti til for- setans í tilefni af embættistökunni barst forseta íslands þetta skeyti frá Hans Hedtoft for- sætisráðherra Dana: Út af endurkjöri yðar, herra forseti, færi ég yður innileg- ar hamingju- og alúðaróskir til yðar sjálfs og íslenzku þjóðarinnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.