Tíminn - 31.08.1949, Page 4
<1
TÍMINN, miðvikudaginn 31. ágúst 1949
182. blað
arnar á Ströndum
Sala frystihússins á Kaldrananesi
Jndanfarið hefir margt ver
: Ö rætt og ritað um sölu frysti
íússins á Kaldrananesi í
!3jarnarfirði. Þar sem ég á
næti í stjórn Fiskimálasjóðs,
m talsvert hefir um mál þetta
íjallað, þykir mér rétt að
::ekja sögu þess í nokkrum
iðaldráttum.
. Vfleiðingarnar af stefnu
(Ólai's og kommúnista.
Fry-stihúsið á Kaldrana-
:nesi mun vera byggt á árun-
um 1946—’47. Það var byggt
<og rekið af hlutafél., ísborg h.
í'., ,sem naut almennrar þátt-
'tök.u í byggðarlaginu. Bygg-
:ing hússins mun hafa tekizt
/él á flestan hátt, en hins
/egar fór byggingarkostnað-
rrínn langt fram úr áætlun,
eins og lika var títt á þessum
arum. — Byrjunarreksturinn
reyndist líka örðugri en ráð
var fyrir gert, og er það einn-
ig í samræmi við reynslu
ílestra annara fyrirtækja
sjávarútvegsins um þessar
mundir. Yfirleitt er saga
'þessa frystihúss gott dæmi
um þá dauðu hönd, sem af-
leiðingarnar af óheillastefnu
Ólafs Thors og kommúnista
hafa lagt á flesta athafna-
starfsemi í þágu sjávarútvegs
ins á síðari árum. Hins vegar
hlaut hrunið að koma fyrst
hér, þar sem í hlut átti fá-
mennt byggðarlag og byrjun-
aráðstæður að mörgu leyti
erriðari en annars staðar. Út-
gerðarskilyrði eru að vísu góð
á Kaldrananesi og öll aðstaða
íyrir hendi til þess, að þar
geti risið upp myndarlegt út-
gerðarþorp, sem jafnframt
styðzt við blómlegan landbún
að. Hins vegar er enn ekki til
nema vísir að þorpi á Kaldr-
ananesi og hlaut að leiða af
því, að frystihúsið bjó við erf-
iðari aðstöðu en ella.
Lýst yfir gjaldþroti.
Á síðastl. vetri var svo kom-
íð, að frystihúsið skuldaði
900—1000 þús. kr. og var það
meira en það gat með nokkru
móti risið undir. Eðlilegt hefði
þá virzt, að forráðamenn þess
hefðu snúið sér til lánar-
drottnanna og reynt að fá
eftirgjafir hjá þeim, er tryggt
hefðu heilbrigðan rekstur til
frambúðar. Þannig hefði ef
'til vill mátt koma í veg fyrir,
að byggðarlagið hefði hlotið
eins mikið fjárhagslegt tap af
húsinu og raun er nú á orðin
Þessi leið var ekki farin og
heíi ég heyrt, að þáverandi
í'ramkvæmdastjóri frystihúss
ins, Jón Bjarnason á Skarði,
haii talið betur farið, að fé-
lagsskapurinn yrði lýstur
gjaldþrota. Síðari reynsla
virðist líka gefa til kynna, að
hann hafi talið betur farið,
að. húsið lenti í höndum ann-
ara-en heimamanna, eins og
iíka- er nú orðið með aðstoð
hans,
Þegar húsið var lýst gjald-
þrota voru veðskuldir þess,
sem hér segir: Stofnlánadeild
340 þús. kr., ríkissjóður (á-
byrgð) 90 þús. kr. og Fiski-
málasjóður 100 þús. kr. Aðrar
skuídir voru lausaskuldir og
takveröur hluti þeirra við
neimamenn, auk þess sem
þeir höfðu lagt fram verulegt
hlutafé, bæði með beinum
framlögum og vinnu.
Aðstaða Fiskimálasjóðs-
Skuldamál ísborgar var
fyrsfrætt í stjórn Fiskimála-
sjóðs í síöari hluta mai-
mánaðar. Formaöur stjórn-
arinnar, Þorleifur Jónasson,
taldi rétt að athuga mögu-
leika á því, hvernig bjarga
mætti láni Fiskimálsjóðs, þótt
ekki væri nema að nokkru
leyti. Líklegt þótti, að þá væri
ekki um annað að ræða en að
bjóða í húsið og freista þess
að selja það síðar á verði, sem
tryggði hlut Fiskimálasjóðs.
Ég mun þá hafa verið sá
stjórnarnefndarmanna, er
var þess sízt fýsandi, að sú
leið yrði farin. Ástæðan var
sú, að mér fannst eðlilegt, að
húsið yrði áfram í' höndum
heimamanna, en hins vegar
ekki liklegt, að þeir gætu
haldið því né tryggt heil-
brigðan rekstur þess, án
meiriháttar eftirgjafa. Eftir-
gjöf hinna opinberu aðila
fannst mér hins vegar rétt-
lætanlegri í þessu tilfelli en
flestum öðrum, þar sem hér
voru óvenj ulegar aðstæður
fyrir hendi. Með byggingu og
rekstri þessa frystihúss var
verið að leggja grundvöll að
nýju þorpi, — nýrri byggð, —
og undir þeim kringumstæö-
um er eðlilegt að framlög þess
opinbera séu ríflegri en ella.
í lögum Fiskimálasjóðs eru
líka fyrirmæli á þá leið, að
þeir staðir, sem svipað er á-
statt um og Kaldrananes,
skuli njóta sérstakra forrétt-
inda.
Rétt er að taka það fram,
að þegar ég á þessum fundi
frekar dró úr því, að Fiski-
málasjóður byði í húsið,
kom mér ekki til hugar, að
utanhéraðsmenn færu að
hlaupa í kapp við heimamenn
um kaup á húsinu. Þá hefði
afstaða mín verið önnur, eins
og líka síðar varð.
Afstaða fjármálaráðherra.
Á þessum fundi Fiskimála-
nefndar var ákveðið að kynna
sér, hvað fjármálaráðherra
ætlaði sér fyrir vegna veðláns
þess, sem ríki'ð bar ábyrgð á.
Það upplýstist á næsta fundi,
að ráðherrann hafði ákveðið
að láta ekki bjóða í húsiö fyr-
ir hönd ríkissjóðs, þ. e. að láta
skuldakröfu ríkissjóðs niður
falla, ef ekki yrði boðið hærra
í húsið en næmi stofnlána-
deildarláninu. Einnig upplýst
ist það, að ráðherrann var
því mótfallinn, að Fiskimála-
sjóður byði í húsið.
Fjármálaráðherrann vildi
þannig láta gefa eftir bæði
lán ríkisins og Fiskimálasjóðs.
Ef eftir þessu ráði hans hefði
verið farið, er sennilegt að
ekki hefði borizt hærra tilboð
í húsið á uppboðinu en um
340 þús. kr., eða sem svaraði
láni stofnlánadeildarinnar. —
Slíkt hefði engan veginn ver-
ið óforsvaranlegt, ef ætlunin
með þessu hefði verið sú, að
húsið lenti í höndum heima-
manna og þeim þannig gefið
tækifæri til að eignast það
aftur á þann hátt, að rekstur
þess mátti heita tryggður og
jafnvel möguleiki á því, að
vinna upp nokkuð af því tapi,
er héraðið hafði orðið fyrir.
Nánari vitneskja gaf hins
vegar til kynna, að það voru
ekki heimamenn, sem ráðherr
ann hafði í huga, er hann
vildi láta húsið seljast á jafn
hagkvæman hátt fyrir kaup-
andann.
Athugun dr. Jakobs
Sigurössonar.
Eftir að hafa aflað sér u.pp-
lýsinga um þessa afstöðu ráð-
herrans, fékk stjórn Fiski-
málasjóðs dr. Jakob Sigurðs-
son til að fara norður að
Kaldrananesi til þess að
kynna sér málavexti með til-
liti til þess að sjóðurinn byði
í húsið.
Dr. Jakob skilaði greinagóðri
skýrslu um för sína. Hann
taldi húsið að mörgu leyti vel
byggt og myndi alltaf kosta
um 600 þús. kr. að byggja slíkt
hús nú. Enn þyrfti þó að auka
það og bæta á ýmsan hátt,
svo að sæmileg aðstaða væri
fyrir hendi, og myndu slíkar
framkvæmdir sennilega kosta
um 200 þús. kr. Þá taldi hann
útilokað eftir aö hafa rætt við
menn þar nyrðra, að þeir
myndu treysta sér til að
kaupa húsið fyrir 500—600
þús. kr., en á því verði þurfti
húsið að seljast til þess að
lán Fiskimálasjóðs yrði
tryggt. Þá upplýsti dr. Jakob,
að orðrómur gengi um það
nyrðra, að fjársterkur maður
eða menn í Reykjavík vildu
gjarnan eignast húsið, ef það
fengist fyrir skaplegt verð.
Það vitnaðist síðar, að hér
var um að ræða Eggert Krist-
jánsson heildsala, en Jón á
Skarði mun þegar hafa verið
kominn í kunningsskap við
hann, er sú ákvörðun var tek
in að láta frystihúsið heldur
fara undir hamarinn, en að
reyna að semja um eftirgjöf
á lánum. Það mun og hafa
verið hann, sem fjármáíaráð-
herra bar fyrir brjósti, er
hann vildi hvorki láta ríkis-
sjóð eða Fiskimálasjóð bjóða
í húsið og falla þar með frá
skuldakröfum sínum.
Fisklmálasjóður býður
í húsið.
Þegar endanleg afstaða var
tekin um það í nefndinni,
hvort Fiskimálasjóður skyldi
bjóða í húsið eða ekki — og
falla þá raunverulega frá
skuldakröfu sinni, ef síðari
leiðin yrði farin, — lá málið
þannig fyrir frá mínu sjón-
armiði:
Heppilegasta lausnin væri
sú, að heimamenn gætu aftur
fengið húsið með skaplegu
móti, þótt það kostaði bæði
eftirgjöf á láni ríkissjóðs og
Fiskimálanefndar. Ef tryggt
væri, að ekki byðu aðrir í hús-
ið á uppboðinu en heima-
menn, væri því eðlilegt, að
Fiskimálasjóður drægi sig í
hlé og húsið seldist þá á því
verði, er fjármálaráðherra
virtist ætla til. Eins og málið'
lá nú fyrir, virtust hins vegar
horfur á.aðaðkomumaður eða
aðkomumenn myndu bjóða í
húsið og eftirgjöf ríkisins og
Fiskimálasjóðs falla þeim í
skaut. Jafn eðlilegt og mér
fannst, að þessar opinberu
eftirgjafir yrðu til að styrkja
heilbrigðan rekstur heima-
manna, fannst mér óeðlilegt,
að þær rynnu í vasa stór-
gróöamanna í Reykjavík. —
Þess vegna var ég því mót-
fallinn, að Fiskimálasjóður
félli undir þessum kringum-
stæðum frá skuldakröfu sinni,
heldur byði í húsið og sæi síð-
an hverju fram yndi.
Niðurstaöan i stjórn Fiski-
málasjóðs varð líka sú, að á-
kveðið var aö bjóða í húsið.
— Fj ármálaráðherrann varð
hins vegar lítið glaður yfir
þeim tíðindum og fékk upp-
boðinu frestað þrívegis eða
um þrjár vikur. Sagan segir,
að hann hafi mjög reynt að
fá flokksbræður sína til að
falla frá því, að boðið yrði í
húsið, en ekki bar það ár-
angur.
Ágreiningur um uppboðs-
launin.
Uppboðið' á húsinu fór fram
snemma í júní og kom hæst ‘
tilboð frá Fiskimálasjóði. —1
Húsið var þó ekki formlega;
afhent sjóðnum, þar sem á- J
greiningur reis milli umboðs- |
manns hans og uppboðshald-
ara um uppboðslaunin. Vegna
þessa ágreinings drógst það,
að stjórn sjóðsins gæti hafizt
handa um sölu á húsinu, en
alltaf hafði verið ætlast til
þess af sjóösstjórninni, að
sjóðurinn seldi húsið aftur,
ef hann eignaðist það, en
tæki ekki að sér rekstur þess.
Skyndifundur um tilboð
Eggerts.
Vegna þessarar deilu gerð-
ist ekkert í málinu, unz boð-
að var eftir hádegi föstudag-
inn 12. ágúst til skyndifund-
ar í stjórn Fiskimálasjóðs kl.
3 þá um daginn. Þegar á fund
inn kom, las formaður stjórn-
arinnar upp bréf frá mál-
flutningsmanni einum í bæn-
um og var það dagsett þenn-
an sama dag. Efni þessa bréfs
var í stuttu máli það, að Egg-
ert Kristjánsson heildsali
væri, ásamt þrem nafngreind
um Reykvikingum og fjórum
nafngreindum Bjarnfirðing-
um, reiðubúinn til að kaupa
frystihúsið á Kaldranarnesi
fyrir 450 þús. kr. Tilboð þetta
var því skilyrði bundið, að
svar væri komið fyrir kl. 12 á
hádegi næsta dag.
Þriggja vikna svefn fjár-
málaráðherrans.
Tvö önnur bréf lágu fyrir
fundinum. Annað var frá fjár
málaráðherra, dagsett daginn
áður. Var þar sagt frá þriggja
vikna gömlu símskeyti frá
stjórn Kaldrananeshrepps,
þar sem skorað var á ráðherr-
ann að beita sér fyrir skjótri
ráðstöfun á húsinu. Virðist
það benda til, að ráðherrann
hefði hugboð um umrætt til-
boð, að hann skyldi draga í
þrjár vikur að skýra nefnd-
inni frá þessu skeyti eða
þangað til að búið var að
„kokka“ tilboðið. Þriðja bréf-
ið, sem lá fyrir fundinum, var
frá Jóhanni Kristmundssyni
1 Goðdal, dagsett 6. ágúst, þar
sem hann óskar eftir að ræða
við nefndina um sölu á hús-
inu með það fyrir augum, að
það kæmist í hendur heima-
manna.
Eftir að formaður hafði les-
ið áðurnefnd bréf, lagði hann
fram tillögu, er hann hafði
samið fyrir fundinn, og var
hún á þá leið, að stjórn sjóðs-
ins féllist á tilboð þetta, gegn
því að ríkissjóður gæfi eftir
af láni sínu til jafns viö Fiski-
málasjóð. Upplýsti formaður,
að ráðherrann hefði sam-
þykkt það fyrir sitt leyti.
Salan ákveðin.
Óþarft er að rekja hér þær
umræður, sem urðu um þetta
mál á fundinum. Ég lagði það
einkum til mála, að nefndin
fengi Jóhann frá Goðdal til
viðtals og athugaði til hlítar
möguleika á því, að heima-
menn gætu eignast húsið, áð-
ur en umræddu tilboði yrði
svarað. Tillaga frá mér um
þa'ð, aö rætt yrði við Jóhann,
var felld gegn atkvæöum okk
ar Áka Jakobssonar og sömu-
leiðis tillaga frá Áka um að
athugaðir yrðu möguleikar
heimamanna á því að kaupa
húsið. Loks var felld sú til-
laga frá Áka, sem ég studdi,
að gert yrði gagntilboð þess
efnis, að húsið yrði selt fyrir
það verð, sem tryggði til fulls
skuldakröfur rikissjóðs og
Fiskimálasjóðs. Tillaga for-
manns var síðan samþykkt
með atkvæöum Þorleifs Jóns-
sonar, Jakobs Hafsteins og
Jóns Axels Péturssonar gegn
atkvæöum okkar Áka.
Tvennt ólíkt.
Ýmsum kann að þykja það
mótsögn hjá mér, að hafa
greitt atkvæði tillögu Áka
Jakobssonar um að engin eft-
irgjöf yrði veitt, en vera hins
vegar meðmæltur því að bæði
yrði veitt eftirgjöf á ríkislán-
inu og Fiskimálasjóðsláninu,
ef heimamenn yrðu kaupend-
ur hússins. Frá mínu sjónar-
miði er hins vegar slíkur mun
ur á því, hvort eftirgjöfin fer
til að koma fótum undir heil-
brigðan atvinnurekstur heima
manna, eða hvort eftirgjöfin
lendir í vasa aðkomins fjár-
braskara, að það meira -en
réttlætir þessa afstöðu.
„Greiði“ E. K. við Bjarn-
firðinga.
Endalok þessa máls tel ég,
að hefðu orðið þau, ef tilboð
Eggerts Kristj ánssonar hefði
ekki komið til sögunnar og
aðkomumenn ekki blandað
sér í leikinn, að heimamenn
hefðu fengið húsið í sínar
hendur með mjög hagkvæm-
um kjörum. Ríkissjóður og
Fiskimálasjóður hefðu orðíð
að falla frá skuldakröfum sín
um og sennilega stofnlána-
deildin að einhverju leyti.
Heimamenn hefðu þá senni-
lega fengið húsið á 250—300
þús. kr. eða því verði, sem
fjármálaráðherra vildi og
vann að, að E. K. fengi húsið
fyrir. Á þeim grundvelli hefði
rekstur þess átt að geta orðið
hagkvæmur fyrir byggðarlag
ið. „Greiðinn," sem Eggert
Kristjánsson hefir gert byggð
arlaginu og stuðningsmenn
hans hæla honum nú mest
fyrir, er þannig enginn ann-
ar en sá, að hann hefir með
kapphlaupi sínu komið í veg
fyrir, að það eignaðist húsið
aftur með þeim kjörum, sem
bezt hefðu tryggt framtíðar-
rekstur þess.
Öruggasta undirstaðan.
Einhverjir kunna að halda
því fram, að hagur byggðar-
lagsins sé bezt tryggður með
því, að öflugur fjáraflamaður
hafi nú eignast húsið og muni
tryggja öruggan rekstur þess.
Reynslan bendir þó ekki til
þess, að vert sé að treysta á
slíkar draumsýnir. Það er al-
gengasta sagan, að fjárafla-
menn séu einstökum þorpum
eða byggðarlögum litlar hjálp
arhellur, þegar á móti blæs.
(Framhald á 7. siðu)