Tíminn - 03.09.1949, Page 4

Tíminn - 03.09.1949, Page 4
4 TÍMINN, laugardaginn 3. september 1949 185. blað Jón Sigurðsson forseti og verzlunarmálin Alorgunblaðsmönnum hef- .r oröið' illa viö, aö Tíminn Dirti kafla úr grein eftir Jón ðigurðsson forseta. Lýsir þaö aármi sínum yfir því, að rask ið se grafarró forsetans meö .ílíkú og auövitaö tekur Al- þýöublaðiö undir og afbýður 'pað, aö vitnað sé til Jóns Sig- irössonar um verzlunarmál. Það er ósamboðið þjóö Jóns Sigúrössonar aö gera sér ekki grein fyrir stefnu og lífsskoð- ún látinna merkismanna, og sfzt af öllu ætti að bendla slíkt hirðuleysi um fortíð og sögu við. minningu forsetans, sem sjálfur var hinn ágæt- asti sagnfræðingur. Flólti frá aðalatriðinu . Mbl. finnur, sem von er, að. það stendur höllum fæti Qg reynir því að falsa ummæli Tlmans. Segir blaðið, að Tím- Mn haldi því fram „að Jón Sigurðsson hafi viljaö svarta markaðsbrask með skömmt- unarmiða árið 1949 sam- kyærnt tillögum Hermanns og Skúla.” Lesendur Tímans, aðrir en ritstjórn Mbl. vita, að þaö var allt annað, sem Tíminn hélt fram. Blaðið birti grein- arkafla eftir forsetann, þar sem það kom fram, að hann var hvatamaður að stofnun kaupfélaga og vildi gera verzl unina íslenzka og þjóðlega i eigirilegasta skilningi, þann- ig að hún væri almennings- eign, rekin af félögum, sem stæðu öllum opin, og allir nytu sömu kjara hjá og fé- 'iagsmenn sjálfir kysu sér stjörn og réðu framkvæmda- stjóra. Þetta eru allt einkenni á verzlun kaupfélaga en ekki kaupmanna. „Geta engan ein- okað nema sjálft sig” Það kom glöggt fram af því, sem Tíminn birti úr grein Jóns Sigurðssonar, að hann taldi það fráleitt, að y.erzlunin yrði læst í viðjar .nýrrar einokunar, þó að hún yrði öll lögð í hendur Kaup- félaga, og -það er einmitt þetta, sem skrifurum heild- salanna svíður sárast. •A;_ Ritstjórn Mbl. reynir að hagræða sögunni, því að það kemur sér vel fyrir flokkinn. . Hh hitt er satt fyrir því, að Jóni Sigurðssyni sárnaði það mjög „að þegar Vestfirðing- um bauðst einu sinni dugleg- ur maður til að standa fyrir í'élagsverzlun, þá fékk hann engan með sér”. Það var slik tregða og tómlæti, sem hann kallaði að væri að „gefa sig á vald þess kaupmanns, sem slungnastur er að nota sér hin fornu einokunar- brögð. Með þess konar aðferð búa landsmenn til vöndinn á sjálfa sig”. íslenzkur kaup- maður eða kaupfélag Það var ekki danskur ein- okunarkaupmaður, sem hér átti hlut að máli. Þess „dug- legi og séði maður”, sem vildi koma á félagsverzlun almennings á Vestfjörðum var Ásgeir Ásgeirsson skip- herra. Hann stofnaði sína eigin verzlun og varð stór- auðugur maður. Hann var i mikill framfaramaður, stór- huga og gætinn í semi og er mikil _saga af starfi hans og framkvæmdum. Hann var vinur Jóns forseta og fylgis- maður, en þó harmaði for- setinn að verzlun hans var ekki félagseign almennings við Djúp. Þegar tengdadóttir Ásgeirs skipherra, kona búsett úti í Kaupmannahöfn, var orðin eigandi að hinum mikla auði verzlunarinnar, sem þá hafði útibú víðsvegar um kjördæmi þau, sem undanfarið hafa sent Sigurð Bjarnason og Ásgeir Ásgeirsson á þing, seldi hún verzlunina dönsk- um mönnum og þar með var allur þessi auður, sem mikil- hæfir framkvæmdamenn höfðu safnað saman af verzl- un og framleiðslu Vestfirð- inga, tapaður þjóðinni fyrir fullt og allt. Jón Sigurðsson treysti kaup- félögunum Þessa sögu ætti Sigurður Bjarnason að kunna. Aldrei hefir fæðingarhérað hans orðið fyrir meira áfalli en þegar þessi auöur var fluttur úr landi. Þá sáu flestir hinir greindari menn hvílíkt tjón það var, að Vestfirðingar báru ekki gæfu til að eiga verzlun sína sjálfir þegar Ás- geir skipherra baúð þeim þjónustu sína. Jón Sigurðsson skildi þessa hluti, þegar hann nefndi það dæmi um átakanlegan vott um öfugstreymi, að Vestfirð- ingar létu verzlun Ásgeirs vinar hans veröa einkæfyrir- tæki og gróðann af henni þannig berast úr landi, þó að síðar yrði. Hann taldi miklu betra að verzlunin væri í höndum kaupfélaga en jafnvel hinna ágætustu og mikilhæfustu kaupmanna ís- lenzkra. Þessu getur ekki Mbl. breytt, og þetta skal þjóðin vita, meðan saga hennar og kennslubækur eru ekki samd- ar upp, að hætti einræðis- istjórna, nazista og kommún- ista. Hitt er svo annað atriði þessa máls, að þeir menn, sem nú eru þingmenn hins forna kjördæmis Jóns Sigurðs sonar, hafa notað vald sitt til að hnekkja hag og vexti kaup félaganna en ofurselja þjóð- ina með valdboði og þvingun þeim „kaupmönnum, sem slungnastir eru að nota hin fornu einokunarbrögð”. Það var einmitt það, sem Jón Sigurðsson kallaði að láta sig flæða ár eftir ár á sama sker- inu. Ærlegir Sjálfstæðis- menn viðurkenna þetta Svo skal þá Mbl. að lokum minnt á að orð eins af flokks- mönnum þess, Ólafs Björnss sonar dósents, en hann segir í Skírni 1947 í grein sinni: Jón Sigurðsson og stefnur í verzlunarmálum: „Samkvæmt eðli sínu mega þessi gömlu verzlunarfélög skoðast samvinnufélög”. Og litlu síðar segir dósent- inn um Jón, að hann „taldi úrræði samvinnuverzlunar bezt henta til úrlausnar verzl unarmálunum hér innan- Iands.“ Ritstj órn Mbls. verður því að taka þennan flokksbróður sinn með, þegar þeim er mót- mælt, sem vilja halda sér við söguna eins og hún er og við- urkenna það, að í verzlunar- málum var Jón Sigurðsson samvinnumaður. Um það at- riði þýðir ekki að deila í frjálsu landi, nema rithöfund ar Mbl. vilji gera sig að fífl- um, en auðvitað mega þeir gagnrýna og hrekja rök Jónsv Sigurðssonar, ef þeir geta það. Afstaða hans er enginsönnun, en þau rök hans, sem Tíminn hefir birt, fyrir gildi og yfir- burðum frjálsrar samvinnu- verzlunar, mun Mbl. seint geta hrakið, enda reynir það ekki til þess. Stefna þess er sú, að lands- menn láti sig enn flæða á sama skerinu og búi til vönd- inn á sjálfa sig. Á víðavangi ASGEIR OG ' TULINIUS Alþýðublaðið áréttar í gær það sem nýlega var bent á í Tímanum, að Sjálfstæðis- menn hafi hjálpað Ásgeiri Ás geirssyni um atkvæði, svo að hann næði kosningú. Blaðið minnir á, að atkvæðum Ás- geirs hafi fjölgað í síðustu kosningum um 22, en því láð- ist að geta hins, að frá Sjálf stæðisflokknum hurfu meira en 80 atkvæði. Það er fylgistap beggja arma í fylkingunni, en þessi 22 viðbótaratkvæði. Mbl segir hinsvegar, að nú standi baráttan um Ásgeir og Tulinius. Það mun eiga að skilja svo, að einhverjir eigi í innri baráttu við að gcra upp á milli þcssara manna áð ur en þeir ráðstafa atkvæði sínu. GUNNAR OG MBL. Gunnar Bjarnason skrifar nú daglega í Mbl. og á það að heita að vera um stjórnmál. Allar eru þessar greinar merktar fangamarki hans, enda sagt að þær fáist ekki birtar án þess. Annars gæti verið um tvær ástæður að ræða fyrir því, að maður sem að staðaldri skrifar smágrein ar um almenn efni í sama blað merki sér þær allar. Hon um gæti þótt þetta slík djásn, að hann vildi ekki missa þau í almenninginn og fara á mis við þá sæmd sem höfundar- frægðinni fylgir, en það gæti líka verið að ritstjórnin vildi ekki láta bendla sig meira en þyrfti við þessa framleiðslu. tfucflijAið í Ywahutn Danski blaðamaðurinn, Tage Taaning, segir nýlega í grein, sem hann skrifar um franskan landbúnað: „Kynslóð eftir kyn- slóð hafa franskir bændur strit- að og sparað, svo að synir þeirra skyldu ekki verða bændur. Helzt áttu þeir að verða háskólaborg- arar. Eigi hins vegar eitthvað verulegt að breytast fyrir frönsk um landbúnaði verður unga fólkið að koma með í starfið. Þetta hafa nú ýmsir skilið, en búnaðarfræðslan er enn á lágu stigi og aðeins fyrirboði þess, er hún á að verða. Síðastliðinn vetur var þátttakan í landbún- aðarnámsskeiðum, sem voru einkafyrirtæki, einn nemandi á 800 býli. Þjóðinni virðist ekki vera það ljóst, að landbúnaður er vísindi, en þó er grundvöllur lagður og þá ætti ekki að vera útilokað að jafn gáfuð þjóð fengi áhuga á þessum málum.“ Ég veit ekki hvort ég á að leggja nokkuð út af þessu. Þó skulum við hugleiða, hvort ís- lenzkir bændur muni strita og spara, svo að synirnir skuli ekki verða bændur. Gerum við okkur ljóst, að landbúnaður er vísindi? Og eru ekki skiptar skoðanir um þörf fyrir bændaskóla? Einu getum við slegið föstu strax. Það er engin tilviljun að Tage Taaning, sem kemur frá einhverri fremstu landbúnaðar- þjóð í heimi, telur það höfuð- atriði að unga kynslóðin sé með í starfinu. Honum finnst það eðlilegt, að ungir menn vilji verða bændur, búi sig undir það og stefni að því. Hann hefir ekki trú á búskaparménningu þeirr- ar þjóðar, þar sem bændastétt- in sjálf reynir að koma sínum eigin börnum burtu frá bú- skapnum. Ætli hann fari ekki nokkuð nærri því sem rétt er? Við skul- um að minnsta kosti gera okk- ur grein fyrir þessum tvenns konar viðhorfum og þýðingu þeirra. Ég held, að framtíð íslenzkra sveita verði borgið þann dag, sem börn bændanna, ungling- arnir í sveitunum vilja búa þar og ætla sér að lifa í sveitinni og gera hana fegurri og betri en þeir taka við henni. En ég er líka hræddur um, að án þessa hugarfars unga fólksins verði viðreisn sveitanna erfið og sein- leg. En um þetta allt hugsið þið sjálf og dæmið sjálfsagt réttara en ég. Starkaður gamli. ,.Góða frú Sigríður, nú get ég sagt þér góðar fréttir. Eftir 10 ára fjarveru er nú Lillu-lyfti- duft komið aftur í verzlanir. Ég get því boðið þér góðar kökur með kaffinu.“ „Þakka þér fyrir fréttirnar, Ólöf mín, og skal ég vissulega muna Lillu mey frá EFNAGERÐ REYKJAVÍKUR 2 stúlkur vanar karlmanuafatasaum óskast strax. Kaupendur TIMANS munið að greiða ársgjaldið, skilvíslega. Gjalddagi var 1. júlí. INNHEIMTAN

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.