Tíminn - 03.09.1949, Blaðsíða 7

Tíminn - 03.09.1949, Blaðsíða 7
185. blað TÍMINN, laugardaginn 3. september 1949 7 NYTT RIT Vilmundur Jónsson, landlæknir Lækningar séra Þorkels Arngrímssonar, sóknar- prests í Görðura á Alftanesi Uppistaðan. í riti þessu eru á annað hundrað nærri þrjú hundruð ára gamlar íslehzkar sjúkdómslýsingar, sem til skamins tíma voru taldar glat aðar, en komu óvænt í leitirnar. Sjúk dómslýsingarnar eru frá hendi fyrsta lærðs læknis á íslandi, séra Þorkels Arngrímssonar í Görðum á Álftanesi (fæddur 1629, d. 1677), fööur Jóns biskups Vídalíns. Ritið er á sjötta hundrað blaðsíöur og kostar aðeins kr. 55.00 (70,00 innb) SUNNAN YFIR SÆ ný Ijóðabók eftir Sigfús Blöndal, bóka vörð í Kaupmannahöfn. Sunnan yfir sæ, hefir eins og oft áður borist ný Ijóðabók eftir kunnan og góðan landa, Sigfús Blöndal, höf- und orðabókarinnar miklu. Sigfús Blöndal hefir alið aldur sinn utanlands í fjöldamörgár,enhugurinn hefir jafnan verið heima á Fróni eins ogfevæðin bera með sér. Kvæði Sig- fúsar eru bæði gamankvæði og ljóð alvarlegs efnis, en öll bera þau vott göfugum manni og gáfuöum, þrung- in af lífskraíti og göfgum tilfinn- ingum. Hinir fjölmörgu vinir Sigfús- ar, auk þeirra, sem hafa heyrt hann syngja ljóðin sín og spilað undir á gítarinn sinn, munu fagna því að fá ljóð hans gefin út. Verð bókarinnar er kr. 50,00 í bandi. Kennslubók i bókfærslu eftir Gylfa Þ. Gíslason, prófessor við Viðskiptahlskólann. Þetta er ný kennslubók fyrir skóla og einstaklinga, sem sjálfir vilja, án kennara, læra bókfærslu. Mjög full- komin kennslubók. Verð innb." 25,00. ALLT HELGAFELLSBÆKUR Siprjón Steinþórsson (Framhald af 3. slðu). þurfti að hlaöa af fióðgörð- um. Til dæmis hafði ég er ég hætti búskap 1937, hlaðið um 5 km. lánga 'fíóðgarðá. — Hvað villtu svo segja mér' um félagslífið í Hraun- gerðishreppi á þessum árurn0 — í Hraungerðis.reppi voru á þessum árum margir góðir og gildir bændur og svo er enn. — Einn bóndi kom nýr í sveitina um sama leiti og ég, — það var Eggert Benedikts- son í Laugardælum. Hann tók fljótt við forustu í hreppn um. Laugardælaheimilið var ósvikið menningarheimili og gætti þess fljót þar 1 kring. — Búnaðarnefnd var starfandi í hreppnum, og áttum við sæti í henni, Guðmundur Snorra- son á Læk, Guðmundur Bjarnason í Túni og ég. Við áttum það meðal annars sam- merkt, að vera bj artsýnir eins og títt er um unga menn, og kom vel á með okkur frá því fyrsta. — Var ekki farið að örla á samtökum meöal bænda í þá átt að taka jarðyrkjuverkfæri í þjónustu sína við vinnuna? — Jú, að vísu var svo, en margir voru vantrúaðir, sem Tómas forðum, trúðu ekki á þessa töfra tækninnar. Okkur þremenningana í búnaðar- nefndinni langaði til að sanna bændum, að hér væri á ferð- inni annað og meira en tómt tízkuprjál. — Ég var því send- ur suöur til Reykjavíkur með hluta af sjóði félagsins til að kaupa jarðyrkjuverkfæri. Ég sneri heim aftur með tvo plóga og 2 herfi, er gengu svo á milli bænda. — Gömlu menn irnir kölluðu þetta fjársóun, en þegar til kom vildu allir verða fyrstir til að fá þessi verkfæri til sín, jafnvel þeir, sem efuðust um ágæti þeirra áður en þau voru keypt. — Seinna fæddu þessir plógar af sér marga slíka. — Tókstu ekki virkan þátt í málum hreppsins á fleiri sviðum? — Jú, ég sat í hreppsnefnd í 12 ár, og úr því að við erum farnir aö minnast á þessi mál, þá má eins geta þess, aö ég, eins og margir fleiri, var á- hugasamur um stofnun fram- leiðslusamvinnufélaganna. — Meðal annarra tók ég þátt í stofnun Rjómabúsins, Mjólk- urbús Flóamanna, Sláturfé-. lags Suðurlands og Kaupfé- félags Árnesinga, og enn er ég með, þótt ég sé ekki lengur virkur þátttakandi. — Hvenær léztu svo af bú- skapnum og hvers vegna? — Ég missti konuna 1930, en hún hafði staöið dyggilega við hlið mér öll þessi ár — án hennar hefði þetta aldrei orð ið neitt. — Ég hélt þó áfram búskap til ársins 1937, en þá hætti ég, þar sem ég taldi þýðingarlaust að halda áfram — börnin voru sezt að á öðr- um jörðum, og ég vildi gefa mér færari mönnum tækifæri til að spreyta sig á búskapn- um. — Hvað villtu svo segja mér um framtíð íslenzks land búnaðar og hvernig kanntu við að vera ekki lengur virk- ur þátttakandi á þeim vett- vangi? — Ég hefi tröllatrú á fram- tíð íslenzks landbúnaöar og ég held að hann eigi fyrir sér glæsilega framtíð, ef hann tekur í þjónustu sína þá miklu og stórvirku tækni, sem nú- tíminn býður upp á. — Um það, hvernig ég kunni við mig sem áhorfanda, verð ég að segja, að mér finnst ég ekki lengur vera maður til að taka virkan þátt í starfinu sjálfu, en gaman er að virða fyrir sér allar breytingarnar og fram- farirnar í íslenzkum landbún- aði. — Þó finnst mér alltaf .eins og einhverjar sterkar rætur, er að mér stóðu, hafi brostið þegar ég hætti bú- skapnum. Sigurjón frá Króki er ekki alveg dauður úr öllum æðum enn. Ennþá gengur hann aö starfi þótt áttræður sé, og þess má gjarnan geta, að hann var á sínum tíma einn aðalhvatamaður og stofn- andi verkalýðsfélagsins á Sel- fossi. Að lokum spurði ég svo Sigurjón, hvað hann vildi segja um lífið yfirleitt? — Mér finnst aö lífið sé dásamlegt, sagöi hann, þrátt fyrir allt amstur og erfiðleika, því að í starfi og striti er fólg- inn lykillinn aö lífshamingju þjóða og einstaklinga. Þannig fórust Sigurjóni Stein þórssyni orð áttærðum. Átta- tíu ár eru að vísu hár aldur, en á herðum Sigurjóns hvíla þau sem fys eitt. Og ef segja má með sanni um nokkurn áttræðan mann, að hann sé „fullorðinn unglingur,“ þá á það við um Sigurjón Stein- þórsson. — Ég óska þér hjart- anlega til hamingju með þenn an merkisdag þinn og vona, að þér endist líf og heilsa til þess að rýna mörg ár ennþá fram í þá öld tækni og þró- unar, er þú dáir svo mjög. Gunnar Ingvarsson. 'HÚfeiÍií Jímm SKIPAUTGÉKÐ 5 RIKISINS „ESJA" austur um land til Siglufjarö! ar hirm 8. þ. m. Tekið á móti flutningi til Fáskrúðsfjarðar, Reyðarfjarðar, Eskifjarðar, N orðf j aröar, Seyðisf j aröar, Þórshafnar, Raufarhafnar, 1 Kópaskers og Húsavikur ár- degis í dag og á mánudaginn. Pantaðir farseðlar óskast sótt ir á þriðjudaginn. . „HEKLA" fer frá Reykjavík laugardag- inn 10. september n. k. til Álaborgar. Pantaðir farseðlar óskast innleystir í skrifstofu vorri þirðjudaginn 6. septem- ber. Nauð'synlegt er, að farþeg ar leggi fram vegabréf sín. Frá Álaborg fer skipið vænt- anlega um mánaðamótin september-október til Reykja víkur. ÚTSÖLUSTAÐIR REYKJAVÍK Vcsturbær: Vf>stursötu 53 West-End. Fjoiu, Vesturgötu Miðbær: Bókastöð Eimreiðar--., innar ui Tóbaksbúðin Kolasuhdi. Söluturninn við LækJ-r artorg Austurbær: Veitingastofan Gosl.,,: . Bókabúð KRON Laugaveg 45 Vöggur Laugaveg Veitingastofan Florida, Veitingastofan Óðins*' götu 5. Sælgætisbúðin Stjarna, Laugaveg 98. Soluturn Austurbæjar Verzlunin Ás. Verziunin Langholts- veg 74 : Verzlunin Hlöðufell, Langholtsveg. Verzlunin Mávahlíð 25. íslenzkt smjör | Eldurinn fyrirliggjandi Bögglasmjör (óskammtað) Rjómabússmjör (gegn skömmtunarseðlum) | Fryst jhúsið HERÐUBREIÐ Sími 2678. gerir ekki boð á undan sérl Þelr, sem eru hyggnir, tryggja strax hjá Sarm/Lnnatryggingum flver fylgist með tímanum ef ehhi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.