Tíminn - 17.11.1949, Blaðsíða 1

Tíminn - 17.11.1949, Blaðsíða 1
Ritstjóri: Þórarinn Þórarinsson Fréttaritstjórii Jón Helgason Útgefandi: Framsóknarflokkurinn Skrifstofur f Edduhúsinu Fréttasímar: 81302 og 81303 Afgreiðslusími 2323 Auglýsingasími 81300 Prentsmiðjan Edda 33. árg. Reykjavík, fimmtudaginn 17. nóvember 1949 247. blaS Nefndarkosningar í sarnein- uðu þingi og deildum í gær Kosningasamvinna miili AlgBýðtiflokksins og Sjálfstæðisflokksins í noðri doihi 01» milli Framsóknarmanna og' Alþýðn- Hokksiiis í ofri doilcl. í gær fóru fram nefndakosningar í sameinuðu þingi og í deildum. í sameinuðu þingi var engin samvinna milli flokk anna, en í neðri deild samvinna milli Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins, cn í efri deild samvinna milli Alþýðu- flokksins og Framsóknarflokksins. Úrslit urðu, sem hér segir: Sameinað þing. I Fjárveitinganefnd: Halldór Ásgrímsson, Helgi Jónasson, Karl Kristjánsson, Hannibal Valdimarsson, Ásmundur Sig urðsson, Pétur Ottesen, Gisli Jónsson, Ingólfur Jónsson,1 Björn Ólafsson. Utanrikismálanefnd: Her- mann Jónasson, Eysteinn Jónsson, Stefán Jóhann Stef ánsson, Finnbogi R. Valdi- marsson, Ólafur Thors, Bjai’ni Benediktsson, Jóhann Þ. Jós- efsson. Til vara: Páll Zóp- hóníasson, Bjarni Ásgeirsson, Ásgeir Ásgeirsson, Einar Ol- geirsson, Gunnar Thorodd- sen, Jóhann Hafstein, Björn Ólafsson. Allsherjarnefnd: Jón Gísla son, Skúli Guðmundsson, Finnur Jónsson, Lúðvík Jós- efsson, Jón Sigurðsson, Ing- ólfur Jónsson, Stefán Stef- ánsson. Þingfararkaupsnefnd: Gísli Guðmundsson, Rannveig Þor steinsdóttir, Áki Jakobsson, Jón Pálmason, Jónas Rafnar. Efri deild. Fjárhagsnefnd: Bernharð Stefánsson, Haraldur Guð- mundsson,;Brynjólfur Bjarna 1 son, Lárus Jóhannesson, Þor- j steinn Þorsteinsson. | Samgöngumálanefnd: Vil-.j hjálmur Hjálmarsson, Karl Kristjánsson, Steingrímur Aðalsteinsson, Sigurður Ólafs son, Þorsteinn Þorsteinsson. I.andbúnaðarnefnd: Páll Zóphóníassón, Haraldur Guð mundsson, Finnbogi R. Valdi marsson, Sigurður Ólafsson, Þorsteinn Þorsteinsson. | Sjávarútvegsnefnd: Vil- hjálmur Hjálmarsson, Hanni (Framhald á 7. síðu.J ' ■ i Próf' Ólafi Lárus- j syni boðið til Svlþjóðar Húskólarnir í Stokkhólmi j og Uppsclum hafa boðið pró- fesSor Ólafi Lárussyni að flytja fyrirlestra um þróun íslensks réttar eftír 1262 og fer próf. Ólafur utan í þessu Skyni 22. nóv. n. k. og verð- ur fjarverandi um þriggja vikna skeið. Ekkert brot á Yalta- ráðstefnunni í gær var Bevin utanríkis- ráðherra Breta spurður að því á þingi, hvort skipun rúss- nesks herforingja í hermála-1 ráðherraembætti Póllands væri ekki brot á Yalta-ráð- stefnunni. Bevin kvað svo ekki vera. Rikjum væri heim- ilt að kveðja erlendis menn til starfa í þjónustu ríkisins, bæði samkvæmt Yalta-ráð- stefnunni og öðrum alþjóða- samningum. Sjóður til minn- ingar um starf Sigurðar skóla- meistara Þessi mynd er af sjúkrahúsi, sem ísfirðingar byggðu árið 1924. Það er ætlað 52 sjúklingum. Árið 1924 voru íbúar ísafjarðarkaupstaðar um 2000. Nú eru í Reykjavík um 55 þúsund manns. Ef bæjarstjórnarmeirihlutinn í Reykjavik væri gæddur svipuðum stórhug og ísfirðingar undir forustu Vilmundar Jóssonar árið 1924, ætti hann — ekki flíka því sem kosningabrellu með nokkurra ára millibili — heldur byggja sjúkrahús með 1420 sjúkrarúmum. Þegar Þorvaldur Jónsson, fyrsti maður, sem útskrifaðist úr læknaskóla hérlendis, var héraðslæknir á ísafirði, gekkst hann fyrir byggingu sjúkrahúss þar. Það var árið 1889, sjúkrarúmin voru tólf. Þá voru íbúar ísafjarðarkaupstaðar nálægt 1050. Það, sem ísfirðingar gerðu þegar árið 1889, svarar með öðrum orðum íil þess, að Reykvíkingar reistu nú bæjarsjúkrahús með á sjöunda hundrað sjúkrarúma. En íhaldið í Reykjavík stendur langt að baki ráðamönnum ísafjarðarkaupstaðar fyrir aldamót. íhaldið í Reykjavík er steinrunnin ófreskja, sem lætur sig mannúðarmál engu skipta. Sú ófreskja verður að þoka um set og nýir menn að taka við stjórn Reykjavíkurbæjar — þegar í janúar í vetur. Jarðarftir skóla- mei.stara fer fram á ftistndaginn. Jarðarför Sigurðar skó’.a- meistara Guðmundssonar fer fram frá dómkirkjunní á fösludaginn, og verður skóla- meistari jarðsettur í Foss- vogskirkjugarði. Blóm og kransar á kistuna hafa verið afbeðnir, en hins vegar er rétt að benda fólki á, að stofnaður var vísir að sjóði til minningar um hið ágæta starf skólameistara við menntaskólann á Akureyri, er hann lét þar af störfum. Gaf Hafliði Helgason fyrstur mann fé í þennan sjóð, og fásfc nú minningarspjöld, sem seid eru til úgóða fyrir sjóð- inn, í bókabúð I.lrusar Blön- daí í Reykjavik og bókaverzl- un Gunnlaugs Tr. Jónassonar á Akureyri. Formlega hefir ekki enn verið gengið frá myndun þessa sjóðs, en sennilega verður ætlunarverk hans að styrkja efnilega nemendur Akureyrarskóla til framhalds náms. Hermanni Jónassyni falin tilraun til stjórnarmyndunar Forsati íslands hefir falið formanni Framsóknar- flokksins, Hermanni Jónassyni, fvrrverandi forsætis- ráðherra, að gera tilraun til þess að mynda ríkisstjórn með siuðningi meirihluta þingsins. Er hann nú að athuga möguleika til slikrar stjórn- armyndunar og mun gefa fullnaðarsvar innan fárra daga. •* Sérfræðingaráð- stefnu lokið Ráðstefnu sérfræðinga þrí- veldanna um Þýzkalandsmál- :n, sem haldin hefir verið í London að undanförnu er nú ’okið. Lögðu sérfræðingarn- Ir fram ýmsar tillögur í þess- um málum, meðal annars um það, að Þjóðverjum yrði nú leyft að smíða slærri kaup- skip en áður. Tillögur nefnd- arinnar voru lagðar fyrir sam bandsþingið i Bonn i gær, en í dag hefjast umræður við sambandsstjórnina um samninga um takmarkaðra niðurrif verksmiðja o. fl. sam kvæmt samþykktum Parísar- fundarins. McNeil deilir á Rússa á þingi S.Þ. Hector McNeil fulltrúi Breta á þingi S.Þ. deildi harðleiga á Vishinsky í ræðu í gær fyrir afstöðu Rússa til ýmissa heimsmála. Sagði hann, að þeir hefóu allt frá stofnun S. Þ. verið þrándur í götu allra tilrauna, sem þessi stofn un hefði gert til þess að bæta sambúð þjóðanna í heiminum, og málefnabarátta þeirra á þingum S. Þ. hefði verið sýnd- arleikur einn miðaður við það að villa mönnum sýn um hið rétta innræti Rússá. Meðan Rússar héltíu uppteknum hætti, mundi frelsið og frið- urinn i heiminum verða. \ i’. j Framsóknarvistin | i í gærkvöldi voru tæplega | I 200 manns búnir að panta I i aðgöngumiða að Framsókn i § arvistinni annað kvöld. | { Húsið verður opnað kl. | i átta, en vistin byrjar kl. [ i 8,30. Allir þeir, sem vilja | | komrv til greina við út- I i hluíun spilaverðlaunanna = Í verða að vera komnir að i l spilaborðunum kl. 8,30. i Þeir, sem ætla að vera I - ; Í með í vistinni annað kvöld 1 I og ekki hafa pantað að- i Í göngumiða, ættu að panta | Í þá strax. En pantaða miða | i er æskilegt að fóik sæki \ 1 frá kl. 3—6 í dag. — Að- | Í göngum?^* má panta með- \ i an til eru, í síma 6066 og 1 I 5564. I Tvö tundurdufl rekur á land Á þessu ári hefir dregið mjög úr reki tundurdufla hér við strendur landsins, en í gær barst þó skipaútgerð ríkisins tilkynning um tvö tundurdufl- Var annað ný- rekið á Ásfjöru í Rangárvalla sýslu, en hitt lá við stjóra yzt í Veiðileysufirði á Strönd um. Ársþing B.Æ.R. Annað ársþing Bandalags æskulýðsfélaga Reykjavíkur var haldið í síðustu viku og komu fulltrúar til þings frá 24 bandalagsfélögum. Formað ur B.Æ.R., Ásmundur Guð- mundsson prófessor, setti þingið og bauð fulltrúa vel- komna, en Sigurgeir Sigurðs son biskup, verndari banda- lagsins, var einróma kjörinn þingforseti. Formaður flutti skýrslu stjórnar um framkvæmdir á liðnu ^tarfsári, sagði m. a. frá ýmsum gjöfum, sem bandalag inu hafa borizt, t. d. 5 þús- kr. gjöf frá Háskóla íslands og 4228 kr. gjöf frá Sigurjóni Danivalssyni og Agli Vil- hjálmssyni. Nemur hrein eign bandalagsins nú um.45 þús. kr. Samþykkt var að kjósa þriggja manna nefnd til að gera tillögur um væntanlega húsaskipan Æskulýðshallar- innar og hvaða starfsemi þar skuli hýst Stefán Runólfsson, Þor- steinn Valdimarsson og Ól- afur Sigurðsson voru kjörn- ir í nefndina. Ásmundur Guðmundsson. sem verið hefir formaður bandalagsins frá stofnun þess, var endurkjörinn ein- róma og i aðalstjórn með hon um þessir: Stefán Runólfs- son, Þorsteinn Valdlimars- son, Sigurjön Danivalsson, Ingólfur Þorkelsson, Ingólf- ur Steinsson og Jón Ingimars son.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.