Tíminn - 17.11.1949, Blaðsíða 4

Tíminn - 17.11.1949, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, fimmtudaginn 17. nóvember 1949 247. blað Kosningasigur Framsóknarmanna Eitt var það, sem öllum and stöðublöðum Framsóknar- manna kom saman um í kosn ingabaráttunni í haust. Það var, að Framsóknarflokkur- inn væri algjörlega vonlaus um að koma manni að í Reykjavík. Það væri illa gert af flokknum, að „ginna“ konu til að vera í framboði og telja henni í hrekkleysi hjarta síns trú um, að hún gæti ef til vill náð kosningu. Reykvík ingar myndu vissulega ekki kjósa Framsóknarkonu. Þessi spásaga rættist í sam ræmi við þau heilindi, sem hún byggðist á. Það kom í ljós, að nógu margir Reykvík ingar kusu með Framsóknar- flokknum til að tryggja hon- um þingsæti fyrir bæinn, þrátt fyrir það, að andstæð- ingablöðin hafa sjálfsagt haft einhver áhrif og hrakið og hrætt margt manna frá að leggja atkvæði sitt á B-list- ann, þó að þeim væri það ljúfast. Sigurinn í Reykjavík. Það liggja tvær samverk- andi ástæður til þess, að B- listinn sigraði í kosningunum í Reykjavík í haust. Önnur er álit og traust Rannveigar Þor- steinsdóttur persónulega. Hin er sú, að Reykvíkingar eru nú óðum að hætta að trúa þeim rógi, sem blöð hinna flokk- anna flytja um Framsóknar- flokkinn. Menn finna það, að Fram- sóknarflokkurinn er oft til- lögubeztur í garð alþýðu- manna í Reykj'avík. Fólkið sér að allir hinir flokkarnir reyndu að blekkja það í síð- ustu kosningum og tókst það að verulegu leyti. Þúsundum saman taka menn að efast um, að þeir hafi fylgt réttum flokki. Menn eru á báðum átt um. Þó að margt af slíku fólki hafi að þessu sinni þeg ar á hérti kosið með sinum gömlu flokkum bíður það enn með eftirvæntingu og sér hverju fram vindur. Kosningin í haust markar tímamót. Þá gerðu kjósendur í Reykjavík það, sem öll blöð hinna flokkanna sögðu einum rómi að ekki gæti skeð. Þeir kusu Framsóknarþingmann, hvað sem blöðin sögðu. Og það var sannarlega ekki af því, að blöðin minntu kjós- endurna ekki á, að B-listinn væri listi Framsóknarflokks- ins, bæði Tíminn og önnur blöð. Það voru blátt áfram svona margir kjósendur í Reykjavík, sem treystu Fram sóknarflokknum og frambjóð anda hans bezt til að taka heiðarlega á málunum. Sigurinn í Mýlasýslum. En Framsóknarflokknum gengu kosningar í vil víðar en í Reykjavík. í tveimur tví- menningskjördæmum, Múla- sýlum báðum, fékk hann báða þingmennina kosna. Norður-Múlasýsla er land- búnaðarhérað, nálega ein- göngu sveitakjördæmi. Þar buðu Sjálfstæðismenn fram þann mann, sem margir telja þeirra bezta og glæsilegasta mann í landbúnaðarmálum. Enginn neitar Árna Eylands um það, að hann sé dugleg- ur, áhugamaður um landbún- aðarmál og hafi víðtæka þekkingu á þeim. Þetta dugði þó ekki til að villa um Norð- mýlinga og fá þá til að hvika írá Framsóknarflokknum. Sigur Framsóknarflokksins er grundvöll- ur að sigri umbótaaflanna Fylgi hans reyndist svo sterkt,; að bæði Páll Zóphoníasson og Halldór Ásgrímsson náðu kosningu. Norðmýlingar vildu ekki leggja höfuð sitt í skaut heild salanna í Reykjavík, þó að þeir sendu þeim í framboð mann, sem bar skyn á land- búnaðarmál. í Suður-Múlasýslu náði Lúðvík Jósefsson kosningu 1946 fyrir Sósíalista. Nú jók Framsóknarflokkurinn at- kvæðamagn sitt og fékk báða þingmenn kjördæmisins. Sósíalistaflokkurinn hefir lagt mikið kapp á það siðustu árin að telja þjóðinni trú um að Eysteinn Jónsson væri liðs maður íhaldsaflanna en þeir sjálfir bæru hag íslenzkrar alþýðu sérstaklega fyrir brjósti. Sunnmýiingar svör- uðu þessum rógi maklega með því að hækka atkvæða- tölu Eysteins en fella fram- bjóðenda Sósíalista. Hinn nýi þingmaður Sunn- mýlinga, Vilhjálmur Hjálm- arsson á Brekku, er alinn upp í héraðinu. Hann er af traust um bændaættum og hefir deilt lífskjörum alþýðunnar í héraði sinu og unnið hennar störf á landi og sjó. Hann býr i tiltölulega afskekktri sveit og er því minna þekktur en ella, en hvarvetna að góðu, sem traustur maður og holl- ur alþýðu manna. Almenning ur í Suður-Múlasýslu, bænd- ur, útvegsmenn og fiskimenn, vildu heldur fela þeim Ey- steini Jónssyni og Vilhjálmi á Brekku forsjá mála sinna en frambjóðendum annarra flokka. Austfirðingar hafa gert sér ljóst, að bezt fer á því, að hin ýmsu héruð landsins hafi i engu þjónustuaðstöðu gagn- vart höfuðborginni, heldur styðji þar hver aðili annan, jafnir að rétti í bróðurlegu samstarfi. Svo hefir atvikast, að forréttindastétt og eyðslu- stétt þjóðarinnar er að lang- mestu leyti búsett í Reykja- vík, svo að hörðustu átökin á stjórnmálasviðinu standa milli yfirstéttar Reykjavíkur annarsvegar og allrar alþýðu landsins hinsvegar, ef þjóðin skilur aðalatriði málsins. Austfirðingar hafa orðið einna fyrstir til að átta sig á þessu, svo sem kosningaúr- slitin i Múiasýslum og yfir- burðir Framsóknarflokksins þar bera nú vitni um. Suður-Þingeyjarsýsla. Kosning Karls Kristjáns- sonar í Suður-Þingeyjar- sýslu þykir sýna styrk Fram- sóknarflokksins þar í héraði. Þar eiga Framsóknarmenn að baki viðkvæm og heit átaka- mál, og héldu ýmsir að seint myndu gróa. Kosningaúrslin sýna þó, að Suður-Þingeying- ar bera gæfu til að greina milli aðalatriða og aukaatriða og standa saman um sam- vinnustefnuna og Framsókn- arflokkinn. Engum kom annað í hug en Karl Kristjánsson næði kosn ingu, en margir héldu að sig- ur hans yrði fjarri því að vera svo glæsilegur sem raun bar vitni. Sigurinn í Dölum. í Dalasýslu féll Þorsteínn sýslumaður, gamall og gróinn þingmaður, fyrir ungum bónda, Ásgeiri i Ásgarði. Þor- steinn hefir verið sýslumaður Dalamanna um þrjátíu ára skeið og er persónulega vin- sæll í héraði. Þess var þó ekki von, að Ðalasýsla, þar sem segja má, að allir kjósendur séu bændafólk og samvinnu- menn, sendi alla tíð Sjálf- stæðismann á þing. Bóndinn í Ásgarði er« öruggur og vin- sæll samvinnumaður, sem býr á höfuðbóli í miðju hér- aði. Það fer vél á því að Dala menn hafa nú gert hann að fulltrúa sínum á Alþingi. Þeir treysta honum til þess, að ganga aldrei á hönd heild- salavaldi og fjárplógsstétt höfuðstaðarins. Héðan í frá mun þingmaður Dalamanna bera sáttarorð milli alþýðu- fólks í sveitum og kaupstöð- um og gera sitt til að létta af hvorum tveggja óþörfum byrðum og skapa gagnkvæmt traust og frið milli íslenzkra alþýðustétta. Skaftfellingar og Strandamenn. Kosningaúrslitin eru enn athylgisverð í ýmsum kjör- dæmum, þar sem þó varð eng in breyting á því hvaða flokk ur hlaut þingsæti: í Vestur- Skaftafellssýslu töldu margir úrslitin vafasöm, enda var það eitt þeirra kjördæma, sem Sjálfstæðismenn ætluðu sér að vinna. Var mikið kapp lagt á það, að treysta að- stöðu sýslumanns í kosning- unum. Sjálfstæðismenn höfðu það kjördæmi í síðustu kosn- ingum, og ekki var gott að sjá hvað miða mátti við úr- slit í aukakosningunni, þar sem atkvæði verkalýðsflokk- anna hlutu að verða alveg áhrifalaus. Þegar þessa er gáð eru úrslitin í Vestur-Skafta- fellssýslu Framsóknarflokkn- um hagstæð. í Strandasýslu lögðu Sjálf- stæðismenn höfuðáherzlu á sóknina og var fátt til sparað. Úrlsitin þar urðu Framsókn- arflokknum mjög í vil og minna undirtektir fólksins á Ströndum við tylliboöum Sjálfstæðisflokksins mjög á það, er Auður Vésteinsdóttir iak sjóðinn á nasir Eyjólfi gráa, svo að blóð féll um hann allan. Kosningaúrslitin á Strönd- um sýna bæði, að kjósendur í sveitum láta ekki halda upp boð á sér, og að það er næsta þýðingarlítið að reyna að níða kjörfylgi af mikilhæfum stjórnmálamönnum með per- sónulegum rógi. Fáir eða eng- ir íslenzkir stjórnmálamenn hafa verið fastar eltir með slíku en Hermann Jónasson. Munu flestir kjósendur á Ströndum vita skil á níðpés- um um þingmann sinn, stundum liðlega skrifuðum. Það væri nú gott, ef úrslit kosninganna á Ströndum gætu kennt þeim, sem hafa hneigð til að leggjast í slíka pésagerð, hvað slík fram- leiðslu er óheppileg, vonlítil og áhrifalaus. Saga, sem gott er að skilja. Það er ennfremur sérstök ástæða til að gleðjast yfir (Framhald á 7. síðuj Pétur Sigurðsson hefir sent mér ábendingu eina, þeim til umhugs unar, sem langar til að drýgja kaffiskammtinn, því að ég kalla það kaffiskammt,, þó að það sé ekki skömmtunarskrifstofan, sem úthlutar. En bréf Péturs er svo: „Mér datt í hug, Starkaður minn, að lofa þér að koma á framfæri fyrir mig ofurlítilli tiilögu um kaffidrykkju. Sú tillaga er ein- kennilega til orðin. Eg er ekki mikill kaffimaður og um 15 ára skeið drakk ég alls ekki kaffi. Eg á nokkra samúð með þeim mönn- um, sem vilja afnema alla kaffi- drykkju, en slíkar óskir rætast víst ekki að sinni hér á landi. En við gætum þá gert annað, dregið úr kaffineyzlunni með því að drýgja kaffið. Og nú skuluð þið heyra. Eg bý fyrir utan bæinn og fer þv£ ekki heim af skrifstofu minni til þess að snæða hádegisverð, en tek með mér brauðbita. Fyrst reyndi ég að drekka eingöngu mjólk með brauðinu, en ég þoli mjólkina heldur illa. Eg reyndi einnig súrmjólk, en það fór á sömu leið. Eg melti mjólk illa, þótt heilsa mín sé yfirleitt góð og mér hafi varla orðið misdægurt síðastliðin 20 ár. Þá tók ég það ráð, að blanda til helminga mjólk og fremur létt kaffi, og þetta hefir gefizt mér ágætlega. Nú er ég ekki að hefja áróður fyrir kaffi, síður en svo, en tillaga mín er þessi, að þjóðin í heild taki upp þessa aðferð, með an hún drekkur kaffi á annað borð, að blanda það til helminga með mjólk, en þá þarf að bera mjólkina heita á borð með kaff- inu. Þannig hefir mér verið borið kaffi á hótelum í Englandi, og víðar mun þessi siður tiðkazt. Það er misskilningur, ef menn álykta, að þannig geti kaffið ekki verið góður drykkur. Venjulega er nóg að magn hennar aukizt en minnki mjólk til á íslandi og er vonandi, ekki, við gætum því sparað mik- inn gjaldeyri með þessu. Ef við drekkum kaffi fyrir um 90 millj. króna á ári, þá er helmingssparn- aður nokkurs virði fyrir þjóðina, og með þessu mundu menn auka mjólkurneyziu sína, sem er íslenzkrl framleiðslu hagkvæmt. — Reyn- ið nú heilræðið og það mun vel gefast.“ Það vekur athygli og ánægju að rannsóknarlögreglan er nú far in að rannsaka mál, sem snerta svarta markaðinn 1 bænum. Vænt anlega verður fylgzt með auglýs- inum um slíkan kaupskap fram- vegis. Nýlega var auglýst í Morg- unblaðinu eftir tilboðum i kápu- efni. Þess var ekki getið hvar efn- ið væri til eða hvað það ætti að kosta. Vel má líka vera, að þar hafi verið um fleira en eitt kápu- efni að ræða. Og vel má vera, ef nógu mörg og glæsileg tilboð ber- ast út á svona auglýsingu, að það sé hægt að selja mörg kápuefni. Það er ekkert algengara, en að ýmiskonar fatnaður sé auglýstur og við því er ekkert að segja ef það er í smáum stíl. En undar- legt finnst almennlngi það, eftir þvi sem flestum hefir gengið að fata sig síðustu árin, ef allt er hreint og með felldu við það, að sums staðar sé hægt að selja „nokkrar kápur miðalaust" og annað eftir því. Almenningi þykir áreiðanlega gott og blessað, að sjá einhver deili til þess, að réttvísin sé vakandi í þessum málum og rannsóknarlögreglan sofi ekki á verðinum. Starkaður gamli. Útför mannsins mins KRISTJÁNS JÓNSSONAR, fer fram laugardaginn 19. þ. m. og hefst með bæn að heimili okkar Forsæti kl. 1 e. h. — Jarðað verður að Viliingahoitskirkju kl. 2 sama dag. María Einarsdóttir. Spaðkjöt nýkomið Frystihúsið Herðubreið Sími 2678 * l Vélstjórastaða Rafmagnsveitan óskar að ráða vélstjóra með raf- I; magnsdeildarprófi, að Varðstöðinni við Elliðaár. — Um £ ■[ sóknir sendist Rafmagnsveitunni fyrir þriðjudaginn % ■I 22. nóvember. RAFMAGNSVEITA REYKJAVÍKUR .V.V.'.V.VAV.VV.V.'.VAVAW.V.V.V.V.V.VAV.W.W

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.