Tíminn - 21.12.1949, Blaðsíða 4

Tíminn - 21.12.1949, Blaðsíða 4
4 TÍMINN, miðvikudaginn 21. desember 1949 274. blað í slendingalDættLr Áttrœð: Svanfríður Bjarnadóttir írá Skógum Frú Svanfríður Bjarnadótt- ir, sétn Iengi bjó í Skógum á Þelamörk í Eyjafirði, á átt- ræðisafmæli í dag. Hún er fædd 21. desember 1869 á Vöglum á Þelamcrk. Foreldrar hennar voru Bjarni Árngrímsson, Jónsson- ar prests að Bægisá og kona hans Sigurrós Þorláksdóttir frá Skriðu í Hörgárdal. Ólst hún upp hjá foreldrum sínum til fermingaraldurs, en fór þá að Möðruvöllum í Hörgárdal, til Jóns A. Hjaltalin, skóla- stjóra, aðallega til þess að gæta yngri systur sinnar, sem þau Hjaltalín og kona hans höfðu gert að kjördóttur sinni. Svanfríður dvaldist hj á þeim Hjaltalínshjónum þar til hún varð gjafvaxta, en þá giftist hún Stefáni Eiríks- syni, Halldórsonar stúdents frá Úlfsstöðum í Loðmund- arfirði; en Stefán var í Mcðru vallaskóla, er þau Svanfríður felldu hugi saman. Hófu þau búskap í Blöndudalshólum í Húnavatnssýslu; bjuggu síð- ar á Gunnsteinsstöðum, en síðast á Refsstöðum í Laxár- dal. Þau eignuðust 7 börn, 5 dætur og tvo syni. Þar missti Svanfríður mann sinn 1907, frá öllum börnum í ómegð- Fluttist hún þá norður í átt- haga sína og bjó í Skógum á Þelamörk um 20 ára skeið. í Skógum ól hún upp öll bcrn sín og annaðist bústjórn, en hafði þó ráðsmann þar og reyndist hann henni og börn- unum hið bezta. Sjálf var hún nýtin og hagsýn, en jaín framt veitul og gjafmild, þótt ekki væri hún auðug af fé. Sum árin átti hún við mikla vanheilsu að búa, en gat hvorki hlíft sér né vildi gera það. En eigi að síður var heimili hennar þekkt að háttprýði, hreinlæti og snyrti mennsku. Þegar Svanfríður brá búi í Skógum, fluttist hún til Ak- ureyrar og dvaldi þar á veg- um barna sinni, unz hún hvarf til Reykjavíkur fyrir nærfellt 5 árum og hefir síð- an dvalið á heimili tengda- sonar sins, Grétars Fells, skálds og rithöfundar og Svövu dóttur sinnar. Nú eru 3 dætur frú Svanfríð ar látnar. Elztu dóttur sína rnissti hún í Skógum eftír langa legu, aðra missti hún á Akureyri og hin þriðja fórst í flugslysinu mikla við Héð- insfjörð. En á lifi eru Svava Fells, Sigríður, kona Eyþórs Stefánssonar, tönskálds og söngkennara á Sauðárkróki, Eirikur, kennari við barna- skclann á Akureyri og Mar- ínó, kennari við Laugarnes- skólann í Reykjavík. Þetta eru í fám orðum helztu ytri atburðir í ævisögu Svanfríðar Bjarnadóttur. En skrá um slíka atburði verður aldrei nerna hálfsögð saga, stundum miklu minna en það. Dagfarið, orð og æði, straum- fall hugans og hræringar hjartans, stefna þeirra og stj órn skiptir mannlíf ið mestu. Helltin af æviahrifum manna er stundum bæði hul- in og þögul, en getur þó unn- ið meira gagn eða ógagn en hitt allt, sem heyrt er og séð af lííi þeirra. Líf Svanfríðar hefir birzt i sífelldu fórnarstarfi fyrir sína nánustu og nokkra aðra, sem hún gat náð til. Bcrn sín sjö saman cl hún upp með mikl- um heiðri og sæmd — og hið áttunda hafði hún í fóstri að miklu leyti til fermingarald- urs- Að vísu hefir það ekki allt saman verið árvekni og uppeldisaðferðum hennar að þakka. hve góð, c-tul og mann vænieg böríi hennar urðu. En hitt er efalaust, að hún heíir átt lang stærsta þáttinn í því að glæða og laða fram allt nið sanna, fagra og góða í óvenju lega vaxtarhæfum jarðvegi huga og hjartna barna sinna. En hún va.nn ekki uppeldis- sigra sína með hörðum aga, mörgum orðum, hávaða og látum. Ég held hún hafi að miklu leyti gert það með and - lega loftslaginu, sem jafnan er umhverfis hana. Það er ómetanlegt fyrir næma barns sállna að búa langdvölum í slíku loftslagi. Og Svanfríð'ur hefir ekki einungis haft áhrif á börn sín með þessum hætti, heldur snortið flesta eða alla, sem hún hefir kynnzt á lífs- leiðinni, líka okkur, sem ekki sáum hana fyrr en hún var hálfáttræð og höfum ekki haft af náirthi kynningu að segja. Hún er ein þeirra manna, sem öllum þykir vænt um og sumum þegar við fyrstu sýn. Ég held, að það, sem einkum veldur þessu fá- gæta loftslagi, sé hin hreina, hlýja, óraskanlega ró, sem ávallt er yfir henni og jafn- an hefir hóglátan virðuleik og gleði í för með sér. En allt hvílir þetta á bjargföstu trúartrausti til forsjönar og föðurkærleika Guðs. Svanfríður mun aldrei hafa verið margmál. Hiö þögla starf mun henni eiginlegra, og um gæði þess efast enginn, sem hana þekkir. Geðprýði hennar og stilling mun fá- gæt. Þeir, sem bezt þekkja hana og lengst hafa verið með henni, vita ekki til þess að henni hafi nokkurn tíma runnið í skap. Ástvinamissi mætti hún með slíkri still- ingu, að menn undruðust, af því að þeir vissu, hve góð móðir hún var og er. Börn hennar heyrðu henni aldrei fara Ijótt orð eða biótsyrði um munn, sáu aldrei til henn ar neitt, sem gat minnkað hana á nokkurn hátt- Sam- band hennar og bavnanna hefir verið frábærlega fagurt og innilegt. Svanfríður er kona vel ætt- uð, eins og áður er drepið á. Hún er frið sýnum, atkvæöa prúð í framgöngu með gleði og djúpa ró í björtum svipn- um. Maður, sem þekkir hana mæta vel, komst cvo að orði, að hún sé „náttúrleg hefðar- kona“. Þetta er satt. Og þau eiga vel við háttprýði henn- ar og framkomu þessi vísu- orð skáldsins: Kurteisin kom að innan, sú kurteisin sanna, siðdekri ölju æðri, af öðrum sem lærist. —“ Bcrn áttræða afmælis- barnsins, frændur hennar, venzlamenn og vinic senda henni innilegar kveðjur og óska henni til hamingju með veglegt ævistarf og langt líf, sem, þrátt fyrir ástvinamissi og sorgir, hefir veríð auðugt af kærleika og fegurð, rósemi og hóglátri gleði. Þeir biðja henni blessunar hins góða Guðs. Jakob Krístinsson. Eldurinn gerir ekki boð á undan sér! Þeir, sem eru hyggnir tryggja strax hjá SamvLnnutryggingum. tfuyllfAit í TíftMHUftt Nú er jólabók ungiínganna komin, hún er eftir Stefán Jónsson og heitir Margt getur skemmtilegt skeð < At Þið þekkið öll Stefán Jónsson og munið eftir bókunum hans, til dæmis Hjalta litla. Þessi nýja bók er ekki síður skemmtileg. Stefán hefir Iesið kafla úr henni í Útvarp- ið undanfarið, og börnin um land allt bíða með óþreyju eftir að fá að lesa bókina alla. f bókinni eru margar gullfallegar myndir eftir Ragn- liildi Ólafsdóttur. Þessi bók sparar ykkur ómakið að velja unglinga- bókina. Kaupið: MARGT GETUR SKEMMTILEGT SKEÐ, eftir Stefán Jónsson. (Bóh 'zcwerziun +3óa^oíclcir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.