Tíminn - 21.01.1950, Blaðsíða 1
Ritstjóri:
Þórarinn Þórarínsson
FríttariUtjóri:
Jón Helgason
Útgefandi:
Framsóknarflokkurinn
Skrifstofur i Edduhúsinu
Fréttasimar:
81302 og 81303
Afgreiöslusími 2323
Auglýsingasimi 81300
Prentsmiðjan Edda
34. árg.
Reykjavík, laugardaginn 21. janúar 1950
17. blaff
i I
i I
Vísir uppvís að stór-
lygum um ákvæði
stóríbúðarskattsfrv.
Birtir gerfalsaða fullyrðing'u um ofni
frumvarpsins
Dagblaðið Vísir kallar það, að Framsóknarmenn
| flýi frá stóríbúðaskattinum þegar Tíminn rekur ofan
I í það ósannindin.
Þannig segir blaðið í gær:
„Er nú líka svo komið, að Framsóknarflokk-
uinn er á æðislegum flótta, svo sem bezt sést
á skrifum Tímans síðustu dagana. í gær segir
blaðið, að skattinn eigi að reikna eftir gólffleti
og herbergjafjöida. Síðan eru talin þau her-
bergi, sem ekki eru reiknuð með, og að hafi
tvær manneskjur tvö herbergi og þrjár þrjú,
reiknist „ALDREI NEINN SKATTUR (letur-
breyt Tímans) hvað stórar stofur sem um er
að ræða“. Síðar segir: „Það hefir ALDREI VER-
IÐ ÆTLUN NÉ TILGANGUR (leturbreyt. Tím-
ans) Framsóknarmanna, að stóríbúðaskattur-
inn bitnaði á alþýðu manna“.
Allt eru þetta ósannindi hugleysingja, svo |
að ekki sé meira sagt“.
Eins og Tíminn hefir þrásinnis skýrt frá segir svo !
1 í frumvarpi Framsóknarmanna, annarri grein:
„SKATTUR REIKNAST ÞÓ ALDREI af einu !
íbúðarherbergi eða liluta af því, ef einn eða i
fleiri búa í því, ekki af tveimur íbúðarherbergj- f
um, ef þar búa tveir menn eða fleiri, og ekki af |
þremur íbúðarherbergjum, ef þar búa þrír menn f
eða fleiri“.
Þannig var frumvarpið lagt fram á Alþingi hinn f
| 23. nóvember síðastliðinn. Allar fullyrðingar Vísis eru i
f því ósannar-
Visir hefir dreift út ærulausum ósannindum um !
| þetta mál, en honum skal ekki haldast uppi á flótta !
f sínum frá eigin ósannindum að ljúga enn til um efni !
| frumvarpsins í eyru almennings, jafnvel þótt blaða- \
| menn Vísis kunni að vera búnir að æsa sig svo upp, !
| að þeir séu sjálfir farnir að trúa stórlygum sínum.
Bjarni Benediktsson ekkj and-
vígur stóríbúðarskattsfrumv.
Þegar frumvarpið um stóríbúðaskatt var tekið til fyrstu
umræðu á alþingi, var nokkuð annað hljóð í andstæðing-
um Framsóknarmanna en nú. Bjarni Benediktsson utan-
ríkisráðherra og fyrrverandi borgarstjóri sagði meðal ann-
ar, er hann hafði rætt um smávægilega vankanta, sem hann
taldi á frumvarpinu:
„Það er vegna þess, að ég tel þetta vankanta, sem megi
sniða af, að ég bendi á það.“
I annarri ræðu um þetta sama frumvarp sagði hann:
„Ég vil taka það fram, að ummæli síðasta háv. ræðumanns
(þ. e. Hannibals Valdimarssonar, sem einnig var meðmæltur
frumvarpinu) um fjandskap við þetta frumvarp, get ég
ekki tekið til mín ...“
ihaldið gaf tíu loforð um hafnarframkvæmdir
fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar
og sveik þau öll
Ryðkuinbaicli, som stendur ónotaður, or
risinn í Örfirisey í stað togarabryggja, ver
búðirnar eru ónotbæfar, seg'ja sjómenn,
hátarnir fá ekki vatn á bryg’g'jum sínuni.
eng'in fisklöndunartæki, vöruskemmur
ónýtar og' ónógar, slyppurinn tekur dýr-
mætar lóðir frá bátaiitveginum — og Hær-
ingur rís ár hafi óreiðunnar og glund-
roðans í böfninni
Þessa dagana verður ýmsum hugsað til „bláu bókar“
íhaldsins í Reykjavík frá ártnu 1946. „Bláa bók“ íhaldsins
er rit í allstóru broti prentað á vandaðan pappir með skrum
myndum og falsloforðum Sjálfstæðisflokksins fyrir bæjar-
stjórnarkosningarnar 1946. Bók þessi var send kjósendum
Reykjavik, og ef menn hafa verið svo samhaldssamir að
geyma dýrgripinn, ættu þeir að draga hann fram núna
og fletta blöðum hans sér til lærdóms og sáluhjálpar. Á 7.
og 8. síðu þessarar „opinberunarbókar“ er fjallið um „ný-
sköpun sjávarútvegsins og hafnarmannvirki" í Reykjavík.
Þar eru tíu loforð feitletruð merkt stórum Stjörnum. Með
þennan loforðalista ættu menn að ganga niður að höfn og
bera saman orð og efndir. Ótrúlegt er að margir, sem bera
hag útgerðar í Reykjavík fyrir brjósti, segi já og amen
við næsta loforðarit íhaldsins, sem að líkindum verður birt
áður en langt líður.
Höfnin í Reykjavík og sér-
staklega aðbúnaður útgerðar-
innar þar er augljóst dæmi
um hróplega vanrækslu og
niðurníðslu sem stofnar allri
bátaútgerð i Reykjavík í
beina hættu.
Síldarverksmiðjan
í Örfirisey.
Fyrsta hafnarloforð íhalds
ins í „bláu bókinni“ frá 1946
er svohljóðandi: Gjöra fyll-
ingu meðfram Grandagarðin
um. Já, ekki ber á öðru.
Nokkur fylling hefir verið
gerð þarna, en við nánari at-
hugun kemur í ijós, að önnur
og undarlegri nauðsyn mun
hafa til rekið en orðheldni
við kjósendur. Ýmsir helztu
fjárglæframenn Sjálfstæðis-
flokksins vildu umfram allt
byggja síldarverksmiðju í Ör
firisey.
Vegna verksmiðjunnar urðu
þeir að vinna að fyllingunni,
og þess vegna er ekki um al-
ger svik þar að ræða.
En ekki hefir bærinn hirt
um að beita sér fyrir þvi, að
fundin yrðu úrræði til þess
að afla hráefnis til vinnslu
handa verksmiðjunni.
Brimvörn úr lygi.
En næsta stjörnuloforðið er
að „byggja geymsluhús vest-
ast á fyllingunni, sem um
leið er brimvörn á Granda-
garðinum“. Af þeim fram-
kvæmdum sést harla lítið og
„brimvörnin“ er eftir því.
Bátabryggjurnar.
Þriðja stjörnuloforðið
var
að „byggja þrjár bátabryggj-
ur við norðurhluta Granda-
garðsins i viðbót við þá einu,
sem lokið er.“ Efnir þess lof-
orðs er ein bryggja sem gerð
hefir verið þarna auk bryggju
úti við Örfirisey. Þar er
kannske ekki til þess ætlandi
að íhaldið uppfylli loforð sín
nema að einum þriðja?
Hvar erft togara-
bryggjurnar?
Fjórða stjörnuloforðið hljóð
ar svo: „Gjöra togarabryggj-
ur við norðurhluta Granda-
fyllingarinnar, svo þar geti
orðið afgreiðsla að minnsta
kosti 15 togara.“ Nú vandást
málið. Hvar eru togarábrýggj
urnar við Grandann? Eru
þær kannske innan í ryðkláfn
um í Örfirisey? Nei, ekkert
hefir verið gert til að bæta
togaraaðstöðuna í höfninni
nema eitthvert klastur utan
á Faxagarð.
Hvar er skjólgarður
bátaflotans.
Fimmta stjörnuloforðið er
það að „gjöra garð frá norður
garði gegnt Ægisgarði, er
skýli vesturhluta hafnarinn-
ar fyrir austanátt“. Bátasjó-
mennirnir í austansveljand-
anum við Grandagarðinn
mega gerzt um það vita,
hvert skjól er að þessu svika-
loforði ihaldsins. Garður
þessi er víst ekki einu sinni
teiknaður enn!!!
Endurbyggingar
austurbryggjanna.
Sjötta boðorðið á loforða-
listanum er að: „Endurbyggja
bfyggjufnar í austurhöfninni
eftir því sem þörf er á við og
við verður komið“. Nei ihald-
ið hefir ekki. „komið við“ að
standa við þessi orð fremur
en önnur og það væri gaman
að fá mynd af þessum endur
byggðu bryggjum í austun-
höfninnf í næsta skrumriti.
Engin fisklöndunartæki.
j Sjöunda fagnaðarboðorðið
á listanum er að lofa að „sjá
; um að keypt verði til hafnar-
j innar stór og fullkomin lönd
J unartæki til affermingar og
hleðslu skipa, svo og aðrar ný
tizku vinnuvélar, sem létta
og flýta allri afgreiðslu
skipa“. Svo mörg eru þau orð.
Skyldi hafnarverkamönnum
ekki finnast til um efndirn-
ar? Skyldi það ekki_ „flýta
allri afgreiðslu“ að vérða að
aka vörunum til geymslu út
um holt og hæðir í bragga,
vestur á nes og austur að ám,
af því að vanrækt hefir verið
að byggja hæfar geymslu-
skemmur við höfnina og ætla
til þeirra heppilegar lóðir?
Eða skyldu vörurnar ekki fara
vel í lekum saggabröggum
frá hernámsárunum á hafn-
arbakkanum? Sannleikurinn
er sá, að búið er að gera höfn
ina í Reykjavík óhæfa til
þeirra miklu vöruflutninga,
(Framhald á 2. síðu).
| Það, sem húsmóð-
| ur Morgunblaðs-
| ins gleymdist
| V. B., húsmóður, sem
I skrifaði greinina um stór-
\ íbúðaskattinn í Morgun-
I blaðið í fyrrad-, hefir orðið
I skyssa á. Hún nefnir dæmi
= um fátæk hjón, sem búi
I á rishæð, og er sárhrædd
| um, að.þau þurfi að borga
I stóríbúðaskatt. Það er vert
| að benda þessari húsmóð-
i ur á það, að í frumvarpinu
Í um stóríbúðaskatt er á-
Í kvæði um það, að skatt-
| urinn skuli miðast við 2,5
Í metra vegghæð. Það mun
i ekki venja að kalla það
§ rishæðir eða þakhæðir,
Í þar sem full vegghæð er,
i svQ að slík dæmi af þak-
Í hæðum og kjöllurum, sem
| sjaldnast ná 2,5 metra
Í vegghæð, eru alröng. Og
1 þá er skattlaust gólfrými
Í þeim mun meira, sem vegg
| hæð er minni. Af þessum
| sökum þurfa þeir, sem á
Í þakhæðum eða í kjöllur-
i um búa, ekki að óttast
i stóríbúðaskatt, fremur en
Í alþýða manna yfirleitt.
ÍÍMMIMMMMMIMMMMMMMIMIMMMIMIIIIMIMIIMIIMMMIMIt
....................................... ■■mmiiiiiimimiimimimmm