Tíminn - 21.01.1950, Side 7

Tíminn - 21.01.1950, Side 7
17. blaff TÍIVIINN, laugardaginn 21. janúar 1950 7 Hlutarskerðing þeirra, sem erfið- ast eiga. (Framhald af 5. síSu). inn aS þeir telja gildandi lagaákvæði viðunandi. Þegar ríkisstjórnin staðfestir slíka samþykkt þá tekst hún á hendur þá ábyrgð er sam- þykktin bakar rikinu samkv. gildandi lögum. Við höfum nærtækt dæmi, sem má telja óbeinlínis samn ing. * Það eru fiskuppbótarlögin, sem afgreidd voru á Alþingi fyrir nokkrum dögum. í því trausti að þessum lögum verði ekki breytt þá fara skipin á veiðar. Gerum ráð fyrir að erfitt yrði um fjárhaginn og drátt- ur yrði á greiðslum — það kemur nokkuð oft fyrir á síðustu tímum, — og að Al- þingi gerði sér hægt um hönd og breytti lögunum, lækkaði uppbæturnar og greiddi hlut- aðeigendum svo í skuldabréf- um, sem greiðast ættu eftir 5 ár rentulaust. Mundi nokkur skipstjóri fara til fiskjar er honum dytti í hug að hann yrði beitt um slikum þrælabrögðum. Sannarlega ekki. Líkt er þessu varið. Fjáreigendum, hefði ekki dottið í hug að gera samn ing við ríkisstjórnina um fjár- skipti ef þeir hefðu ekki treyst því að ríkið stæði við sínar skuldbindingar. Ef Alþing getur lækkað bætur, sem fallnar eru í gjald daga, getur það eins fellt þær niður, ef Alþing getur ákveð- ið, að fresta greiðslum um 5 ár án þess að greiða venju- lega viðskiptavexti, þá er það viðskiptafordæmi, sem hlýtur að draga dilk á eftir sér. Úr þessu er nauðsynlegt að fá skorið réttarlega ef Alþingi samþykkir það, sem nú ligg- ur fyrir. Ef skilningur Alþingis er réttur, þá þarf almenningur að fá að vita það, svo hann sé ekki ginntur til að sam- þykkja mál, með loforðum um ákveðin fríðindi, heldur skilji það, að atkvæðagreiðsl- ur heima fyv:/ eru aðeins til að binda almenning. en fríð- indunum sé ekki treystandi. Nú er búið að staðfesta reglugerð um niðurskurð fyr- ir svæðið milli Héraðsvatna og Eyjafjarðar samkvæmt nú- gildandi lögum. Ég tel vafa- samt að valdskurður megi fara fram á svæðinu ef kjör bænda eru stórum rirð, nema látin sé fara fram atkvæða- greiðsla samkv. hinum nýju lagaákvæðum. Það er vitað mál, að niðurskurður hefði ekki fengizt löglega sam- þykktur heima fyrir, nema ákveðnum friðindum hefði verið heitið af rikisvaldinu. Það er ekki hægt að vita hve mikið jákvæðum atkvæð- um hefði fækkað við þær kjaraskerðingar, sem Alþingi er nú að. gera á lögunum. Aftur á móti get ég lýst því yfir að vegna fjárhagsá- stæðna ríkisins taldi ég víst að svo mundi fara að ríkið yrði að greiða nokkurn hluta bótanna með ríkisskuldabréf- um, sem gæfu sanngjarna vexti. Við því var ekkert að segja. Það er regla í okkar kapitaliska þjóðfélagi að geti maður ekki staðið í skil- um, þá tekur maður lán til þess að geta það. Sú leið hefði verið affara- sælli og í samræmi við yfir- lýsta stefnu nefndarinnar, sem bjó þetta frumvarp til. Þetta mál hefir því fleiri hliðar eii tekjuhliöina fyrir almenning, sem þarna á hlut að máli. Það er prófsteinn á réttarvitund Alþingis og dóm stólanna í viðskiptum ríkis- ins við þegnana. p. t. Reykjavík. ? Dáiiarminnliig. (Framhald af 3. síðu). snemma vöndust þau systkin vosbúð og svaðilfcrum við og yfir Vötnin. Munu þá stúnd- um hafa verið illa útleikin pils og buxur, er heim var komið áð kvöldi. — En allaf var í eitthvað farið að- morgni. — Við íslendingar erum ein- býlismenn í eðli. Og í bún- aðarháttum landsins kemur tæplega annað til greina, nema þar sem um náinn skyldleika er að ræða — og þá ef til vill um takmarkað- ari tíma. •— En sambýlið á Brekkum hefir lengi verið rómað, og vita þó kunnugir, að sízt er um of. Hitt er önn- ur saga, þótt augljós sé, hverjar stoðir standa þar undir. Ekki var geðleysi um að kenna. Þeir eru afrenndir að afli, þeir Brekkubræður, og kappsmenn í geði á við hvern meðalmann, svo að ekki sé meira sagt. Enda veit ég og man, að stundum var tekizt all hraustlega á í gömlu báðstofunni á Brekk- um. Baðstofan va lítil og þröng, e'n menn allmiklir fyr ir sér og ekki fyrirlátssamir, og mun þá stundum ýmislegt hafa orðið undan að láta — og jafnVel sumt, sem kallað var naglfast. En lítt var um það fengizt af foreldrum, enda er gpunur minn sá, að sjálf hafi þau ekki verið ó- snortin af þeim umsvifum með ölTu, og fyrir því látið kyrrt liggja, meðan stillt var í sæmilegt hóf. Mun það og jafnan reynast heilbrigðri æsku höllast, að hafa nokk- urt frelsi til að neyta krafta sinna og áræðis, en vera ekki sífelldlega seld undir boð og bann þéirra, sem eldri eru og hafa gléymt, að einnig þeir voru etífu sinni ungir. Skiln- Allt til að auka ánægjuna Ykkar látið bæta bú. boðlegt verð og sniðið. Kommóðurnar koma nú kvern dag fram á sviðið. VERZLUN INGÞÓRS Selfossi, sími 27. DÍVANAR Flestar stærffir fyrirliggjandi, Tek einnig viðgerðir. — HÚSGAGNABÓLSTRUN GUÐLAUGS BJARNASONAR Selfossi — Sími 23. Frímerkjaskipti Sendið mér 100 íslenzk frf- merki. Ég sendi yður um hæl 200 erlend frímerki. JÓN AGNARS, Frímerkjaverzlun, P. O. Box 356, Reykjavík. Bergur Jónsson Málaflutningsskrifstofa Laugaveg 65, sími 5833 Meima: Vitastíg 14. Auglýslngasfntl TIMAHS er 81300. ingur á þessu mikilvæga lög- máli alls uppeldis var Pálínu í blóðið borinn. Þess vegna — og ef til vill fyrst og fremst þess vegna — var samlíf hennar og barnanna — og síð ar barnabarnanna — með þeim hætti, að aldrei bar skugga á. Pálína á Brekkum var hetja, — ein sú mesta, sem ég hefi þekkt. Allir þeir, sem af henni höfðu kynni, — og þeir voru býsna margir —, bundu við hana virðingu, að- dáun og ást. Því var eigi kyn þótt þeir væri margir, er fylgdu henni til moldar. Þeir voru svo margir, er hún hafði lyft frá moldu. Og við, sem þekktum hana, munum öll minnast hennar, — konunn- ar með heita hjartað, sem bræddi ís og snjó, — konunn- ar með stálviljann, sem hast- aði á vind og vctn, og var ævinlega komin þar, sem þörfin var mest. • 10. jan. 1950- Gfsli Magnússon. Lögtak Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík og að undangengn- um úrskurði verðá lögtök látin fram fara án frekari íyrirvara, á kostnað gjaldenda en ábyrgð ríkissjóðs, aff átta dögum liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, fyrir eftirtöldum gjöldum: Veitingaskatti, skemmtaná- skatti, gjaldi af innlendum tollvörum, matvælaeftirlits- gjaldi, skipulagsgjaldi af nýbyggingum, skipaskoðunar- gjald'i, vitagjaldi, sóttvarnargjaldi, afgreiðslugj aldi af skipum, tryggingariðgjöldum af lögskráðum sjómönn- um og söluskatti. Borgarfógetinn í Reykjavík, 19. janúar 1950. Kr. Kristjánsson. »«*•««»««**»»«»•••♦••*»«»«««««««< ii M •4 :: >»»•»««•*»*•»**•' Tiikynning jtil g H Kosnirig stjómar, varastjórnar, stjórnar vinnudeilu- H sjóðs, trúnaðarrá'ðs og endurskoðenda fyrir árið 1950, H fer fram í skrifstofu félagsins, dagana 21. og 22. þ. m. H Laugardaginn 21. jan. hefst kjörfundur kl. 2 e. h. og H stendur til kl. 10 síðd. Sunnud. 22. jan. hefst kjörfuriíF' H ur kl. 10 f. h. og stendur til kl. 11 síðd. og er þá kosn- || ingu lokið. KJÖRSTJÓRN DAGSBRÚNAR.— Ostar ERU HOLL FÆÐA. LÁTIÐ ÞÁ AI.DREI VANTA Á MATBORÐIÐ. Fást í næstu matvöruverzlun. £ambahd Ui AamtiiHHutfélaya Sími 2678. Vörubílastöðin Þröttur. AUGLÝSENG eftir framboðslistum Með 4. grein i lögum Vörubilstjórafélagsins Þróttar.i ér ákveðið að kjör stjórnar, trúnaðarmannaráðs og varamanna. Skulu fara fram með allsherjaratkvæðá- greiðslu. Samkvæmt því auglýsist hér með eftir fram- ooðslistum og eiga listarnir að hafa borizt kjörstijórn í skrifstofu félagsins eigi siðar en mánudaginn 23. þ. m. kl. 6 síðd. Hverjum lista skulu fylgja skrifleg með- mæli 25 fullgilda félagsmanna. . Kjörstjórnin Kosningaskrifstofa B-LISTANS í Edduhúsinu Lindargötu 9A er opin aila daga frá kl. 10—10 Símar 6066 og 5564, 80014 og 80240

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.