Tíminn - 22.01.1950, Síða 6
6
TÍMINN, sunnudaginn 22. janúar 1950
18. blaff
TJARNARBID
Calitornia
Afar viðburðarík og spenn- '<
andi amerísk kvikmynd tekin í j
eðlilegum litum.
Aðalhlutverk:
Barbara Stanwyck
Ray Milland
Barry FFitzgerald
Bönnuð börnum
Sýnd kl. 5, 7 og 9
Reimleikar
Sprenghlægileg gamanmynd 1
með hinn heimsfræga gaman- j
leikara NILS POPPE
Sýnd kl. 3.
N Y J A B I □
Skrítna
fjölskyldan
(Merrily we líve)
Framúrskarandi fyndin og £
skemmtileg amerísk skopmynd
gerð af meistaranum HAL RO-
ACH, framleiðandi Gög og
Gokka-myndanna.
Danskir skýringartextar.
Sýnd kl. 5, 7 og 9
Uppreisnin á
Sikiley
Þessi æfintýraríka og spenn-
andi mynd.
Sýnd kl. 3.
Bönnuð börnum yngri en 12 ára ]
Sala hefst kl. 11 f. h.
Hafnarf jarðarbíó
Fyrirmyndar
eiginmaður
Ensk stórmynd í undurfögr- j
um litum, eftir hinu fræga \
leikriti Oscar Wilde. —
Paulette Goddard
Micliael Wilding o. fl.
Sýnd kl. 7 og 9.
Gög og Gokke í
hinu vilía vestri
Sýnd kl. 3 og 5 - Sími 9249!
Boliéme-líf
Falleg og skemmtileg þýzk'
söngvamynd. — Danskur texti. j
Sýnd kl. 7 og 9.
Hann, hún og
Hamlet
LITLA og STÓRA.
Sýnd kl. 3 og 5
Sala hefst kl. 11 f. h.
vio
5KÓIAÚ0TU
* *
Freyjnrnar frá
Frúarvengi
(Elisabetu of Ladymead)
Ensk stórmynd, tekin í eðli-
legum litum.
Sýnd kl. 7 og 9.
Fífldjarfnr flug-
maðnr
(The fighting Pilot)
Mjög spennandi og viðburða-
rík amerísk kvikmynd.
Sýnd kl. 3 og 5
Gættu peninganna
Óven.iulega vel samin og leiki
in sakamálamynd spennandi;
frá upphafi til enda.
Aðalhlutverk:
Clifford Evans
Patricia Roc
Nýjar fréttamyndir frá Politiken j
Sýnd kl. 5, 7 og 9
Bönnuð börnum innan 16 ára. <
Dansmærin
Estrella
Sýnd kl. 3.
GAMLA B I □
Anna Karenina
eftir Leo Tolstoy
Ensk stómynd eftir hinni j
heimsfrægu skáldsögu. ..
Aðalhlutverk:
Vivien Leigh
Ralph Richardsson
Sýnd kl. 5, 7 og 9
Smámyndasafn
Teikni- og gamanmyndir og <
fræðslumyndin „Haust börn“.
Sýnd kl. 3
Sala hefst kl. 11 f. h.
BÆJARBID
HAFN ARFIRO! \
Mýrarkotsstelpan 5
Efnismikil og mjög vel leik-
| in sænsk stórmynd, byggð á!
: samnefndri skáldsögu eftir hina j
■
| frægu skáldkonu Selmu Lagerlöf >
- Danskur texti. —
/
Aðalhlutverk: j
Margreta Fahlén {
Sýnd kl. 7 og 9.
Sími 9184
TRIPDLI-BID
1 ísland í lifandi
niyndum
1925 — 25 — 1950
ára afmæli
Fyrsta íslandskvikmyndin tek!
in af LOFTI GUÐMUNDSSYNIJ
Kvikmynd þessi hefir ekki j
verið sýnd í 25 ár.
Sýnir m. a. FFiskveiðar, Iand i
búnað, ferðalög, ísl. glímu,!
fyrsta heimsflugið og m. m. fl.j
Hvernig leit þetta allt út fyr-
ir 25 árum?
Aukamynd:
Hvaladrápið í FoFssvogi o. fl. ]
VENJULEGT VERÐ
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Sala hefst kl. 11 f. h.
Sími 1182.
Vilja lesendur láta
ljúga að sér?
(Framhald aí 4. siðuJ.
sett í gang með tvöföldum
krafti- Og það tókst að vekja
öldu í bænum. Jafnan vinn-
ur fólskur maður fyrsta leik.
En hér var byrjað of fljótt.
Nú er brostin sú alda, sem
átti að fleyta valdabáti
íhaldsins heilum að landi á
faldi sínum, svo að sigursæl-
ir formenn hans væru örugg-
ir með allt sitt á þurru næstu
fjögur ár. Hið aldna far lend-
ir í útsoginu og ærnar líkur
til að ný holskefla rísi og
hvolfist yfir það og geri það
að manntapabolla. Framá-
mennirnir við blöðin sjá það
nú, að þeir hafa helzt til
fljótt lagt út. Þeir orga hátt
í crvæntingu sinni, en það
breytir ekki náttúrulögmál-
unum. Nú er það sýnt, að þeir
fá ólagið á sig í lendingunni.
Votkunnarmál.
Eg skil það vel, að ritstjórn
Vísis á ekki sjö dagana sæla.
hrópi blaðsins um stóríbúða-
skattinn. Þegar Tíminn loks-
ins kemur viti fyrir þetta
fólk, svo að það áttar sig á
frumvarpinu, finnst því yfir-
leitt að frumvarpið sé hóflegt
og sanngjarnt og það hafi ver
ið reitt til reiði af litlu tilefni-
Þá er hringt til Vísis og það
ekki til að þakka fyrir fyrri
frásagnir blaðsins, því að
flestum er illa við að láta hafa
sig að fífli og leika með sig.
Þetta eru óþægilegar kring-
umstæður hjá blaðinu. Þá
grípur það til þess að segja,
að frásögn Tímans um efni
frumvarpsins sé röng. Það er
auðvitað ein vandaræðalýgin
enn, — „en þú ert kominn í
bölvaða skömmina hvort eð
er“, sasði kerlingin.
En það er athyglisvet, að
að í öllum þeim umræðum,
sem Sjálístæðisblöðin hafa
haft um stóríbúðaskattinn,
hafa þau aldrei talið heppi
legt að birta frumvarpið
eða einstakar greinar þess.
Hundruð manna hafa trúað
Menntun og dómgreind.
Mbl. hefir stundum talað
um menntun og dómgreind í
sambandi við kosningar, þó
að ekki sé það núna. Hins
vegar er það fróðlegt að sjá,
hvernig menntun, dóm-
greind og siðferði Reykvík-
inga snýst við þeim áróðri,
sem nú er hafður uppi í blcð-
um Sjálfstæðisflokksins.
Vilja Reykvíkingar hafa
heiðarleg blöð, sem ræða mál
in frá mismunandi hliðum og
deila um þau á grundvelli
staðreynda eða vilja þeir
ærulaus sorpblöð, sem ljúga
sitt á hvað um atkvæða-
greiðslur á Alþingi, efni laga
og þess háttar?
Bergur Jónsson
Málaflutningsskrifstofa
Laugaveg 65, sími 5833
Meima: Vitastíg 14.
títbrclðið Tíiuann.
WILLY CORSARY:
18. dagur
Gestur í heimahúsum
fór með hann í járnbrautarstöðina. Hann hafði setið við hlið-
ina á henni. En það var einkennilegt, að hann skyldi ekki
hafa minnzt á það við hana. Kannske hafði hann ekki mun-
að eftir klútnum fyrr en hún var farin út úr bílnum, fleygt
honum þarna og gleymt að segja henni frá því.
En hún var ekki ánægð með þessa skýringu.
6.
Kirkjuklukkan sló fimm, þegar hún ók meðfram gömlu
virkisveggjunum í Utrecht. Nokkrum mínútum síðar nam
hún staðar fyrir framan löfræðiskrifstofu Rutgens & Elstings.
Vélritunarstúlka tjáði henni, að Felix væri ekki í borg-
inni.
Henni varð illa við. Snögglega sá hún, hvernig hún hafði lát
ið stjórnazt af vanstillingu, sem gerði hana hlægilega. Hún
ók heim til sín í vondu skapi. Hús þeirra Elstings-hjónanna
var stórhýsi í hinum gamla hluta borgarinnar, þar sem
tiginmannlegast þótti að búa.
í þessu sama húsi hafði Allard búið með fyrri konu sinni.
Hann hafði tekið mikilli tryggð við húsið, en ína hafði alltaf
staðið einhver stuggur af því. Hinir þykku og miklu veggir
voru henni ekki að skapi, marmarastigarnir voru kuldaleg-
ir og hin fornu húsgögn og gömlu málverk voru annarleg
eins og svipir frá liðinni öld.
í einum salnum hékk málverk af fyrri konu Allards —
fríðri konu með tómlegt bros og köld augu. ína hafði stund-
um fundizt fyrstu árin, þegar hún stóð andspænis þessari
rnynd, að hún væri framandi gestur í þessu húsi. Engu
hafði hún breytt í húsinu eða hagað eftir sínu höfði. Henni
fannst þetta fremur hús hinnar dánu konu en sitt. En son-
ur hennar fannst henni vera sitt barn. Það var sigur henn-
ar í hinu leynilega stríði milli hennar og myndarinnar.
Kristjáni þótti vænna um hana en móður sína — það hafði
hún oft og mörgum sinnum fundið, og vafasamt, hvort hon-
um hafði nokkurn tíma þótt sérstaklega vænt um móður
sína.
Þegar Allard keypti Heiðabæ, fékk hún mestu að ráða um
það, hvernig húsið yrði búið húsgögnum. Þar var líka ný-
tízku húsbúnaður. En Allard hafði aldrei kunnað við sig
þar. í augum hans var það aðeins hús, þar sem hentugt
var að taka á móti gestum á sumrin. Hið gamla og skugga-
lega hús í Utrecht var heimili hans.
Þegar ína hafði matazt í borðsalnum, þar sem jafnan varð
að loga ljós allan daginn, settist hún að blaðalestri í einni
stofunni. Hún reyndi að telja sér trú um, að Allard væri
einhvers staðar nærstaddur. Á sumrin var hann eini mað-
urinn, sem steig fæti sínum inn í þetta hús — þótt raun-
ar dveldi hann hér aðeins um nætur. Þá boröaði hann alltaf
í veitingahúsum. En henni gekk illa að ímynda sér, að hann
væri hér nú — hún fann það allt of greinilega á andrúms-
loftinu, að hann hafði ekki komið hér um langt skeið.
ína opnaði vindlakassa og þefaði af vindlunum. Þeir
minntu hana á hann. Svo datt henni í hug síðasta samtal
þeirra.
Hvað skyldi hann halda, ef hann vissi, hvernig hún hafði
hagað sér? Skyldi hann bíta í vörina, ygla sig og hvessa aug-
un — verða reiðúí? Nei — það var orðið svo langt síðan
hún hafði séð þann svip, er var svo ólíkur þeim Allard, sem
hún unni. Hann myndi sjálfsagt aðeins verða undrandi,
horfa á hana áhyggjufullur í bragði, en síðan hugga sig við
það, að hún hlytt að hafa verið þreytt og í vondu skapi.
Hún sagði við sjálfa sig, að þetta mætti ekki gerast í ann-
að sinn. Ef hún vendi sig á þess háttar atferli, færi hún
sjálf að trúa þvi, að þetta væri henni óviðráðanlegt. Taug-
ar manns voru eins og lítil börn — það reið á því að taka
þegar í upphafi fyrir alla misbresti. Hún hafði hagað sér
eins og flón. Brottför hennar frá Heiðabæ og allar vanga-
veltur út af máli, sem henni var óviðkomandi, báru vitni
um ófyrirgefanlegt misvægi í sálinni.
En samt sem áður gat hún ekki gleymt Sabínu Nansen.
Hún fór inn í herbergi sitt, sótti eina af skáldsögum henn-
ar og reyndi að gerá sér í hugarlund konuna, sem hafði skrif-
að hana. En það var mjög óskýr mynd, sem hún gat gert
sér af henni. Hún ímyndaði sér hana ungat blíðlynda konu og
dálítið óvenjulega í háttum. Bæði Jósep og Lísbet höfðu
sagt hana einkennilega.
Gat það verið, að hún hefði flúið burt frá öllu — vinum
sínum, lífinu og frægð sinni? Þessi bók virtist ekki skrifuð
af veiklyndri konu. En hvaö vissi hún yfirleitt úm samborg-