Tíminn - 24.01.1950, Qupperneq 3
19. blað
TÍMINN, briðjudaginn 24. janúar 1950
3
Á víðavangi
Eru verkamanna-
bústaðir mann-
sæmandi?.
Mbl. og fylgifiskar þess
halda því mjög fram, að
verkamannabústaðir í
Reykjavík geti fallið undir
stóríbúðaskatt.
Það geta þeir því aðeins,
samkvæmt frumvarpi
Framsóknarmanna, að
einhleypir menn hafi heil-
ar íbúðir. Barnlaus hjón
mega þar hafa heilar íbúð-
ir án skattgreiðslu.
Var það tilgangur Al-
þýðuflokksins með verka-
mannabústöðunum, að ein
hleypar manneskjur hefðu
þar heilar ibúðir?
Ætla nú bræðrablöðin öll
sem berjast gegn Tíman-
um og öllum jafnaðarkröf
um, að laga húsnæðismál-
in með því, að láta einstak
linga hafa heilar fjöl-
skylduíbúiðr?
Og vilja þessi blöð halda
því fram í alvöru, að verka
manabústaðirnir séu ekki
mannsæmandi húsnæði?
★
Viltu kjósa Gamla
Togga?
Gamli Toggi lofaði tveim
ur sama kálfsskrokknum
og át hann svo sjálfur.
Þannig eru kosningalof-
orð íhaldsins.
Fyrir Alþingiskosningarn
ar lofuðu Sjálfstæðismenn
auknum neysluvöruinn-
fluiningi.
Alþýðuflokkurinn og
kommúnistar tóku í sama
streng.
Ársfjórðungur er liðinn
síðan. Sjálfstæðisflokkur-
inn fer einn með stjórn í
landinu en ekki aukast
neysluvörurnar. Það er
eins og með önnur stjörnu
loforð íhaldsins.
Tíminn einn allra blaða
sagði þjóðinni satt fyrir al
þingiskosningarnar, að
annað þyrfti til að laga
hlutina en aukinn innflutn
ing. Framsóknarflokkur-
inn einn allra flokka þorði
að eiga fylgi sitt og álit
undir því, að fólkið vissi
sannleikann.
Ætlar þú kjósandi, að
horfast í augu við stað-
reyndir, eða vilt þú kjósa
Gamla Togga og gefa þig
á vald viðskiptum hans?
★
Heimilisskattur
Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn bað
um það um daginn, núna
eftir áramótin, að mega
legja 30% skatt á allar al-
mennar neysluvörur þjóð-
arinnar.
Þessi skattur myndi á
einu ári nema fullum 30
milljónum króna á Reyk-
Lausn húsnæðismálsins
víkinga eina. Það er líkt
og þrír fimmtu af útsvör-
unum, en þetta yrði ekki
lagt á eftir efnum og á-
stæðum, helur eftir neyzlu.
Þessi nýi skattur hefði
numið 600 krónum á hvert
mannsbarn í Reykjavík.
Það eru þrjú þúsund krón-
ur á hverja fimm manna
fjölskyldu með meðal
neyzlu.
Það hefði víst enginn
þurft að þrengja að sér j
vegna þessa skatts.
Þetta var Sjálfstæðis-1
skattur og hefði hvergi j
þurft að koma við tilfinn- ;
ingar, því að hann legðist
þyngst á barnafólkið.
Þarna var „folkkur allra
stétta“ að verki „ástvinir
reykvískrar alþýðu!“
★
Hvaðan koma útsvör
verzlananna?
Hvergi á íslandi eru út-
svörin jafnmikil að tiltölu
við mannfjölda, sem í
Reykjavík. Þó grobbar
íhaldið af stjórnsemi sinni,
því að sums staðar er út-
svarsstiginn hærri.
Helztu útsvarsgjaldend-
ur í Reykjavík eru fyrir-
tæki, sem reka viðskipti
víðar en við bæjarbúa,
svo sem S. í. S., Sláturfélag
Suðurlands, olíufélögin,
Slippurinn, vélsmiðjur,
flugfélög og svo framvegis.
Þessi útsvör öll leggjast á
almenning gegnum verzl-
un og viðskipti, þó að
nokkrum hluta þeirra sé
velt á utanbæjarmenn.
En bæjarstjórnarmeiri-
hlutinn þarf ekki að
grobba af því að hafa gert
Reykjavík að verzlunarmið
stöð landsins og þar með
skapaö þá tekjustofna,
sem bæj arsj óður rakar
saman milljónum hjá.
Og fólkið borgar allar
þessar milljónir.
★
Lítilþægir menn.
Reykjavík er höfuðborg.
Þar eru alþjóðarfyrirtæki
eins og stjórnarráð, bank-
ar, háskóli, landsspítali,
áfengisverzlun, tóbaks-
einkasala, ríkisútvarp og
svo framvegis. Sú atvinna
öll sem þessu fylgir er
mikill tekjustofn fyrir
bæjarfélagið. Þó legst
íhaldsmeirihlutinn svo
lágt, að hann þykist ágæt-
ur af, ef hann þarf ekki
að hafa hærri útsvarsstiga
á einstaklinga en önnur
bæjarfélög, þrátt fyrir alla
sérstöðu höfuðborgarinnar
og allt sem ógert er.
Þaijk má segia, að þetta
séu lítilþægir menn og lítil
mótlegir.
«St-f-
Ræ$a Ólafs Jenssoiiar verkfræðings á'
fundi Framsókiiarmanna í Síjörnubíói
í fyrradag'.
Ostar
ERU HOLL FÆÐA.
LÁTIÐ ÞÁ ALDREI
VANTA Á MATBORÐIÐ.
Fást í næstu matvöruverzlun.
£atnbanc( tii AatnHimufelaqa
Sími 2678.
a
mmu::
Góðir tilheyrendur!
í stuttri ræðu er ekki unnt
að fjalla um bæjarmálin al-
mennt, og hefi ég því valið
mér að umtalsefni einungis
einn þátt þeirra, húsnæðis-
málin. í þeim efnum ríkir nú
fullkomið neyðarástand og því
nauðsynlegt að miða allar at-
hafnir við það.
Þrjár þúsundir manna
í óhæfu húsnæði.
Samkvæmt síðustu skýrslu
húsaleigunefndar búa nú
tæplega 1700 manns í brögg-
um, sem reistir voru fyrir
áratug sem bráðabirgðaskýli
fyrir fullhrausta karlmenn.
Sumir þessara bragga hafa
síðan verið lagfærðir með
ærnum tilkostnaði, og mega
teljast sæmilegir til bráða-
birgða, en tveir af hverjum
þrem eru taldir vera lélegir,
mjög lélegir eða óhæfir til í-
búðar. Umhverfi bragganna
er víðast hvar svo ömurlegt,
sem hugsast getur.
Þegar Timinn finnur að því,
að skólpið renni í opnum
skurði utan við braggana,
svarar Morgunblaðið, að það
væri heimskulegt, að sóa fjár-
munum fram yfir það allra
nauðsynlegasta til slíkra
bráðabirgðaíbúða. Lokuð
skolpræsi eru þá ekki nauð-
synleg í braggahverfi að dómi
íhaldsins. Það var reyndar
ekki við því að búast, meðan
allt skólp frá prófessorabú-
stöðunum og þar á meðal frá
sjálfum borgarstjóranum,
rennur í opnum skurði út í
Tjörnina.
En það eru ekki einungis
braggarnir, sem slæmir eru.
Inni í sjálfum bænum og úti
um holt og hæðir í úthverf-
unum, býr fólk í allskonar
hreysum, sem alls ekki ættu
að koma til greina sem manna
bústaðir. Engar skýrslur eru
til um, hve margt þetta fólk
er, en það mun sízt of hátt
áætlað, að um 3000 manns,
eða 20. hver bæjarbúi, búi í
mjög lélegu eða óhæfu hús-
næði.
Frumorsök húsnæðisskorts-
ins er vitanlega hið öra að-
streymi til bæjarins undan-
, farin ár. Er helzt að skilja á í-
I haldinu, að Framsóknar-
| flokkurinn eigi alla sök á
þessum fólksflutningum. í
þvi sambandi er athyglisvert,
að aðstreymið var langmest á
timum nýsköpunarstjórnar-
innar. Það er augljóst, að
gullæðið og glundroðinn, sem
óstjórn ihalds og kommúnista
skapaði, þegar gjaldeyris-
forða þjóðarinnar var sóað í
ráðleysu en sveitirnar gleymd
ust, á meginsök á aðstreym-
inu til Reykjavíkur siðustu
árin. Hefðu menn þá farið að
ráðum Framsóknarmanna
um ráðstöfun gjaldeyrisins
og varið meira fé til eflingar
landbúnaðinum í stað ein-
hliða útþenslu sjávarútvegs-
ins, væri nú minni húsnæðis-
þörf í Reykjavík en raun er á
orðin. Sannast þar enn sem
fyrr, hve hagsmunir kaup-
staðabúa og sveitafólks fara
saman á flestum sviðum.
Húsaleigulögin frá 1943
mæla svo fyrir, að ekki megi
leigja utanbæjarmönnum
húsnæði. Bæjarstjórn Reykja
víkúr eða húsaleigunefnd
hafa aldrei hreyft hönd eða
fót til að framfylgja þessum
lögum, og má þvi Sjálfstæðis-
flokkurinn sjálfum sér um
kenna, hve mikið aðstreymið j
varð. Einkaframtakið brást
og bærinn var ekki samkeppn
isfær.
Nú hefði mátt ætla, að í
höfuðborg íhaldsins hefði
einstaklingsframtakið reynzt
þess megnugt að leysa þenn-
an vanda, sem það sjálft hef-
ir átt mestan þátt í að skapa.
Svo varð þó ekki. Þessi grund-
vallarstoð Sjálfstæðisflokks-
ins brást hér svo gersamlega,
að hann neyddist til að fara
inn á braut andstæðinga
sinna og láta bæinn byggja í-
búðir fyrir almannafé.
Þeir byrjuðu með timbur-
húsum, sem kölluð voru
bráðabirgðahús og fá vafa-
laust að standa öldina út.
Síðan hefir bærinn byggt 19
hús, og nú hafa forráðamenn-
irnir öðlazt þá æfingu í list-
inni, að siðustu húsin urðu
með þeim dýrustu, sem byggö
hafa verið hér í bæ. En ekki
nóg með það, heldur eru þessi
hús, sem ætluð voru barna-
fólki, alls ekki við þarfir
barnafólks miðuð.
Á sama tíma hafa Bygging-
arfélag verkamanna og ýms
byggingasamvinnufélög byggt
allmikið af húsum og sýnt
ljóslega, hve mikið má lækka
byggingarkostnaðinn með
ráðdeild og hagsýni.
Árið 1948 var aðstreyminu
til bæjarins lokið. Það ár var
hér aðeins um eðlilega fjölg-
un að ræða. Samt er enn
ekkert lát á húsnæðisvand-
ræðunum, og enn er verið aö
innrétta bragga fyrir fólk,
sem ekki hefir þak yfir höf-
uðið.
Enn eru stóríbúðir
byggðar.
Fjárhagsráð leyfir ekki
byggingu stærri íbúða en 130
m2. Þetta ákvæði fara menn
miskunnarlaust í kringum.
Vestur á Melum er verið að
byggja heilt hverfi af tvíbýl-
isvillum, þar sem íbúðirnar
eru um og yfir 200 m2. Hér
verðið þið, kjósendur góðir ,að
taka í taumana, fyrst bæjar-
stjórnarmeirihluti íhaldsins
hefir ekki enn uppgötvað, að
húsnæðisvandræðin verða
aldrei leyst með luxusvillum.
Byggingarefni er af skorn-
um skammti og útlit fyrir, að
enn verði að draga úr inn-
flutningi þess. Því er enn
meiri nauðsyn en áður, að
nýta efnið sem bezt. Við verð-
um nú um nokkur ár að
stöðva allar villubyggingar og
leggja aðaláherzlu á stórar
sambyggingar, þar eð bygg-
íngarefnið nýtist langtum
betur á þann hátt.
Bæjarstjórn og byggingar-
nefnd hafa það fullkomlega á
valdi sínu að gera slíkar ráð-
svo dýrt, að.það sé íbúunum
íjárhagslega ofviða. Árslaun
verkamanns i fastri vinnu
munu nú vera um 20.000 kr.
Hæfilegt er talið, að ætla
15% af laununum í húsa-
leigu. Mánaðarleiga mætti þá
vera 250 krónur, en það sam*
svarar 30 fermetra íbúð tnið-
að við núverandi byggingar-
kostnað. Það yrðu ekki stórar
stofurnar þar. Samkvæmt
frumvarpi Framsóknar-
manna um stóríbúðarskatt, er
5 manna fjölskyldu ætluð 120
m2 íbúð, eða fjórfalt meira.
Það er því ekki efamál, að'
hér er þörf mikilla lagfær-
inga. Segja má, að yfirleitt
hafi menn ekki efni á að búa
í þeim húsum, sem byggð eru
í Reykjavík um þessat’
mundir.
Bærinn gæti stórlækkað
byggingarkostnaðinn.
Ætla mdfetti, að bæjaryfir-
völdin hefðu gert margvísleg-
ar ráðstafanir til að lækka
byggingarkostnaðinn. Svo er
þó ekki. Enda þótt Reykviking
ar leggi árlega 70—100 millj.
króna í húsbyggingar, sem er
tiltölulega miklu meira en.
þekkist nokkurs staðar í ná-
lægúm löndum, hefir bæjar-
stjórnin ekki lagt fram eyr-
isvirði til rannsókna á hent-
ugum byggingaraðferðum.
Sú skoðun er almenn, að
við íslendingar stöndum
framarlega í tæknileguni
efnum. Að því er byggir.gar-
tækni viðvíkur, er þetta því.
miður hinn mesti misskiln-
ingur. í þeim efnum hafa hér
ekki orðið verulegar fram-
farir síðastliðinn áratug. Eng-
inn vafi er á, að með því að
færa okkur í nyt reynslu ná-
grannaþjóðanna, getum við
stórlækkað byggingarkostn-
aðinn. Til þess þyrfti bæjar-
félagið að leggja fram nokk-
urt fé, sem á skömmum tima
gæti borið þúsundfaldan á-
vöxt.
t
Bráðabirgðaráðstafanii
eru óhjákvæmilegar.
Ég hefi þá nefnt tvær ráð-
stafanir, sem drjúgar verða
til þess að ráða bót á húsnæð-
isvandræðunum, þ. e. að'
byggja sambýlishús með litl-
um íbúðum í staðinn fyrii.1
villur, til þess að spara bygg-
ingarefnið, og taka. app nýjar
og hentugri byggmgaraðferð •
stafanir. Það er kominn timi1 ir tU þessA aö sPara efni og:
vinnu. Þriðja raðstofunm ei'
til að unnið sé skipulega aö
útrýmingu húsnæðisskorts-
ins, en ekki tilviljun ein látin
ráða eins og verið hefir.
Húsnæðið er of dýrt.
Útvegun húsnæðis er að-
eins önnur hlið þessa mikla
vandamáls. Það má ekki vera
svo lánastarfsemi, og ber þá.
sérstaklega að styrkja sam-
vinnuíélög og byggingafélög
verkamanna.
En hér er mikið verkefni
fyrir höndum. Auk þeu’ras
þúsunda, sem í lélegu eða
óhæfu húsnæði búa, vantar
(Framh. á 6. síðu.Jj