Tíminn - 27.01.1950, Blaðsíða 5
22. blað
SS»Sr.j„-,
TÍMINN, föstudaginn 27. janúar
Föstud. 27. jfftt.
Þjóðhollasta
stefnan
Þegar Sjálfstæðismenn brest
tir Öll rök í umræðum um
málefni Reykjavíkur, er það
vénjulega síðasta úrræði
þierra að kalla upp að Fram-
sóknarmenn séu andstæðing-
ar Reykjavíkur, fjandmenn
bæjarins, og njóti þess að
geta gert Reykvíkingum eitt-
hvað illt.
Þessa kenningu á ekki að
þurfa að rckstyðja með öðru
en því, að Framsóknarmenn
leyfa sér að benda á ýmislegt
sem betur hefði mátt fara
í stjórn bæjarins og álykta
að aðrir menn en Sjálfstæðis
menn geti stjórnað borginni.
ÍYöðru iagi ætiast Sjálfstæðis
menn til þess, að barátta
Framsóknarmanna fyrir jafn
vægi í þjóðlífinu verði mis-
skilin, ef fast er rekinn róg-
urinn.
Framsóknarmenn hafa
jafnan viljað leysa vanda
Reykjavíkur án þess að ganga
á hlut annarra staða, enda
mun sú afgreiðsla málanna
reynast öllum bezt er til
lengdar lætur- En til gleggra
skilnings í þessum efnum er
gott að líta á stefnu Fram-
sóknarmanna í húsnæðismál
unum í Reykjavík.
Það er félagsleg skylda að
uppfylla vissar lágmarkskröf
ur gagnvart hverjum borgara.
Bæjarstjórn Reykjavíkur hef
ir ekki notað sér þau úr-
ræði, seni henni voru tiltæk,
gegn aðflutningum í bæinn.
Það fólk, sem komið er til
Reykjavíkur verður ekki flutt
burtu aftur í stórum stíl á
skömmum tíma og eðlileg
fólksfjölgun í bænum er veru
leg. Með þetta allt í huga
verður að taka ákvarðanir.
Framsóknarmenn beita sér
fyrir því, að húsaleigu verði
haldið í skefjum með vald-
boði, barnafólki tryggður for-
gangsréttur að leiguhúsnæði
og gerðar ráðstafanir til að
tryggja skynsamlega og hóf-
lega notkun húsnæðis. Þetta
er hagsmunamál almennings
í Reykjavík og þetta eru um
leið heppilegustu tillögur í
málunum frá sjónarmiði
annarra landsmanna.
Jafnframt þessu vilja Fram
sóknarmenn leggja áherzlu á
það, að í bili verði ekki byggð
ar neinar stóríbúðir í Reykja-
vík, því að þær eru þar nóg-
ar. Hinsvegar verði lagt kapp
á að koma þar upp smáibúð-
um, svo að fólk, sem þær
henta og hafa vill lítið tim
sig, sé ekki neytt til að haMa
föstu meira og dýrara hús-
næði en með þarf. Þessar
framkvæmdir hefir Tíminn
haft forgöngu um á undan
öðrum blöðum.
Hit't er satt, og það ættu
Reykvíkingar líka að kunna
að meta, að Framsóknar-
menn vilja ekki vanrækja
landsbyggðina, svo að fólk
neyðist til að flýjá sveitir og
sjávarþorp og leita til Reykja
víkur. Það væri dýrt spaug
fyrir Reykvíkinga sjálfa- En
þó að Sj álfstæðisflokkurinn
reyni að gera þessa afstöðu
Framsóknarmanna að rógs-
máli ýmist í Reykjavík eða
liti um land, eftir því sem
Frumvarp Framsóknarmanna
um stóríbúðaskattinn
Tíminn birtir hér frumvarp Framsóknarmanna um stór-
íbúðaskatt eins og það var lagt fyrir Alþingi í nóvember síð-
astliðnum og liggur nú fyrir þinginu. Enda þótt Tíminn rekti
efni frumvarpsins í heild þegar það kom fram og hafi oft
rætt efni þess síðan, þykir rétt að birta frumvarpið hér aft-
ur, svo að menn geti borið það saman við æsifregnir og orð-
róm andstæðingablaðanna.
Aftur hverfur lýgi þegar sönnu mætir Það mun þeim nú
reynast íhaldsblöðunum öllum, hvernig sem þau reyna að
haga frásögnum sínum.
Flm.: Rannveig Þorsteins-
dóttir, Páll Zóphóníasson, Vil-
hjálmur Hjálmarsson.
•
1. gr.
Hver sá, er hefir íbúð til af-
nota, hvort heldur það er eig-
in íbúð eða íbúð, sem hann
hefir á leigu, á þeim stöðum
á landinu, þar sem lög nr. 39
1943 hafa komið til fram-
kvæmda, skal greiða ríkinu
skatt af íbúð sinni eftir því,
sem fyrir er mælt í lögum
þessum. Skattur þessi nefnist
stóríbúðaskattur og skal
renna í sjóð, er varið sé til
lánveitinga, að hálfu til bygg-
ingarsamvinnufélaga og að
hálfu til byggingar verka-
mannabústaða.
2. gr.
Stóríbúðaskatt skal miða
við gólfflöt íbúðar og her-
bergjafjölda, og telst þá ekki
með íbúðinni anddyri (ytri
forstofa),geymsluhús, þvotta-
hús og miðstöðvarherbergi.
Hins vegar reiknast með í-
búðinni, auk íbúðarherbergj-
anna, innra anddyri og gang
ar, eldhús, búr og baðher-
bergi. Skattur greiðist af
hverjum fermetra gólfflatar
íbúðarinnar, sem er fram
yfir:
35 fermetra, búi einn maður
í íbúðinni.
70 fermetra, búi tveir menn
í íbúðinni.
90 fermetra, búi þrír menn
í íbúðinni,
| að viðbættum 15 fermetrum
: fyrir hvern mann, sem býr í
1 íbúðinni fram yfir þrjá.
Skattur reiknast þó aldrei af
einu íbúðarherbergi eða hluta
af því, ef einn eða fleiri menn
j búa þar, ekki af tveimur í-
búðarherbergjum, ef þar búa
tveir menn eða fleiri, og ekki
af þremur íbúðarherbergjum,
ef þar búa þrír menn eða
íleiri.
Þar sem lofthæð íbúða er
minni en 2,5 metrar, skal við
útreikning skattsins miða við
rúmmál, en ekki flatarmál í-
búðarinnar, þannig að 2(4
rúmmetri komi í stað 1 fer-
metra gólfflatar.
Auk þess, sem greinir í 1.
málsgr., er heimilt, eftir mati
skattstjóra (skattanefnda),
að ákveða 20 fermetra gólf-
flöt skattfrjálsan í skrifstofu,
ef sá, er íbúðina hefir til af-
nota, telst vegna atvinnu
sinnar, þurfa sérstaka skrif-
stofu.
3. gr.
Nú er atvinnurekstri þess,
er hefir íbúð til afnota, þann-
þannig háttað, að hann þarf
að hafa fleira fólk í íbúðinni
vissa tíma ársins en venju-
lega, og skal þá miða stærð
skattfrjáls gólfflatar við tölu
íbúa, þegar hann vegna at-
vinnurekstrafins þarf að hafa
þá flesta.
4. gr.
StóríbúSaskatturinn reikn-
ast þannig:
Af hverjum 1—10 fermetr-
um, sem skattskyldir eru sam-
kvæmt 2. gr., greiðist 100 kr.
á ári fyrir hvern fermetra, og
200 kr. á ári fyrir hvern fer-
metra, sem er þar fram yfir.
Nú hefir skattgreiðandi íbúð
til afnota hluta úr ári, og
lækkar skattgreiðslan þá
hlutfallslega, þó þannig, að
skatturinn standi á heilum
tug króna, en broti úr tug sé
sleppt.
Nú hefir eigandi eða um-
ráðamaður íbúðarhúsnæðis,
sem skattskylt er eftir lögum
þessum, reynt að leigja hús-
næðið fyrir eigi hærra leigu-
gjald en metið er af húsa-
leigunefnd, en engan leigu-
taka fundið, og skal hann þá,
fyrir eitt ár í senn, undan-
þeginn greiðslu stóríbúðar-
skatts af því íbúðarhúsnæði,
sem hann hefir árangurslaust
reynt að selja á leigu, þó því
aðeins, að hann hafi boðið
húsaleigunefnd að ráðstafa
húsnæðinu til leigu, en hún
hafi engan leigutaka fundið.
Stóríbúðarskatt má ekki
draga frá tekjum við álagn-
ingu tekjuskatts.
Vaxandi flokkur
Oft heyrist rætt um af hverju
Framsóknarflokkurinn sé
eini vaxandi flokkurinn í
Reykjavík. Auðvitað liggja
til þess margar ástæður,
m. a. þessar:
1. Framsóknarflokkurinn er
raunhæfasti flokkurinn,
sem berst stöðugt fyrir fjöl
þættum góðum málefnum
og stendur og fellur með
þeim í stað þess að aðrir
flokkar lyppast oft niður
þegar andblær kemur á
móti málum þeirra.
2. Við verðbólgunni, sem nú
er allt að eyðileggja, hef-
ir Framsóknarflokkurinn
einn flokkanna varað al
varlega frá fyrstu tíð. Og
menn sjá það nú, að hefði
verið farið að ráðum
Framsóknarmanna frá
byr j un styr j aldaráranna,
þá væri nú mikil velmeg-
un hér á landi og atvinnu
vegirnir stæðu í blóma.
3. Menn finna, að engum
hinna þriggja flokkanna
má treysta, tveir eru kröfu
flokkar ráðandi sérhags-
munaklíkna, er völdin
hafa í þeim og sá 3. er háð
ur erlendum áhrifum,
sem gera hann neikvseðan
í flestri innanlandsum-
bótabaráttu.
4. Menn sjá alltaf betur og
betur að Framsóknarflokk
urinn er alhliða umbóta-
flokkur til sjávar og sveita
— brjóstvörn vinnandi al
mennings, hvar sem hann
býr á landinu. Að Fram-
sóknarflokkurinn, sam-
vinna og samhjálp fólks-
ins sjálfs, er það stærsta
vígi, sem það hefir sér til
eflingar — og varnar gegn
margskonar skemmdar-
öflum.
5. Mörgum finnst að Fram-
sóknarflokkurinn sé frjáls
lyndasti flokkurinn og sá
íslenzkasti. Hann sé sá
eini, sem er óháður erlendu
„ismunum" og sé laus
við að vera aftan í hnýt-
ingur erlendra þjóða.
Vegna alls þessa og margs
margs fleira fjölgar óð-
fluga þeim íbúum Reykja
víkur, sem fylkja sér inn í
Framsóknarflokkinn 1— og
þeir sjá í hyllingum þá
tíma framundan, þegar
Framsóknarflokkurinn
verður stærsti flokkurinn
í höfuðstað íslendinga.
Kári
hann telur sér henta, munu
þó flestir hinir góðgjarnari
og skynsamari menn skilja
það, að Framsóknarflokkur-
inn fer hér hina farsælustu
og þjóðhollustu leið.
En það er hópur manna,
sem telur sér hag í því, að
húsnæðismálin í Reykjavík
séu í öngþveiti. Það eru þeir,
sem græða á okri og braski
með hús og húsnæði í borg-
inni. Þeim þykir gott að fólk
streymi til bæjarins og marg
ir verði þar að búa í óhæfu
húsnæði. Það er þeirra sælu-
ástand. Meðan svo er verða
nóg ráð til að græða á al-
menningi. Það eru þessir
menn, sem móta stefnu Sjálf
stæðisflokksins. Með því móti
einu verður hún skiljanleg.
Það eru þessir menn, sem
Morgunblaðið hefir í huga,
þegar það talar um Reykvík-
inga. Það eru þessir menn,
sem lifa á almenningi í
Reykjavik og eiga andstæða
hagsmuni við venjulegt fólk.
Framsóknarflokkurinn vill
knýja þessa menn til að
leggja annað skárra fyrir sig
en húsnæðisokur og brask.
Þess vegna hamast Sjálfstæð
isflokkurinn gegn honum og
tryllist alveg, þegar hann
finnur vaxandi skilning al-
mennings á braskhagsmun-
um og þjóðhollum sjónarmið
um.
En hvernig sem Sjálfstæð-
isblöðin hamast, þéttist stöð-
ugt sá hópur, sem skipar sér
um B-listann.
Tugthús Sjálfstæð-
ismanna
Eitt af mcrgu, sem borgar-
stjórinn vildi ófrægja Fram-
sóknarmenn með í útvarps-
umræðunum, var að þeir
hefðu ekki áhuga fyrir öðr-
um byggingum í Reykjavík,
en tugthúsi.
Þetta er að hagræða sann-
leikanum, og ætti að vera fyr
ir neðan virðingu borgar-
stjóra, að fást við þannig
lagfæringar. En hann um
það. Fyrst hann vill ræða um
tugthús, er bezt að hann fái
það-
Aðbúðin að föngum eða
vistarverurnar, sem þeir eru
settir í, er af kunnugum tal-
in sú viðurstyggð, að langt
sé fyrir neðan virðingu hvaða
höfuðborgar í heimi, að geyma
afbrotamenn í, annarra en
sjálfstæðismanna í Reykja-
vík. Iiafa verið gefnar ömur-
Fjandmenn Reykja
víkur
Þegar rökip þrjóta hjá-xlt ■
sendlum Sjálfstæðismanna.
hylja þeir sig reykský;, ik
og skip á flótta i sjourustfl.
Þeir vaða reykinn og hrops.
„fjandmenn Reykjavikur". .
Þetta hafa verið uppáhaid.
rök Mbl. á undanförnum sr
um. Þessu var mikið beitt .
kosningunum, í haust og
einkum gerði heildsalamáiv
gagnið sig bert að fiflaskan .
þessum málflutningi. En eng
an árangur bar þetta, utan ac
gera þá þröngsýnu érín
heimskari.
Eftir kosningarnar :tél
þetta hjal niður, og þeir s,en
trúa á andlega víðsýni íslenc
inga, væntu þess, að draugs
fengi að hvíla í gröf sinni héc
anaf. En sú trú varð sér ti1.
skammar. Fyrir nokkru síðai
tókst blaði einu hér í bænum,
að vekja á sér nokkra eftir
tekt. Blað þetta kemur út Í.Y
mánudögum og verður flest
til mæðu. En nú hefir ba<
gengið á öskuhauga Mbl. og
telur sig hafa fundið æti. Nag
ar það hnúturnar ákaft,
Eins og mönnum er kunriugú
hefir Mbl. löngum talið sjálft
sér og allra þröngsýnustv
íhaldsmönnum trú um b;
þjóðlygi, að Framsóknár
menn væru fjandrrieni
Reykjavikur. Nú fyrir hálfufc.
mánuði var upptugga þessi
orðin svo viðurstyggileg, at’
Mbl. sjálft hafði kastað hennv
á öskuhauga. En þá fannst;
blað, sem var enn aumara og
hirti drefjarnar af sorpháúg
um Moggans.
Þegar hér var komið sbgr.
hóf heildsalablaðið upp raustt
sína og tók að naga sínar
gömlu hnútur. Voru það ámát
legar röksemdir, sem þar vrri
tilfærðar. Dettur > engun
Framsóknarmanna í hug ác-
svara þvíliku holtaþokuvælí.
En nú gat Mbl. ekki oró<
bundist lengur. Smjattar þat
nú á sinni gömlu tuggu. Vil’
það ekki láta dáta sína taká
frá sér þvílíkt æti.
Má nú ekki i milli sjá hvev
þremenninganna dugar béát
að draga ísl. blaðamennsKi
ofan í svaðið. Sækjast sér un
líkir! X,
Katipið Tíiiiaim!
Gerist kaupendur Tímans,
nú strax og þá fáið þiö sent
heim til ykkar blöð síöusti
viku (meðan endast) og t«
mánaðamóta.
Áskriftarsími Tímans e
23 2 3.
legar lýsingar af þessum \is
arverum, og verða þær e<cK
rifjaðar upp hér. En hitt e
víst, að stjórnendur höít o
borgarinnar eiga að sjá soin<
sinn í að minnast ekk ;
tugthús.
Hugmyndir nútímamamu
um þá ógæfusömu menf.
sem þörf telst að einangn
um lengri eða skemmri lima
eru breyttar frá tímum He.a
inganna,
Það er meira þjóðfélags
vandamál, að búa svo aö aí
brotamcnnum, að 'þeir snu
til betra lífernis, en að ve*.
sé að hafa í strákslegum fliin
ingum, þegar menn kveoj;
hljóðs fyrir breytingura, ti
bóta frá núverandi niðurjú ■-
andi ástandi.
x.-..
. j r