Tíminn - 27.01.1950, Blaðsíða 6
6
TÍMINN, föstudaginn 27. janúar 1950
22. blaff
TJARNARBID
California
Afar við'ourðarík og spenn- j
andi amerísk kvikmynd tekin 1 j
eðlilegum litum.
Aðalblutverk:
Barbara Stanwyck
Ray Milland
Barry FFitzgerald
Bönnuð börnum
Sýnd kl. 5, 7 og 9
N Y J A B I □
Skrítna
f jölskyldan
(Merrily we live)
Framúrskarandl fyndln og 5
skemmtileg amerísk skopmynd
gerð af meistaranum HAL RO-
ACH, framleiðandi Gög og j
Gokka-myndanna.
Danskir skýringartextar.
Sýnd kl. 5, 7 og 9
Hafnarf jarðarbíó
■
Uppreisnin á
Sikiley
Ævintýrarík og spennandij
mynd. — Aðalhlutverk:
Arturo de Cordova
Lucille Bremer
Sýnd kl. 7 og 9-
Sími 9249.
Vegna sívaxandi áskorana verð
ur þessi kvikmynd, sem er ein I
bezta söngmynd, er hér hefir j
; verið sýnd, sýnd aftur, en
aðeins i kvöld kl. 9.
Sseflugnasveitin
(The Fighting Seabees)
Sýnd kl. 5
Síðasta sinn.
HLJÓMLEIKAR kl. 7.
VIP
SKÚ14G0TU
Fluglietjurnar
(Sky Devils)
Bráðskemmtileg og spennandi
amerísk gamanmynd. — Aðal-
hlutverk:
Spencer Tracy
Sýnd kl. 5 og 7.
Freyjurnar frá
Frúarvengi
(Elisabetu of Ladymead)
Sýnd kl. 9.
GAMLA B I □
f gifting'ar-
þönkum
(Honeymoon)
Ný amerísk gamanmynd, sem í
gerist í höfuðborg Mexícóríkis;
og nágrenni hennar.
Aðalhlutverk:
Shirley Temple
Franchot Tone
Guy Madison
Sýnd kl. 5 og 7.
— Engin sýning kl. 9. —
BÆJARBI □
HAFNARFIROI
Mýrarkotsstelpan |
Efnismikil og mjög vel leik- \
í in sænsk stórmynd, byggð á
i samnefndri skáldsögu eftir hina
! frægu skáldkonu Selmu Lagerlöf
! — Danskur texti. —
Aðalhlutverk:
Margreta Fahlén
Sýnd kl. 7 og 9.
Sími 9184
TRIPDLI-BID
I íslaud i lifandi
; Vegna áskorana verður hin j
vinsæla mynd
Steinblómið
Sýnd i kvöld kl. 9.
Gættu peninganna;
Aðalhlutverk:
Clifford Evans
Patricia Roc
Nýjar fréttamyndir frá Politiken
Sýnd kl. 5 og 7.
Síðasta sinn.
Bönnuð börnum lnnan 16 ára.
myndum
1925 — 25 — 1950
ára afmæli
Fyrsta islandskvikmyndin tek
i in af LOFTI GUÐMUNDSSYNI
Kvikmynd þessi hefir ekki
verið sýnd í 25 ár.
Sýnir m. a. FFiskveiðar, land
búnað, ferðalög, ísl. glímu,
fyrsta heimsflugið og m. m. fl.
Hvernig leit þetta allt út fyr-
ir 25 árum?
Aukamynd:
Hvaladrápið í FoFssvogí o. fl.
VENJULEGT VERÐ
Sýnd kl. 5, 7 og 9.
Sími 1182.
Barattan gegn
Stóríbúðaskatti
\‘>\\(Framhald af 3. síðuj.
iiji
Ijkröfugöngum þessara flokka
■jfiprið spjöld þar sem krafist
;iéi* gernýtingar húsnæðis o. s.
ftv., þyki manndómurinn
ekki mikill, þegar þeir nú
flýja sem ákafast strax og
Sjálfstæðisflokkurinn sýnir
andúð sína á málinu. Eða
hvaC' finnst þeim, sem hafa
fylgt þessum flokkum?
Framsóknarflokkurinn un-
ir því mjög vel að standa nú
etnnhippi með þetta mál, og
hann hefir sízt á móti því,
að kosningin snúist um það,
þótt hanu teldi eðlilegra að
rekstur Reykjavíkurbæjar
um næstu fjögur ár hefði ver
ið aðalmálið.
En hvort sem heldur er, þá
gengur Framsóknarflokkur-
inn til kosninganna með ör-
uggri sigurvissu.
Útgerð Kvöldúlfs ...
(Framhald at 4. siOu).
allra flokka hefir sagt þjóð-
inni satt um horfur i fjár-
hagsmálum hennar. Hann
tók engan þátt í því fyrir al
þínglskoshingarnar í haust
að lofa auknum neyzluvöru-_
innflutijingi. Hann hefir al-
dreUæfcfáð sér að verða vin-
sæll af því, að láta éta sama
grautinn tvisvar. Framsókn
arflokkurlnn sagöi þjóðinni
hreint og beint að fyrst yrði
að reisa framleiðsluna við,
svo að þjóðin gæti unnið fyr
ir sér. Síðan bauðst hann til
að stjórna skiptunum þann
íg, að sem minnst færi í
súginn og milliliðakostnað.
Andi samvinnunnar.
Framsóknarflokkurinn leit
ar ekki kjörfylgis með neinni
kraftaverkatrú. Hann bygg-
ir á lífsskoðun samvinnu-
stefnunnar, að hver maður
verði að vinna fyrir sér og
gera skyldu sina, en eigi líka
að fá rétt sinn. Þess vegna
ber hann fram jafnaðarkröf
ur í húsnæðismálunum sem
öðru. Forréttindamenn eyðslu
stétt og óhófsmenn, snúast
þar að sjáifsögðu í gegn sam
kvæmt eðli málsins, loddarar
og leiktrúðar, sem á einn og
annan hátt eru háðir auð-
valdinu fara sömu leið. En
hugsandi menn, sem vilja
sjálfir gera skyldu sína, taka
á sig þær byrgðar, sem þjóð
in þarf, en enga aukapinkla
fyrir Kveldúlfa mannfélags-
ins, og verja því afla sinn
fyrir hræfuglum, þoka sér
saman undir merki Fram-
sóknarflokksins, því að lifs-
skoðun hans er lífsskoðun
þeirra, sem vilja vera alþýðu
menn en ekki aðeins alþýðu
foringjar.
Og bæ j arst j órnarkosning-
arnar á sunnudaginn eru
einn þáttur í þessari fórn.
Btver fylffist með
tímanum ef ekki
LOFTVR?
22. daqur
WILLY CORSARY:
Gestur í heimahúsum
ustufólkið.... Já — og hann hafði meira að segja farið að
rifja upp þessa gömlu sögu. Það var ekki Kristjáni líkt.
Hún tók að ganga um gólf. Óljós ótti barðist við löngun-
ina til að vita, hvernig í þessu lá. Óttinn varaði hana við
því að grennslast frekar fyrir um þetta. En samt vissi hún,
að hún myndi ekki verða í rónni, fyrr en hún hefði kannað
þetta mál til hlítar. Óvissan myndi alltaf standa á milli
þeirra Kristjáns, líka milli hennar og Felix.... Nei — hún
var að vita vissu sína. Hún gat ekki leitt þetta hjá sér.
Eftir nokkra umhugsun afréð hún að fara aftur út að
Heiðarbæ og reyna að ná tali af Ríkarði Lorjé. Kveðjubréf
Sabínu myndi að líkindum varpa ljósi yfir það, sem hún
vijdi vita, og eyða grun hennar.
Jafnskjótt og hún var komin að Heiðarbæ, hringdi hún
til Hocch læknis. Hann var ekki heima, en hún talaði við
Lisbet, sem sagði henni fúslega allt, sem hún vildi fræð-
ast um. Það hafði ekkert frétzt af Sabínu Nansen. Ríkarð-
ur Lorjé hafði farið til Gouda um morguninn, því að hann
hafði munað eftir því, að þar bjó kunningjafólk Sabínu, er
engan síma hafði. Bezt væri, að hann kæmi ekki aftur að_
Lindarbrekku, en hann hafði samt sagt lækninum, að hann
gæti ekki annars staðar verið, því að hann væri ekki fyrr
farinn þaðan en hann þættist viss um, að hún væri komin
til baka.
ína stóð um stund grafkyrr, er hún hafði lokið samtal-
inu. Henni datt í hug, hvort Allard myndi verða viti sínu
fjær af sorg, ef hún hyrfi skyndilega. Kannske í leynum
hugans, hugsaði hún. En hann myndi ekki láta aðra verða
vara við það — hann var gæddur svo miklum andlegum
styrk og stolti. En það var heimskulegt að láta sér detta
þessa samlíkingu í hug. Hana furðaði á sjálfri sér.
Svo fór hún að hugsa um Ríkarð Lorjé. Hún gerði sér í
hugarlund sálarástand hans, þar sem hann beið aleinn í
húsinu. Hún sá í anda, hvernig hann hrökk saman við hvert
minnsta hljóð. Hún sá hann æða út úr húsinu, en snúa við
heim, er hann hafði skammt farið — í þeirri fávíslegu von,
að Sabína kynni að vera komin. En alltaf kom hann að
húsinu auðu og mannlausu. Það hlaut að vera hræðilegt.
Hún brá sér á hestbak meðan hún beið heimkomu Rík-
arðs. Við það létti henni í skapi, eins og ævinlega, þegar
illa lá á henni. Á heimleiðinni reið hún að Lindarbrekku,
fór þar af baki, batt hestinn við tré og opnaði garðshliðið.
Það ískraði í hjörunum. Hún gekk gegnum garðinn, þar
sem ilmríkir runnar uxu undir hávöxnum linditrjám, hún
gekk upp að húsdyrunum og tók í klukkustrenginn. En
enginn anzaði.
Hún svipaðist betur um. Þetta var langt og lágt hús með
stráþaki. Veggirnir voru þaktir klifurjurtum. Hún dokaði
við um stund. Hvergi var hreyfing, ekkert heyrðist, nema
ofurlítið skrjáf i blöðunum á trjánum. Það glitti í gluggana
milli dökkgrænna veggjanna, og þeir minntu hana á augu,
sem störðu á hana með fjandskap. Snögglega greip hana
ákafur ótti, og hún flýtti sér brott. Hún skammaðist sín
samt fyrir þennan kveifarskap.
Síðari hluta dagsins sat hún úti á svölunum á Heiðarbæ.
Það var orðið hálfkalt, og hún færði sig til, eftir því sem
sólinni þokaði til vesturs. Það var eins og svali skugganna
af trjánum í Lindarbrekku hefðu fylgt henni heim.
Það var ekki fyrr en um kvöldið, að hún fór aftur að
Lindarbrekku. Fyrstu stjörnurnar voru teknar að blika á
heiðum himninum. Hún gekk að dyrunum og tók í klukkna-
strenginn. Aftur rauf bjölluhljómurinn kyrrðina, en svo
varð dauðaþögn. Hún stóð kyrr í myrkrinu og beið. Það
skrjáfaði í laufinu og glampaði óhugnanlega á svartar
gluggarúðurnar. Hún fór að velta því fyrir sér, hvað hún
ætti að gera, ef Ríkarður væri ekki kominn — eða kæmi
kannske alls ekki að Lindarbrekku aftur.
En svo hrökk hún við og fékk ákafan hjartslátt.
9.
Skerandi óp rauf þögnina. Hún vatt sér við og sá, að
maður kom hlaupandi inn um garðshliðið. Áður en hún
áttaði sig á þvi, hvkð var að gerast, lukust um hana sterkir
armar, sem kreistu hana nær því í stundur. Snöggvast
fannst henni eins og þetta væri eitthvað, sem hana hafði
iðulega dreymt og væri loks orðið að veruleika — að hún
fyndi skarpa og grófa jakkaermi við hönd sér, angan af
tóbaki og hárvatni og andardrátt karlmanns við kinn sér.
Sér til mikillar undrunar var hún skyndilega gripin sterkri
þrá eftir því, að hann kysti hana — ekki ókunni maðurinn,