Tíminn - 28.01.1950, Blaðsíða 1

Tíminn - 28.01.1950, Blaðsíða 1
Skrifstofur i Edduhúsinu Fréttasímar: [ 81302 og 81303 Afgreiðslusími 2323 Auglýsingasími 81300 Prentsmiðjan Edda 34 árg. Reykjavík, laugardaginn 28. janúar 1950 23. blað íhaldið skapar gæðingum sínum aðstöðu til að græða á aðþrengdum bátaútvegi Margar af bryggjunum í Reykjavíkurhöfn hafa lítið viðhald fengið síðustu árin. Verbúðarbryggjurnar gömlu eru orðnar mjög úr sér gengnar og þessi bryggja er bönnuð fyrir bíla- umferð. Það er að sjálfsögðu lofsverð öryggisráðstöfun, en sjómennirnir hefðu heldur viljað að gert hefði verið við hana. Athafnasvæði er ekkert fyrir bátaflotann á Grandagarði og verbúðirnar svo illa úr garði gerðar, að útilokað er að vinna nokkuð að aflanum þar. Öðrum er veitt sú aðstaða á kostn- að sjómanna. Eiginlega er hvergi húsnæði til að salta fisk í Reykjavík. Allar gömlu söltunarstöðvavnar er búið að taka undir geymsluhús fyrir heildverzlanir, eða til annarra arðbærari starfa en fiskverkunar. Þessir braggar eru aðalsöltunar- stöðvarnar við höfnina á lóð Kveldúlfs, og þar fá vinir fjölskyldunnar að salta fisk fyrir hæfilegt gjald handa milliliðunum, en taprekstur er á útgerðinni. IVoyðir útveg'sinonn til að láta fiskimi í Iiendur braskaranna inn leið og' hann keniur á bryg'g'ju. Ein af svívirðilegustu blekkingum bæjarstjórnarihalds- ins er gort þess af áhuganum fyrir bátaútveginum. Sann- leikurinn er sá, að hvergi er ver að honum búið en hér í liöfuðstaðnum, þótt héðan sé auðvelt að sækja á ein feng- sælustu fiskimiðin. Fiskibátarnir hafa alltaf verið horn- rekur hjá bæjarstjórnaríhaldinu, og daufheyrzt hefir verið við öllum kröfum sjómanna og útvegsmanna, eins lengi og hægt var, en þá gripið til ráðstafana, sem af öllum kunn- ugum eru taldar slík handarbaksvinna, að ekki þekkist í neinni verstöð, hvar sem leitað er á landinu. Miklu fé hefir verið varið í verbúðir, sem heita má, að séu til fárra hluta nytsamlegar, vegna þess, hvernig þær eru gerðar, og geta aldrei náð þeim tilgangi, sem þær ættu að ná, og athafna- svæði það, sem upphaflega var ætlað bátunum, hefir nú verið þrengt svo, að til vandræða horfir. Ihaldið elskar þá, sem græða á sjómönnunum og bátaútvegsmönnum, en ekki þá sjálfa. En bæjarstjðrnarihaldið veit vel, hvað það er að gera. Því þykir vænna um stór- gróðafjölskyldurnar en sjó- menn og útvegsmenn, sem berjast í bökkum. Þess vegna var athafnasvæði bátanna tekið undir verksmiðju Thórs aranna. En með þessari verk- smiðju átti hin volduga fjöl- skylda að verða enn voldugri. Ráð undir rifi hverju- fhaldið hefir kannske líka vitað, hvað það var að gera, þegar það byggði verbúðirn- ar frægu á Grandagarði. Þær eru þannig úr garði gerðar, að útilokað er að vinna neitt að fiskinum þar, eftir að á land er komið. Þetta var ráð- ið til að neyða bátaflotann til að fleygja fiskinum beint í braskarana, þegar komið er að landi. Enginn get- ur saltað afla við aðstcðuna, sem bátunum er búin á Grandagarði, en þeir þykjast hafa himinn höndum tekið og tryggt aðstöðu sína mun betur, sem komizt hafa yfir einhvern bragga í úthverfun um til að salta í. En þeir eru fáir. Hálfur bátur — fjórar verbúöir. En til þess að vera visst um, að beztu gæðingar sínir verði ekki afskiptir, hefir íhaldið gripið til þess ráðs að selja bröskurum, sem litla út- gerð reka, margar verbúðir á leigu, til þess að þeir hafi útgerðarmöguleika margra óviðkomandi báta í hendi sér og geti sett eigendum og skipshöfnum afarkosti um afhendingu fisksins strax á bryggjunni. Þannig hefir íhaldið fengið einum gæðingi sínum, sem á hálfan bát. ^amhald d 2. síðu). Stunqið á blöðrunni Það datt botninn úr skrafi Sjálfstæðismanna um stóríbúðaskattinn í út varpsumræðunum. Auður Auðuns talaði um hann í fyrstu umferð, en svo flutti Rannveig Þorsteins- dóttir ræðu þá, sem Tím- inn birti í gær. Þar með var allur blekkingavefur íhaldsins um þetta mál rakinn upp. Gunnar Thoroddsen hafði líka vit á að þegja um þetta mál, það sem eft ir var kvöldsins og væntan lega lengur. En Jóhann Hafstein er afbrigði að vitsmunum og brjóstheilindum. Hann lét sér sæma að kalla það, að (Framhald á ?.. stðu) BORGARSTJORINN FLÝR STAÐREYNDIR Boðin leiðsusn að morgni kjörda«'s» í Morgunblaðinu í gær skýrir Víkverji frá því, að fráfarandi borgarstjóri hafi á síðasta bæjarstjórnar- fundi neitað því, að skólp frá húsi hans rynni út í Tjörnina. Svo mikla hafði ég ekki haldið fáfræði borg- arstjórans um bæjarmál, en þó verður að virða hon- um það til vorkunnar, þar sem Morgunblaðið hefir aldrei á þetta minnzt, en Tíminn aðeins sagt frá því þrisvar. Það mundi borgarstjóranum hollt að fá sér gönguferð um Vatnsmýrina og fylgja því með eig- in augum, hvert skólpið rennur, áður en hann greiðir atkvæði á morgun. Skal ég fúslega vísa honum leið, ef hann trqystist eigi til að rata einn. ★ Annað mál er svo það, að skólpið frá prófessora- bústöðunum eru smámunir einir miðað við þau ósköp, sem Lækjargöturæsið (Lækurinn) flytur í Tjcrnina á stórstraumsflóði. Lagfæringu á því er ekki einu sinni lofað í „Bláu bíkinni“ 1950, enda hefði slíkt loforð minnt óþægilega á, að þetta lítilræði gleymdist, þegar Lækjargatan var lögð í sumar. Tjcrnin hefir nú sama afrennsli og byggðin að austanverðu og þaðan kemur skólpið. Auðveldasta leið- in til að halda Tjörninni hreinni er sú, að láta hana hafa sérstakt samband við sjó utan við höfnina. Þá streymir hreipn sjór í hana á hverju flóði- Slíka leiðslu hefði átt að leggja í Lækjargötuna í sumar, en það gleymdist. Óhætt er að fullyrða, að hvenær sem slík leiðsla verður lögð og hvar sem hún verður lögð, mun hún verða dýrari en ef hún hefði verið lögð í sumar. Ólafur Jensson. omiiiiimiiiiimiiiiii mimmmmiiiiiiiimimmiiiiiiiiiiiimimmmmimmimiHiiiiimimiimiiiiiimaiiiiiiia 1111111111111111« .UIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIinillllllllllllllllllllllMIIIMIIIimilllllMIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIMIIIIH«ll*llllllllllllllllllllll«llll|l

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.