Tíminn - 08.02.1950, Síða 4

Tíminn - 08.02.1950, Síða 4
4 32. blað m?Z£ Tíminn, miðvikudaginn 8. febrúar 1950 Bjargráðasjóður íslands Bjarni Ásgeirsson hefir nýlega lagt fram i neðri deild frumvarp um Bjarg- j ráðasjóð íslands- Sam- kvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir stórauknum fjár- ráðum sjóðsins, og ýmsum breytingum á starfsháttum hans. í núgildandi lögum er svo fyrir mælt, að hvert sveitar- félag greiði í sjóðinn 25 aura fyrir hvern íbúa, og ríkis- sjóður tilsvarandi gjald. Sam- kvsemt frv. Bjarna hækkar tillag sveitarfélaganna 1 kr. 2.00 á mann og tillag ríkis- sjóðs tilsvarandi. Helming- urinn af gjaldi sveitarfélag- anna verður séreign hlutað- eigandi sýslu- eða bæjarfé- lags en hitt rennur í sameig- inlegan sjóð. Tilgangur sjóðsins er að vera til hjálpar í hallæri og til að afstýra því. Stjórn sjóðsins skal því hafa vak- andi auga á slíkum hættum og veita lið til að afstýra því. í henni skulu eiga sæti skrif stofustjórinn i félagsmála- ráðuneytinu, formaður Bún- aðarfélags íslands og formað úr Fiskifélags íslands. Starfshættir Bjargráða- sjóðs. Um störf sjóðsins segir að öðru leyti í frumvarpinu: Nú verður hallæri í sveit- arfélagi af óvenjulegum harð -4ndum eða langvarandi afla- leysi, eða tjón verður þar af náttúruvöldum á mannvirkj- um eða búfé, enda hafi það, sem skemmdist eða ónýttist, verið óvátryggt fyrir tjóni þessu, og getur þá stjórn býargráðasjóðs veitt styrk eða lán úr bjargráðasjóði sam- kvæmt lögum þessum, til að draga úr áhrifum hallærisins eða bæta tjónið að einhverju leyti. Nú hefir slíkt ástand skap- azt sem að framan segir og er þá bjargráðastjórn heimilt að veita hjálp með þeim hætti er hér segir: 1. beinum styrk úr bjarg- ráðasjóði, 2. lánveitingum til sýslu- eða sveitarfélaga, 3. lánveitingum til einstakl inga, sem fyrir tjóni hafa orð ið, gegn veði í fasteign eða ábyrgð sýslu- eða sveitarfé- lags. Ef hallæri ber að hcndum á hvert sýslu- og bæjarfélag tilkall til séreignar sinnar í sjóðnum til útbýtingar sam- kvæmt reglum, sem sýslu- nefnd eða bæjarstjórn hafa samþykkt þar um, enda sam þykki ráðherra slíka ráðstöf- un, að fengnu áliti bjargráða stjórnar. Skýrslu um úthlut- un þessa skal viðkomandi sýslunefnd eða bæjarstjórn senda stjórn bjargráðasjóðs þegar að úthlutun lokinni. Ef haustbirgðir reynast svo litlar í einhverju héraði, að hætt er við bjargarskorti fyr ir menn eða skepnur, ef illa vetrar, þá má sýslunefnd eða bæjarstjórn með samþykki bjargráðasjóðs nota séreign sína í sjóðnum til að kaupa eða tryggja varaforða, en það fé, sem þannig er notað, skal greiða aftur að fullu, en vaxta laust, í bj argráðasj óðinn á ársfresti, nema því verði ráð stafað samkvæmt 1- málsgr. þessarar greinar. Nú hrekkur ekki séreign Frumvarp frá Bjarna Ásgeirssyni niii aukin fjárráð sjwðsins. sýslu eða kaupstaðar til forða tryggingar, og má þá bjarg- ráðastjórn veita héraðinu vaxtalaust bráðabirgðalán af sameignarfé sjóðsins, gegn veði í bjargráðagjaldi héraðs ins eða þeim tryggingum öðrum, sem stjórnin metur gildar. Nú gengur mikil óáran um land allt eða 1 stórum lands- hlutum, svo að fé bjargráða- sjóðs hrekkur ekki til nauð- synlegrar hjálpar og sjóður- inn kemst I fjárþröng, og er þá ríkisstjórninni heimilt að ábyrgjast svo hátt lán sem þurfa þykir fyrir bjargráða- sjóðinn, eða veita honum lán úr ríkissjóði, ef fé er þar fyr- ir hendi, en slík bráðabirgða- lán ber bjargráðasjóði að end urgreiða af tekjum sínum, enda séu eignir sjóðsins og tekjur að veði fyrir bráða- birgðalánum þessum. Að miklu leyti eru þessi á- kvæði í samræmi við gildandi lög. Löggjöfin um Bjargráðasjóð. í greinargerð frv. segir svo: Bjargráðasjóður íslands var, svo sem kunnugt er, stofn aður með lcgum nr. 45 1913, og skyldi hlutverk hans vera eins og segir í 1. gr. laganna: „til hjálpar í hallæri eða til að afstýra því“. Lítið hefir lögum þessum verið breytt frá því þau voru sett, en árið 1925 voru sett lög um heimild til að veita lán úr Bjargráðasjóði, og eru það eins konar viðbótarlög við bjargráðasjóðslögin. Þegar bjargráðasjóður ís- lands var stofnaður 1913, var j honum ætlað allríflegt tillag í miðað við þess tima aðstæð- j ur og peningagildi, 50 aurar á j íbúa hvern í landinu, og 1 skyldi ríkissjóður greiða helm j inginn, 25 aura, en sveitar- : sjóður hinn helminginn. Mun láta nærri, að slíkt gjald svari til um það bil kr- 2,50 nú frá hvorum þessum aðila. Ekkert hefir tillögum til sjóðsins ver ið breytt í þau 35 ár, sem hann hefir starfað. Með lögum nr. 76 23. júní 1932, um bráðabirgðabreyt- ingu nokkurra laga, var með- a1 annars samþykkt að fresta framkvæmd 2. og 3. gr. laga nr. 45/1913, um bjargráða- sjóð íslands, fyrst til ársloka 1933, en síðan var frestunin jafnan framlengd til 1942. Þetta tíu ára tímabil féllu því niður allar greiðslur til j sjóðsins, bæði af hálfu ríkis- sjóðs . og sveitarfélaga. Þessi ár voru því tekjur sjóðsins ekki aðrar en vaxtatekjur hans. Árið 1941, 1- janúar, voru innlánsvextir í sparisjóðum lækkaðir úr 4% í 3%, og 1. janúar 1942 voru sparisjóðs- vextir enn lækkaðir úr 3% i 2%, og stóð svo til 1. janúar 1948. Þessar ráðstafanir all- ar urðu til þess að draga mjög úr vexti sjóðsins. Verður því ekki sagt,*að af hálfu hins opinbera hafi mik ið verið gert til að efla sjóð þennan eða hlynna að hon- um á annan hátt. samkv. lögum sjóðsins, og hef Hagur Bjargráðasjóðs. Reglur um útlán úr Bjarg- ráðasjóðnum eru allstrangar ir það orðið til þess, ■ þö'tt tekjur hans væru frekar rýr- ar, að nokkurt fé hefir, sáfh- azt, og eru eignir sjóðsins nú í peningum og verðbréfum röskar tvær milljónir króna. Það er að vísu ekki mikið fé á þann mælikvarða, sem nú er lagður á fjármuni, en. þeg- ar tillit er tekið til þess, að bæði hafa verið felldar nið- ur svo til allar tekjur sjóðs- ins um tíu ára skeið og að hann hefir tapað allmiklu fé bæði vegna mæðiveikiráð- stafana og þegar sveitarfé- lög landsins voru gerð upp í Kreppulánasjóði, og þegar það enn fremur er athugað, að gleymzt hefir að ákveða að greiða tillög sjóðsins með verðlagsuppbót, eins og þó hefði mátt ætlazt til, er ekki hægt að vænta þess, að hag- ur hans sé betri en raun ber vitni. Á undanförnum veltiárum hefir sama og ekkert verið leitað til Bjargráðasjóðs, og hafa því tekjur hans síðustu árin nær allar lagzt fyrir í peningum og verðbréfum. Tekjur sjóðsins árið 1948 voru þessar: / 1- Gjald sveitarfélaganna kr. 34.063.50. 2.Tillag úr rík- issjóði kr. 33.000.00. 3. Vaxta- tekjur kr. 68-233.57. Samtals kr. 135.296,97. Lánbeiðnir til bjarg- ráðasjóðs. Á s. 1. hausti hafa Bjarg- ráðasjóði borizt lánbeiðnir, er nema samtals 345 þús. krón- um, og þó er vitað, að nokkur sveitarfélög hafa ekki enn sent lánbeiðnir til Bjargráða- sjóðsins vegna þess, að nokkr- ir þingmenn þeirra héraða, sem harðast urðu úti í vor- harðindunum s. 1. vor, hafa borið fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um sérstaka hjálp úr ríkissjóði til þessara héraða. Mjög verður að telja það vafasamt, að vorharðindi þau, sem urðu 1949 og ollu talsverðum erfiðleikum hj á bændum í ýmsum sveitum austan, norðan og vestan lands, geti talizt þess eðlis, að þau falli undir verksvið Bjargráðasjóðs, eins og starfs reglum hans er nú háttað- Eins og lögum hans og starfs háttum er nú fyrir komið, eru þess engin tck að veita lán eða styrk til þess að greiða fram úr þessum erfiðleikum, nema sveitarfélög þau eða sýslufélög, sem í hlut eiga, sæki um lán úr sjóðnum, á- byrgist þau og annist greiðslu afborgana af þeim, þegar þar að kemur. Það verður að telja, að sá stakkur, sem Bjargráðasjóði var skorinn með lögunum frá 1913 og 1925, sé nú orðinn svo þröngur, að sjóðurinn raunverulega fái ekki notið sín, nema reglum hans verði breytt í verulegum atriðum og starfshættir hans færðir meira til samræmis við þær venjur, sem nú má telja ríkj- andi orðnar um lánveitingar, styrktarstarfsemi og önnur slík viðskipti. Af framangreindum ástæð- um hefir þótt rétt að leggja til, að nokkrar breytingar yrðu gerðar á lögum um Bjarg (Framhald á 7. siðu.) EKKI PR I>ETTA mér að kerfna, hefir Refur bóndl að fýrirsögn á kvæði þvi, sem hann faéiir serit ókkur og kemur hér á eftir. Ýms- ir munu kahnást við fyrirmyndina hjá'Grími Thofnsen, en þó er það 'ekki neitt aðalatriði, því að þetta ljóð'er alveg óháð hefani. En kvæð- io er svq: Geng ég enn á valda vegi vil ei neitt af honum renna. Þó að batni ástand eigi — ekki er þetta mér að kenna. Kommar eru að gjammi og geyi gjarnir til að eyða og spenna þó eg slíkum þrjótum sveii, — en þetta er ekki mér að kenna. I Frá nýsköpun eg nokkuð segi nefna má ég skapnað þenna, þó til gagns hann yrði eigi — ekki er þetta mér að kenna. Hnýta mjög að Hæringsgreyi halir þeir er túla glenna. Betri er hann á láði en legi, — en lítið er þetta mér að kenna. Sjaldan ég á þingi þegi þegar háð er orðasenna. Mörgum þar til synda segi þó sé það ekki mér að kenna. Enn um hríð ég tímann teygi til að draga strikið penna. Vona ég að þjóðin þegi — því þetta er ekki mér að kenna. Þeir er stýra stjórnarfleyi stöðugt mega ei sköpun renna. Ef ég völdum af mér segi — ekki er þetta mér að kenna. Máske út ég Þorrann þreyi, þó í skjólin virðist fenna. Bjargráð kannske einhver eygi — en ei þau verða mér að kenna. heimtur út um hvippinn og hvapp- máske bæði tvenna og þrenna. Ef ég kallast ólánspeyi — ekki er þetta mér að kenna. Húmar að og hallar degi húki ég einn með brotinn penna. ■Strikið dreg ég ennþá eigi, -s— en ekki er þetta mér að kenna. En ekki vildi’ ég eiga frú, svéitákonu. Eg lýsi yfir hlutleysi niínu í þessu viðkvæma máli fyr- ú fram, en þó ætla ég á engan hátt áð frábiðja umræður um þátttöku kvenna í opinberum málum, því þ'ar er éitt af merkismálum á ferð. Bréíið er svona: ÞEGAR EG NÚ HEFI hlustað á hvernig blessaðar frúrnar í Reykja vík hnakkabítast í útvarpinu út af bæjarstjórnarkosningunum, kemur mér í hug vísan hans Bjarna í Hvammi. Það stendur þannig á henni. að við vorum að hlusta á kvennatíma útvarpsins í fyrravet- ur. Þar talaði ein gáfuð og mennt- uð frú. Hún kvartaði um það að íslenzkt kvenfólk nyti ekki sem skyldi þess jafnréttis við karlmenn, sem það þegar hefði öðlast, svo sem jafnréttis til embætta og að gegna opinberum stöðum. Og þessu til sönnunar sagði hún, að enn væri ekki dæmi til þess, að ein einasta kona hefði gegnt hrepp- stjórastöðu í sveitum þessa lands. Þá varð Bjama þetta að orði: „Eflaust hafa þær hæfileika til að gegna hreppstjórastöðu, standa í málaþrasi og annast ýmsar inn- heimtur út um kvippinn og hvapp- inn, en ég vildi ekki eiga þær fyr- ir eiginkonur". Þá sagði einhver: Þú ættir nú að gera sniðuga vísu um þetta, Bjarni minn, þá skal ég koma henni í Baðstofuhjal Tím ans. Og hérna er vísan. Andans snilld hjá auðarbrú eng’inn skyldi gleyma. En ekki vild’ ég eiga frá, sem aldrei tyldi heima“. EG BÆTI ÞVÍ VIÐ, að ef til vill væri nú samt heppilegt fyrir menn þá, sem mest óttast skjald- meyjar og valkyrjur að líta um öxl og athuga, hvort sumar þær konur, sem kunnar hafa orðið að skörungsbrag og stjórnsemi utan heimilis, muni ekki hafa verið sæmilegar eiginkonur og mæður. Starkaöur gamli. Allt til að auka ánægjuna Strákústar, Stufkústar, Stéttakústar, Miðst.-ofna- kústar, Glasakústar, Veggf.kústar, Bílþvottakústar, Gluggakústar, 2 teg. Kalkkústar. Kúaburstar 3 teg., Klósettburstar 2 t. Fiskburstar, Naglaburstar 2 t. Uppþvottab. 4 teg. Fataburstar, Hárburstar, Skóburstar, Skóáburðarb., Brúsaburstar, Gólfsópar, margar teg., Hand-skrúbbur, margar teg., Skrúbbuhausar, 2 teg„ Barnaskrúbbur, Pottaskrúbbur, Pottaþvögur, Kústasköft. Komið, — skrifið, — símið, — sendið. — Takið bursta- vörurnar um leið og þið seljið okkur: Flöskur, glös og tuskur. Verzlun Ingþórs, Selfossi Sími 27. Frestið ekki lengur, að gerast áskrifendur TÍMANS

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.