Tíminn - 13.04.1950, Blaðsíða 2

Tíminn - 13.04.1950, Blaðsíða 2
2 TÍMINN, fimmtudaginn 13. apríl 1950 80. blað I nótt: Næturlæknir er í læknavarðstof- unni, sími 5030. Næturvörður er í Ingólfs apóteki, sími ’ 1330. Næturakstur annast Hreyfill, sími 6633. Útvarpið Útvarpið í dag : Fastir liðir eins og venjulega. Kl. 20,30 Útvarpshljómsveitin (Þór- arinn Guðmundsson stjórnar). 20,45 Lestur fornrita: Egils saga Skallagrímssonar (Einar Ól. Sveins son prófessor). 20,10 Tónleikar (plöt ur). 21,15 Dagskrá Kvenréttinda- félags íslands. — „Konan á kross- götum“; hugleiðingar Elínar Wagn er (Britta Björnsson cand. mag.). 2ý,40 Tónleikar (plötur). 21,45 Þýtt og endursagt (Ólafur Frið- riksson). 22,10 Sinfónískir tónleik- ar. 23,10 Dagskrárlok. Hvar eru skipin? Eimskip: Brúarfoss er í Reykjavík. Detti- foss var í Rotterdam, fór væntan- lega þaðan í gær til Hamborgar, Hull og Reykjavíkur. Fjallfoss er á Hvammstanga, fer þaðan til Skagastrandar. Goðafoss kom til Antwerpen í gær, fer þaðan til Leith og Reykjavíkur. Lagarfoss fór frá Searsport 7. apríl til Reykja- víkur. Selfoss kom til Heroya í Nor egi 11. april, frá Akureyri. Trölla- foss er í New York. Vatnajökull kom til Tel-Aviv 6. apríl. Einarsson & Zoéga. Foldin er væntanleg til Palestinu á föstudag. Lingestroom er í Amster dam. Ríkisskip. Hekla fer á morgun frá Reykja- vík austur um land til Siglufjarð- ar. Esja er í Reykjavík. Herðu- breið var á Akureyri í gær. Skjald- breið fór frá Reykjavik i gær- kvöld á Húnaflóahafnir til Skaga- strandar. Þyrill er i Reykjavík. Ármann fer væntanlega frá Reykjavík um hádegi í dag til Vestmannaeyja. S.f.S. — Skipadeild. Arnarfell lestar saltfisk á Eyja- fjarðarhöfnum. Hvassafell er í Neapel. sjálft, og voru gefnar einkunir fyr! ir starfið, einnig fengu börnin upp skeruna úr reitnum sem þau önn- uðust. «• Ræktuðu börnin þarna hvítkál, blcmkál, grænkál, hreðkur, næpur, salat, spínat, kartöflur og ofurlitið af sumarblómum. Uppskeruna lögðu börnin ýmist inn í heimili sín en sum seldu hana i matvöru- búðir. Vitað er um einn nemanda sem fékk 130 krónur fyrir hana auk kartaflna, en af þeiin fékk hann tvo poka úr reit sínum. Alis skiluðu þessi 74 börn 8075 vinnustundum yfir sumarið með áætluðum 4—6 stundum á viku eða því sem næst 85 vinnustund- um yfir sumarið. Kennarar barnanna voru Ingi- mundur Ólafsson og frú Guðrún Snæbjörnsdóttir og sáu þau um framkvæmd verksins. Skólagörð- unum var veittur staður við Löngu- hlíð. Búast má við að fleiri börn taki þátt í starfsemi þessari næstu sumur. Er hér um að ræða einhverja albeztu nýjung á sviði ' uppeldis- mála og láta börnin kynnast heil- brigðu skapandi starfi og vekja hjá þeim áhuga fyrir verklegum fram- kvæmdum og metnað fyrir vel unnu starfi, auk þess að gefa þeim kost á að afla sér ofurlítilla tekna eða hjálpa heimilum sín- um. Ber að þakka öllum forustu- og stuðningsmönnum starfsemi þessarar. Trúnaðarmaður Slysavarnafélagsins hefir að und anförnu verið á ferðalagi á Aust- fjörðum og heimsótt slysavarna- deildir þar og eftirlitið björgunar- stöðvar. Sýndi hann kvikmyndina Björgunin við Látrabjarg við mjög góða aðsókn. ELDURINN ?erlr ekkl boð á undan sér! Þelr, sem eru hyggnlr tryggja strax hjá Sam.vinjmtrvggingum Kaffivagninn leggur af stað eftir 25 ára hvíld Þegar þú gengur framhjá Kaffivagninum sérðu áreið- anlega einhver vera að toga í hurðina, eða þú tekur eftir manni sem hraðar sér í átt- ina til Kaffivagnsins, en snýr svo við eins og sá sem áttar sig á því að hann er að fara erindisleysu. 25 ára vani. Hjá mörgum sem unnið hafa nálægt höfninn bæði lögregfijþjónum sifrifstofu- mönnum, bílstjórum, hafnar verkamönnum o. fl. er þetta 25 ára gamall vani sem erfitt er að venja sig af. Það var ærið mislitur hópur sem kom þar að fá sér kaffisopa en drukknir menn sáust þar aldrei. Menn stóðu þétt eins og síld í tunnu og supu heitt kaffið. Það var í raun- inni líkast því og á útisam- komu. Til dæmis á milli tveggja hávaxinna lögreglu- þjóna stóð lágvaxinn hafnar verkamaður, í einu horninu skrifstofumaður með hvít- an flibba og hjá honum bílstjóri norðan úr landi. Kaffi á 15 aura. Nú er búið að loka Kaffi- vagninum og á brátt að flytja hann til að rýma til fyrir stæði fyrir bíla lögreglunnar. Bjarni Kristjánsson hefir rekið þar kaffisölu síðan 1936. „Þá kostuðu vínar- brauðin 10 aura, kaffi 15 aura og pönnukökur 5 aura segir Bjarni. Á kreppuárun- um fengu margir lánað fyrir kaffi og pönnuköku og flest þessi smálán voru greidd. (Framhald d 7. siðu.) Jfi ornum Árnab heilla Fagrar konur eru góð landkynning Iljónaefni. Nýlega hafa opinberað trúlofun sína ungfrú Jóninna Steingríms- dóttir frá Blönduósi og Þormóður Pétursson, nemi, Hvanneyri. Úr ýmsum áttum Alþingi. Fundur í sameinuðu þingi. Til umræðu tillögur um lóðirnar í Grjótaþorpi, friðun rjúpu eín um- ræða og um helikoptervélina frh. síðari umræðu. Holl starfsemi barna Síðastliðið sumar unnu 74 börn á aldrinum 10—14 ára í skóla- görðum Reykjavíkur. Hófst starf- serrji skólagarðannh 1. júní og lauk 8. október. Starfinu var þannig háttað að hvert barn fékk 26 ferm. reit sem það hirti og annaðist að öllu leyti Hið nýja vestur-þýzka ríki er farið að hugsa fyrir því, hvernig álit þess verði sem bezt aukið og varðveitt í augum umheimsins. Um þessar mundir skýra ýmis erlend blöð frá því, að fyrir dyrum standi að skipa 43 konsúla, ræðismenn og sendiherra í ýmsum löndum heims fyrir Vestur-Þýzkaland, og hafa stöður þessar verið auglýstar lausar til umsóknar. Fjöldi umsókna um þessi eftir- sóknarverðu störf hefir að sjálf- sögðu borizt, og eru þær svo hundr- uðum skiptir. En það er allt ann- að en létt verk fyrir Bonn-stjórn- ina að velja úr þessum umsækj- endum, því að hún vill taka til- lit til margs, og marga kosti verð- ur sá að hafa, sem talizt gettrr góður fulltrúi lands síns erlendis. Og það er ekki nóg frá sjónarmiði þýzku stjórnarinnar, að sendiherr ann sjálfur sé öllum góðum kost- um búinn, ef hinn helmingur mannsins — eiginkonan, er ekki eins og vera ber. Bonn-stjórnin leggur nefnilega á það sérstaka áherzlu, að eiginkonan sé fögur, og þeir umsækjendur, sem eru svo óheppnir að eiga ekki fagrar kon- ur, geta ekki gert sér vonir um að koma til greina í fremstu röð um- sækjenda og varla gert sér vonir um að verða sendiherrar, heldur aðeins ræðismenn eða konsúlar í minni löndum eða undirtyllur á sendiherraskrifstofum ef bezt læt ur. Sérstaklega segja blöðin. að illa gangi að velja hæfa sendiherra í Washington, London og París, því að þar þarf mikils við. Já, það er ekki lítils um vert að eiga fallega og aðlaðandi konu, og ef til vill líta margir Þjóðverjar á kónur sínar um þessar mundir og hugsa sem svo: Er hún nógu falleg til þess að ég geti orðið sendi- herra? A. K. ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦»< ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦< Farþegabifreið til sölu :: Ford ’47 — 29 sæta. Bifreiðin er svo til ónotuð. || {} Upplýsingar gefur Sigurður Steinþórsson, kaup- \\ félagsstjóri, Stykkishólmi. Herbergisþernu vantar að Kótel Borg. Dagvinna og vaktaskipti. Upplýsingar í skrifstoíuuni. :: Garðleigjendur Reykjavíkurbæjar Þeir, sm enn hafa ekki greitt leigu eftir garðlönd sin þurfa aS gera það nú þegar, þar sem dráttur á greiðslu leigugjaldsins skoðast hér eftir sem uppsögn á garðlandinu og því úthlutað til annarra. Gjöldunum veitt móttaka í skrifstofu bæjarverkfræðings, Ingólfs- stræti 5, sími 81000 Ræktunarráðunautur Reykjavíkur. Hafnfirðingar — Hafnfirðingar Bæjarstjópn Hafnarfjarðar hefir ákveðið að bjóða út 10 ára sérskuldabréfalán ’til hafnargerðar í Hafnar- firði, að upphæð fimm hundruð þúsund krónur, í 5000, 1000, 500 og 100 kr. hlutum. Bréfin, sem eru með -6% ársvöxtum og tryggð með ríkisábyrgð, eru til sölu á eftrgrendum stöðum: :: Akurgerði h. f. Bæjarútgerð Hafnarfjarðar. Loftur Bjarnason, skrifstofa. Einar Þorgilsson & Co. Ingólfur Flygenring, skrifstofa. Jón Gíslason, skrifstofa. Óskar Jónsson, skrifstofa. Sparisjóður Hafnarfjarðar. Skrifstofa Hafnarsjóðs. Bæjarskrifstofur. Verzlun Gunnlaugs Stefánssonar. Verzlun Stefáns Sigurðssonar. Kaupfélag Hafnfirðinga. # ii Hafnfirðingar, athugið, að með því að kaupa skulda- tt bréfin, flýtið þið fyrir byggingu hafnargarðsins og ávixtið jafnframt fé ykkar með hærri vöxtum en þið j* fáið fyrir það annars staðar. BÆJARSTJDRINN H

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.