Tíminn - 13.04.1950, Blaðsíða 8
„EKIÆNT YFIRLIT“ t DAG
Utanríkisstefna Bandaríkjanna
„A FÖRJVIM VEGI“ t DAGi
Fagrar konur eru góð landkynngin
Bandaríska flugvétin sem
saknað var enn ófundin
Veðnr íorveldaði leiíina í g'ær
Um 20 banflarískar og danskar flugvélar héldu í gær
áfram leitinni að amerísku flugvélinni, sem hvarf síðast- j
_liðinn laugardag á leið frá Wiesbaden í Þýzkalandi til Kaup- j
mannahafnar. Leitin bar engan árangur. Bandarísku hern- j
aðaryfirvöldin í Wiesbaden tilkynntu í gærkvöld, að um það ]
bil 70 km. frá Borgundarhólmi hefði sést á floti hlutir, er
líkur þættu á að væru úr flugvél. Veður var hið versta á j
þessum slóðum í gær og torveldaði það mjög leitina, og mun
ekki unnt að rannsaka nákvæmlega svæðið umhverfis Borg-
undarhólm fyrr en í dag.
Svíar mótmæla.
Sænska landvarnarmála-
ráðuneytið hefir mótmælt
því, að bandarískar flugvél-
ar, sem þátt taka í leitinni,
hafa flogið yfir sænskt lands
svæði. Meðal annars hafa þær
flogið yfir borgina Carls-
krona, en jafnvel sænskar
farþe'gaflugvélar mega ekki
fljúga yfir það svæði.
Ummæli Acheson
Acheson, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, ræddi
við blaðamenn í Washington í
dag og sagði meðal annars,
að bandarísk yfirvöld ynnu
nú ötullega að því að rann-
saka, hvað hæft kynni að
vera í þeim ásökunum Rússa,
að bandarísk flugvél hafi
flogið inn yfir Lettland s.l.
laugardag, og skotið þar á
rússneska varðmenn. En marg
ir hallast að því, að hér sé
um sömu flugvélina að ræða
og þá, sem hvarf yfir Eystra
salti. Amerísk yfirvöld halda
fast við fyrri yfirlýsingu sína
um að flugvél, sem fór frá
Wiesbaden, hafi verið algjör-
lega óvopnuð.
Ekki stríð, en . . . .
Stöðugur straumur flugvéla
hefir verið um Kastrup-flug-
völlinn í Kaupmannahöfn síð
an flugvélarinnar var saknað
og hefir fjöldi amerískra flug
véla haft þar bækistöð síð-
astliðinn sólarhring. Dcnsk
björgunarskip tóku einnig
þátt í leitinni í gær en vegna
þess hve veður var slæmt,
er ekki búist við að þau muni
geta rannsakað svæðið um-
hverfis Borgundarhólm fyrr
en í dag. — Mörg dönsku
blaðanna ræddu mál
þetta í forystugreinum sin-1
um í gær. Politiken sagði
m. a., að atburður þessi myndi
að vísu ekki leiða til styrj-'
aidar, en hann myndi hins-
vegar sízt bæta sambúðina
milli Bandaríkjanna og
Rússa.
Góður afli á Sauðar-
króki í páskavikunni
Afli var góður hjá Sauð-
árkróksbátum í páskavikunni.
Reru þá flestir bátar þar og
fiskuðu vel á nýja beitu, loðnu
og smásíld, sem barst þá á
land. í gær voru engir bátar
á sjó, enda var sjór varla
genginn niður eftir áhlaupið,
en búizt var við að bátar
hæfu róðra aftur þessa daga.
Grikkir fá 80 millj.
dollara til rafvirkj-
unar
Tilkynnt var í Washing-
ton í dag, að ákveðið hefði
verið að veita Grikkjum 80
milljónir dollara af Marshall
fé, til byggingar á raforku-
verum. — í tilkynningu þess
ari sagði hinsvegar, að ekki
myndi unnt að veita fé þetta
fyrr en grísku stjórninni
hefði tekist að koma á meira
jafnvægi í efnahagsmálum
landsins. — Venizelos hefir
tilkynnt, að gríska stjórnin
hafi þegar gert ráðstafanir
til þess, að greiða úr öng-
þveiti því, er nú ríkir í efna
hagsmálum Grikkja, meðal
annars séu allar kauphækk-
anir bannaðar, þar til í júní-
lok.
Akureyrartogarar
ætla á karfaveiðar
Frá fréttaritara Tímans
á Akureyri.
Samningar hafa nú náðst
milli sjómanna á Akureyrar-
togurunum þrem, Kaldbak,
Svalbak og Jörundi, um kjör
á karfaveiðum, sem ráðgert
er að togararnir fari á í vor.
Ráðgert er að karfinn verði
unninn í Krossanesverksmiðj
unni og standa nú yfir samn
ingar um vinnsluna við verk-
smiðjuna. Takist þeir munu
togararnir fara á karfaveið-
ar. Er þetta ráðgert vegna
slæmrar isfisksölu í Bretlandi
og vilja þeir reyna betta frem
ur en fara á saltfiskveiðar.
Schuman vill itánari
samvinnu Atlants-
hafsríkjanna
Talsmaður franska utan-
ríkisráðuneytisins skýrði
fréttamönnum svo frá í gær
að er þeir Schuman, Bevin og
Achenson kæmu saman til
fundar í London í næsta mán
uði, myndi Schuman bera
fram tillögu þess efnis, að
Atlantshafsríkin vinni ekki
aðeins saman á sviði land-
varna, heldur og á sviði stjórn
mála og efnahagsmála. Tals-
maðurinn sagði, að Schuman
myndi bera þessa tillögu fram
vegna þess, að hann liti svo
á, að efnahagsmál og land-
varnamál hvers ríkis væru
svo nátengd, að ekki væri
hægt að skilja þau að.
Goður afli er nú í Vestmanna-
eyjum og á Suðurnesjum
| Tndanfarið hafa trillubátar í Kcflavík ng
víðar komið nicð fullfcrmi af fscrafiski
Vestmannaeyjar.
Um 30 bátar stunda nú veið
ar frá Vestmannaeyjum. Und
anfarna daga hefir afli þeirra
verið ágætur. Hafa þeir feng
ið allt upp í 30—40 lestir á
skömmum tíma. Aðeins einn
bátur rær enn með línu, en
nokkrir eru með dragnót og
er afli þeirra misjafn. Er afl
inn ýmist saltaður eða fluttur
út ísaður.
Keflavík.
í fyrradag fengu Keflavík-
urbátar flestir frá 14—24
skippund, og var róið djúpt.
Er þetta jafnbezti aflinn á
vertíðinni. Heldur var aflinn
minni í dag, en menn gera
sér góðar vonir um meiri afla
um sumarmálin. Kemur þá
oft aflahrota. Óvenjumikið
síli hefir verið i flóanum í vet
ur og hefir sílisgangan staðið
lengur en menn muna og
fiskast þá oft lítið á linu þar
sem fiskurin er uppi í sjó.
Akranes.
í gær var misjafn afli hjá
Akranesbátum. Fengu þeir frá
6—48 skippund. Mestur var
afli hjá þeim bátum, sem
reru suður í Miðnessjó. Þeir
fengu 16—18 skippund; Tveir
bátanna reru suður 1 Grinda
víkursjó og fengu 14 skip-
pund hvor. Þeir sem reru á
norðurslóðir fengu lítinn afla
Hefir þar ekkert veiðst á þess
ari vertíð, hvort sem róið hef
ir verið grunnt eða djúpt.
Langur róður.
,Ef ekkert er til tafa tekur
það 20 klst. fyrir Akranes-
báta að róa suður í Miðnessjó,
en lengur ef nokkuð er að
veðn og ná þeir ekki róðri á
sólarhring. Undir eins og bú-
ið var að koma aflanum í
land i gær, lögðu bátarnir af
stað aftur, til þess að vera
komnir þangað suður um
svipað leyti og bátar úr öðr-
um verstcðvum. Þegar róið
er frá Akranesi á norðurslóð-
ir, er ekki róið lengra en 2—5
klst.
Núverandi stjórn Félags járniðnaðarmanna. Fremri röð frá
vinstri: Loftur Árnason, varaformaður, Sigurjón Jónsson,
formaður, EgiII Hjörvar, ritari. Aftari röð frá vinstri Loftur^
Ámunáason, gjaldkeri utan stjórnar, Bjarni Þórarinsson,
fjármálaritari, Ingimar Sigurðsson vararitari.
Félag járnlðnaðarmanna í
Reykjavlk þrjátíu ára
Félagið hefir nnnið inlkið «g' merkt starf
cinktzm ■ trygghigamálum stcttarinnar
í fyrradag varð Félag járniðnaðarmanna í Reykjavík 30
ára. Félagið var stofnað 11. apríl 1920 og voru stofnendur
17. Fyrsti formaður þess var Loftur Bjarnason. Félagið tel-
ur nú um 300 meðlimi og hefir unnið mikið og merkt starf
fyrir stétt sína einkum í tryggingamálum hennar.
Tilgangur félagsins var upp
haflega öðrum þræði jafn-
hliða launabaráttunni að
efla tryggingar félagsmanna
vinna að bættum vinnuskil-
yrðum og öryggisútbúnaði
til að fyrirbyggja slys. Hafa
félagsmenn ætíö greitt mjög
há félagsgjöld — nú um 250
kr. á ári, er hafa skipzt milli
sjóða félagsins. Sjúkra- og
slysasjóður félagsins er nú
orðinn töluvert öflugur og
greiðir miklar sjúkrabætur
til félagsmanna. Ellilauna-
sjóður þess er um 260 þús.
kr. en er ekki orðinn virkur
enn.
Sex iðngreinar.
Starfsgreinar innan járn-
iðnaðarins eru nú sex og eru
það vélvirkjar, eldsmiðir,
plötu- og ketilsmiðir, renni-
smiðir, málmsteypumenn og
eirsmiðir. Iðnámið er fjögur
ár og síðan 3 ár í vélstjóra-
skólanum, ef nemendur fara
þangað/'en það gera mjög
margir.
Mikið félagssíarf.
Starf félagsins hefir verið
mjög mikið og voru til dæmis
haldnir 10 félagsfundir síð^
asta ár, 30 stjórnarfundir og
5 trúnaðarráðsfundir. Fyri.r
skömmu minntist félagið 30
ára afmælis síns með veg-
legu hófi. Þar voru þeir gerð
ir heiðursfélagar Kristján
íTttseby og Guðjón Sigurðs-
son. Núverandi stjórn félags
ins skipa þessir menn: Sig-
urjón Jónsson, formaður,
Loftur Árnasson, varafor-
maður. Egill Hjörvar, ritari,
Loftur Ásmundsson, gjald-
keri utan stjórnar, Bjarni
Þórarinsson, fjármálaritari
og Ingimar Sigurðsson, vara
ritari.
Geir söluhæsti tog-
arinn á þessu ári
í páskavikunni seldu fjór-
ir íslenzkir togarar afla sinn
í Bretlandi, samtals 14,904
kit fyrir 46,990 sterlingspund.
Söluhæstur var togarinn
Geir, seldi 4306 kit fyrir
13,791 sterlingspund, og er
það hæsta togarasalan það
sem af er þessu ári. Togarinn
Jón Þorláksson seldi 3606 kit
fyrir 11,088 pund, Egill Skalla
grímsson seldi 3657 kit fyrir
11,268 pund og Kári seldi
3335 kit fyrir 10.843 pund.
Þetta er siðasta ferð Kára,
en hann hefir verið seldur
til Þýzkalands ásamt togaran
um Gylfa, og heldur beina
leíð þangað frá Bretlandi.
Togarinn Svalbakur frá Akur
eyri seldi afla sinn í Bret-
landi í gær, Jörundur selur í
Grimsby i dag, Bjarni Ólafs-
son á föstudag og munu
ekki fieiri togarar selja þessa
viku. Vélskipið Straumey sel
ur í Aberdeen á morgun, en
skipið hefir undanfarið ver-
ið í fiskflutningum. Gufu-
skipið Sævar (þ. e. gamli
Þór) selur eigin afla i Fleet-
v/ood í dag eða á morgun.