Tíminn - 14.04.1950, Blaðsíða 2
2
TÍMINN, föstudaginn 14. apríl 1950
81. blað
'Jrá hafi til heiía
í nótt:
Næturlæknir er í læknavarðstof-
unni, sími 5030.
Næturvörður er í Ingólfs apóteki
sími 1330.
Næturakstur annast B. S. R.,
síini 1720.
Útvaroið
ítvarpið í dag :
Fastir liðir eins og venjulega.
Kl. 20,30 Útvarpssagan: „Silfrið
prestsins" eftir Selmu Lagerlöf; I.
(Helgi Hjörvar). 21,00 Strengja-
kvartett Ríkisútvarpsins; Kvartett
op. 18 nr. 2 í G-dúr eftir Beethoven
21,25 Frá útlöndum (Axel Thor-
steinsson). 21,40 Tónleikar (plötur).
21,45 Spurningar og svör um ís-
lenzkt mál (Bjarni Vilhjálmsson).
22,10 Vinsæl lög (plötur). 22,44
Dagskrárlok.
Hvar eru skipin?
Ríkisskip.
Hekla fer frá Reykjavík kl. 12 á
hádegi í dag austur um land til
Siglufjarðar. Esja er í Reykjavík.
Skjaldbreið var á ísafirði síðdegis
í gær á norðurleið. Þyrill er í
Reykjavík. Ármann fór frá Reykja
vík í gær til Vestmannaeyja.
Einarsson & Zoega.
Foldin er væntanieg til Palestínu
f dag. Lingestroom er í Amster-
dam.
Eimskip:
Brúarfoss er í Reykjavík. Detti-
foss var í Rotterdam, fór þaðan
væntanlega í gær til Hull. Fjall-
foss var væntanlegur í gær til
ísafjarðar frá Skagaströnd. Goða-
foss kom til Antwerpen 12. apríl,
fer þaðan til Leith og Reykjavík-
ur. Lagarfoss er á leið til Reykja-
víkur. Selfoss er í Heroy í Noregi.
Tröllafoss er í New York, fer það
an væntanlega í dag til Baltimere
og Reykjavikur. Vatnajökull er í
Tel-Aviv.
S.l.S. — Skipadeild.
Arnarfell er í Dalvík. Hvassafell
er í Neapel.
Æ/öð og tímarit
Freyr
búnaðarblað, mayz-hefti þessa
árs, er nýkominn út, ágætlega úr
garði gerður, eins og venja er til
um það blað. Á forsíðu er falleg
mynd af kirkjugarði í sveit, sem
Guðni Þórðarson hefir tekið. Freyr
flytur að þessu sinni fjölmargar
greinar um ýmisleg búnaðarmál,
flestar fróðlegar og prýddar mörg-
um myndum, m. aó af votheyr-
turnum. Efni blaðsins verður ekki
rakið hér, en stórfróðlegt er það
öllum þeim, er um búnaðarmál
fjalla. Ritstjóri er Gísli Kristjáns-
Jazzblaðið
marz hefti er nýkomið út. Blaðið
er 20 síður og flytur að vanda mik
inn frcðleik um innlenda og er-
ienda musik og hljóðfæraleikara.
Efni blaðsins er að þessu sinni:
Forsíðumyndin er af Guðmundi
Finnbjörnssyni og grein um hann
eftir Hall Símonarson. Bréf frá les
endum og svör víð þeim, Ad lib
eftir Svavar Gests, A1 Casy, guitar
leikari, endursagt, Hljómleikar
Jazzblaðsins, gagnrýni Jóns M.
Árnasonar. Beztu jazzplöturnar
1949, Harmonikusíðan. Fréttir og
fleira, Jazz og dansmúsik o. fl.
Úr ýmsum áttum
Dánardægur.
Guðmundur Sveinsbjörnsson
fyrrv. skrifstofustjóri í Stjórnar-
ráðinu lézt að heimili sínu hér í
bænum laugardaginn fyrir páska.
Banamein hans var heilablóðfall.
Guðmundur var 78 ára að aldri
og hafði verið vanheill nokkur und
anfarin ár. Jarðarför hans fer fram
1 dag.
•
Met í svifflugi.
Nýlega flaug Helgi Filippusson
einsmanns svifflugu af Olympiu-
gerð frá Sandskeiði aij.tui1 að
Hvolseli við Hellu, í einum áfanga
og er það 71 km. leið í fluglínu.
Setti hann þar með nýtt íslands-
met í langflugi. Gamla metið vár
50 km. og var það frá Sandskeiði
suður á Keflavíkurflugvöll.
Með þessu flugi lauk Helgi silf-
ur C prófi og er hann þriðji ís-
lendingurinn, SPm lýkur þessu
prófi.
„Loftleiðis landa milli“.
í Gamla bíó er sýnd um þessar
mundir aukamynd, sem starfsmenn
Loftleiða hafa gert á ferðum sín-
um um ýms lönd Evrópu og Suð-
ur- og Norður-Ameríku. Skýring-
texti er talaður inn á myndina.
Efnilegur sundmaður.
Pétur Kristjánsson, hinn 15 ára
gamli sundgarpur frá sundmóti ís-
lands í vetur, er farinn til Kaup-
mannahafnar tll að taka þátt í
unglinga sundmeistaramóti Norð-
urlanda, sem háð verður um helg-
ina. Með honum fór þjálfari hans
Þorsteinn Hjálmarsson.
Pétur keppir í 100 m. skrið-
sundi, en í því náði hann mjög
góðum tíma í vetur. Lágmarks-
tími fyrir keppendur mótsins er
í. R. - KOLVIÐARHÓLL.
Skíðaferðir um helgina:
Laugardag kl. 2, 6 og 7.
Sunnudag kl. 9, 10 og 1.
Farmiðar við bílana hjá Varð-
arhúsinu. Innanfélagsmót á
sunnudag. Nánar í blöðunum á
morgun.
Skíðadeild í. R.
1,06,5 mín., en Pétur synti vega-
lengdina á ?j,03,3 mín. Aldurs-
hámark á mótinu er 18 ára og
mun Pétur fá þar erfiða keppend-
ur.
Leiðrétting.
Athygli hefir verið vakin á því
að það hafi veiið missögn i „Er-
lenda yfirlitinu" fVrir nokkru að
Leopold 2. Belgíukonunugur væri
afi Leopolds 3., sem nú er kon-
ungur Belgíu. Leopold 2. var afa-
bróðir Leopolds 3.
ÚTBOÐ
Tilboð óskast um smíði steinsteyptra íbúðarhúsa
við írafoss í Sogi.
Uppdrátta og lýsinga má vitja í teiknistofu Sigurð-
ar Guðmundssonar og Eiríks Einarssonar, Lækjartorgi
1, í dag og á morgun kl. 5—6.
Skilatrygging kr. 200.00.
Vertíð á ísafirði
* (Framhald af 1. siðu.)
úr 75 aurum í 93 aura, sam
kvæmt áliti hagfræðinganna
er enn ekki komið til fram-
kvæmda.
Frá skíðavikunni.
Sextánda skíðavika ísfirð-
inga fór fram við heldur ó-
hagstæð veðurskilyrði, þó að
á skírdag væri sólskin og þá
var norðaustankaldi með
dálítilli úrkomu hina dag-
ana. Þrátt fyrir þetta var
inargt fólk á skíðum alla dag
ana.
Tvær kvöldvökur voru í
skíðaskála Skíðafélagsins og
dansleikur var haldinn í Al-
þýðuhúsinu á páskadags-
kvöld.
'Ornum veai ■
NÝTT LANDNÁM
Kennarafélag Laugarnesskólans í
Reykjavík hefir keypt sér allstórt
land uppi í Mosfellssveit og hyggst
að hefja þar landnám með viss-
um hætti. Land þetta er allstórt
og vel fallið til ýmissar ræktunar.
Ætlun félagsins er sú að hefja
þarna einhverja ræktun, skógrækt
og fleira, og gefist þarna tækifæri
til að vinna að ræktunarstörfum.
bæði fyrir kennarana en þó eink-
urn börnin. Þegar lanidið hefir
verið girt og ræktunarstarfið skipu
lagt, verður hægt að fara með
hópa barna úr skólanum þarna upp
eftir og vinna með þeim að plönt-
un skógar eða annarri ræktun,
kenna þeim ýmis undirstöðuatriði
þessara greina og koma þeim í
snertingu við íslenzka mold og
gróanda lífsins í íslenzku vori.
í annan stað geta kennarar unn-
ið þarna aS ýmsum hugðarmálum
í ræktun, kannske jafnvel fengið
sérstaka bletti, ef til vill byggt
sér þar sumarskýli o. fl. o. fl. Mögu
leikar i slíku landnámi eru óþrjót-
andi, bæði til hressingar og ánægju
fyrir kennarana og hollrar úti-
vistar fyrir börnin.
í Laugarnesskólanum er margt
ungra og áhugasamra kennara, og
þetta framtak þeirra er fullrar at-
hygli vert og skilnings af hendi
bæjaryfirvalda. Þegar áhugasamir
uppalendur rétta þannig fram hönd
ina til sjálfboðastarfs í rétta átt,
má ekki láta undir höfuð leggjast
að taka í hana. Mér er ekki full-
kunnugt um það, hverja áheyrn
kennararnir hafa fengið i þessu
máli né heldur, hvort þeir hafa
eftir henni leitað. Eg veit heldur
ekki, hvaða áform eru efst í huga
þeirra um þetta landnám, eða hvort
ákvarðanir hafa verið teknar um
næstu verkefni þar, en ég þykist
viss um, að hér verður vel fram
haldið og gengið að starfi með
fullum dugnaði og elju, því að
hér eru að verki áhugasamir
menn og konur, og þess er óskandi
að erindi verði sem erfiði.
A. K.
AUGLÝSING
Samkvæmt reglugerð útgefinni í gær um verðlag á
söluvörum Tóbakseinkasölunnar tilkynnist, að hámarks
álagning í smásölu, miðað við útsöluverð Tóbakseinka-
sölunnar, skal vera á vindlingum, reyktóbaki, vindlum,
munntóbaki og rjóli 17%, en á neftóbaki 20% og eld-
spýtum og vindlingapappír 18%. Söluskattur er inni-
falinn í verðinu.
Verðlagsákvörðun þessi nær ekki til þeirra vara,
sem keyptar hafa verið fyrir 13. þessa mánaðar.
Tóbakseinkasala ríkisins.
Rafmagnsmótora
í stærðunum 2 til 12 hestöfl, útvegum við leyfishöfum,
frá Bretlandi, með mjög stuttum fyrirvara. Verðið hag-
stætt. — Einkaumboð á íslandi fyrir:
The Brush Electrical Engineering Co., Ltd.
Vélar & skip h.f.
Hafnarhvoli.
Sími 81140.
Rauði kross íslands
Aðalfundur verður haldinn í skrifstofu félagsins,
Thorvaldsensstræti 6, föstudaginn 19. maí 1950, og
hefst klukkan 14.
Dagskrá samkvæmt félagslögum.
Reykjavík, 12. apríl 1950.
Framkvæmdaráðið.
Konan mín
GUÐLAUG SIGRÍÐUR BJÖRNSDÓTTIR
Miðbæ Norðfirði andaðist miðvikudaginn 12. þ. m.
Fyrir mína hönd, barna og tengdabarna.
Jón Björnsson
Innilega þökkum við öllum þeim er auðsýndu samúð
við andlát og jarðarför
#
LÁRUSAR FR. JÓNSSONAR, FRÁ BARÐI.
Sérstaklega viljum við þakka heimilisfólkinu á
Krossi í Innri Akraneshreppi fyrir hjúkrun og um-
önnun er það veitti honum í veikindum hans.
Agúst Lárusson.
Guðjón B. Baldvinsson.