Tíminn - 14.04.1950, Page 8

Tíminn - 14.04.1950, Page 8
„ERIÆJVT YFIRL1T“ t DAG Haynýtinfi kjjuvnovkunnar „Á FÖRmjM VEGI“ t DAGi JViitt Ittndmhn Truman telur ástandið í alþjóðamálum fara batnandi 5 ár liðin siðan hann varð forsoti Truman forseti Bandaríkjanna, ræddi við blaðamenn í Washington í gær og sagði hann meðal annars, að ástandið í alþjóðamálum hefði farið smábatnandi undanfarin fjögur ár, eða frá því 1946. En það ár kvað Truman hafa verið ófrið vænlegasta árið, sem hann myndi eftir. Svo hefðu Banda- ríkjamenn hafið aðstoð við Tyrkland og Grikkland og síðan hefði Marshallhjálpin komið til sögunnar. Forseti í 5 ár. Það eru nú liðin fimm ár, siðan Truman tók við af Roosevelt forseta, en það var í aprílmánuði 1945. Truman sagði, að þessi fimm ár hefðu verið erfið að ýmsu leyti, en þá hefði fyrsta árið verið langerfiðast. Ánægður með ástandið. Hann sagði að ástandið bæði í verzlunar og landbún aðarmálum Bandaríkjanna væri nú mjög gott. Þjóðin hefði enga ástæðu til þess að óttast kreppu. Þvert á móti væru allar horfur á því að velmegun landsmanna myndi halda áfram að auk- ast. Fleiri menn hefðu nú at vinnu í Bandaríkjunum en nokkru sinni áður, i sögu landsins og bandarískir verkamenn lifðu við mun betri kjör en starfsbræður þeirra í Evrópu. Bandaríska flugvél- in enn ófundin Bandarískar, sænskar og danskar flugvélar héldu í gær árangurslaust áfram leitinni að bandarísku flug- yélinni, sem hvarf síðastlið- inn laugardag, á leiðinni frá Wiesbaden í Þýzkalandi til Kaupmannahafnar. Leitinni mun haldið áfram í dag. — Þýzkt skip kom í gær til hafnar í Svíþjóð og skýrði skipstjóri frá því, að síðdegis síöastliðinn mánudag hefðu skipverjar séð flak á floti, 30—40 km. frá Borgundar- hólmi, en þar eð skipið hefði ekki haft neitt senditæki, hefði ekki verið »hægt að skýra frá þessu fyrr. — Flug vélar rannsökuðu í dag þetta svæði, en urðu einskis vísari. Rússar reisa kjarn- orkustöð Þýzkur vísindamaður, Ró- bert Havemann að nafni lét s\o ummælt í austur-þýzka útvarpið í gær, að Rússar ynnu nú að því að reisa kjarn oikustcð, sem væri ætlað það hlutverk að framleiða kjarn orku sem nota ætti í iðnað- inn. Hamborgarblöðin hafa einnig skýrt frá þessu og geta meðal annars, að þegar hafi verið hafin framleiðsla á þungu vatni í I. G. Farben- verksmiðjunum, á hernáms- svæði Rússa í Berlín. Greinargerð um hækkun á tóbaki Alþýðublaðið Iætur nú ekk ert tækifæri ónotað til að ófrægja síðustu gengislækk- un. Það siðasta sem blaðið lætur frá sér fara í þessu efni er að gengislækkunin í marz sé aðalorsök hækkunar á síga rettum þeim, sem nú fást á hærra verði en áður. Þetta er rangt því verð- hækkunin á þessum sígarett- um stafar aðallega af gengis lækkuninni, sem gerð var s.l. haust og þá með stuðningi Alþýðuflokksins. Blaðinu hefir borizt svo- svohljóðandi greinargerð frá Tóbakseinkasölu ríkisins. „Verðhækkun sú, sem orð- ið hefir á aðal cigarettuteg- undinni, sem verið hefir hér að undanförnu og kom til framkvæmda í gær, úr kr. 5.80 í kr. 6.40 pr. 20 stykkja pakki, stafar, að lang mestu leyti, af verðhækkun, sem varð erlendis á þessari vöru- tegund undir lok s. i. árs og stóð í sambandi við gengis- fall sterlingspundsins í sept. s. 1., en aðeins að mjög litiu leyti vegna gengisbreytingar ísl. krónunnar, sem varð nú fyrir skemmstu. Hefði Tóbakseinkasalan átt kost á þvi að hafa þessa cigarettu- tegund til sölu undanfarna mánuði, mundi hver pakki hafa kostað kr. 6.30. Hækk- unin, sem orðið hefir nú vegna gengisbreytingarinn- ar, nemur því aðeins 10 aur- um pr. pakka, eða 1.6% af því verði, sem pakkinn mundi hafa kostað fyrir gengisbreytinguna. Hefir verið komist hjá því að hækka aðal-cigatettutegund irnar vegna gengisbreyting- arinnar um meira en þessa 10 aura á þann hátt, að smá söluálagningin hefir verið lækkuð og Tóbakseinkasalan hefir einnig lækkað sína á- lagningu í hlutfalli við verð hækkunina. Verður verðlag á öllum vörum Tóbakseinka- sölun'nar ákvarðað í sam- ræmi við þessa tilhögun eins og breyting sú á reglugerð- inni um álagningu á vörum einkasölunnar ber með sér og áður hefir verið birt.“ Vilja saraeina fræðslumyndir frá ýmsum löndum Fyrir nokkru síðan var stofnað félag í Stokkhólmi, sem er hugsað sem miðstöð fyrir menningarkvikmyndir. Forustumaður þessa félags er Lennart Bernadotte, sem jafn framt er skátahöfðingi Svía. Tilgangurinn með stofnun þessa félags er fyrst og fremst sá, að koma á og greiða fyrir notkun menningarkvikmynda þannig, að ýmsir menn, sem eigi filmur, geti sent þær til félagsins og megi það nota úr þeim eða þær allar til að gera menningar- og fræðslu- kvikmyndir. Er þetta t. d. hugsað svo, að einn eigi mynd ir af bjargfugli á íslandi, ann ar frá Orkneyjum og sá þxiðji frá Argentínu. Þó engin ein mynd sé nothæf til sýninga, væri hægt að gera fullkomna mynd, með því að skeyta þær saman. Greiðsla er hugsuð þannig, að miðstöðin í Stokk- hólmi sendi menningarkvik- myndir sínar til þeirra landa, sem filmur koma frá og fái lj ósmyndarinn það, sem inn kemur fyrir sýningu í heima- landi sínu, að mestu. Félagið hefir mikinn áhuga á því, að fá myndir frá íslandi og komast í samband við ís- lenzka kvikmyndatökumenn." Þeir kvikmyndatökumenn, sem vilja lána myndir sínar á þann hátt, sem að ofan greinir, geta snúið sér til Menntamálaráðuneytisins, er jafnframt veitir frekari upp- lýsingar. (Frá Menntamálaráðuneyt- inu). Borgarstjórinn vill ekki tryggja bænum eignarrétt á bæjarstæði Ingólfs Arnarsonar lýsir sig' fylgjamii rannswkn en vill slá ákvörðun iim kaup lóða á frest Á fundi bæjarstjórnar Reykjavíkur í gær var rætt um rannsókn á því hvar bæjarstæði Ingólfs Arnarsonar hafi slaðið. Hafði allsherjarnefnd alþingis sent bæjarstjórn bréf og ieitað umsagnar bæjarstjórnarinnar um þá tillögu um kaup á lóðum í Grjótaþorpi, sem nú liggur fyrir alþingi. Indverskir ráðherr- ar ánægðir Nehrú, forsætisráðherra Indlands, staðfesti í gær í Nýju Delhi fregnir, að tveir af ráðherrum hans hefðu beð ist lausnar, vegna sáttmála þess, sem hann gerði nýlega við Liekat Aly Khan, for- sætisráðherra Pakistan, um kynþáttavandamálið í Beng al og fleiri héruðum. Ráð- herrar þessir, sem eru verzl unarmálaráðherrann og iðn- aðar og birgðamálaráðherr- ann, eru óánægðir með sátt málann, telja að Indverjar hafi látið fullmikið undan síga fyrir Pakistan. Þórður Björnsson, bæjar- fulltrúi Framsóknarflokksins, vítti það í ræðu, að mál þetta skyldi ekki hafa verið lagt beint fyrir bæjarstjórn, þar sem alþingi leitaði beint á- lits hennar, heldur lagt fyr- ir bæjarráð eins og gert var fyrst. Minnti Þórður á, að hann hefði fyrir nokkru flutt til- lögu um þetta mál i sam- bandi við afgreiðslu fjár- hagsáætlunar bæjarins. Þeirri tillögu hefði verið vísað til bæjarráðs, en eftir fundar- gerðum þess að dæma, væri hún ekki komin þar fram, þótt skammt vær.i á milli. Ástæða hefði þó verið fyrir bæjarráð að fjalla um til- lcguna, þar sem aðgerðir al- þingis í málinu rækju á eftirj ákvörðun bæjarstjórnar. \ Flutti Þórður síðan eftir- farandi tillögu um þetta mál: Bæjarstjórn telur rétt að Alþingi samþykki tillögu þá til þingsályktunar nr. 262, sem nú liggur fyrir Alþingi „um að fela rikisstjórninni að leita um það álits sér- fróðra manna hvort eigi megi telja líklegt eða full- víst að bæjarstæði Ingólfs Arnarsonar hafi verið í Grjótaþorpinu eða um það bil, þar sem nú stendur hús ið Grjótagata 4“, en bæjar i stjórn lítur svo á að æski- legast sé, að höfð sé sam- vinna við bæjaryfirvöld Reykjavíkur um þetta. Þá telur Ibæjarstjórn, að Acheson til I*arísar Tilkynnt var í Washington í dag, að Acheson, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, myndi halda til Parísar 8. maí næstkomandi, til við- ræðna við Schuman, utanrík- isráðherra Frakklands. Þeir verða síðan samferða til Lon don, þar sem þeir ræða við Bevin. Fundur Atlantshafs- hafsbandalagsráðsins hefst í London 15. maí, og er þá gert ráð fyrir að ráðstefnu ráðherranna þriggja verði lokið. Baitilaríkiii styrkja framvcgis banda- menn sína Louis Johnson, hermála- ráðherra Bandaríkjanna, lét svo ummælt við blaðamenn í gær, að Bandaríkin myndu framvegis veita bandamönn um sínum í Evrópu alla þá efnahagslegu og hernarðar legu aðstoð, sem þau gætu í té látið og nauðsynleg væri talin. Hann endurtók fyrri ummæli sín um það, að friðinn væri einungis hægt að varðveita með hernaðar- legu afli. Bandaríkin hefðu nú tekið að sér að vera for ystuþjóðin vestan járntjalds. Og þeirri forystu myndi ekki unnt að halda, nema þau gættu þess vandlega, að vera hernaðarlega öflug. sé það álit hinna sérfróðu manna, að bústaður Ingólfs Arnarsonar muni hafa verið á tilteknu svæði í Grjóta- þorpi beri Reykjavíkurbæ að öðlast eignarumráð yfir svæðinu og húsum þeim, sem á því kunna að vera til verndar hinum fornhelgu minningum og felur borgar stjóra að vinna að þvf. Nokkrar umræðúr urðu um tillöguna og taldi borgarstj. að binda bæri allar samþykkt ir um málið við rannsóknina eins, en skjóta á frest að taka ákvörðun um kaup á lóðum þar til að rannsókn lok inni. Þórður taldi hinsvegar sjálfsagt að fyrir lægi ský- laus vilji bæjarstjórnarinnar um að bærinn vildi tryggja sér eignarhald á bæjarstæð- inu, ef það fyndist, og því rétt að tengja þetta tvennt í ályktun bæjarstjórnarinn- ar. Tillögunni var siðan vísað til bæjarráðs að tillögu borg arstjóra, með 8 atkv. gegn 7. Er nú að sjá, hvort J^ún, fær að ganga þangað fljót- ari boðleið en hin fyrri, eða verður úti á leiðinni eins og oft á sér stað um tillögur sem íhaldsmeirihlutinn sendir þangað til svæfingar. . . . o« þá voru cftir tveir Ógæfan virðist elta Attlee forsætisráðherra Breta og vera einráðin í því að rýja af honum þingfylgið þangað til meiri hlutinn er glataður og íhaldsmenn fella stjórnina. Er saga þessa þingmeirihluta einna líkust vísnasögunni um „tíu litla negrastráka.“ Þing- menn verkamannaflokksins falla af fatinu einn og einn 1 einu. Einn deyr, annar veik- ist, þriðji slasast o. s. frv. Fyr- ir nokkrum dögum kom það fyrir, að einn þingmaður verkamannaflokksins féll af sporvagni út af Westminst- er-brú í London og slasaðist svo, að hann liggur nú í sjúkrahúsi. Síðan er þing- meirihluti stjórnarinnar að- eins tveir þingmenn. Segja brezku blöðin í gamni, að vel megi segja eins og í vísunni um „tíu litla negrastráka“: Einn þeirra féll af Westminster-brú og þá voru eftir tveir.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.